Morgunblaðið - 23.12.1988, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 1988
51
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
691282 KL. 10-12
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
Þessir hringdu ..
ími fyrir heyrnarlausa
Tfl Velvakanda.
Mállau8ir og heymariausir eru
í þjóðfélaginu og geta
samskipti haft við aðra en sína
tustu.
Með þessum Knum vil ég koma
frimlr fíáiir hu‘m,riw
hjá fyrirtækjum og stofnunum.
Þetta er í raun Ijðsritunarvél, sem
tengist annarri með síma, þannig
að sett er blað, (prentað mál, hand-
skrifað eða teikning) í tækið, síðan
er hringt í númer annarrar vélar,
ina
gieðiefni að geta hjálpað heymi
lausum að njóta, þótt í litlum mi
8é, þeirra þæginda sem slminn veit
ir okkur I slvaxandi mæli.
Það sem þarf að .gera er þetta
Táknmálsfréttirnar koma
að litlu gagni
Magndís Grímsdóttir hringdi:
„Nokkur orð vegna greinarinn-
ar „Sími fyrir heymarlausa" sem
birtist í Velvakanda sl. miðviku-
dag. Heymarlausir hafa getað
fengið textatæki við síma sína
síðan 1985 og hefur Trygginga-
stofnun greitt allan kostnað af
þeim tækjum fyrir heymarlausa
og heymarskerta. Eftir að tákn-
málsfréttimar vom færðar fram
í dagskrá sjónvarps horfa heym-
arlausir sáralítið á þær því með
þessu vom táknmálsfréttimar al-
veg slitnar úr samhengi við frétt-
atímann. Það væri auðvitað til
bóta ef texti væri látinn fylgja en
táknmálsfréttir verða að vera
strax á undan eða eftir fréttum
eigi þær að koma heymarlausum
að vemlegu gagni."
Gamalt Ijóðakver
Sigríður Eyjólfedóttir hringdi:
„Ég hef verið að leita að kveri
með bamaljóðum sem kom út fyr-
ir mörgum ámm. í því var m.a.
þessi vísa sem ég kann aðeins
brot af.
Út við þorpsins yrstu brún
er ofurlítil tjöm.
Lengi oft þar leika
lítil skólaböm.
Báran suðar við sand,
sólin gyllir traf.
Gaman er að eiga skip
við Atlantshaf.
Einnig þula með þessum hend-
ingum:
Hrafninn upp á hárri stöng
hristir snjó úr klónum,
kmnkar hann um kvöldin löng
kalt er mér í snjónum.
Getur einhver sagt mér hvað
þetta ljóðakver heitir og eftir
hvem vísumar em?
Pennaveski
Vínrautt pennaveski tapaðist í
Bíóborginni sl. mánudagskvöld.
Finnandi er vinsamlegast beðinn
að hringja í síma 13335.
Silfurpenni
Silfurpenni tapaðist fyrir
nokkm. Finnandi er vinsamlegast
beðinn að hringja í síma 672288.
Fundarlaun.
Fékk ekki endurgreitt að fiillu
111 Velvakanda.
í ágústmánuði ætluðum við hjón-
in að fara á námskeið á vegum
Þrídrangs. Við vissum ekki mikið
um innihald og kennsluaðferðir
námskeiðsins. Kom það fram strax
í inngangsorðum námsskeiðshaldra
að þeir sem vildu hætta við að vera
á námskeiðinu gætu gert það og
fengið peninga sína til baka. Okkur
leist alls ekki á kennsluaðferðina
svo við ákváðum að hætta við. Við
áttum að fá borgað aftur innan
fimm daga. Ef það yrði ekki gert
áttum við að hafa samband. Við
fengum ekki endurgreitt og höfðum
samband eftir rúmlega viku aftur.
Okkur var lofað greiðslu strax og
vísapeningamir væru komnir. Það
stóðst ekki heldur og við áttum þá
að fá endurgreitt eftir næsta nám-
skeið. Ekkert varð úr því heldur.
í október fengum við hluta af
peningunum aftur hjá Adam David,
sem er framkvæmdastjóri
Þrídrangs, en okkur hefur ekki tek-
ist að fá endurgreitt að fullu.'Þar
sem okkur líður ekki vel út af þess-
um viðskiptum og sjáum ekki fyrir
endann á þessu máli vil ég spyija
hvað við getum gert til að fá pen-
inga okkar endurgreidda.
Norbert MUller,
Hveragerði
Athugasemd Þrídrangs
Vegana kvörtunar frá Norbert
Muller um meint svik á endur-
greiðslu gjalds vegna námskeiðs á
vegum Þrídrangs er þessu til að
svara. Endurgreiðslan var sam-
komulagsatriði milli hans og nám-
skeiðshaldarans (Kens Cadigan)
sem var gert án vitundar eða sam-
ráðs við þáverandi stjómendur fé-
lagsins. Einhverra hluta vegna láð-
ist aðstoðarmanni Kens að tilkynna
gjaldkera Þrídrangs um þetta sam-
komulag. Það varð til að Ken Cadig-
an fór út grandalaus með verulegan
hluta af fé Norberts. Féð sem féll
í hlut Þridrangs fékk Norbert borg-
að og ríflega það. Með þvf vildi
Þrídrangur bæta Norbert upp þessi
leiðinlegu mistök sem Þrídrangur
telur sig á engan hátt bera ábyrgð
á. Adam David, sem er núna í stjóm
Þrídrangs, greiddi honum féð úr
eigin vasa þrátt fyrir að hann eigi
sjálfur sárt um að binda. Þrídrang-
ur, eins og mörg önnur fyrirtæki á
íslandi í dag, á í töluverðum
greiðsluerfiðleikum sem stjómin er
að reyna að bæta úr. Við teljum
því að tilfinningalegt upphlaup á
borð við það sem Norbert hefur
haft í frammi gæti gert okkur
ókleift að standa í skilum við skiln-
ingsríka lánardrottna okkar.
Og það sem verra er, það gæti
orðið til þess að draga úr þeirri
jákvæðu andlegu vitundarvakningu
sem orðið hefur hjá þjóðinni síðan
að Þrídrangur hóf kynningu og
fræðslu á mörgum áður óþekktum
leiðum og möguleikum til lífsfyll-
ingar og heildræns þroska.
F. h. Þrídrangs
Hartmann Bragason.
lOLATRESSKENNTIM 1988
fyrir börn félagsmanna
og gesti þeirra verður
í Atthagasal Hótel Sögu annan dag
jólafró kl. 15.00-17.30.
JÓLASVEINAR KOMA í HEIMSÓKN
Veró kr. 400,-
Midar seldir við innganginn
Félag járniðnaóarmanna
Félag bifvélavirkja
Félag bifreiðasmiöa
Iðja, félag verksmiðjufólks
Nót, sveinafélag netagerðarmanna
Félag blikksmiða
Frábært t i 1 b«ð
Ath.: Aöeins örfá sett.
VALHÚSGÖGIM
Ármúia 8, sími 82275.
ÉÉ HEILRÆÐI
Slysalaus
jólaundirbúningur
Kertaljósin gefa þessum
árstíma ávaÚt hátíðlegan blæ.
En kertum þarf að sinna af
gætni og umgangast þau með
varúð. Þau þurfa að vera vel
fest I öruggum kertastjökum
og ein er sú regla, sem aldrei
má gleymast. Að slökkva á
kertum áður en gengið er til
náða, farið úr herbergjum eða
hús yfirgefin. Oft er mikið nm
eldfimt skraut í nánd við kertin
og því miður hefiir alltof oft
litið og fallegt kertaljós orðið
að stóru, eyðandi báli vegna
aðgæslu- og hugsunarleysis.
Njótum jólanna með slysalaus-
um dögum.
vERÐEm:
MELISSA
örbylgjuofn
18 Itr.
5 stillingar
snúningsdiskur
MELISSA
kaffivél
12 bolla, hvít
MELISSA
ryksuga
1000 w
kr.
14.490
stgr.
kr.
kr.
1.690
6.200
stgr.
stgr.
Santo handryksuga kr.
995
stgr.
rfjf
SAMBANDSINS
HOLTAGÖRÐUM SÍMI 68 55 50
ÁRMÚLA. 3 SÍMI 68 79 10