Morgunblaðið - 23.12.1988, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 1988
13
Póst- og símamálastofiiuniii:
Jólafrímerki sýnd
í Landssímahúsinu
ingar í Austur-Evrópu en höfum
glatað jarðsambandinu og líflínunni
til þeirrar sömu menningar. Fyrir
atbeina sögulegra tilviljana og land-
fræðilegrar legu komumst við undir
yfírráð annars heims, þar sem býs-
antísk-austræn hugmyndafræði
ríkir. Sú staðreynd, að við höfum
lent undir þessum jrfirráðum, hefur
haft í för með sér að við höfum
beðið skaða á líkama og sál. Pólsk
menning verður ekki endurreist fyrr
en við verðum aftur herrar í eigin
húsi og komumst í eðlilegt, lífrænt
samband við meginstrauma þeirrar
menningar sem við erum hluti af.“
Um stjóm kommúnista sagði
Orzulik að þeir hefðu farið með
völdin í meira en fjóra áratugi og
niðurstaðan væri algert skipbrot.
Enginn Pólveiji efaðist um þá stað-
reynd, þar með taldir valdhafamir
sjálfír. Orzulik sagði einnig: „Ka-
þólska kirkjan er ekki pólitískur
flokkur. Hún hefur tekið að sér að
vera málsvari þessarar þjökuðu
þjóðar. Sem slík er hún sterkasta
afl þjóðfélagsins. Þjóðin hefur leitað
athvarfs hjá okkur af því að hún
finnur að við emm málsvarar æðri
gjlda og við reynum af mannlegum
breyskleika okkar að vera málsvar-
ar þjóðar sem fínnur að henni hafa
verið gefnir steinar fyrir brauð. Við
emm sáttaafl og viljum koma á
hringborðsviðræðum en munum
ekki tala við það borð heldur vera
áhejmarfulltrúar þjóðarinnar. Við
teljum ekki rétt að hefja þessar við-
raeður nema þeir, sem farið hafa
með valdið og þurfa nú á hjálp þjóð-
arinnar að halda, séu fyrir sitt leyti
reiðubúnir að leysa þjóðina úr álög-
um, viðurkenna rétt hennar til að
stofna félög og kjósa sína eigin
málsvara.
Mikilvægasta krafan er því sú
að stjómvöld viðurkenni Samstöðu.
Verði það ekki gert getum við ekki
trúað því að þessar viðræður ein-
kennist af heilindum; það getur
enginn komið ófrjáls til þessara við-
ræðna, allra síst ef til þeirra er
boðað af sama flokknum og hefur
látið Póllandi blæða út.“ Orzulik
sagði að misheppnaðar viðræður
væm verri en engar; þá hefðu í
fjórða sinn verið vaktar falskar
vonir um framfarir á stjómartíma
kommúnista.
Fulltrúi Samstöðu er utanrfkis-
ráðherra ræddi við, Mazowiecki að
nafni, var áður ritstjóri málgagns
Samstöðu er gefíð var út 1980 -
1981 en ritstýrir nú tímariti ka-
þólsku kirkjunnar í Varsjá. Það
vakti athygli Jóns Baldvins að
Mazowiecki skyldi koma án nokk-
urrar launungar í heiðursbústaðinn,
er utanríkisráðherrahjónin dvöldu
í. Aðspurður sagði Mazowiecki að
þetta hefði hann ekki þorað fyrir
hálfu ári en fundist að í þetta sinn
væri rétt að gera það.
Mazowiecki sagði Samstöðu vera
samtök margra og ólíkra hópa, þar
væm vinstrisinnar, hægrisinnar og
ýmis önnur afbrigði hins pólitíska
og félagslega litrófs. Sjálfur til-
heyrði hann kaþólska arminum. Er
Jón Baldvin spurði hvað Vestur-
landamenn gætu helst gert til að
stuðla að efnahagslegum umbótum
og auknu frjálsræði sagði hann að
það væri aðeins eitt. Þeir gætu
kjmnt málstað Samstöðu, gert öðr-
um Vesturlandabúum ljóst að í
Póllandi væm menn þolendur
vandamála sem leiddu af nábýli við
Sovétríkin. Þess vegna væri rétt
að fylgjast vel með gangi mála
þar. Samstaða bæði ekki um fé
heldur áhuga og skilning.
Svikin loforð
Aðspurður um endurbótaáætlun
stjómvalda sagði Mazowiecki að
ekkert sérstakt væri í sjálfu sér að
henni að finna. Vandinn væri aðeins
sá að Pólveijum hefði verið lofað
þessu áður; af Gomulka 1956 og
síðar Gierek, upp úr 1970. Það
væri sama gamla valdakerfíð sem
enn héti brejrtingum. „Eigum við
að trúa því að nú sé svo komið að
nýja valdastéttin vilji strika yfír
alla fortíðina, allar sínar hugmjmd-
ir, allt sem hún hefur réttlætt til-
vem sína með, að hún sé reiðubúin
að taka þjóðinni með opnum örmum
og bæta fyrir allar misgerðir? Við
trúum því ekki. Þess vegna setj-
umst við ekki að samningaborðinu
nema sem frjálsir menn, samþykkj-
um ekki hugmjmdir stjómarinnar
án umræðu heldur áskiljum við
okkur rétt til að breyta þeim, fá
að taka þátt í mótun þeirra, ekki
samkvæmt einhveiju skömmtunar-
kerfi, heldur samkvæmt því sem
þjóðin úrskurðar. Eina lausnin er
algert félagafrelsi sem mun leiða
til kerfís margra flokka. Við heimt-
um ekki allt samstundis en við
göngum ekki í hlekkjum til samn-
inga við stjómina."
Mazowiecki sagði alrangt að líkja
saman perestrojku, umbótaáætlun
Míkhaíls Gorbatsjovs í Sovétríkjun-
um, og því sem deilt væri um í
Póllandi. Um þetta væru stjómar-
sinnar jafnt sem stjómarandstæð-
ingar sammála í landinu. Enn hefði
aðeins orðið ein breyting í Sovétríkj-
unum; umræðan væri orðin frjáls-
ari en þó innan ákveðinna tak-
marka. Ibúar Sovétrflganna hefðu
fyrst og fremst áhuga á meira
matvælaframboði og jaðarþjóðimar.
vildu aukið sjálfstæði gagnvart
Rússum. Pólveijar væru aftur á
móti að fara fram á frelsi og lýð-
ræði, í hugarheimi Pólveija ríktu
vestrænar hugmyndir sem almenn-
ingur í Sovétríkjunum þekkti ekki.
Þess vegna dygðu Pólveijum ekki
einhveijar tæknilegar efnahagsum-
bætur og ijátl við valddreifíngar-
hugmjmdir. Þeir vildu losna úr fjötr-
um.
JÓLAFRÍMERKI frá árunum
1981 til 1988 verða til sýnis á
jarðhæð Landssímahússins við
Austurvöll frá klukkan 8 til 16 á
virkum dögum til 6. janúar næst-
komandi, að sögn Jóhanns
Hjálmarssonar blaðafulltrúa
Pósts og síma. Jólafrimerki hafa
selst í 2 til 2,5 milljónum eintaka
á undanfórnum árum, að sögn
Rafns Júlíussonar póstmálafull-
trúa. Reiknað er með að heildar-
pósttekjur verði 1.285 miiyónir
króna á þessu ári og þar af kaupi
safnarar frímerki fyrir um 60
milljónir króna.
Hægt er að kaupa öll íslensk
frímerki, sem gefín hafa verið út á
árinu, í einni möppu en slíkar möpp-
ur hafa verið gefnar út frá árinu
1974, að sögn Jóhanns Hjálmars-
sonar.
Kjartan Guðjónsson, málari og
grafíker, teiknaði jólafrímerkin í ár
en verðgildi þeirra er 19 og 24 krón-
ur. Kjartan er fæddur 21. apríl
1921 og stundaði nám við Art Inst-
itute of Chicago. Hann kenndi við
Myndlista- og handíðaskóla íslands
í 25 ár. Kjartan var ritari Félags
íslenskra myndlistarmanna og í
sljóm íslandsdeildar Norræna list-
bandalagsins í 12 ár.
Eyrarbakki:
Bakkafískur fær nýtt skip
Eyrarbakka.
BAKKAFISKUR HF. festi nýlega
kaup á 187 smálesta fískiskipi.
Upphaflega mun þetta skip hafa
heitið Arnfirðingur, en heitir nú
Freyr ÁR 170.
Skipið er með jrfírbyggðu vinnuþil-
fari, vel búið tækjum, með 1100
hestafla vél. Bolurinn hefur verið
sandblásinn að utan, og innan á milli-
dekki, enda er útlitið prýðilegt.
Nú er verið að útbúa skipið til
dragnótaveiða og þess vænst að það
verði tilbúið á veiðar um miðjan jan-
úar.
Vinnslu í ftystihúsi Bakkafisks
verður haldið áfram til áramóta, en
þá verður hafíst handa við aðkall-
andi lagfæringar, aðallega á raf-
búnaði, þvi breytt hefur verið um
spennu til hússins úr 220 v í 360
volt. Vonir standa þó til að viðgerðum
ljúki síðari hluta janúar og þá mun
vinnsla hefjast á ný af fullum krafti.
— Óskar
í íslendingA f aUatutiv
vetV\afe0S ltv£t\)tó^
. „t et W me'í‘tínBat '''“ímesa”
, et e\sta
aðU/vnuWat
:etáát\uÐáa
\Yvetvuvet
Vtátt.
\j\\attðu'
u\\af\ðuað „ leöíetöat “ v\ð so&u-
SAFN TIL
IÐNSÖGU
ÍSLENDINGA
Tvö ný bindi bætast nú við þessa
fróðiegu ritröð sem fjallar um at-
vinnusögu þjóðarinnar.
Hverju bindi fylgir fróðlegur og
skemmtilegur kafii um orð og orð-
tök úr viðkomandi atvinnugrein
eftir Halldór Halldórsson.
Ritstjóri verksins er Jón
Böðvarsson fyrrverandi
skólastjóri.
Hið íslenska bókmenntafélag
Þingholtssfræti 3, sími 21960.