Morgunblaðið - 04.05.1989, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 04.05.1989, Qupperneq 17
MOKGUKBlJVUIU KLMMTUDAGUK, 4. MAj 1^9 Vextir og verðbólga eftir Gunnar Tómasson I kjallaragrein sinni í Dbl.-Vísi 12. apríl sl. fjallaði dr. Benjamín Eiríksson, hagfræðingur, um skrif höfundar um vexti og verðbólgu í Morgunblaðinu 23. marz og lýsti sig „mjög ósammála" ýmsum sjón- armiðum, sem þar voru sett fram. Þá „röksemd, að iægri vextir dragi úr verðbólgu, þar sem þeir lækki útgjöld fyrirtækja," telur dr. Benjamín vera „eitthvað það lak- asta sem hann hafi séð á prenti um þessi mál, sennilega séríslenzk meinloka." Ef orðið „launakostnaður" kæmi hér í stað „vextir“, þá er „mein- loka“ þessi kjarninn í skrifum dr. Benjamíns sjálfs um „hinn mikla þátt verðbólguþróunarinnar“, sem hann telur „kaupgjaldsmálin" hafa verið um árabil. Höfundur er sammála dr. Benja- mín um að kaupkröfur umfram verðgildi seldrar vinnu sé verð- bólguvaldur — höfundur telur hið sama gilda um vaxtakröfur umfram arðgjöf fjármagns við verðmæta- sköpun í atvinnulífinu. Vaxtakröfur umfram arðgjöf fjármagns endurspeglast í bókhaldi fyrirtækja sem „vaxtaútgjöld“ en bókfærast sem „vaxtatekjur" hjá þeim, sem að kröfunum standa. Þau orð dr. Benjamíns, að „það eru því vaxtagjöldin sem geta verið verðbólgumyndandi, ekki vaxta- tekjurnar" ganga þvert á almenna málvenju — eða myndi hann kom- ast svo að orði varðandi kaupkröfur umfram verðgildi seldrar vinnu? Þá „séríslenzku meinloku", sem er lánskjaravísitalan, telur dr. Benj- amín hafa verið upp tekna „til þess að tryggja verðgildi krónunnar“ en ekki til þess „að tryggja tekjur af sparifé“ — málið er ekki svo einfalt. Verðgildi krónunnar verður ein- ungi's tryggt með því að nýsköpun peninga sé í hlutfalli við aukningu þjóðartekna. Árið 1987-88 varhlut- fallið hins vegar verið nærri 13 krónur nýskapaðra peninga á móti hverri krónu aukinna rauntekna. Stjórnleysi á sviði nýsköpunar peninga kom harkalega niður á spariíjáreigendum — hin „sérís- lenzka meinloka", sem lögfest var 1979 í mynd lánskjaravísitölu, tryggði hag sparifjáreigenda á kostnað eigenda eiginfjár í atvinnu- lífi. Með lögfestingu lánskjaravísi- tölunnar var komið í veg fyrir aug- ljóst misrétti — áframhaldandi stjórnleysi á sviði nýsköpunar pen- inga hefur hins vegar fundið mis- réttinu annan og öllu háskalegri farveg. Eigið fé atvinnufyrirtækja er sparifé engu síður en sé sparnaður, sem einstaklingar leggja inn á banka eða fjárfesta í verðbréfa- kaupum — engin haldbær rök eru til fyrir því, að ríkisvaldið tryggi hag eins sparnaðarforms á kostnað annars. Fastgengisstefna síðustu ár og versnandi viðskiptakjör hafa veitt lánakjaravísitölu og stjórnleysi á sviði peninga- og bankamála öflug- an stuðning í aðför að eigifjárstöðu íslezkra atvinnufyrirtækja. Gengisstefnan hefur stuðlað að hækkun hlutfalls launa í þjóðartekj- um frá nálægt 60% síðari hluta árs 1983 í 75% á fyrri hluta þessa — hlutdeild vaxtatekna hefur samtím- is orðið miklu hærra en áður. Hækkandi hlutfall launa og vaxtatekna í þjóðartekjum hefur vitaskuld orðið á kostnað eiginfjár- stöðu atvinnulífs. Án róttækra gagnaðgerða munu hjól verðmæta- sköpunar snúast sífellt hægar á komandi vikum og mánuðum. Bætt eiginfjárstaða atvinnulífs hlýtur að koma niður á hlutfalli launatekna í þjóðartekjum — aðilar vinnumarkaðar hafa það í hendi sér hversu mikla gengisfellingu þarf til þess að ná viðunandi árangri á þessu sviði. Afnám lánskjaravísitölu myndi „Hækkandi hlutfall launa og vaxtatekna í þjóðartekjum hefiir vitaskuid orðið á kostn- að eiginíjárstöðu at- vinnulífs. Án róttækra gagnaðgerða munu hjól verðmætasköpunar snúast sífellt hægar á komandi vikum og mánuðum.“ auðvelda þá aðlögun að breyttum aðstæðum, sem hér um ræðir — „meinlokur“ mega ekki standa þar í vegi. Ágreiningur hagfræðinga á sviði peninga- og vaxtamála er hvorki nýlunda né séríslenzkt fyrirbæri. Skal hér að lokum vitnað til tveggja fremstu hagfræðinga aldarinnar varðandi kjarna málsins: „Vextir eru ekki endurgjald fyrir eitthvað raunverulegt framlag til verðmætasköpunar.“ (John Mayn- ard Keynes.) Lærifaðir dr. Bejamíns, Joseph A. Schumpeter, var sömu skoðunar: „Ef skoðun Schumpeters er rétt,“ snyrtivörur fyrir ofnæmisgjarna Gunnar Tómasson sagði Paul Samuelson fyrir nokkru —lausleg þýðing, „þá felst réttlæt- ing hlutdeildar sparifjáreigenda í þjóðartekjum í því einu, að framlag þeirra stuðli að aukinni framleiðni í verðmætasköpun þjóðarbúsins.“ Forsætisráðherra íslands, sem dr. Benjamín víkur að í niðurlagi greinar sinnar, er sömu skoðunar. Höfundur er hagfræðingur. 1 r- Askriftarsíminn er 83033 KYNNINGARVERÐ þessa helgi bjóðum við NOVELLA garðstóla á ótrúlegu verði AÐEINS 1095 kr. stk. Ilvergi yífí' i betra NOVA garðhúsgögnin eru úr níósterku plastefni og henta einstaklega vel á íslandi. NOVA-áklæðin vekja athygli og þykja sérlega vönduð og falleg. 5-10% staégreiéslu- afsláttur. VISA-EURO- raógreióslur. blómeiual Gróðurhúsinu v/Sigtún Sími: 68 90 70
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.