Morgunblaðið - 04.05.1989, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 04.05.1989, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 1989 Minning: Agústa Kristins- dóttirf fíilltrúi Fædd 31. desember 1953 Dáin 25. apríl 1989 Nú legg ég augun aftur 6, guð þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virst mig að þér taka mér yfir láttu vaka * þinn engil svo ég sofi rótt. Nú er komið að kveðjustund. Elskuleg frænka mín, Ágústa Kristinsdóttir, lést aðfaranótt 25. apríl sl. Dúdda eins og hún var oftast kölluð var aðeins 35 ára er hún lést eftir stutt en erfið veikindi. Margs er að minnast og á sorgar- stundu sem þessari streyma fram minningar frá liðnum tíma. Efst í huga mér er minning sem bæði blandast sorg og gleði. Fyrir tæpum 6 árum missti Dúdda móður sína, Hjördísi Sigurðardóttur, en fimm dögum eftir lát hennar fæddist Dúddu lítil stúlka sem ber nafn ömmu sinnar. Fæðingu hennar bar ypp á sama dag og amma hennar var kistulögð. Þegar fréttir bárust af fæðingu hennar varð einhverjum að orði: „Ein kemur þá önnur fer.“ Þær mæðgur Ágústa og Hjördís voru mjög samrýndar og var sú stutta einnig öðrum í fjölskyldunni mikill gleðigjafi. Minningin um góða stúlku lifir í hjörtum okkar sem eftir erum og það er viss huggun harmi gegn að vita af henni hjá þeim sem hún þekkir og elska hana handan við móðuna miklu. Hafí elsku frænka þakkir fyrir allt og allt. Elsku Hjördís, Kristinn, Dúna, Diddi, Anna og aðrir ættingjar, megi góðar minningar styrkja ykk- ur í þessari miklu sorg. Guð blessi minningu Ágústu Kristinsdóttur. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur hug þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess sem var gleði þín. (Spám. Kahil Gibran) Ása Láðinn vetur hefur verið mörgum erfiður og þungbær. Okkur í Hvassaleiti verður sem oft áður hugsað til elskulegrar bróðurdóttur, frænku og vinkonu, sem síðustu ár hefur barist við illvígan sjúkdóm. Hún átti sannarlega erfiðan vetur. Ég var á förum utan og átti er- indi við bróður minn. Hún svaraði í símann, elskulega frænka mín, með hlýju og vorblæ í röddinni og stutt var í dillandi hláturinn. Það skyldi aldrei verða, að gamall frændi þyrfti að hafa áhyggjur af heilsu hennar, hvort heldur hún var nú eina ferðina enn að ljúka svokall- aðri „meðferð" eða að búa sig und- ir þá næstu. Aldrei lét hún okkur í Hvassaleiti finna fyrir áhyggjum sínum og þjáningum. Maður fann til smæðar og vanmáttar frammi fyrir þessari ungu, sterku konu. Ég kom til baka úr ferðinni. Morguninn eftir kom fréttin um að Ágústa hefði látist þá um nóttina. Unga konan, elskuleg frænka, sem átti svo mikið til að gefa öðrum með léttri lund, heillandi viðmóti og var sem lifandi von og uppörv- un, sem við öll þörfnumst, var burtu kölluð, aðeins 35 ára gömul. Og minningarnar streyma fram. Á sl. sumri áttum við samveru í unaðsreit ut.an Reykjavíkur. Það var von okkar allra, að Ágústa treysti sér til að vera með okkur dagstund. Með reisn kom hún með litlu dóttur sína, þá aðeins fjögurra ára gamla, sem flögraði um rjóður og runna eins og lítið, litríkt fiðrildi og lék á als oddi. Og sem fyrr var hvergi kvartað. Enn var gamla frænda hlíft. Enn fann hann til vanmáttar frammi fyrir sterku ungu konunni. Eins og gengur flutti Ágústa úr foreldrahúsum til að byggja upp eigið heimili. Þá, kornung, bauð hún aldraðri ömmu sinni, sem þá var ekkja, að búa hjá sér. Þar naut gamla konan um hríð þeirrar um- hyggju og hlýju, sem elskulegu frænku minni var svo eiginlegt að gefa öðrum. Það var vel gert og fyrir það skal nú enn þakkað. Ágústa fæddist í London á gaml- ársdag árið 1953. Hún flutti með foreldrum sínum, Kristni Hallssyni og Hjördísi Sigurðardóttur, til ís- lands u.þ.b. sex mánaða gömul, en í London hafði faðir hennar stundað nám. Móðir hennar lést eftir erfið veikindi fyrir tæpum sex árum. Ágústa var ekki langskólagengin en stundaði hagnýtt nám með starfi, bæði heima og erlendis. Með dugnaði og aðlaðandi, líflegri fram- komu vann hún traust vina og sam- starfsmanna, en hún hefur um ára- bil starfað sem fulltrúi hjá Ríkis- sjónvarpinu. Er til marks um störf hennar þar og virðingu, að aðstand- endum hafa borist samúðarkveðjur frá öllum sjónvarpsstöðvum Norð- urlandanna. Við í Hvassaleiti sendum litlu, Ijúfu Hjördísi, sem svo mikið hefur misst, kveðjur okkar. Hún nýtur þess nú hvemig afi Kristinn hefur hlúð að samheldni með börnum sínum og barnabörnum. Til þess er gott að vita. Kristni, systkinunum og fjöl- skyldum þeirra flytjum við einlægar samúðarkveðjur. Það er þeirra allra sómi og til fyrirmyndar, hve sam- hent þau hafa verið í ást og um- hyggju fyrir Ágústu og litlu Hjördísi í erfiðleikum þeirra. Við biðjum þeim styrk og Guðs blessunar. Við kveðjum nú og þökkum fyrir Ágústu, samferðina og minningam- ar, elskulega viðmótið, jákvæða lund og heillandi fas, sem aldrei gleymist, því þannig viljum við í Hvassaleiti varðveita minninguna um hana elskulegu frænku mína. Við treystum því, að hún njóti nú yls og sumarfriðar eftir harðan vet- ur og miskunnarlausan. Ásgeir Hallsson og fjölskylda. „Silfurker sökkva í kaf/en soðbollamir fljóta." Hörmulegt er til þess að vita, þegar ungt fólk lætur lífið af slys- förum eða með öðrum voveiflegum hætti. Hitt er þó jafnvel enn sárara að fylgjast með vinum sínum á besta aldri, fólki sem að eðlisfari er hraust, glatt og heilbrigt, beijast fyrir lífi sínu vonlausri baráttu við ólæknandi sjúkdóm, mánuðum og jafnvel ámm saman. Sá sem þetta skrifar þekkti Ágústu Kristinsdóttur frá því að hún var barn og kom aldrei á glað- ara heimili en það sem hún átti með foreldrum sínum, Hjördísi Sig- urðardóttur og Kristni Hallssyni söngvara, og systkinum. Raunar náðu kynni mín af þessu fólki einni kynslóð lengra aftur, _ til foreldra Kristins, Guðrúnar Ágústsdóttur söngkonu og Halls Þorleifssonar, og til föður Hjördísar, þess ágæta manns Sigurðar Ámasonar. Þau Guðrún og Hallur vom um áratuga skeið máttarstoðir sönglífs hér í borg, og öll vom þau kærir vinir mínir. Ágústa sjálf átti ekki minnsta þáttinn í þeirri sönnu og smitandi lífsgleði sem ríkti á æskuheimili hennar. Hjördís var hæglát kona og hló sjaldan hátt, en var þó glað- vær á sinn hátt. Hins vegar held ég að ég hafi aldrei vitað feðgin skemmta sér jafn innilega saman og þau Kristinn og Ágústa gerðu. Öll þessi fjölskylda var annars ákaf- lega samheldin, og einstaklega bjart er yfir henni í minningum heimilis-' vinanna. Síðar kynntist ég Dúddu, eins og hún var jafnan kölluð af vinum og kunningjum, sem starfsmanni í Sjónvarpinu og þá frá alveg nýrri hlið. Hún reyndist vera einstaklega atorkusamur, ósérhlífinn og áreið- anlegur starfsmaður, vel virkur og mikilvirkur, og til fyrirmyndar um allt verklag. Og enn sem fyrr fylgdi henni ferskur blær glaðværðar og heilbrigði, jafnvel eftir að ljóst var orðið að hún gekk ekki heil til skóg- ar. Hún kom ævinlega fram til góðs og er því harmdauði mörgum. En sárast finn ég til með Kristni vini mínum Hallssyni, sem með fárra ára millibili sér á bak konu sinni, Hjördísi,. og Ágústu dóttur sinni. Honum til huggunar eru elskuleg börn hans og barnabörn, ekki síst litla Hjördís, dóttir Ágústu. Við hjónin sendum þessum kæru vinum okkar innilegar samúðarkveðjur á sorgarstund og biðjum þeim Guðs blessunar. Jón Þórarinsson Mig langar, með nokkrum orð- um, að minnast minnar góðu vin- konu, Dúddu, sem var tekin frá okkur svo alltof, alltof fljótt. Síðustu tvö árin voru Dúddu erf- ið en hún var svo sterk og bjartsýn og ætlaði sér að sigrast á þessum erfiða sjúkdómi, sem þó hafði betur að lokum. Minningarnar þjóta í gegnum hugann, við áttum svo ótal margar góðar samverustundir hér heima og erlendis. Ein slík er ferð sem við fórum saman til London í nóv- ember sl. Þá var Dúdda nýbúin í erfiðri meðferð og langaði að lyfta sér upp. Við nutum ferðarinnar til hins ítrasta, þrömmuðum vítt og breitt um borgina og aldrei kvart- aði hún þó sárlasin væri. Hún hafði svo margt að lifa fyr- ir og þá sérstaklega litlu dótturina, Hjördísi, sem aðeins 514 árs sér, á eftir mömmu sinni. Dúdda átti líka góða, samheldna fjölskyldu, sem hefur staðið með henni í gegnum alla erfíðleikana. Ég tel mig hafa verið afar lán- sama að hafa fengið að kynnast Dúddu því betri og traustari vin- konu var ekki hægt að óska sér. Þess vegna hefur myndast mikið tómarúm sem aldrei verður fyllt. Elsku Hjördís, Kristinn, Dúna, Diddi, Anna Bryndísi og fjölskyld- ur. Megi góður Guð styrkja ykkur og líkna í ykkar miklu sorg. Maja „í lifsins hretum fýkur flest í skjólin og frænda og vina myrkvast kærleikssólin. Þú, Drottinn Jesús, hrelldum huga mínum átt hlíf og skjól í náðarfaðmi þínum." Oft hefur þetta fallega vers úr sálmi Ólínu Andrésdóttur verið í huga mínun undanfama daga. Elsku Ágústa mín er lögð upp í ferðina sem fyrir okkur öllum ligg- ur að fara. En hvers vegna svona fljótt, hvers vegna? Við spyijum en fáum ekkert svar. Minningamar hrannast upp, góð- ar og dýrmætar minningar. í nær 16 ár áttum við samleið. Við kynntumst fyrst þegar hún 19 ára að aldri hóf störf hjá Sjón- varpinu og með okkur tókst sú vin- átta og samstarf sem aldrei bar skugga á. Aldrei varð okkur sund- urorða. Við vorum ekki alltaf sam- mála, en málin rædd og niðurstaða fengin. Samstarf okkar var svo náið að við hugsuðum oft og tíðum sömu hugsanir og svöruðum með sömu orðum svo stundum var hent gaman að því að við töluðum í „stereo“. Ágústa var sterkur persónuleiki og kom það glöggt í ljós í hverju sem hún tók sér fyrir hendur. Öll sín störf vann hún af sama dugn- aði og vandvirkni, hvort sem þau voru stór eða smá. Fyrir það ávann hún sér traust og aðdáun allra sem með henni unnu. En hún var líka létt í skapi og gaman að vera með henni á gleðistundum. Við sem áttum nánast samstarf með henni tókum þátt í sorgum hennar og gleði. Við hryggðumst með henni þegar hún missti móður sína fyrir tæpum sex árum og glöddumst með henni þegar lítil Hjördís sá dagsins ljós á sama tíma. Við fylgdumst með einlægri móður- gleði hennar og umhyggju fyrir litlu dótturinni sem nú hefur misst svo mikið. En samvera okkar Ágústu var ekki eingöngu bundin vinnunni. Um nokkurra ára skeið var hún styrk stoð í litla safnaðarkórnum okkar á Seltjamarnesi og fyrir þann stuðning langar mig til að þakka henni nú. Síðustu tvö árin barðist Ágústa við þann sjúkdóm sem hefur lagt hana að velli. Sá óbilandi kjarkur og dugnaður sem hún sýndi þá sem endranær var aðdáunarverður. Við vonuðum og trúðum að hún mundi sigra, en sáum þó síðustu vikurnar hvert stefndi. En ég er þakklát. t Móðir okkar, t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, HÓLMFRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, HALLDÓR ARI BJÖRNSSON frá Patreksfirði, múrarameistari, Dalbraut 27, Fannborg 1, lést í Landspítalanum þriðjudaginn 2. maí. Kópavogi, lést í Landakotsspítala aðfaranótt 3. maí. Álfhildur Jóhannsdóttir, Margrét Á. Halldórsdóttir, Pétur V. Maack, Hjördís Jóhannsdóttir, Elín Halldórsdóttir, Björn S. Björnsson, Guðmundur Jóhannsson, Björn H. Halldórsson, Ólöf B. Ásgeirsdóttir MagnúsJóhannsson. og barnabörn. Þakklát fyrir það að hafa átt hana að vini og starfsfélaga. Þakklát fyrir allt sem hún var mér. Við Kristján sendum okkar inni- legustu samúðarkveðjur til Hjördís- ar litlu, Kristins, Önnu Bryndísar og Steinbergs, Sigurðar, Guðrúnar og hennar fjölskyldu og biðjum Guð að styrkja þau. Pálína Kær vinur og samstarfsfélagi er horfinn. Ágústa Kristinsdóttir var einn af farsælustu starfsmönnum Sjónvarpsins og á þeim sextán árum sem hún vann hjá Ríkisútvarpinu— Sjónvarpi, ávann hún sér traust og virðingu okkar hinna. Ágústa var hógvær en alltaf hress og kát, hversu mikið sem mæddi á henni í sambandi við daglegan starfa á skrifstofunni, og leysti ljúflega úr þeim verkefnum, sem til féllu, hvort sem þau tengdust starfinu sjálfu eða málefnum Starfsmannafélags- ins, þar sem hún gegndi mörgum trúnaðarstörfum. Það þyrmdi yfir okkur starfs- félagana, þegar fyrst fréttist um sjúkdóminn, sem nú hefur lagt þessa ungu konu að velli, Iangt um aldur fram. Hins vegar tók hún tíðindunum af slíkum hetjuskap og bjartsýni, að við hinar smituðumst af og héldum að hún hefði sigrast á veikindunum. Alveg fram á síðasta dag var hún full bjartsýni og var að skipuleggja framtíðina með litlu dótturinni, á banabeðinu, enn sannfærð um að hún ætti eftir að ná heilsu á ný. Hún ætlaði sér ekki að gefast upp og gaf okkur hinum styrk þegar slæmar fréttir af heilsu hennar bárust. Það eru aðeins tvö ár frá því fyrst uppgötvaðist að Ágústa gengi ekki heil til skógar og eftir fyrsta uppskurðinn trúðum við því að náðst hefði að stöðva frekari út- breiðslu sjúkdómsins. Það eru ekki nema örfáar vikur síðan ljóst var að hveiju stefndi og að Ágústa kæmi ekki aftur til starfa. Hjördís litla, dóttir Ágústu, hefur misst mikið og það sama gildir um fjölskyldu hennar, vini og starfs- félaga. Við sendum fjölskyldu hennar okkar innilegustu samúðarkveðjur. Ágústu verður sár saknað í Sjón- varpinu. Samstarfskonur Það var vor í lofti eftir harðan vetur. Lífið var hvarvetna að kvikna umhverfis. Þá barst okkur sjón- varpsstarfsmönnum sú harmafregn að virtur og góður vinnufélagi, Ágústa Kristinsdóttir, hefði látist aðfaranótt 25. apríl úr sjúkdómi sem ekki gerir mannamun. Við viss- um að hún gekk ekki heil til skógar en sú hugsun var ekki ágeng í dags- ins önn, því Ágústa var ætíð glöð og hlýleg í viðmóti fram á síðasta vinnudag. Það reynist mörgum erf- itt að skilja tilgang lífs á jörð og við erum jafnan óviðbúin, þegar maðurinn með ljáinn krefst reikn- ingsskila, ekki síst ef ævistarfið er vart hálfnað. Ágústa var fulltrúi á aðalskrif- stofu Sjónvarps. Til marks um það traust sem til hennar var borið var hún um árabil tengiliður okkar við starfsmannafélög sjónvarpsstöðva á Norðurlöndum, Nordfag, sótti ráðstefnur og flutti mál okkar. Við- brögð Nordfag við fréttinni um lát Ágústu voru sorg og söknuður við lát góprar konu, langt, um aldur fram. í bréfi sem barst frá Nordfag segir svo: „Það verður tómlegt án nærveru Ágústu og við komum til með að sakna góðs vinar og félaga í starfi.“ Sjónvarpið er ung stofnun. Þrátt fyrir mannabreytingar er til kjarni fólks sem hefur helgað sig starfi í þágu þess. Ágústa er ein úr þeim hópi. Starfsmannafélag Sjónvarps vill þakka Ágústu farsælt samstarf og stuðning gegnum árin. VW færum aðstandendum og vinum hennar okkar dýpstu samúðarkveðjur og biðjum Guð að veita ykkur styrk í sorginni. Starfsmannafélag Sjónvarps S F S
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.