Morgunblaðið - 17.03.1989, Side 46

Morgunblaðið - 17.03.1989, Side 46
46 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MARZ 1989 fclk í fréttum Víkingur Arnórsson, yfir- læknir Barnaspítalans, flutti ávarp og í lokin bað hann alla viðstadda karlmenn að hylla konurnar. Söngsystur" Hringsins stóðu fyrir fjöldasöng HRINGURINN Safiia fyrir nýj- um bamaspítala Kvenfélagið Hringurinn fagn- aði 85 ára afmæli félagsins á árshátíð sem haldin var í Súlna- sal fyrir skömmu. í þetta sinn voru makar Hringsystra boðnir en þeir fá einungis að mæta með þeim á fimmtu hveija árshátíð. Setti það svip á ávörp kvöldsins að konumar eru að hefja söfnun fyrir nýjum bamaspítala. „Það gengur vel að safna. Við vorum með jólakaffi og jólakort og verðum með páskabasar í Kringlunni og þannig munum við fjármagna nýja bamaspítalann," sagði Ragnheiður Viggósdóttir, formaður Hringsins. Hún lét þess getið í spaugi að makar fengju ekki að koma á hveija árshátíð, væri það liður í spamaðarákvörð- un. A árshátíðinni fluttu ávörp Víkingur Amórsson, Ragnheiður Viggósdóttir og ein af elstu Hringsystrum, Margrét Ásgeirs- dóttir. Ýmis skemmtiatriði voru á dagskrá og var kátt á hjalla. BROADWAY Sýning Jerome Robbins hlaut lofsamlega dóma Magnús Ragnarsson aðstoðar- maður Jerome Robbins við sýningu hans á Broadway er nú staddur í- fríi hér á landi. í stuttu spjalli sagði hann frá því hveijar viðtökur hefðu verið. „Við fengum lofsamlega dóma. Öll dagblöðin vom mjög jákvæð. Af þeim þrettán aðilum sem máli skipta, svo sem af sjónvarps- og útvarpsstöðvum og dagblöðum vom tólf dómar okkur hliðhollir. Dómar sem birtast í New York Times em taldir skipta einna mestu máli og þar var farið mjög lofsamlegum orðum um sýninguna. Leikdómur í tímaritinu Time var sá eini sem ekki var eins jákvæður og aðrir. HÓTELSTJÓRN Islensk stúlka hæst í hótelskóla í Sviss ZUrich. Frá Önnu Bjamadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. fræði af því að þeir telja að hún opni möguleika til að starfa og ferðast í út- löndum. „En það er ekki hlaupið að því að fá vinnu erlend- is þótt maður sé með þetta próf,“ sagði Lovísa. „Það þarf að út- vega sér at- vinnuleyfi og ganga í gegnum ótrúlega mikið pappírsfarg- an til að komast ein- hvers staðar að. Skólinn er okkur inn- an handar og Morgunblaðið/Anna Bjamadótt: Lovísa Steinþórsdóttir: Það er undir okkur komi hvernig menntunin verður metin í framtíðinni. Lovísa Steinþórsdóttir var ekki viss um hvað hún ætlaði að taka sér fyrir hendur þegar hún lauk stúdentsprófi úr Menntaskó- lanum við Sund fyrir rúmum þrem- ur árum. Þegar hún sá auglýsingu frá svissneskum hótelskóla í íslensku dagblaði ákvað hún að drífa sig út í nám í hótelstjórn. Skólinn, Intemational Hotel and Tourism Training Institute, IH- TTI, í Luzern bauð upp á þriggja ára nám og Lovísa útskrifaðist með glæsibrag í lok febrúar. Hún hlaut verðlaun fyrir besta námsár- angurinn ásamt sænskri stúlku og þær skiptu með sér 1.000 sviss- neskum frönkum, 33.000 ísl. kr. Lovísa hlaut einnig viðurkenningu fyrir besta námsárangurinn í fyrra ásamt annarri sænskri stúlku. „Þetta hafa verið mjög reynsl- urík ár og ég sé sannarlega ekki eftir að hafa farið út í þetta nám,“ sagði Lovísa. Það kostaði 22.000 sv. franka á ári eða alls tæpar tvær milljónir íslenskra króna. „En það er ekki víst að ég starfi endi- lega í sambandi við það allt mitt líf. Ég gæti þess vegna farið út í tannlækningar," sagði hún hlæj- andi. „Ég er'búin að ráða mig í starf á Hótel Loftleiðum í sumar, ég vann þar í gestamóttökunni í fyrra, en ég veit ekki hvað tekur við eftir það. Helst vildi ég finna vinnu þar sem ég gæti unnið hálft árið á íslandi og hálft árið erlend- is.“ Margir fara út í hótelrekstrar- lætur hótel vita af okkur. En auð- veldasta leiðin til að komast að til dæmis hjá stærstu hótelkeðjunum er að ráða sig þangað fyrst í þjálf- un og sækjast síðan eftir fastri stöðu." IHTTI útvegar nemendum COSPER -Ég hringdi til Vatnsveitunnar þegar þættinum er lokið, hvað á ég að segja þér það oft.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.