Morgunblaðið - 04.05.1989, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 1989
Yfirvinnuvandinn og mik-
ilvægi uppeldisstarfs
eftirBjörn Teitsson
íslensk stjómmálaumræða bein-
ist yfirleitt einkum að hagsmunum
fólks á líðandi stund, en minna er
hugað að lausnum sem gætu staðið
til frambúðar. Kjarasamningar em
einatt gerðir til mjög skamms eða
fremur skamms tíma og nú nýlega
kom jafnvel fram hugmynd um að
gera kjarasamning til einungis
fjörutíu daga. Oft virðist taka mán-
uð eða meira að ganga frá kjara-
samningum og gætu þeir með þessu
móti orðið úreltir um líkt leyti og
þeir væru fullgerðir.
Skekkjan í hagkerfinu
íslenska hagkerfið er að sumu
leyti mjög sérstætt, ef miðað er við
hagkerfi nágrannalandanna. Okkur
hefur áratugum saman tekist að
búa í senn við verulega verðbólgu
og um leið nægilegt framboð á at-
vinnu. Þessu fylgir, að vinnutími
fólksins er mjög langur, en um leið
eru dagvinnulaun tiltölulega lág.
Segja má að hér sé um að ræða
skekkju í hagkerfi okkar og hún
er ekki neinum einum aðila að
kenna, heldur hefur hún sumpart
verið mótuð með kjarasamningum.
Þessa skekkju mætti leiðrétta
með þvi að hækka dagvinnulaun,
þannig að vel mætti lifa af þeim
líkt og gert er í nágrannalöndunum
og afnema um leið yfirvinnu að
mestu leyti. Margt bendir til þess
að aðgerð af þessu tagi myndi ekki
hafa minnkandi afköst í för með
sér, heldur yrði fólk þá eftirleiðis
betur sofið og minna þreytt en áður
við vinnu sína og afköst á hveija
tímaeiningu yrðu því meiri en nú
er. Jafnframt áynnist það, að fjöl-
skyldufólk fengi betri tíma en áður
til að sinna bömum sínum og er
ekki vanþörf á, því að langur vinnu-
tími foreldra kemur gjama niður á
hinni viðkvæmu, uppvaxandi kyn-
slóð. Það er ljóst, að skekkjan í
hagkerfinu, sem fólgin er í lágum
dagvinnulaunum og um leið of löng-
um vinnudegi, verður ekki leiðrétt
nema til komi mjög víðtækt sam-
komulag stjómmálaafla og aðila á
vinnumarkaði. Liklega væri ómaks-
ins vert fyrir hin ýmsu ráðandi öfl
í landinu að ræða þetta vandamál
sín á milli í alvöru, í stað þess að
vera ætíð að reyna að fínna
skammtímalausnir.
Leiðrétting skekkjunnar þyrfti
að haldast í hendur við verulega
aukningu ýmiss konar sjálfvirkni
og þar með framleiðni í flestum
atvinnugreinurú hérlendis, því að
við höfum vissulega dregist aftur
úr ýmsum nágrannaþjóðum hvað
varðar afköst miðað við vinnu-
stundafjölda.
Orsakir kjaradeilna
Á íslandi virðist menntamálaum-
ræðan stundum helst snúast um
einstakar stöðuveitingar. í því sam-
bandi má minna á athyglisverða
reglu, sem er í'gildi sums staðar
erlendis, a.m.k. í Danmörku, og er
á þá leið, að þegar skólastjórastaða
losnar, er starfandi kennari við
þann sama skóla ekki ráðinn í stöð-
una, heldur er ætíð fenginn maður
utan að, yfirleitt frá öðrum skóla.
Fljótt á litið virðist þetta ef til vill
ekki mjög heppileg regla, en sé
málið skoðað betur, hefur hún ýmsa
kosti, m.a. er með henni dregið úr
hættu á valdabaráttu og stöðnun
starfshátta innan veggja einstakra
skóla.
Björn Teitsson
„Það er ljóst, að skekkj-
an í hagkerfinu, sem
fólgin er í lágum dag-
vinnulaunum og um leið
of löngum vinnudegi,
verður ekki leiðrétt
nema til komi mjög
víðtækt samkomulag
stjórnmálaaíla og aðila
á vinnumarkaði.“
Vaxandi mikilvægj
skólanna
Á hveijum tíma hlýtur gott skóla-
kerfi að tryggja framtíð þjóðarinnar
betur en flest annað. Skólarnir
þurfa að búa við góðan húsakost
og í þeim verður að vera gnægð
af kennslutækjum, bókum og öðr-
um búnaði, sem auðveldar nemend-
um námið og glæðir áhuga þeirra.
Það er þó einna mikilvægast að
kennarastéttin sé vel menntuð og
fús til að gegna störfum sínum af
bjartsýni og ábyrgðartilfínningu.
Áður var uppeldi bama og ungl-
Það er ekki alltaf haft á orði, sem
þó má fullyrða, að íslenska þjóðin
býr nú þegar við góð lífskjör, mikiu
betri en þekktust fyrir fáum áratug-
um. Afkoma okkar er sennilega
jafnbetri en hjá flestum öðrum þjóð-
um á jörðinni, til þess bendir m.a.
sú staðreynd, að hér nær fólk að
meðaltali hærri aldri en annars
gengur og gerist. Reyndar virðist
þessi staðreynd einnig sýna að heil-
brigðiskerfi okkar sé fullkomnara
en hjá flestum öðrum þjóðum, en
vafasamt er, hvort hið sama á við
um skólakerfíð. Kjaradeilur eru
ekki háðar hér og verkföll gerð
vegna þess að hungur sverfí að
neinum, heldur bera menn nú sam-
an kjör mismunandi hópa innan
samfélagsins og sérhver hópur vill
fá sem stærstan skerf af þjóðarkök-
unni.
Skipta stöðuveitingar
mestu máli?
í ýmsum nágrannalöndum, þar
sem yfírleitt ríkja sættir á vinnu-
markaði og verkföll eru ekki háð
nema endrum og sinnum, snýst
stjórnmálabaráttan talsvert um
málaflokka, sem hérlendis fá mjög
takmarkaða eftirtekt og umfjöllun.
Sem dæmi má nefna, að í Vestur-
Þýskalandi hafa stefnur í skólamál-
um stundum verið meðal fyrirferð-
armikilla deilumála við kosningar.
Tíð ráðherraskipti
Yfirstjórn íslenskra skólamála er
í höndum menntamálaráðherra og
menntamálaráðuneytis, eins og
flestir vita. Á árunum 1956-78, í
22 ár, gegndu aðeins þrír menn
embætti menntamálaráðherra og
sat því hver þeirra í embættinu að
meðaltali í rúmlega sjö ár. Það er
athyglisverð staðreynd, að sl. ellefu
ár, frá 1978, hafa hins vegar sjö
menn úr alls fjórum flokkum gegnt
embætti menntamálaráðherra, hver
fram af öðrum, eða í einungis eitt
og hálft ár hver að meðaltali. Þessi
ár hefur ekki verið skipt örar um
yfírmenn annarra ráðuneyta en
ráðuneyti menntamála.
Færa má rök að því að hin tíðu
ráðherraskipti hafí komið nokkuð
niður á sumum málum, sem undir
menntamálaráðuneytið falla. Um
leið og talsvert hefur fjölgað í stétt
kennara, ekki síst á framhalsskóla-
stigi, hafa þeir átt æ erfíðara upp-
dráttar hvað launakjör varðar, ef
miðað er við hinn almenna vinnu-
markað. Þetta hefur leitt til þess,
að margt kennaramenntað fólk hef-
ur fengið sér störf við annað en
kennslu. Líklega hafa yfírvöld
menntamála ekki gætt nægilega
að nauðsyn þess að hið hæfasta
kennaramenntað fólk stundi
kennslustörf.
inga að mestu í höndum heimil-
anna. Nú dvelst æskufólkið lang-
dvölum í skólum og reyndar áður
í öðrum uppeldisstofnunum. Sé mið-
að við að þetta verði áfram svona,
hlýtur að koma til álita, hvort ekki
beri að launa kennara betur en
gert hefur verið. Sagt er, að í Jap-
an sé haft í lögum að kennarar
skuli einna best launaðir allra
stétta, vegna þess hve uppeldis-
hlutverkið sé mikilvægt. í flestum
öðrum meiri háttar menningarlönd-
um eru kennarar tiltölulega betur
launaðir en á íslandi og þegar kenn-
arastöður, t.d. við framhaldsskóla,
eru auglýstar, berast margar um-
sóknir.
Hvernig á að búa að
æskunni?
Að öðru jöfnu er það svo, hvort
sem okkur líkar betur eða verr, að
hæfasta fólkið leitar í þau störf sem
best eru launuð. Hér á landi, ekki
síst víðast á landsbyggðinni, er
mikill fjöldi kennara réttindalaus. Á
hveiju sumri verða stjórnendur
skólanna með ýmsu móti að leita
að kennurum, svo að takast megi
að manna kennarastofurnar fyrir
næsta vetur. Einatt gagnar lítið að
auglýsa, heldur verður að fara aðr-
ar leiðir. Við þetta ástand verður
illa unað og er ekki tilhlökkunar-
efni, ef meiningin er að það skuli
vera varanlegt. Lágmarkskrafa er,
að gert verði fýsilegra en verið
hefur að taka að sér kennslustörf
utan höfuðborgarsvæðisins.
Undanfarnar vikur hefur staðið
yfir verkfall margra háskólamennt-
aðra manna hérlendis, þar á meðal
flestra framhaldsskólakennara, en
þeir krefjast hærri launa. í rauninni
snýst þetta mál að miklu leyti um
tvennt. Annars vegar er það sem
rætt var um hér að framan og nefnt
skekkja í hagkerfinu, þ.e. sá vandi
sem fylgir of mikilli yfirvinnu. Hins
vegar kemur mikilvægi uppeldis-
starfsins, þegar litið er til langs
tíma og höfð í huga nauðsyn þess
að hin uppvaxandi kynslóð njóti
handleiðslu mjög hæfra kennara á
hveijum tíma. Slæmt er til þess að
vita, ef enginn raunverulegur vilji
er fyrir hendi hjá stjómvöldum til
þess að horfast í augu við og viður-
kenna þennan vanda.
Þegar að er gáð, er verið að tak-
ast á um það hvemig búið skuli að
æskunni, sem á að erfa landið.
Höfíindur er skólameistari við
Menntaskólann á ísaGrði.
Bætt kjör - betri skóli
eftir Kristínu
Arnardóttur
Kennarastarfið, er um margt
ólíkt flestum öðmm störfum í þjóð-
félaginu og því koma ýmsir þættir
í kjarabaráttu kennara mörgum
spánskt fyrir sjónir.
Flestir hafa heyrt slagorð kenn-
ara „Bætt lq'ör, betri skóli“ en sum-
ir virðast ekki átta sig á þeirri hugs-
un sem býr að baki.
Mikill hluti vinnu kennara fer
fram utan kennslustofunnar og mig
langar til að varpa örlitlu ljósi á
hvemig kjör kennara hafa áhrif á
vinnu þeirra.
Bætt Kjör og betri kennsla
í meðalstómm bekk em 25—30
nemendur, þroski þeirra geta og
námsáhugi er mjög misjafn. Kenn-
arinn þarf að vera fær um að meta
þarfír hvers og eins og laga náms-
efnið að þörfum þeirra. í hverri
kennslustund reynir á hæfni kenn-
arans til samskipta við nemendur,
við að leysa úr ýmsum vandamálum
sem upp koma og hæfni til að út-
skýra og miðla þekkingu, svo eitt-
hvað sé nefnt. Ef kennumm bjóðast
mannsæmandi kjör em mun meiri
líkur á að til starfans veljist hæfi-
leikaríkt fólk, og að skólunum hald-
ist á hæfum og reyndum kennumm.
Á undanfömum ámm hafa skólam-
ir misst af mörgum hæfustu kenn-
umm sínum í betur launuð störf.
Bætt kjör — betri
undirbúningur
Ekkert námsefni er svo gott að
kennarinn geti lagt það fyrir án
umhugsunar. Mikil vinna liggur í
að útfæra námsefnið og laga það
að þörfum nemenda. Utbúa þarf
aukaverkefni fyrir alla getuhópa og
leita í bóksasöfn að heimildum og
ýtarefni fyrir sjálfstæða vinnu nem-
enda. Kennarinn þarf að afla upp-
lýsinga og panta tíma fyrir ýmiss
konar vettvangsheimsóknir og
skoðunarferðir. Svo ekki sé nú
minnst á allar námsgreinamar þar
sem lítið eða ekkert námsefni er í
boði og hver kennari þarf þar af
leiðandi að semja og útbúa eigið
kennsluefni (á ritvélina eða tölvuna
heima). Öll þessi undirbúningsvinna
krefst starfsorku og tíma. Þess
vegna er mikilvægt að gmnnlaun
kennara nægi til framfærslu svo
hann neyðist ekki til að bæta á sig
óhóflegri yfírvinnu.
Bætt Jqör — betra
foreldrasamstarf
Eitt meginmarkmið gmnnskól-
ans er að stunda fræðslu og upp-
eldi í samvinnu við heimilin. A góð-
um stundum er rætt um aukna
þáttöku og áhrif foreldra á skóla-
starfíð. Kennarar vilja gjarna hafa
sem mest samband við foreldra á
sem flestum sviðum og ekki aðeins
þegar eitthvað bjátar á. Launþegar
á Islandi búa nú margir við þau
„Það er rétt að sumir
kennarar geta með
mikilli yfirvinnu fengið
mannsæmandi upphæð
í launaumslagið, en það
er ekki það sem við vilj-
um stefha að. Krafa
okkar er að geta lifað
af grunnlaununum.“
löku Iq'ör að þeir leggja á sig mikla
yfírvinnu og hafa því lítinn tíma
og orku til fundasetu að vinnutíma
loknum. Þetta á bæði við um for-
eldra og kennara.
Bætt lq'ör — fiölbreyttara
skólastarf
Margir gera sér býsna einhæfa
mynd af skólastarfi og miða við
skólann eins og hann var þegar
þeir voru ungir. Skólinn er hins
vegar í örri þróun og leitast við að
laga sig að breyttu þjóðfélagi og
þörfum nemenda. Þar af leiðir að
þorri kennara leggur á sig ómælda
vinnu við ýmiss konar nýbreytni-
störf. Af og til er slíkrar vinnu
getið í fjölmiðlum en oftast fer
umræðan fram í kyrrþey og án
þess að almenningur fylgist með.
Nú nýverið vakti mikla athygli
íslenskuvika í Flataskóla í Garðabæ
sem er gott dæmi um slíkt ný-
breytnistarf. Um allt land eru kenn-
arar að leita nýrra leiða til að skóla-
starfíð geti orðið sveigjanlegra og
árangursríkara.
Ekki þarf að taka fram að baki
slíkrar vinnu liggur mikill undirbún-
ingur oft í samstarfí við aðra kenn-
ara skólans. Það örvar ekki kenn-
ara til dáða að heyra sífellt á því
klifað að þeir eigi ekki skilið hærri
laun því vinnutíminn sé svo stuttur.
Bætt kjör — meiri
fagmennska
Kennarar þurfa mjög á því að
halda að sækja stöðuga endur- og
símenntun. Kennsla er oft á tíðum
einangrað starf. Kennarinn er einn
í sinni stofu ásamt nemendum og
hefur oft ekki næg tækifæri til að
ræða starf sitt við samkennara. Ef
kennarinn ætlar sér að vekja áhuga
* nemenda og bjóða þeim fjölbreytt
námsefni þarf hann sífellt að end-
umýja hugmyndir sínar og halda
sér ferskum. Þetta getur hann gert
með því að lesa fagbækur og tíma-
rit sækja fræðslufundi og nám-
skeið. Slík endurmenntun krefst
tíma og stundum einnig peninga
sem kennarinn þarf ótrúleg oft að
greiða úr eigin vasa.
Bætt kjör — betra uppeldi
Kennarinn er sá aðili sem hefur
einna mest áhrif á bömin fyrir utan
foreldrana. Reynar er nú svo komið
víða á heimilum að kennarinn ver
meiri tíma með börnunum en for-
eldrarnir. Börnin læra ýmsar um-
gengnisreglur og hegðunarvenjur í
skólanum. Kennarinn reynir að örva
og laða fram góða eigileika í fari
nemanda sinna og vinna bug á
slæmri hegðun, málvillu.n, og sam-
skiptavandræðum. Stundum bjátar
eitthvað á hjá einstökum nemend-
um, foreldrar standa í skilnaði, fjár-
. hagur heima er þröngur, sum börn
líða fýrir alkóhólisma, kynferðislegt
ofbeldi, eða eru á valdi fíkniefna
svo eitthvað sé nefnt.
í slíkum tilfellum reynir á að
kennarinn vinni trúnað nemanda
og geti gefið sjálfum sér tíma til
að sinna þeim, einnig utan kennslu-
stofunnar.
Við viljum bætt Iqör
Kennarar í grunnskólum fá sín
kennsluréttindi eftir þriggja ára
háskólanám og margir kennarar
eiga að baki 5—6 ára háskólanám
eða meira. Langskólanám kostar
peninga og tefur fólk í lífsgæða-
kapphlaupinu við að koma sér upp
húsnæði o.s.frv. Ekki er líklegt að
ung fólk laðist til starfa sem gera
svo miklar kröfur og kosta svo
miklar fórnir ef ekki eru í boði
mannsæmandi laun.
Hugsaðu þig um áður en þú for-
dæmir kjarabaráttu kennara með
orðum um stuttan vinnutíma, Iangt
sumarfrí, og auðvelt starf. Láttu
* ekki plata þig með frásögnum um
há heildarlaun kennara. Það er rétt
að sumir kennarar geta með mikilli
yfirvinnu fengið mannsæmandi
upphæð í launaumslagið, en það er
ekki það sem við viljum stefna að.
Krafa okkar er að geta lifað af
grunnlaununum.
Hvernig skóla vilt þú fyrir börnin
þín?
Kennsla er krefjandi starf.
Höfundur er kcnnari.