Morgunblaðið - 23.12.1988, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 23.12.1988, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 1988 27 Danmörk: Tekistáum embætti þingforseta Kaupmannahöfh. Frá N J. Bruun, frétta- ritara Morgunblaðsins. DANSKIR jafnaðarmenn hafa tilnefnt Anker Jörgensen, fyrr- verandi forsætisráðherra, sem frambjóðanda sinn í embætti þingforseta en Svend Jacobsen, sem einnig er jafiiaðarmaður, ætlar að láta af því og þing- mennsku tíl að gerast fram- kvæmdastjóri dönsku sparisjóð- anna. Nýr þingforseti verður kosinn 10. janúar. Erik Ninn Hansen dómsmálaráð- herra úr íhaldsflokknum er fram- bjóðandi ríkisstjómarflokkanna en hvorki hann né Jörgensen hafa nægan þingstyrk á bak við sig. Því er ekki ólíklegt, að þriðji maðurinn verði fyrir valinu og er Ivar Hansen úr Venstre einkum nefndur. Sam- flokksmaður hans, Knud Enggárd, vamarmálaráðherra, er líka inni í myndinni en Sósíalíski vinstriflokk- urinn ætlar að bjóða fram þing- konuna Lilli Gyldenkilde í fyrstu atrennu en styðja síðan Jörgensen. A þinginu finnst raunar mörgum, að hvortveggja, Anker og Ninn Hansen, séu orðnir of gamlir í þetta embætti. Camre kastað fyrir róða Mogens Camre, sem lengi hefur verið í framvarðarsveit danskra jafnaðarmanna, er búinn að vera sem áhrifamaður þar á bæ. Flokks- stjómin í hans kjördæmi hefur ákveðið, að hann verði ekki í fram- boði framar vegna þess, að hann nýtti sér skattareglumar í auðgun- arskyni. Camre fékk bankalán upp á fimm milljónir dkr., nærri 34 millj. ísl. kr., og keypti fyrir þær skuldabréf. Þau seldi hann siðan aftur þegar gengi þeirra hækkaði og hagnaðist um 340.000 ísl. kr. Þetta er allt lögum samkvæmt en þó ekki í anda þess skattasiðferðis, sem jafnaðar- menn boða. Breytti engu um þótt Camre byðist til að gefa flokknum peningana, sem yrðu þá notaðir til að stuðla að endurkjöri hans í næstu þingkosningum en hann náði ekki kjöri í maí sl. Sri Lanka: Varað við valdaráni Colombo. Reuter. ANURA Bandaranaike, leiðtogi stjórnarandstæðinga á þingi Sri Lanka, varaði við þvi að marxistar gætu reynt að steypa ríkisstjóm landsins af stóli vegna ósigurs móður hans, Sirima Bandarana- ike, I forsetakosningunum á mánudag. Hún hefur sagst ætla að fara þess á leit við hæstarétt landsins að kosningarnar verði lýstar ógildar. Anura Bandaranaike sagði að marxistar í Þjóðfrelsisfylkingunni myndu reyna að komast til valda á næstu tveimur mánuðum. Renasing- he Premadasa, forsætisráðherra landsins, bar sigur úr býtum í kosn- ingunum, hlaut 50,43% atkvæða, en Sirima Bandaranaike, sem naut stuðnings fimm flokka, fékk 44,9%. Sirima Bandaranaike sagði í gær að fyrir hendi væru nægar sannanir og upplýsingar til að hæstiréttur geti lýst kosningamar ógjldar. Bandaranaike var forsætisráð- herrá á árunum 1960-65 og 1970-77, áður en forseti landsins fékk fram- kvæmdavald. Það er ekki á hverjum degi sem fyrstu skáldsögur íslenskra rlthöfunda verða meðal söluhæstu metsölubóka í bókatíðinni fyrir jólin. Nú hefur það gerst. Fyrsta skáldsaga Ólafs Jóhanns Ólafssonar, Markaðstorg guðanna, er meðal söluhæstu jólabóka og mest selda íslenska skáldsagan. Prjú upplög hafa runnið út og fjórða prentun kemur í bókabúðir ídag. Vaka-Helgafell óskar Ólali Jóhanni til hamingju með þessa sigurgöngu!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.