Morgunblaðið - 04.05.1989, Síða 60
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 1989
6a
Það verður að smyija lam-
irnar á gólfhleranum
strax!
Á ÞESSUM TÍMUM
Velvakandi.
Til ritstjóra Morgunblaðsins.
Tvisvar með skömmu millibili er
ég búinn að rekast á í leiðara Morg-
unblaðsins mikla undrun yfir því
að kennarar skuli efna til vinnu-
stöðvunar vegna lélegra kjara á
þessum tíma skólaársins.
Ég get ekki orða bundist að gera
athugasemdir við þessi leiðaraskrif.
Það eru nefninlega ekki kennararn-
ir sem velja sér þennan tíma. Það
er ríkisvaldið sem til þessa hefur
ekki gefið kost á öðru en að samn-
ingstími miðist við áramót. Samn-
ingar eru venjulega lausir í byrjun
janúar og þess vegna verða kjara-
deilur alltaf seinni hluta vetrar ef
samningar nást ekki fyrir þann
tíma. í ár voru samningar bundnir
með lögum til 15. febrúar.
Kennarasamband íslands hefur
marg oft farið fram á að samnings-
tíminn væri frá hausti til hausts,
það er í takt við launaár kennara,
en á það hefur ríkisvaldið ekki vilj-
að fallast, hver svo sem setið hefur
í stól fjármálaráðherra.
Ég trúi því ekki að Morgunblaðið
sé vísvitandi að sverta kennara-
stéttina með því að hamra á því
hvenær kennarar beita vinnustöðv-
unum. En ritstjórum þess ætti að
vera það ljóst að kennarar eru
neyddir til að nota þennan tíma, í
annan tíma eru samningar ekki
lausir.
Ég vona svo að Morgunblaðið
leggist á sveif með að bæta kjör
þeirra sem vinna að menntun unga
fóiksins í landinu, mikilvægasta
verkefninu sem varðar framtíð
þessarar þjóðar.
Með fyrirfram þökk fyrir birting-
una.
Kári Arnórsson.
Aths. ritstj.:
Úr því að samningstími kennara
er yfirleitt miðaður við áramót og
nú að þessu sinni 15. febúar, má
spyija, hvers vegna kennarar hafa
ekki farið í verkföll fyrr á árinu.
Það er skárra fyrir nemendur, að
verkföll lami skólastarfið fljótlega
eftir áramót eða í febrúar. Kennarar
velja hins vegar jafnan þann
árstíma, sem augljóslega kemur
nemendum verst, þ.e. þegar loka-
próf nálgast. Truflun á skólastarfi
á þessum árstíma er verri en á öðr-
um tímum - fyrir nemendur. At-
hugasemd Kára Arnórssonar stað-
festir gagnrýni Morgunblaðsins að
þessu leyti. Hitt er svo annað mál,
að þeir sem sjá eiga um menntun
■æskunnar eiga að fá mannsæmandi
laun, svo mikilvægt sem starf þeirra
er. En þá má einnig minna á nýleg
orð menntamálaráðherra, að skatta-
þanþol almennings er takmarkað
og til þess verður einnig að taka
tillit. Það er kennurum sízt af öllu
í hag, að atvinnufyrirtæki geti ekki
Til Velvakanda.
Ragnar úr Seli skrifar grein í
Velvakanda þann 25. apríl og segir
þar m.a.: „Það gleður mitt gamla,
guðlausa hjarta að hlusta á glæsi-
Iegan æskumann lýsa yfir með
djörfung: Ég trúi ekki á guð.“ Til-
efnið er fyrirbæri, sem nefnt hefur
verið „borgaraleg ferming".
Undirritaður undrast það mest,
ef guðleysi er það, sem staðfesta
á, að þörf sé á að nota nafn, sem
skírskotar til kristinnar athafnar,
nefnilega að kalla þetta fenningu.
Getur guðleysið þá ekki staðið eitt
og sér, án þess að skírskotað sé til
kristni og reynt að rífa niður athöfn
okkar í leiðinni?
Ragnar segir ennfremur: „Þessi
glæsilegu ungmenni sem þarna
tóku vígslu til samfélags þeirra full-
orðnu, laus við þrældómsok krist-
innar trúar, eru fijáls og bjartsýn
á framtíðina. Þau eru von okkar
öldruðu um betri heim. Ég þakka
þeim foreldrum sem stóðu að þess-
ari fyrstu borgaralegu fermingu á
íslandi og er þess fullviss að þessar
manndómsvígslur verða haldnar í
vaxandi mæli á næstu árum.“
Hvers vegna er þetta þá ekki
kallað manndóms- og kvendóms-
vígsla? Eða er hér vísvitandi verið
að fara út í samkeppni við kirkj-
una? Gott væri að fá að vita í hvers
nafni. Guðleysis?
Ferming merkir vissulega stað-
festing innan kirkjunnar, en ekki á
hveiju sem er, af hveijum sem er.
borið sig vegna verðbólgu og ein-
staklingar séu að sligast undan
sköttum. Finna þarf nýjar leiðir til
raunhæfra kjarabóta eins og Morg-
unblaðið hefur marg oft bent á
t.a.m. með aðhaldi, hagræðingu og
lækkun vöruverðs með aukinni sam-
keppni. En engum, hvorki stjóm-
málamönnum né forystumönnum
launþegasamtaka, virðist vera það
efst í huga, þeir hjakka í sama far-
inu þangað til alit er komið í óefni.
Þetta hjakk er orðið þjóðarkækur.
En hann má ekki verða vandamál
unga íslands.
Fermingarundirbúningurinn á ekki
upphaf eða takmark í sjálfum sér,
heldur er hann síðasti áfangi
skímarfræðslu kirkjunnar. Bömin
hafa hlotið trúarlega uppfræðslu
og uppeldi frá því þau vom skírð,
á heimilum sínum, í barnastarfi
kirkjunnar, i skólum landsins, í al-
mennu guðsþjónustuhaldi kirkjunn-
ar, auk fermingamndirbúnings, áð-
ur en þau eru fermd. Undirritaður
fermdi 84 fermingarbörn ásamt
söfnuðinum í ár. Auk lesturs texta-
bókarinnar unnu þau vinnubók,
voru lesarar eða dyraverðir í kirkj-
unni við guðsþjónustur, unnu út-
drætti úr prédikunum, settu fram
spurningar um það, sem fram fór
við guðsþjónustur, tilgreindu fyrir-
bænarefni, lásu Ritninguna og
fræddust um einstakar bækur
hennar, kynntust efni Sálmabókar
kirkjunnar, ræddu um siðfræðileg
málefni, kynntust bænahaldi
o.s.frv. Þau unnu samkvæmt
vinnuáætlun í allan vetur og for-
eldrar fengu umsagnir um gengi
þeirra, auk hvatningar um meiri
þátttöku heimilanna. Og síðan voru
þessi fermingarbörn staðfest af
söfnuði sínum og presti sem ein-
staklingar, sem játa sömu trú og
við, sem þegar höfum verið stað-
fest. Og það má gjarna koma fram,
að þessi fermingarbörn hugsuðu um
það, sem þau voru að gera.
Virðingarfyllst,
sr. Bragi Skúlason,
Vestmannaeyjum.
Borgaraleg ferming?
HÖGNI HREKKVÍSI
Víkverji skrifar
Idag er uppstigningardagur, sem
er sjötti fimmtudagur eftir páska
og fertugasti dagur frá og með
páskadegi. Áður hét dagur þessi
„helgi þórsdagur“, en dagurinn er
til minningar um himnaför Krists.
Víkveiji hefur alltaf jafngaman
af að glugga í Rímfræði menningar-
sjóðs, því að þar er ýmsan fróðleik
að finna, t.d. um tímatalið. Þar
segir m.a.: „Hin mörgu tímatöl, sem
notuð hafa verið að fornu og nýju,
eiga það yfirleitt sameiginlegt, að
þau grundvallast bæði af gangi
sólar og tungls. Þær náttúrulegu
tímaeiningar, sem notaðar hafa
verið, eru þijár: sólarhnngurinn,
tunglmánuðurinn og hvarfárið eða
árstíðaárið. Af öðrum einingum er
vikan merkust". Venjulegast er þá
átt við 7 daga viku, en tíðkast hafa
aðrar vikulengdir með ýmsum þjóð-
um, þar á meðal 10 daga, 8 daga
og 5 daga vikur. Sjödagavikan er
þó sú, sem sigrað hefur, en hana
má rekja til ísraelsmanna mörgum
öldum fyrir Krists burð.
Það sem gerir tímatal svo flókið,
er, að hinar náttúrulegu einingar
eru algjörlega ósamstæðar: tungl-
mánuðurinn er rúmlega 29,5 sólar-
hringar og hvarfárið er tæplega
12,5 tunglmánuðir eða tæplega
365,25 dagar.
„Þótt enn séu margs konar tíma-
töl í notkun, s.s. tímatal gyðinga
og tímatal múhameðstrúarmanna,
hafa flestar þjóðir sameinazt um
gregorianska tímatalið, sem innleitt
var var Gregorianusi páfa 13. árið
1582 e. Kr. Það var arftaki hins
júlíanska, sem Júlíus Cæsar kpm á
i Rómarveldi árið 46 f. Kr. í því
tímatali var venjulegt almanaksár
talið 365 dagar, en fjórða hvert ár
var gert að hlaupári með 366 dög-
um. Nöfn mánuðanna og lengd
þeirra virðist hafa haldist óbreytt
allt frá dögum Cæsars. Febrúar vár
þá talinn síðasti mánuðurinn og
hlaupársdeginum bætt við hann.
Meðallengd júlíanska ársins var
365,25 dagar, sem var 11 mínútum
og 14 sekúndum lengra en hvarfár-
ið. Þetta leiddi til skekkju sem sífellt
jókst, þannig að á 16. öld voru vor-
jafndægur orðin nálægt 11. marz
í stað 21. marz. Með gregorianska
tímatalinu voru þá felldir niður 10
dagar, svo að í stað 5. október
1582 kom 15. október. Jafnframt
var sú breyting gerð, að aðeins 4.
hvert aldamótaár skyldi vera hlaup-
ár. Með þessu varð meðallengd
gregorianska ársins 365,2425 dag-
ar, sem skakkar minna en degi á
3.000 árum frá hinu náttúrulega
ári (hvarfárinu). Gregorianska
tímatalið var tekið upp á mismun-
andi tímum í hinum ýmsu löndum.
Á íslandi var það lögleitt árið 1700,
og kom þá 28. nóvember í stað 17.
nóvember.“