Morgunblaðið - 04.05.1989, Síða 20

Morgunblaðið - 04.05.1989, Síða 20
20 ■ - - - MÖiÍgUNÉLAÐIÐ FIMMTUDAGUR^,- MAÍ1-98? SKRIÐUKL AU STUR í FLJÓTSDAL Geitagerði, Fljótsdal:- Frá Guttormi V. Þormar. Á þessu ári eru liðin 100 ár frá fæðingu skáldsins, rithöfundarins og bóndans Gunnars Gunnarssonar á Skriðuklaustri. Þá eru jafnframt liðin 50 ár frá því að hann byggði hið sérstæða og reisulega íbúðarhús, sem er um 200 ma að stærð á tveim- ur hæðum með rúmgóðu risi. Það sem gerir það fyrst og fremst frá- brugðið öðrum íbúðarhúsum á ís- landi eru veggimir, sem eru hlaðnir yst úr íslensku gijóti. Upphaflega var húsið með torf- þaki en þótti síðar nauðsynlegt að skipta yfir í venjulegt járnþak. Það gefur því augaleið að margt handtakið heftir verið við þessa ein- stæðu byggingu. Hafist var handa um að taka grunninn seint í apríl- mánuði og húsið síðan íbúðarhæft fyrir jól sama ár. Hefur oft verið til þessa vinnuhraða vitnað, þar sem öll steinsteypa var handhrærð og ekið í hjólbörum í mótin. — í tilefni af þessum merku tímamótum, fékk fréttaritari eftirfarandi upplýsingar hjá tilraunastjóranum Þórami Lárus- syni um það sem verið hefur á döf- inni, framtíðaráform o.fl. varðandi sögn staðarins. Segist Þórami svo frá: „Þótt margt fróðlegt megi tína til varðandi sögu jarðarinnar Skriðu í Fljótsdal, allt frá klausturtímanum (1496-1552) verður það ekki gert hér. Aftur á móti verður reynt að gera grein fyrir aðdraganda að þeirri stöðu mála, sem nú ríkir á staðnum á því herrans ári 1989. Hinn sögu- legi fyrirboði þessa er fæðing Gunn- ars, síðar skálds, Gunnarssonar, hinn 18. maí, 1889, að Valþjófsstað, næsta bæ innan við Skriðuklaustur. Skáldið fluttist að sönnu ungt, eða sex vetra, með foreldrum sínum til Vopnafjarðar og fór utan með náms- og sköpunarþrá sína, aðeins 18 ára að aldri. En „römm er sú taug, sem rekka dregur föðurtúna til“, — og sannaðist það er Gunnar festi kaup á Skriðuklaustri og fluttist heim 1939, þótt fleiri jarðir kæmu til greina. Það ár lætur Gunnar reisa sér hús það hið mikla og sérstæða, sem sjá má. Teikninguna gerði, í samráði við Gunnar, vinur hans þýsk- ur, F. Höger að nafni. Af marggefnu tilefni skal fram tekið að .þótt Höger þessi hafi verið fær og vel virtur arkitekt, átti hann engan þátt í hönn- un eða gerð „Amarhreiðurs" Hitlers, þótt honum sé þráfaldlega, af lítt skiljanlegum ástæðum, eignaður sá vafasami heiður í töluðu og rituðu máli, jafnvel í virtum ferðabækling- um, hér á landi. Þau Gunnar og kona hans, Franz- isca, og synimir, Úlfur og Gunnar, setjast að búi og segir ekki af tíðind- um þar til síðla árs 1948. Þá gerist það, af ástæðum, sem hér verða ekki tíundaðar, að þau Gunnar og Franzisca gefa íslenska ríkinu húsið og jörðina og flytjast til Reykjavík- ur. í gjafabréfinu, dagsettu 11. nóv., 1948, er m.a. tekið fram að jarðeign- in skuli „hagnýtt á þann hátt að til menningarauka horfi, t.d. að rekin sé þar tilraunastarfsemi í landbún- aði, byggðasafn, bókasafn, skjala- safn, listasafn, skóli, sjúkrahús, hressingarhæli, bamahæli eða elli- heimili." Samkvæmt þessu ákvað ríkis- stjómin að tilraunabúið, sem ríkið rak að Hafursá í Vallahreppi, skyldi flutt að Skriðuklaustri. Þá skyldi hluta af íbúðarhúsinu nýtast byggða- safni, auk aðseturs fyrir rithöfund eða listamann. Tilraunastjórinn á Hafursá, Jónas Pétursson, síðar þingmaður Austfírðinga, flutti sam- kvæmt þessu starfsemina að Skriðuklaustri og telst hún formlega hafin þar hinn 19. maí 1949. Önnur áform um nýtingu hússins gengu ekki eftir, ef frá er talið að vísir að byggðasafni var hýst og haft til sýnis í einu herbergi hússins fram til ársins 1966, þegar því var lokað og munir fluttir út í Egilsstaði. Miklar umræður hafa átt sér stað um framtíðarhlutverk Gunnarshúss, allt frá því að Gunnar gaf ríkinu það í öndverðu. Einna hæst mun þessi Skriðuklaustur í Fljótsdal. Vorhefti Skírnis er komið út 'VORHEFTI Skímis, Tímarits Hins íslenska bókmenntafélags, 163. árg. er komið út. í fréttatilkynningu frá bók- menntafélaginu segir: „í heftinu eru 12 greinar og fjalla þær um bókmenntir, sögu og íslenska bú- hætti. En Skímir hefur einnig að Mýrdalur: Skorið niður vegna riðu Litla-Hvammi. LAUGARDAGINN 29. apríl var skorið niður allt féð á Lækjar- bakkabæjunum í Mýrdal, þar sem sýnilegt var að riðuveiki var komin upp í fénu og er það á ljórða staðnum í Mýrdal sem veikin kemur upp svo vitað sé síðan hennar var fyrst vart hér. Það mun hafa verið í byrjun apríl að þeir Lækjarbakkabændur Guð- bergur Sigurðssoon og Þórólfur Gíslason töldu sig sjá einhver sjúk- dómseinkenni á 2 kindum, vorum þær síðan sendar að Keldum til rannsóknar sem leiddi í ljós að um riðuveiki var að ræða. Sauðburður var byijaður á bæj- unum og komin um 30 lömb. Var þeim öllum slátrað ásamt fullorðna fénu, sem var rúmlega 200 fjár. - Sigþór geyma efni sem erfiðara er að draga í dilka, svo sem grein eftir Guðberg Bergsson er nefnist „Um ásthneigð í bókmenntum og lífinu". Loftur Guttormsson skrifar grein um íslenska ábúðarhætti á 18. öld og leitar m.a. svara við því að hve miklu leyti þeir hafi ráðist af fjöl- skyldutengslum. í „Skírnismálum" er einnig fjallað um skipan mála í íslenskum sveitarfélögum, því þar skrifar Sigurður Líndal „Vörn fýrir hreppa og þúsund ára gamalt stjórnkerfi". í heftinu birtist í fyrsta sinn í heild á íslensku hinn kunni inngang- ur danska bókmenntafræðingsins Georgs Brandesar að tímamóta- verkinu Meginstraumum. Þýðandi er Jón Karl Helgason og birtir hann jafnframt ritgerð um tengsl milli Brandesar og tveggja talsmanna raunsæis í íslenskum bókmenntum, þeirra Gests Pálssonar og Hannesar Hafsteins. Öm Ólafsson á í Skírni grein um einkenni expressjónisma í smásögum Halldórs Stefánssonar. Tvær greinar eru um Sturlungu: „Hart er í heimi, hórdómur mikill" eftir Úlfar Bragason og „Eitt sinn skal hverr deyja“ eftir Guðrúnu Nordal. Helgi Þorláksson skrifar grein sem einnig flallar um íslenska arfínn, nánar tiltekið um nýjar bækur er birst hafa erlendis um íslenska þjóðveldið. Flokkast grein Helga undir „Greinar um bækur“, en Skírnir hefur nú lagt niður venjulega ritdóma og tekið upp greinaflokk sem á að rúma margs- konar umlj'öllun utii bækur eins og ritstjóri greinir frá í pistli sínum. Undir þennan flokk heyrir einnig grein eftir Þóri Óskarsson um ný- legar ljóðabækur Hannesar Sigfús- sonar og Sigfúsar Daðasonar, grein Baldurs Gunnarssonar um skáld- sögu Vigdísar Grímsdóttur, Kalda- Uós, og grein Kenevu Kunz um rit Heimis Pálssonar og Höskuldar Þráinssonar, Um þýðingar. Skáld Skírnis er að þessu sinni Wallace Stevens og hefur Sverrir Hólmarsson þýtt ljóð hans „Peter Quince við píanóið". Mun það vera í eitt fyrsta sinn sem íslensk þýðing á ljóði eftir þetta fræga bandaríska skáld birtist á prenti." Ritstjóri Skírnis er Vilhjálmur Árnason. Meðritstjóri þessa heftis er Ástráður Eysteinsson. Vorhefti 1989 er 250 blaðsíður. Siglufiörður: Maðurinn ekki talinn í lífshættu MAÐURINN, sem var fluttur frá Siglufírði til Reykjavíkur eftir vinnuslys í fyrradag er liðlega þrítugur. Hann hlaut áverka á höfði, bijósti og hrygg, en sam- kvæmt upplýsingum lögreglunn- ar í Siglufírði er hann ekki talinn í lífshættu. umræða hafa risið á 8. áratugnum, en veturinn 1972-73 tókust samning- ar milli landbúnaðar- og mennta- málaráðuneyta þess efnis að Gunn- arshús yrði rýmt fyrir Minjasafn Austurlands og afhent Safnastofnun Austurlands (SAL), en landbúnaðar- ráðuneytið komi sér upp byggingum fyrir annars staðar á jörðinni fyrir tilraunastarfsemina. Án þess að rekja gang mála náið hér, er ljóst að miklu bleki og pappír, ásamt hugarorku og angri var út- hellt fyrir lítið, enda stóðu menn og málefni nánast í sömu sporum, þegar loks, eftir allt puðið, samþykki þriggja ráðherra lá fyrir hinn 12. okt., 1979, þar sem öllum minja- safnshugleiðingum var endanlega bægt frá Skriðuklaustri, en safnahús áformað á Egilsstöðum. Má nefna að a.m.k. tvisvar á þessu tímabili var búið að tímasetja afhendingu Gunn- arshúss til afnota fyrir SAL og bygg- ingar tilraunaaðstöðu á móti. Á sama tíma (síðast 1978) var búið að veita á fjárlögum alls kr. 27 milljónum til téðrar tilraunaaðstöðu. Láta mun nærri að þessi upphæð þá jafngildi a.m.k. um 12 milljónum króna á núvirði. Vegna ósamlyndis aðila er um málið fjölluðu, var þetta fé sýnd veiði en ekki gefín fyrir Austfirðinga og er nú, að því er best er vitað, að mestu niður komið í fjósbyggingu á Norðurlandi. Á árunum um og eftir 1980 gerist einkum tvennt, sem veldur erfíðleik- um í rekstri Tilraunastöðvarinnar á Skriðuklaustri: Framleiðslutakmark- anir fara vaxandi, en fjárveitingar til tilrauna minnkandi. Við bætist vaxandi hlutur fastakostnaðar af rekstri og viðhaldi á Gunnarshúsi af heildarútgjöldum. Til þess að losna við óhagkvæmni þess að reka búskap á ríkisskilmál- um, samfara tilraunastarfsemi, var, árið 1985, gert samkomulag við Búnaðarsamband Austurlands. Samningurinn innifól m.a. að BSA tæki að sér og bæri ábyrgð á bú- rekstrinum, sem slíkum, en Rann- sóknastofnun landbúnaðarins (RALA) sæi um tilraunastarfið og semdi um aðstöðu við búið. Um svipað leyti fékkst nokkurt fé árlega til þess að gera endurbætur á Gunnarshúsi og að hluta til við- halds og rekstrar, enda þá strax stefnt að verulegum endurbótum á húsi og lóð fyrir 100 ára afmæli Gunnars skálds árið 1989, sem nú er upp runnið. Haustið 1985 var sett fram tillaga um „fræðasetur" á Skriðuklaustri af Helga Hallgrímssyni, náttúrufræð- ingi, og Þórami Lárussyni, tilrauna- stjóra, sem síðan varð uppistaða í greinargerð með þingsályktunartil- lögu þeirra Helga Seljan og Jóns „Það yrðu mikil von- brigði ef þeir, sem mál- in eru skyldust, ná ekki samstöðu á þessu ári, — árið, sem Gunnar Gunn- arsson hefði orðið 100 ára, — árið, sem húsið sérstæða, og hann reisti í fæðingarsveit sinni, verður 50 ára — og árið, sem Tilraunastöðin, eitt af óskabörnum hans, samkvæmt gjafabréf- inu, og þrátt fyrir allt, sú starfsemi, sem velli hefiir haldið á Klaustri hingað til, verður 40 ára.“ Kristjánssonar um þetta mál í tilefni afmælisins. Þessar ritsmíðar urðu aftur að grein fyrrnefndra (H.H og Þ.L.), „Ávarp til Austfirðinga um eflingu fræðaseturs á Skriðuklaustri í Fljótsdal". Ávarp þetta birtist í blöð- um um og upp úr hvítasunnu, 1986, undirritað af 22 valinkunnum Aust- firðingum ásamt þjóðminjaverði. Óhætt er að segja að Austfírðingar almennt hafí sýnt þessu máli ótví- ræðan áhuga. Má þar nefna stuðn- ingsyfirlýsingar Sambands sveitar- félaga í Austurlandskjördæmis (SSA), BSA, sýslunefndar N-Múla- sýslu, auk þess sem um 80 manns víðs vegar að úr Fjórðungnum tók þátt í að mála Gunnarshús utan í sjálfboðavinnu í júlí 1985, svo ein- hver dæmi séu tekin. Síðast en ekki síst ber að nefna að framtíðarfræða- starfsemi í Gunnarshúsi hefur boðist bókasafn eitt mikið, sem Páll heitinn Gíslason á Aðalbóli í Hrafnkelsdal safnaði á sínum tíma og lét eftir sig. Frá því í júní 1986 hafa starfað tvær ráðherraskipaðar nefndir, hver á eftir annarri, til að íjalla um mál- efni Skriðuklausturs í tilefni þessara merku tímamóta í ár og sjálft af- mælishaldið. Starf þessara nefnda hefur vafalaust átt stærstan þátt í því að aukið fjármagn í Gunnarshús hefur fengist á fjárlögum, sem nam 4,3 millj. kr. fyrir árið 1988 og a.m.k. kr. 4 millj. 1989. Aftur á móti hefur, eins og fyrri daginn og þrátt fyrir verulega viðleitni s.s. áður er getið, gengið allt of seint að ná nægilega áþreifanlegum árangri hvað varðar framtíðarhlutverk og rekstrarfyrirkomulag í húsinu. Um- ræður hafa verið allvíðtækar, en IEÐURSOFASETTUM 15% afsláttur Við rýmum til fyrir nýjum vörum og bjóðum góðan afslátt af góðu verði. Ath: Stendur aðeins til 13. maí. Verið velkontin. Vid erum í „Nútíð“ Faxafeni 14, sími 680755 IfUSGOGN

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.