Morgunblaðið - 04.05.1989, Qupperneq 50
50
, ,^0fiGy^BMÐ^Ðr,F^MTTO4GyB> 4. ,MAU989
Ódýrt sumarleyfí
600.- á dag.
Vió bjóóum tvö yndisleg, vel búin sumarhús
(samliggjandi) í Danmörku.
Hvort hús tekur 6/8 manns.
Húsin eru á fögrum stað á Fjóni, þarsem Dan-
irnireiga sjálfirsín sumarhús (ekki ferðamanna-
þorp) með bestu baðströnd Danmerkurá aðra
hönd og friðaðan skóg með miklu dýralífi á hina.
Það erstutt íallaráttir, Kaupmannahöfn, Jót-
land (Legoland) og Þýskaland.
Leigan á mann erca. 600.-á dag (miðað við 6
íhúsi), þannig að vikan kostar4.200,-plús flug
sem er frá 11.600 til 20.600 eftir möguleikum.
Sé um langtímaleigu, t.d. starfsmannafélög, er
hægt að gefa verulegan afslátt.
Athugið að húsin eru rafhituð með tvöföldu
gleriþannig að hægt erað búa þarmestallt árið.
Einnig erhægtað leigja bíla fyrirdkr. 200.- á
dag, ótakmarkaður akstur.
Vinsamlega sendió nöfn, heimilisföng
og síma ípósthólf 1037, 121 Reykjavík,
eóa hringið í síma 91-17678.
María Magnúsdótt-
ir - kveðjuorð
Fædd 5. maí 1910
Dáin 12. mars 1989
Á morgun 5. maí hefði vinkona
mín og frænka frú María Magnús-
dóttir orðið 79 ára, en hún lést að
morgni sunnudgsins 12. mars sl. í
Borgarspítalanum eftir löng og erf-
ið veikindi.
María var kjördóttir heiðurs-
hjónanna Magnúsar Benjamínsson-
ar úrsmíðameistara og kaupmanns
í Reykjavík og konu hans frú Sigríð-
ar Einarsdóttur. Þau Magnús og
Sigríður séttleiddu einnig dreng,
Krstinn sem lærði bakaraiðn og rak
brauðgerð og verslun í Þingholts-
stræti alla sína starfsævi.
María giftist Sverri Sigurðssyni,
kaupmanni, Magnússonar héraðs-
læknis á Patreksfirði og síðar á
Ólafsfirði og konu hans Esther
Helgu Jensen. María og Sverrir
eignuðust tvo syni Magnús og
Gunnar. Sverrir rak í fjöldamörg
ár verlsunina Magnús Benjamíns-
son og Co. í Veltusundi 3, sem
tengdafaðir hans stofnaði 1881.
Sverrir er látinn fyrir nokkuð mörg-
um árum.
Móðuramma mín Guðlaug var
systir Magnúsar Benjamínssonar
og dáði hann mjög. í hennar augum
var enginn maður betri né fallegri
en Magnús bróðir. Hún lét eina af
dætrum sínum, móður mína, Magn-
úsínu, heita í höfuðið á honum og
á uppvaxtarárum mínum heyrði ég
mikið talað um frænda eins og
mamma ávallt nefndi nafna sinn í
Reykjavík. Hún hafði dvalið vetrar-
tíma á heimili þeirra Sigríðar að
Ásvallagötu 1 er hún lærði kjóla-
saum hjá frk. Berþóru Elfar. Minn-
ingarnar frá dvölinni á þessu fagra
menningarheimili voru henni afar
kærar. Hún sagði mér oft frá því
hvað þarna hefði verið gott og gam-
an að vera og ekki talaði hún
minnst um Maju frænku, heimasæt-
una, sem spilaði svo vel á píanó og
var svo kát og skemmtileg. Já, það
var áreiðanlega oft glatt á hjalla
þá hjá þeim frænkum, mikið hlegið,
spilað og sungið. Húsbændurnir
voru einnig glaðir og gestrisnir
höfðingjar í sjón og raun.
Vinátta mömmu og Maju hélst
óbreytt þó leiðir skildu. Þær skrif-
uðust á og heimsóttu hvor aðra oft
meðan önnur bjó fyrir norðan og
hin fyrir sunnan. Eftir að foreldrar
r Siuuar,
Hvað ætlar
þú að gera í sumar?
Nú stendur yfir dreifing á sumarstarfs-
bæklingi íþrótta- og tómstundaráös Reykjavíkur.
Aö vanda er í bæklingnum aö finna
upplýsingar um nánast alla þá starfsemi
sem félög, samtök og stofnanir í Reykjavík
gangast fyrir nú í sumar.
Bæklingnum er
dreift til allra nemenda grunnskólanna í
borginni og eru foreldrar hvattir til að kynna
sér vel ásamt börnum sínum þá möguleika
sem þar er aö finna.
Innritun í starf á
vegum íþrótta- og tómstundaráðs hefst á
sérstakri innritunarhátíð í Laugardalshöll
laugardaginn 20. maí kl. 13.00-17.00.
mínir fluttu suður skiptust þau mjög
oft á heimsóknum og pabbi og
Sverrir, sem báðir voru skákunn-
endur tefldu og þær frænkurnar
sátu með handavinnu sína, en báðar
voru þær snillingar í höndunum.
Það má segja að sagan hafi end-
urtekið sig er ég kom suður til
starfs og náms 1943 og Maja og
Sverrir buðu mér að búa hjá sér.
Þau voru mér bæði afar góð og
minnist ég þessa tíma með þakklát-
um huga. Það var eins og mamma
sagði um æskuheimili Maju, „þar
var gott og gaman að vera“, mikið
hlegið og spaugað en einnig hvatt
til alvarlegri hluta. Sverrir var
óþreytandi að hvetja til náms í einu
eða öðru og sýndi áhuga á öllu sem
maður var að gera.
Maja og Sverrir sóttu alltaf mik-
ið tónleika, leikhús og málverkasýn-
ingar enda bæði listunnendur. Eins
og ég minntist á áður lék Maja
frænka mjög vel á píanó. Mér
fannst eins og mömmu unun að
hlusta á hana spila. Henni tókst að
láta hljóðfærið syngja, sem þeir ein-
ir geta er leggja sál sína í túlkun
á tónverkum. j
Ógleymanleg er mér ferðin til
Þingvalla á Lýðveldishátíðina 1944,
með þeim, strákunum þeirra og frú
Sigríði. Farið var austur þann 16.
júní og gist í tjaldi. Úrhellisrigning
var og hélst fram á þann 17. en
ekki náði það að spilla léttri lund
þeirra og gleði okkar allra vegna
hins stóra dags í lífí þjóðarinnar.
Eftir að ég giftist bjuggum við
Ingvi mikið erlendis fyrst við nám
og seinna við störf en sambandið
við vini mína á Ásvallagötu 1 rofn-
aði aldrei.
Á þessum árum byggðu þau
Maja og Sverrir sér glæsilegt ein-
býlishús við Ægissíðuna sem innan
húss og utan bar vitni smekkvísi
þeirra og fegurðarskyrii.
Þau hjónin ferðuðust ávallt mikið
bæði um landið og einnig til út-
landa, heimsóttu t.d. oft systur
Sverris í Danmörku. Og þegar við
Ingvi vorum við störf í Brussel
komu þau í heimsókn, okkur öllum
til mikillar ánægju.
Þegar við bjuggum heima á ís-
landi seinast, árið 1982—1987, var
Maja frænka orðin ekkja og bjó
með eldri syni sínum Magnúsi, sem
reyndist henni góður og traustur
sonur. Ég hafði alltaf samband við
hana og hún fylgdist með líðan for-
eldra minna, sem á þessum árum
áttu við heilsbrest að stríða. Við
spjölluðum oft saman í síma og því
miður var umræðuefnið oftast erfíð-
leikar líðandi stundar, en hún hafði
sjálf átt við heilsuleysi að stríða
árum saman. Þrátt fyrir það glat-
aði hún ekki ró sinni. Hin góða
greind hennar sagði henni áreiðan-
lega, að öll fengjum við byrðar að
bera í þessu lífí sem ekki þýddi um
að sakast.
Með þessum línum kveð ég Maju
frænku, og þakka þeim Sverri sam-
fylgdina og þá ómetanlegu hand-
leiðslu sem þau veittu mér ungri.
Gott er að eiga góða að, segir mál-
tækið. Ég veit að mamma mín
mundi vilja vera með mér í þessari
hinstu kveðju, en hún lifir frænku
sína 89 ára gömul.
Magga og Gunnari sendum við
Ingvi einlægar samúðarkveðjur og
óskum þeim velfarnaðar í fram-
tíðinni.
Washington, D.C.
Hólmfríður Guðlaug
Jónsdóttir