Morgunblaðið - 17.03.1989, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 17.03.1989, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MARZ 1989 fclk í fréttum Víkingur Arnórsson, yfir- læknir Barnaspítalans, flutti ávarp og í lokin bað hann alla viðstadda karlmenn að hylla konurnar. Söngsystur" Hringsins stóðu fyrir fjöldasöng HRINGURINN Safiia fyrir nýj- um bamaspítala Kvenfélagið Hringurinn fagn- aði 85 ára afmæli félagsins á árshátíð sem haldin var í Súlna- sal fyrir skömmu. í þetta sinn voru makar Hringsystra boðnir en þeir fá einungis að mæta með þeim á fimmtu hveija árshátíð. Setti það svip á ávörp kvöldsins að konumar eru að hefja söfnun fyrir nýjum bamaspítala. „Það gengur vel að safna. Við vorum með jólakaffi og jólakort og verðum með páskabasar í Kringlunni og þannig munum við fjármagna nýja bamaspítalann," sagði Ragnheiður Viggósdóttir, formaður Hringsins. Hún lét þess getið í spaugi að makar fengju ekki að koma á hveija árshátíð, væri það liður í spamaðarákvörð- un. A árshátíðinni fluttu ávörp Víkingur Amórsson, Ragnheiður Viggósdóttir og ein af elstu Hringsystrum, Margrét Ásgeirs- dóttir. Ýmis skemmtiatriði voru á dagskrá og var kátt á hjalla. BROADWAY Sýning Jerome Robbins hlaut lofsamlega dóma Magnús Ragnarsson aðstoðar- maður Jerome Robbins við sýningu hans á Broadway er nú staddur í- fríi hér á landi. í stuttu spjalli sagði hann frá því hveijar viðtökur hefðu verið. „Við fengum lofsamlega dóma. Öll dagblöðin vom mjög jákvæð. Af þeim þrettán aðilum sem máli skipta, svo sem af sjónvarps- og útvarpsstöðvum og dagblöðum vom tólf dómar okkur hliðhollir. Dómar sem birtast í New York Times em taldir skipta einna mestu máli og þar var farið mjög lofsamlegum orðum um sýninguna. Leikdómur í tímaritinu Time var sá eini sem ekki var eins jákvæður og aðrir. HÓTELSTJÓRN Islensk stúlka hæst í hótelskóla í Sviss ZUrich. Frá Önnu Bjamadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. fræði af því að þeir telja að hún opni möguleika til að starfa og ferðast í út- löndum. „En það er ekki hlaupið að því að fá vinnu erlend- is þótt maður sé með þetta próf,“ sagði Lovísa. „Það þarf að út- vega sér at- vinnuleyfi og ganga í gegnum ótrúlega mikið pappírsfarg- an til að komast ein- hvers staðar að. Skólinn er okkur inn- an handar og Morgunblaðið/Anna Bjamadótt: Lovísa Steinþórsdóttir: Það er undir okkur komi hvernig menntunin verður metin í framtíðinni. Lovísa Steinþórsdóttir var ekki viss um hvað hún ætlaði að taka sér fyrir hendur þegar hún lauk stúdentsprófi úr Menntaskó- lanum við Sund fyrir rúmum þrem- ur árum. Þegar hún sá auglýsingu frá svissneskum hótelskóla í íslensku dagblaði ákvað hún að drífa sig út í nám í hótelstjórn. Skólinn, Intemational Hotel and Tourism Training Institute, IH- TTI, í Luzern bauð upp á þriggja ára nám og Lovísa útskrifaðist með glæsibrag í lok febrúar. Hún hlaut verðlaun fyrir besta námsár- angurinn ásamt sænskri stúlku og þær skiptu með sér 1.000 sviss- neskum frönkum, 33.000 ísl. kr. Lovísa hlaut einnig viðurkenningu fyrir besta námsárangurinn í fyrra ásamt annarri sænskri stúlku. „Þetta hafa verið mjög reynsl- urík ár og ég sé sannarlega ekki eftir að hafa farið út í þetta nám,“ sagði Lovísa. Það kostaði 22.000 sv. franka á ári eða alls tæpar tvær milljónir íslenskra króna. „En það er ekki víst að ég starfi endi- lega í sambandi við það allt mitt líf. Ég gæti þess vegna farið út í tannlækningar," sagði hún hlæj- andi. „Ég er'búin að ráða mig í starf á Hótel Loftleiðum í sumar, ég vann þar í gestamóttökunni í fyrra, en ég veit ekki hvað tekur við eftir það. Helst vildi ég finna vinnu þar sem ég gæti unnið hálft árið á íslandi og hálft árið erlend- is.“ Margir fara út í hótelrekstrar- lætur hótel vita af okkur. En auð- veldasta leiðin til að komast að til dæmis hjá stærstu hótelkeðjunum er að ráða sig þangað fyrst í þjálf- un og sækjast síðan eftir fastri stöðu." IHTTI útvegar nemendum COSPER -Ég hringdi til Vatnsveitunnar þegar þættinum er lokið, hvað á ég að segja þér það oft.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.