Morgunblaðið - 04.05.1989, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 04.05.1989, Qupperneq 44
44 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 1989 Hópurinn sem við heimsóttum i Félagsmálaskóla alþýðu. Morgunbiaðíð/RAX prá Ölfusborgum, innfellda myndin er úr heita pottinum. Félagsmálaskóli aiþýðu í Ölfiisborgum Staður ólíkrar reynslu og margra sjónarmiða Fjölþætt starf- semi hjá MFA eftir Árna Johnsen Snaggaralegar umræður um þjóðmál í brennidepli stóðu yfír í Félagsmálaskóla alþýðu þegar Morgunblaðsmenn bar að garði í Ölfusborgum fyrir skömmu en þar eru haldin tveggja vikna námskeið um félagsmál, verkalýðsmál og þjóðmál. Mörg sjónarmið komu fram. Það þurfa allir að eignast þak yfír höfuðið, sagði einn ræðumanna ákveðinn og vildi styðja ungt fólk í þeim efnum. Það er mikið atriði hvemig menn era skattlagðir, sagði annar, 37% skattur á lág laun er allt annað en 37% skattur á 200 þúsund króna laun því það sem skiptir máli þegar upp er staðið er það hvað menn hafa í höndunum og hvort það dugir fyrir lífsnauð- synjum. Við eigum að breyta verka- lýðshreyfingunni til áhrifa í skatta- málum sagði enn einn og taldi nauð- synlegt að launþegar beittu sér í ríkari mæli innan verkalýðshreyf- ingarinnar.Fólk veit ekkert um rétt sinn og það þarf að skerpa á í starfí félaganna varðandi upplýs- ingastreymi til launafólks, sagði einn og annar nefndi dæmi um það að gömul hjón sem búið væri að „sparka út af vinnumarkaðinum “, mættu hafa 180 þúsund krónur í tekjur en 45 aurar af hverri krónu væra kroppaðir í gjöld. Það er skítur á kanel hvernig komið er fram í lífeyrisgreiðslum, sem sagðist vera tilbúinn til þess að styðja við bakið á ungu fólki, en ekki læknum og öðrum hálaunamönnum. Einn nám- skeiðsmanna í ræðustól fjallaði um skólamálin og hve mikilvægt það væri að hafa samfelldan skóladag og þá með matstofum í skólunum. Annar sagði að dagvistunarmálin væra sér efst í huga og taldi að það ðetti að fela verkalýðsfélögun- um að sjá um þau mál þar sem hvorki ríki né sveitarfélög hefðu getað leyst verkefnið af hendi. Þannig var bryddað á mörgu í ræðustól þar sem menn þjálfuðu sig í ræðumennsku og rökfimi. Fræðslustarf á vettvangi atvinnu og menningar Menningar- og fræðslusamband alþýðu, MFA, var stofnað 1969 ,en allt frá stofnun fyrstu verkalýðs- félaganna hefur fræðslustarf verið Blússandi ræðustenunning var í fundarsalnum. Jóhanna Pétursdóttir Sigríður Pálsdóttir Kjartan Kjartansson meira og minna fastur þáttur í starfi þeirra og gamla MFA var stofnað 1937. Stjóm MFA er skipuð sjö mönnum kosnum á þingi ASÍ, en meðal verkefna MFA er Félags- málaskóli alþýðu, verkalýðsmála- skóli þar sem kennsla fer fram á tveggja vikna námskeiðum um fé- lagsmál, verkalýðsmál og þjóðmál auk lista- og menningardagskrár. Trúnaðarmannanámskeið eru fyrir trúnaðarmenn á vinnustöðum og standa í fímm daga. Félagsmála- námskeið era helgar- og kvöldnám- skeið þar sem kennd er ræðu- mennska, framsögn, félags- og fundarstörf. Þá gefur MFA út rit og bækur, skipuleggur starf í sam- vinnu við aðildarfélögin, stendur fyrir menningarlegum heimsóknum á vinnustaði með listamenn og fyrir- lesara, og nefna má Sögusafn verkalýðshreyfíngarinnar þar sem munir og minjar úr sögu íslensku verkalýðshreyfíngarinnar era varð- veitt. Þá er MFA aðili að Bréfa- skóla ýmissa félagssamtaka og í Reykjavík rekur MFA Tómstunda- skólann sem er með sívaxandi starf- semi og sinnir einnig skipulagningu starfs úti á landsbyggðinni. Karl Steinar Guðnason er formaður MFA, Guðmundur Hilmarsson varaformaður, Pétur A. Maack rit- ari, Svava Halldórsdóttir gjaldkeri og meðstjómendur era Hildur Kjartansdóttir, Guðmundur Gunn- arsson og Þorbjörn Guðmundsson. 1.800 manns tóku þátt í starfi MFA á síðasta ári í Ölfusborgum hittum við að máli Tryggva Þór Aðalsteinsson framkvæmdastjóra MFA sem m.a. var einn af námstjóram Félags- málaskólans. Við spurðum hann fyrst um grandvöll starfsemi MFA og starfsþætti. „Á þessu ári,“ sagði Tryggvi Þór, „hefur MFA um það bil 18 milljónir króna til umráða, en þar af era um 15 milljónir króna framlag úr ríkissjóði. Þetta fjár- magn skiptist til hinna ýmsu þátta, til almenns reksturs í húsi ASÍ við Grensásveg, en stærstu verkefnin era námskeið MFA sem haldin era í samvinnu við stéttarfélögin innan ASÍ og eftir þeirra óskum, til dæm- is námskeið fyrir trúnaðarmenn á vinnustöðum og ýmis námskeið tengd störfum stéttarfélaganna og réttindum og einnig era til dæmis námskeið fyrir aldraða félagsmenn. Það fer vaxandi að aðrir aðilar en stéttarfélög innan ASÍ leiti til okkar og biðji um skipulagningu nám- skeiða. Þar má nefna BSRB og ein- stök aðildarfélög BSRB, kvenfélög og einstaka vinnustaði. Um það bil 1.800 manns tóku þátt í okkar fræðslustarfi á síðast- liðnu ári, en þar munar mest um Tómstundaskólann sem MFA á og rekur og býður upp á ýmis nám- skeið sem tengjast áhugamálum fólks og einnig vinnu þess. Félags- legu námskeiðin fyrir trúnaðar- menn og námskeiðin í Ölfusborgum era frekar löng, en ekki mjög fjöl- menn. Það er rnjög misjafnt hve stéttafélögin innan ASÍ sinna fræðslustörfum, þau era fastur þáttur hjá sumum sem halda mörg námskeið af ýmsu tagi árlega, en hjá öðram nýtist þetta ekki neitt. Hingað kemur hins vegar fólk hvað- anæva af landinu, karlar og konur á öllum aldri og af ólíkum vinnu- stöðurn." Nám sem eykur sjálfstraust ogöryggi Félagsmálaskólinn er staður ólíkrar reynslu og margra sjónar- miða sem helgast af því að fólk Tryggvi Þór Aðalsteinsson. kemur úr öllum áttum. Tilgangur- inn er tvíþættur. Að gefa fólki úr röðum ASI tækifæri til þess að fara í gegnum nám sem eykur sjálf- straust þess og öryggi og til þess að fjalla af kunnáttu um ýmis at- riði sem stéttarfélög þurfa að fást við. Þetta era tveggja vikna nám- skeið með á annað hundrað kennslustundir þar sem bæði reynd- ir og óreyndir taka þátt í félags- málastarfínu. Hægt er að taka tvær annir í þessu, þ.e. tvisvar sinnum tvær vikur, og námskeiðin era öllum opin. Kostnaðurinn er þátttökugjald 14-15 þúsund kr. fyrir dvölina, kennslu og uppihald í tvær vikur. Þetta gjald nægir fyrir hluta af
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.