Morgunblaðið - 04.05.1989, Síða 51

Morgunblaðið - 04.05.1989, Síða 51
MOUGUNBLAÐIÐ FIMMTUbÁGtjR J. MAI 1989 Guðmundur S. Hann- esson - Minning Fagna þú, sál mín. Allt er eitt í Drottni, eilíft og fagurt - dauðinn sætur blundur. Þóttjarðnesk dýrð og vegsemd visni og þrotni, veit ég að geymast handar stærri undur, þótt stórtré vor í byljum jarðar brotni, bíður vor allra um síðir Edenslundur. ' (J. J. Smári) Þessar línur skáldsins úr Dala- sýslunni þykir mér eiga vel við þeg- ar minnst er Guðmundar Hannes- sonar, sem lést á Hrafnistu í Hafn- arfirði 27. apríl sl. Guðmundur Sigurvin Hannesson fæddist á bænum Skógsmúla í Dalasýslu þann 25. júní 1906, sonur Ambjargar Sigurðardóttur, sem fædd var á Amarstapa á Snæfells- nesi og Hannesar Einarssonar sem ættaður var úr Skagafirði. Þau voru vinnuhjú í Skógsmúla, þegar Guð- mundur fæddist. Ekki var Guð- mundur lengi í foreldrahúsum, því foreldrar hans, sem þá vom ung o g blásnauð, fluttu suður til Keflavíkur með Guðrúnu systur Guðmundar, auk þess sem Arnbjörg gekk þá með þriðja bam þeirra, Sigrúnu. Guðmundi var komið í fóstur til Sigurðar afa síns og seinni konu hans, Ásgerðar, sem bjuggu á Fögmgmnd í Dalasýslu. Hann minntist afa síns ætíð með miklum hlýhug og þeirra starfa sem hann varð að inna af hendi með afa sínum við að sinna skepnum og því sífellda striti sem vinna í sveitinni útheimti þá. Ljúfustu minningar frá þessum uppvaxtarámm vestur við Hvammsfjörð vom einkum tengdar reiðhesti góðum sem hann eignað- ist. Eftir að Ásgerður dó bjuggu þeir tveir saman. Hugur hans stóð til að gerast bóndi í blómlegri sveit. En þegar hann var 18 ára tók lífið óvænt þá stefnu, sem átti þátt í að móta framtíð hans. Skyndilega var afi hans kallaður brott úr þessum heimi og stóð þá Guðmundur einn til að sinna þessum litla bústofni þeirra. Hann hafði hug á að þrauka áfram við búskapinn þó einn væri og ung- ur, því aldrei var neitt uppgjafar- hljóð í Guðmundi. En ekki ætluðu örlögin honum það hlutskipti. Framtíðaráformin um búskapinn urðu skyndilega að engu, þegar margt af fénu flæddi út á skeijum, svo þar tapaði hinn ungi bóndi bú- stofni sínum. Þarna fór afrakstur- inn af gegndarlausu striti æskuár- anna og framtíðardraumur um áframhaldandi búskap, það vom því ekki önnur úrræði en að flytja úr átthögum sínum út í óvissuna. Hann kvaddi því sveitina og hélt suður til Keflavíkur, þar sem for- eldrar hans bjuggu og vom nú komnir með stóran barnahóp. Guð- mundur eignaðist níu systkini, þau er upp komust, en afkomendahópur þeirra Arnbjargar og Hannesar mun vera einhver sá stærsti á ís- landi, nálgast nú 400 einstaklinga. Nú tóku við sjóróðrar af Suður- nesjum og-störf einkum tengd sjó og fiski. Það hefur sagt mér fólk sem þekkti Guðmund á þessum ámm að hann hafi þótt fríður sínum, glaðsinna, einstaklega vinnufús og vandvirkur við störf. Fljótlega eftir að Guðmundur flutti suður kom að því að hann réð sig á togara, en það átti eftir að vera hans helsti starfsvettvangur næstu 30 árin. Fyrsti togarinn, sem hann réð sig á, var Snorri goði og taldi hann hag sínum þá vel borgið og undi vel. Skipstjórans minntist hann allt- af með hlýhug fyrir þá velvild sem hann sýndi honum, en hann fékk t.d. að búa í kjallaranum hjá honum þegar skipið var í landi. Guðmundur hafði hug á að fara í Stýrimanna- skólann, en sú ráðagerð varð að engu eftir verkfall togarasjómanna árið 1929, en í því verkfalli var harkan mikil. Ýmsir verkfallsmenn vom látnir gjalda þátttöku sinnar, þar á meðal Guðmundur, sem missti plássið. Þá þótti starfsöryggi að vera á togara og mikil eftirsókn eftir plássi. Eftir þetta var Guð- mundi íjarska illa við verkföll. Seiglan var honum í blóð borin. Frá bernsku til grafar einkenndist líf hans af iðjusemi, reglusemi, spar- semi og vandvirkni. A þessum árum var afli togara góður og þurfti þá úrvals mannskap til að fletja og salta, auk vinnu við trollið. Vöku- lögum með sex tíma hvíld var kom- ið á, en þeim var nú ekki alltaf fylgt. Tími armbandsúranna var ekki mnninn upp. Þessum hugsun- arhætti var Guðmundur markaður alla sína ævi. Haustið 1939 réð Guðmundur sig á togarann Hafstein frá Hafnar- Kristín Guðmunds- dóttir — Minning Fædd 9.júlí 1910 Dáin 28. april 1989 Kristín Guðmundsdóttir lézt á Sólvangi 28. apríl og verður jarð- sungin á morgun. Langt og erfitt sjúkdómsstríð er að baki og hvíldin kærkomin þreyttri sál, sem þráði lengi að svífa guðs um geim til samfundar við elskulegan eigin- mann og aðra ástvini. Þótt síðustu ár Kristínar vinkonu minnar væm mikil þrautarganga er óvenju bjart yfir minningu henn- ar. Frá henni stöfuðu persónutöfr- ar, fegurð og smekkvísi. Allt líkamsþrek var löngu þorrið en hug- urinn var skýr og hjartað fullt þakk- lætis yfír ánægjuríkum ævidögum. Kristín fæddist að Merkinesi í Höfnum 9. júlí 1910, dóttir hjón- anna Þómnnar Kristjánsdóttur og Guðmundar Eiríkssonar, sem bjuggu lengst af í Hafnarfirði við kröpp kjör. Guðmundur missti heils- una á bezta aldri, en börnin vom fjórtán og strax eftir fermingu var haldið út á harðan vinnumarkað til að létta undir með foreldmnum. Kristín gekk til allra verka, og ótrú- legt þótti mér að heyra þessa litlu, fíngerðu konu lýsa því hvemig hún vann við uppskipun hvíldarlaust sólarhringum saman, vart komin af barnsaldri. En yfir þeim minning- um var einnig birta í huga Kristín- ar. Á æskuheimilinu réð lífsgleðin ríkjum, þótt ekki yxi þar auður í garði. Þar var spilað og sungið og dansað þegar tóm gafst frá brauð- stritinu og allir stóðu saman í gleði og þraut. Kristín var aðeins nítján ára gömul þegar hún giftist Jóni Guð- jónssyni, sem lengi var bifreiðar- stjóri. Var hjónaband þeirra ein- staklega farsælt og markaðist af gagnkvæmri ást og virðingu. Jón var mjög virkur í íþrótta- og félags- starfí og Kristín fylgdist með hugð- arefnum hans af lífi og sál. Smekk- legt heimili þeirra var ævinlega opið félögum hans og samheijum, sem og fjölskyldu og vinum. Næmt fegurðarskyn og snyrtimennska Kristínar leyndi sér hvergi og allir hlutir voru valdir og meðhöndlaðir sem í hefðargarði væri. Hjá þeim hjónum ríkti svipaður andi og á æskuheimili Kristínar í Hafnarfirði, enda voru flölskylduböndin sterk og hlý. Heimili Jóns og Kristínar stóð alla tíð í Reykjavík og þar ól- ust upp synimir, Guðmundur og Guðjón Már. Meðan þeir voru á æskuskeiði vann Kristín ekki utan heimilis en þegar um fór að hægj- ast réðst hún í fiskvinnu. Henni þótti gaman að taka til hendinni og blanda geði við fólk á vinnu- stað, enda dugnaðarforkur sem fyrr og létt í lund. En skyndilega dró ský fyrir sólu, er alvarlegur heilsu- brestur gerði vart við sig og hún þurfti að láta af störfum. Þá hafði Jón átt við veikindi að búa um skeið, en andlát hans bar að nokkuð skyndilega í júní 1972. Það varð Kristínu þvílíkt reiðarslag að hún varð tæpast söm og jöfn. Og næstu árin varð heilsa hennar fyrir hveiju áfallinu af öðru. Leiðir okkar Kristínar lágu sam- an þegar skærasta hamingjusól hennar var hnigin til viðar. Þá bjó hún ásamt Eiríku systur sinni í Hafnarfirði í sama húsi og við hjón- in. Á milli okkar urðu fljótt gagn- vegir og margar góðar stundir átt- um við saman. Kristín hafði unun af að rifla upp minningar frá liðnum dögum og það kom fram í hvívetna að hún taldi sig mikla gæfukonu þrátt fyrir erfið áföll. Þegar heilsa hennar leyfði brá hún fyrir sig betri fætinum og skrapp á knattspyrnu- leiki, spilamennsku eða dansleiki ásamt systmm sínum. Og ekki var kotungshættinum fyrir að fara hjá þeim heldur minntu þær á tignar- konur, þegar þær höfðu búið sig upp. Oft höfðu þær frá ýmsu skrýtnu og skemmtilegu að segja þegar heim var komið og þá dillaði í þeim hláturinn og kætin. Samheldnin á æskuheimili Kristínar varð henni dijúgt vega- nesti. Eftir lát Eiríku naut hún umhyggju Jóhönnu systur sinnar, en fluttist á Sólvang þegar heils- unni var svo komið að hún þurfti stöðuga hjúkrun. Þangað heimsóttu hana nær daglega systkini hennar, tengdafólk og börn þeirra — og synirnir tveir og fjölskyldur þeirra áttu að sjálfsögðu mörg spor að beði hennar. Þaðan fylgdist hún með öllu því sem var að gerast í fjölskyldunni, — fæðingum, húsa- kaupum, menntun barnanna og öðrum tíðindum. Öllum bað hún blessunar guðs og þakklát var hún fyrir hvert það lítilræði sem hægt var að víkja að henni. Nú þegar Kristín Guðmunds- dóttir er horfin til nýrra heimkynna þökkum við henni samfylgdina í fullri vissu þess að „þar bíði vinir í varpa sem von er á gesti...“ Guðrún Egilson firði, sem var í eigu Ólafs Ófeigs- sonar skipstjóra. Þar var aldrei gefið eftir og fast sótt. Á Hafsteini var Guðmundur öll stríðsárin. Haf- steinn var rúmlega 300 tonna skip, sem sigldi 69 ferðir til Englands árin 1940-’45 og var úthaldið 1.660 dagar. Þær voru ekki margar ferð- imar sem hann Guðmundur tók sér frí. Það var teflt djarft á þessum árum án þess þó að Hafsteinn yrði fyrir skakkaföllum. Lítið skip drekkhlaðið, ljóslaust og sambands- laust í ógnum stríðsins. En þetta var happaskip, sem bjargaði áhöfn- inni af þýska skipinu Bahia Blanca vestur af Vestfjörðum og stóru flutningaskipi við Bretlandsstrend- ur á stríðsárunum. Guðmundur hafði það starf jafnan að ganga frá fiski í lest og var hann orðlagður fyrir vandvirkni og kunnáttu við meðferð á fiski, enda falaðist Sigur- jón Einarsson, sem kenndur var við Garðar, sérstaklega eftir honum eftir að útgerð Hafsteins var hætt. Guðmundur hætti sjómennsku nálægt árinu 1955 og var sæmdur heiðursmerki sjómannadagsins í Hafnarfirði nokkrum ámm seinna, en minningarnar frá þessum ámm vom honum hugleiknar á efri ámm og var stór mynd af Hafsteini þar sem hann siglir fullhlaðinn út frá Hafnarfirði á leið til Englands ávallt höfð á vegg í stofu. Eftir að Guðmundur hætti á sjón- um vann hann við ýmis störf í landi. Með Inga Ólafi syni sínum vann hann að_ rekstrinum á Sölu- turninum við Álfafell í Hafnarfirði, sem flestir Hafnfirðingar þekkja. Hann var alltaf búinn að opna fyrir sjö á morgnana og vann þar bæði kvölds og mórgna án þess að taka sér nokkurt frí í mörg ár af geysi- legri elju. Hann var ekki alltaf að líta á klukkuna hann Guðmundur. Það var vel séð um að ekki vantaði vömr og að allt væri hreint. Og kraftur var á karli þegar eitthvað kom í kassann ekki síður en þegar vel aflaðist á togumnum. Síðustu árin bar hann út póst í Garðabænum eins lengi og hann gat. Starfíð var hans lífshamingja. Árið 1929 gekk Guðmundur að eiga Ragnheiði Ólafsdóttur frá Gestshúsum í Hafnarfirði. Þau hófu búskap sinn í Keflavík, en skömmu síðar keyptu þau hús á Vesturbráut 4 í Hafnarfirði af Ólafi föður Ragn- heiðar, sem þau stækkuðu með því að byggja hæð ofan á það. Ragn- heiður var mikil hannyrðakona og samtaka manni sínum í sérstakri snyrtimennsku bæði innan dyra og utan. Þau vom samtaka í, að geta gert mikið úr litlu með nýtni og ráðdeildarsemi en alltaf gestrisin heim að sækja. Allt var fágað og hreint á þeirra heimili. Þau eignuðust fjögur börn. Tvær dætur þeirra dóu ungar og sonur þeirra, Olafur Ingi, dó í blóma lífsins 25 ára gamall, svo að mikið reyndi á styrk þeirra f—lífinu á þessum sorgarstundum án þess að þau létu bugast. Einnig bættist við að Ragn- heiður átti oft á tíðum við heilsu- leysi að stríða en Guðmundur bar alltaf harm sinn í hljóði og hertist við hveija raun. Eftir lifir dóttir þeirra Ásdís Sig- rún sem býr í Garðabæ gift þeim sem þetta skrifar. Árið 1961 fluttustþau Guðmund- - ur og Ragnheiður í hús sem þau höfðu byggt á Stekkjarflöt 4 í Garðabæ, þar sem þau bjuggu þar til Ragnheiður íést árið 1985. Þar mátti sjá þau á sumrin sí vinnandi við blómagarð sinn sem þau lögðu einstaka alúð við að hafa sem feg- urstan. Þarna nutu þau sín vel við að fegra og snyrta. Síðustu árin bjó Guðmundur "á Hrafnistu í Hafnarfirði í sambýli við Sveneyju Guðmundsdóttur, sem orðin var ekkja. Þau sáust fyrst í rútu á leið til Keflavíkur þegar þau voru 18 ára og sagðist hún alltaf muna hve henni hafði fundist Guð- mundur fallegur maður. Hún reynd- ist Guðmundi afskaplega góður fé- lagi og þeim var ákaflega mikill styrkur hvoru af öðru og eignuðust þau sameiginlega margar ánægju- og gleðistundir m.a. á ferðum og skemmtikvöldum og nutu sam- verunnar sem svo skyndilega tók enda. Um leið og ég bið guð að blessa minningu tengdaforeldra minna, vil ég færa þeim alúðarþakkir fyrir þá sérstöku umhyggju sem þau sýndu okkur og sonum okkar Ásdísar. Guð blessi minningu Guðmundar. Fagna þú, sál mín. Lít þú víðlend veldi vona og drauma, er þrýtur rökkurstíginn. Sjá hina helgu glóð af arin-eldi eilífa kærleikans á bak við skýin. Fagna þú, sál mín, dauðans kyrra veidi, - kemur upp fegri sól, er þessi er hnigin. (J.J. Smári) Þórður Árelíusson Er þér annt um húð þína? N C) iAÐij i>A seba med sel ■i ne( 1® Seba Med hreinlælisvörurnar eru mildar 1 og alkalílausar og slyrkja því og vernda | náliúrlegt varnarlag húöarinnar. sel iai nei |® Seba Med vörurnar mæla meö sér sjálfar. 1 Þeir scm kaupa þær einu sinni kaupa | þær aflur og aflur. sel 131 nei I® Scba Med fæsl í apóickum og bclri I mörkudum. Hcildsölubirgdir: FKICO.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.