Morgunblaðið - 04.05.1989, Qupperneq 61
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 1989
61
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
691282 KL. 10-12
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
tUm
M/ M/_©)©) _
BIOHOU.
Kisa er týnd
Hvítur fimm mánaða gamall
högni hvarf frá heimili sínu að
Heiðnabergi 9, í efra Breiðholti,
mánudaginn 24. apríl. Hann var
með græna ól um hálsinn. Ef ein-
hver hefur orðið var við ferðir kisa
eða veit um hann núna, vinsamleg-
ast látið vita í síma 74717.
Þessir hringdu ...
Kennaraverkföll dreifbýlis-
fólki til óþæginda
Foreldri í dreifbýli hringdi:
Ég er faðir framhaldsskólanema
úr dreifbýli, sem hafa verið undan-
fama vetur í menntaskólum á höf-
uðborgarsvæðinu. Það hafa verið
stöðug stórvandræði vegna árlegra
verkfalla menntaskólakennara, sem
hafa nýtt sér vandræði nemenda
sinna sem þeir svo í hinu orðinu
segja að sér þyki svo vænt um. Sá
áróður er lítið trúverðugur þegar
þess er alltaf vandlega gætt að
hefja verkfall þegar nemendum
kemur það sem verst. Þessi nær
árlegu verkföll hafa ekki síst bakað
dreifbýlisfólki mikil vændræði
vegna kostnaðarsamra ferðalaga
og annars í þá vem. Þau hafa ekki
getað setið í heimilisranni heldur
verið á hrakhólum og ekki vitað
hvað þau ættu af sér að gera. Ég
tel ástæðu til þess að senda félögum
í BHMR samúðarkveðjur í tilefni
þess hve vanhæft fólk þeir hafa
valið sér til forystu. Allir þeir sem
hafa sjóndeildarhring sem nær
lengra en niður á eigin nafla sáu
að nú voru ekki þjóðfélagslegar
aðstæður til byltingakenndra kjara-
bóta. Því gátu flokksbræður þeirra
í ríkisstjómarstólum ekki breytt.
Myndavélataska tapaðist
Ljósbrún myndavélataska' með
Olympus myndavél og þremur lins-
um tapaðist á leið frá Laugavegi
að Bergstaðastræti. Finnandi vin-
samlegast hringi í síma 26464.
Fundarlaun.
Ekki orðið var við ónæði
■Þórarinn, íbúi við Eiðistorg,
hringdi:
Ég vil mótmæla þeim niðurrifs-
skrifum og ummælum um Rauða
ljónið sem birtust í Velvakanda sl.
föstudag. Ég bý við Eiðistorgið,
beint fyrir ofan Rauða ljónið, og
hef ekki ennþá orðið fyrir ónæði
af starfsemi Rauða ljónsins eða
gestum þess. Því verð ég að álykta
að einhveijar annarlegar hvatir
liggi að baki þegar hlaupið er í ijöl-
miðla með svona skrif. Það má með
sanni segja að Rauða ljónið, sem
er mjög smekklega innréttuð krá,
hafi náð hinni réttu evrópsku kráar-
stemmningu og hafi til þessa að
mestu verið blessunarlega laus við
þá viðskiptavini sem koma óorði á
bjór og brennivín.
Kolaportið
S.H. hringdi:
Ég blrá mér á markað í Kolaport-
inu sl. laugardag. Ekki var ég hrif-
in af öllu þar. Þegar komið er inn
er svo dimmt að maður sér varla
hvað er á boðstólum og lágt undir
loft. Þrátt fyrir þessa galla var
gaman að sjá hvað fólkið var alúð-
legt við afgreiðsluborðin.
En eitt vakti undrun mína og
reiði. Við endann á einu borði stóð
kassi sem átti að vera tombólu-
kassi. Þar hrúguðust börnin í kring,
ýmist ein eða með foreldrum sínum.
Þau keyptu marga miða, en fengu
engan vinning. Ég kenndi í bijósti
um þau. Miðinn kostaði 40 kr. og
vinningurinn átti að vera eitthvað
smá tuskudót. Mig langar að vita
hvort það sé leyfilegt að hafa tomb-
ólu þarna.
Ég vona að við fáum gott sumar
og útimarkaðurinn verði áfram í
Austurstræti. Það lífgar upp á
bæinn og veitir ekki af. Við verðum
að halda miðbænum lifandi og
skemmtilegum.
Leðurjakki og taska
töpuðust á Hótel Borg
Laugardaginn 22. apríl tapaðist
fatahengisnúmer á Hótel Borg. Sá
sem náði í svartan þykkan leður-
jakka, svart veski með snyrtivörum
og kristallyklakippu með tveimur
lyklum er vinsamlegast beðinn um
að hafa samband við Sonju í síma
46900 eða 42502. Góðum fundar-
launum heitið.
Á að standa með
kennurum?
Bókagerðarmaður hringdi:
Maður veit ekkert hvort maður
á að standa með kennurum í þessu
verkfalli eða ekki, því það hefur
ekki birst í neinum fjölmiðlum
hvaða laun þeir hafa. Það eina sem
maður veit er að þeir sem eru að
byija eru með 60.000 krónur á
mánuði.'
Sumartími
Skrifstofa Sjálfstæðisflokksins í Valhöll, Háaleit-
isbraut 1, Reykjavík, verður opin frá kl. 8-16 frá
1. maí til 30. september.
Sjálfstæö isflokkurinn.
I
| Góðan daginn!
Hjartanlega þakka ég vinum og œttingjum fyr-
ir heimsóknir, gjafir og hlýhug mér sýndan á
85 ára afmœli mínu þann 28. apríl sl.
Guð blessi ykkur öll.
Ragnheiður Jónasdóttir,
Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund.