Morgunblaðið - 23.12.1988, Blaðsíða 12
MORGÚNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 1988
12
Viðræður utanríkisráðherra við pólska ráðamenn og sljórnarandstæðinga:
„Göngum ekki í Mekkjum
til samniiiga við stiómina“
- sagði talsmaður Samstöðu um
viðræðutilboð stjórnvalda
Jón Baldvin Hannibalsson utanrikisráðherra
Utanríkisráðherra, Jón Baldvin
Hannibalsson, var sem kunnugt
er í opinberri heimsókn í Pól-
landi á dögunum ásamt eigin-
konu sinni, Bryndísi Schram.
Hann átti þá viðrœður við helstu
ráðamenn landsins, þ.á m. starfs-
bróður sinn Tadeusz Olechowski,
utanríkisráðherra, Wojciech
Jaruzelski, leiðtoga kommúnista-
flokksins og valdamesta mann
iandsins, Dominik Jastrzebski
sem fer með utanríkisviðskipti í
ríkisstjórninni, og forsætisráð-
herrann, Mieczyslaw Rakowski.
Einnig ræddi hann við fulltrúa
kaþólsku kirkjunnar og hinna
bönnuðu verkalýðssamtaka,
Samstöðu. í fréttum af heim-
sókninni var drepið á nokkur
atriði þessara viðræðna en í sam-
tali við blaðamann Morgunblaðs-
ins sagði Jón Baldvin nánar firá
ýmsu er bar á góma.
Við upphaf fundar þeirra Jóns
Baldvins og Rakowskis sagðist
Jón hafa lesið með mikilli athygli
stefnuræðu þá er forsætisráðherr-
ann flutti í pólska þinginu í septem-
ber síðastliðnum er ríkisstjómin
kynnti umbótaáform sín. „Það var
að mínu mati afar athyglisverð
ræða,“ sagði Jón Baldvin. „Hún var
hreinskilin í því að viðurkenna al-
varleg mistök í fortíðinni og þar var
ekki dregin dul á trúnaðarbrest
milli stjómvalda og þjóðar. Þetta
var heit áskorun frá stjómmálafor-
ingja til þjóðarinnar um að standa
við bakið á sér í þeim róttæku
umbótum sem hann var að boða.
Einkum gaf ég því gaum er hann
sagði:„Ég heyri alls staðar að úr
þjóðfélaginu um stuðning við þessar
hugmyndir sem við erum að boða.
En nú spyr ég ykkur, pólsku þjóð-
ina, hvort þið munið hafa þolin-
mæði til að vera sjálfum ykkur sam-
kvæm þannig að þið takið afleiðing-
unum þegar þær birtast því að þetta
verður ekki sársaukalaust. Sem
dæmi má nefna að það verður ekki
sársaukalaust að framfylgja regl-
unni um að fyrirtæki eigi að skila
hagnaði og það eigi að loka fyrir-
tækjum sem rekin eru með tapi.
Það getur orðið tímabundið at-
vinnuleysi; þolið þið það? Við kvört-
um undan litlu vinnuframlagi og
lélegri framleiðni og vitum að þetta
er orsök lágra launa. Ef við förum
að borga þeim meira sem nenna
að leggja sig fram og þora að taka
á sig ábyrgð, munuð þið þá sætta
ykkur við þann launamun sem af
því hlýst?"
Utanríkisráðherra sagði Rakow-
ski að þessi spuming um sam-
kvæmni og það að taka afleiðingum
gerða sinna hefði vakið athygli sína.
Þetta væri ekki einkamál Polveija
heldur vandamál sem stjómmála-
menn stæðu frammi fyrir alls stað-
ar. Kannski væri það þó erfíðara í
Póllandi en annars staðar.
„Kerfið er gjaldþrota“
„Rakowski var einstaklega hrein-
skilinn í þessum viðræðum," sagði
Jón Baldvin. „Hann viðurkenndi að
gamla kerfið væri gjaldþrota, það
hefði ekki trúnað þjóðarinnar. Hann
notaði orðið „totalitarianism" (al-
ræðisstefna), sagði að alræðisstefn-
an hefði beðið skipbrot. Rakowski
er sérfræðingur í sögu þýskra jafn-
aðarmanna og hefur ritað bók sem
annars vegar fjallar um milliríkja-
vandamál Pólveija og Þjóðveija og
er hins vegar greining á ferli þýsk-
ra jafnaðarmanna, fyrst og fremst
á millistríðsárunum. Þá bmgðust
þýskir jafnaðarmenn, sem kunnugt
er, í baráttunni gegn Hitler. Rakow-
ski notaði hvað eftir annað orðið
„lýðræðisjafnaðarstefna" sem
merkimiða á þær hugmyndir sem
hann vildi beita sér fyrir."
Jón Baldvin segist hafa svarað
Rakowski með því að leggja áherslu
á það að sem formaður í vestrænum
jafnaðarmannaflokki og hagfræð-
ingur að mennt skildi hann vel þær
hugmyndir sem pólska stjómin
væri að boða, þær væru honum vel
kunnar. Hann hefði verið marxisti
í æsku og þekkti því vel þau fortíð-
arfræði af eigin ástundun. Pólveijar
væru ekki einir um það að komast
að þeirri niðurstöðu, að sósíalismi
sé ekki formúla, að kerfí sem bygg-
ist á því að sósíalismi merki ríkis-
eign á öllum framleiðslutækjum og
allt vald skuli vera hjá einum flokki,
að allar þessar hugmyndir séu rang-
ar. „Þið segist þurfa að losna út
úr þessari kreppu," sagði Jón Bald-
vin, „gefa framtaki, áræðni og ein-
staklingsframtaki lausan tauminn í
efnahagslífínu, leyfa fólki að bera
úr býtum eftir vinnuframlagi og
framtaki. Hvað er þá eftir? Gamla
formúlan um sósíalismann er dauð
og heyrir fortíðinni til, um það þurf-
um við ekki að deila lengur. Hlut-
verk ríkisvaldsins hlýtur að vera
það að setja almennar reglur um
starfsemi fijálsra aðila í þjóðfélag-
inu. Leiði markaðskerfíð til óþolandi
misskiptingar auðs og tekna verði
ríkisvaldið að tryggja aukinn jöfn-
uð, t.d. gegnum skattakerfi og al-
mannatryggingar, tryggja, að þeir
sem verða undir í samkeppninni
geti treyst á samfélagslega hjálp."
Jón Baldvin sagði að um þetta
hefði deila kommúnista og jafnað-
armanna staðið í heila öld. Þess
vegna hlyti Rakowski að skilja að
hann, eins og aðrir leiðtogar jafnað-
armanna i Vestur-Evrópu, hefði
sérstakan áhuga á þeim hugmynd-
um sem pólska stjómin setti nú
fram. Þær væru mjög í anda hug-
mynda jafnaðarmanna og þeir ósk-
uðu Rakowski að sjálfsögðu alls
góðs þar sem þeir hefðu trú á því
að þetta væri rétta leiðin. Þetta
væri söguleg tilraun og tækist hún
gæti það orðið meiri háttar framlag
til bættra samskipta austurs og
vesturs. Undirrót tvískiptingar Evr-
ópu, hin hugmyndafræðilega deila
um það hvemig menn ættu að skipa
efnahagsmálum sínum, væri úr sög-
unni. Hins vegar væri það spuming
hvemig tækist að vinna trúnað
pólsku þjóðarinnar þegar þeir sem
ætluðu að framkvæma þessar hug-
myndir væru sami flokkurinn og
sama kerfíð og hefði svo oft áður
bmgðist. Jón Baldvin sagðist hafa
lesið það í ritum Samstöðumanna
að þessi trúnaðarbrestur væri aðal-
vandinn. Það þyrfti eitthvað meiri
háttar að gerast til að ryðja þessu
vantrausti úr vegi.
Ráðherramir ræddu þar næst
hugmyndir stjómvalda um svo-
nefndar hringborðsumræður stjóm-
ar og stjómarandstöðu sem ríkis-
stjómin segjast hafa boðið Sam-
stöðu og kaþólsku kirlg'unni að yrðu
haldnar án nokkurra fyrir fram
skilyrða. Rakowski hefur gengið
svo langt að hann hefur ekki skipað
enn í fjögur ráðherraembætti og
segir að þau séu ætluð stjómarand-
stöðunni þegar búið sé að ná sam-
komulagi milli þessara aðila.
Vestræn hjálp nauðsynleg
Rakowski ræddi um efnahags-
vanda rikisins og sagði brýna nauð-
syn að pólsk stjómvöid næðu samn-
ingum um skuldbreytingu á erlend-
um lánum. Stefna Vesturlanda
væri að bíða átekta og sjá hvemig
til tækist með efnahagsumbætum-
ar og þróun mannréttinda þar sem
einkum væri spurt um löggildingu
Samstöðu. En Pólveijum væri
lífsnauðsyn að fá aðstoð strax.
„Við emm búnir að gera margt til
að sanna að við séum að þessu í
alvöru. Tjáningarfrelsi hefur verið
stóraukið og ástandið í þeim málum
er ekki sambærilegt við fyrri tíð.
Þið getið ekki fundið að mannrétt-
indamálum hjá okkur núna. Lítið
bara á viðræðumar milli stjómvalda
og Samstöðu! Þjóðfélagið er miklu
margbreytilegra og fijálsara en í
öðmm Austur-Evrópuríkjum. Hvað
þurfum við að gera í viðbót? Varð-
andi Samstöðu; hvað em það mörg
ríki á Vesturlöndum þar sem
ástandið er þannig að verkalýðs-
hreyfíngin gerir bara kröfur?
Stjómvöld þurfa að gæta hagsmuna
allrar þjóðarinnar og halda aftur
af kröfum."
Jón Baldvin sagði að þetta væri
gamalkunnugt vandamál en málið
væri það að þótt rfkisvaldið gripi
inn í samninga á Vesturlöndum þá
væri það allt annar handleggur ef
verkamönnum væri bókstaflega
bannað að mynda frjáls félög. Það
væri þeim bannað í Póllandi þar til
Samstaða yrði lögmæt á ný. Að
margra mati myndu efnahagsum-
bætumar einfaldlega ekki skila ár-
angri nema gerðar yrðu pólitískar
breytingar einnig. Hann spurði hve-
nær leyfðir yrðu fleiri stjómmála-
flokkar og hvort það væri hægt
þegar tekið væri tillit til landfræði-
legrar legu Póllands, hvort það yrði
liðið.
Rakowski sagði Jón Baldvin ekki
hafa skilið nægilega vel hve mikið
fjölræði ríkti í Póllandi þótt það
væri ekki með sama hætti og á
Vesturlöndum. Aðalatriðið væri
ekki að fleiri flokkar störfuðu held-
ur það að ýmsir hópar fengju meira
frjálsræði og vilji hins ríkjandi
flokks stæði til þess að ræða við þá.
Útvörður vestrænnar
menningar
Síðar sama dag hitti utanríkis-
ráðherra að máli Alojzy Orzulik,
erkibiskup í Varsjá. Orzulik lýsti
vanda Pólveija með eftirfarandi
orðum:„Póliand er vestrænt menn-
ingarríki er byggir á kristnum hefð-
um. Við em útvörður þeirrar menn-
Hljómplötusala fyrir jólin:
Bítlavinafélagið, Bubbi
og Megas eru söluhæst
SALA á hljómplötum hefúr að sögn plötuútgefenda verið að taka við
sér nú í vikunni. Margar islenskar plötur hafa þegar náð góðri sölu
og útgefendur eru vongóðir um aðrar. Það ber hins vegar á því að
meira selst af erlendum hljómplötum en i fyrra, og kenna menn það
tollalækkuninni, sem var á næsta leiti á aðventunni i fyrra. Menn
geymdu það þvi að kaupa erlendar plötur þar til eftir áramótin, en
þeim mun meira seldist af islenskum plötum. Söluhæstu plötumar nú
fyrir jóiin em 12 isiensk bítlalög i flutningi Bitlavinafélagsins og plata
Bubba og Megasar, Bláir draumar. Þær hafa náð yfír 7.500 eintaka
sölu og hafa útgefendur og flytjendur þvi hlotið platinuplötu að launum.
Steinar Berg, forstjóri Steina hf.
gefur út plötu Bítlavinafélagsins.
Hann sagði að auk hennar væri hann
vongóður um að plata Valgeirs Guð-
jónssonar, Góðir íslendingar, myndi
ná 7.500 eintaka sölu. Hún hefur
nú þegar selst í rúmlega 5.000 ein-
tökum og hafa selst um 1.000 eintök
daglega síðustu daga að sögn Stein-
ars. Þijár plötur Steina að auki hafa
selst í yfír 3.000 eintökum, en það
er markið sem þarf að ná til þess
að fá gullplötu. Þessar plötur eru
safnplötumar FVostlög og á Frívakt-
inni, auk plötu Eyjólfs Kristjánsson-
ar, Dagar. Þá sagði Steinar að plat-
an Sannar sögur, með lögum Val-
geirs Guðjónssonar úr söngleiknum
Síldin kemur, hefði náð 2.000 eintaka
sölu og hann vonaðist til að hún
næði gullplötumarkinu.
Fimm erlendar plötur, sem Steinar
hafa umboð fyrir, hafa selst í yfír
3.000 eintökum, þar á meðal Yummy
Yummy með Kim Larsen og Vol. 1
með Traveling Wilburys.
Jón Ólafsson, forstjóri Skífunnar,
sagði að þijár plötur, sem fyrirtækið
gefur út, hefðu náð „gullsölu". Síðan
skein sól, bamaplatan Tunglið tung-
lið taktu mig og jólaplata Ellýjar
Vilhjálms hafa náð yfir 3.000 eintaka
sölu og tvær þær fyrmefndu eru
komnar hátt á fímmta þúsundið að
sögn Jóns. Sala á ijórum plötum
öðmm, sem Skífan gefur út, hefur
gengið ágætlega og sagðist Jón von-
ast til þess að plata Geira Sæm og
Hunangstunglsins næði gullsölu. Er-
lendar plötur á vegum Skífunnar
hafa líka gengið vel, til dæmis Rattle
& Hum með U2 og jólaplata Boney
M.
Hjá Gramminu fengust þær upp-
lýsingar að Bubbi og Megas hefðu
nú náð 7.500 eintaka sölu. Þá hefur
plata Bubba, Serbian Flower, selst í
yfir 3.000 eintökum. Plata norsku
sveitarinnar Artch með Eirfk Hauks-
son í fararbroddi hefur selst í yfír
1.000 eintökum, en plötur S/h
draums, Kamarorghesta og Jóhanns
G. Jóhannssonar í minna mæli.
Morgunblaðið/Ragnar Siguijónsson
Plata Bjartmars Guðlaugssonar, með vottorð í leikfimi, er ein af
islensku hljómplötunum, sem náð hafa „gullsölu". Hér sjást þeir
Bjartmar (t.v.) og útgefandinn Sigurður Rúnar Jónsson, eða Diddi
fíðla, með gullplöturnar. Milli þeirra stendur Pétur Kristjánsson, fúll-
trúi Steina, sem dreifa plötunni.
Gunnar Hrafnsson, útgáfustjóri
Takts, sagði að plötur fyrirtækisins
hefðu gengið vel. Ekki væri búist við
roksölu fyrir jólin, útgáfan væri þess
eðlis að frekar væri miðað við
langtímasölu. Meðal platna Takts eru
Ljósið loftin fyllir með sönglögum
Gylfa Þ. Gíslasonar, plötur með tón-
list Hljóma, Hauks Morthens, Maríu
Markan og Stefáns íslandi, Quintet
með Bimi Thoroddsen og Þjóðlegur
fróðleikur Guðmundar Ingólfssonar.
Plata Bjartmars Guðlaugssonar,
Með vottorð f leikfími, hefur náð
3.000 eintaka sölu. Bjartmar gefur
hana út með Sigurði Rúnari Jónssyni.
Þess má geta að söluhæsta plata
ársins fram til þessa er hljómplata
Sykurmolanna Life’s too Good, sem
-selst hefur í um 7.800 eintökum.