Morgunblaðið - 15.06.1989, Síða 30

Morgunblaðið - 15.06.1989, Síða 30
ts 30 G8GI ÍMÚl .51 flUOAQUTMMiq GIQAJaMUOHOM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 1989 I -------------------------- Bandaríkjaforseti kynnir mengunarvamaáætlun; Loftmengun helm- inguð fyrir aldamót Verðfall á olíu fyrirsjáanlegt? Washington, Vín. Reuter. GEORGE Bush Bandaríkjaforseti skýrði frá því á mánudag að ríkis- stjórn hans hefði á prjónunum yfirgripsmikla áætlun um loftmengun- arvarnir í Bandaríkjunum. Ekki heftir staðið á viðbrögðum frá um- hverfisverndarsinnum, sem fagna framtaki forsetans, né heldur frá talsmönnum olíu- og kolaiðnaðarins, sem telja ómaklega að sér veg- ið. í tillögum Bush er gert ráð fyrir að dregið verði um helming úr því magni brennisteinsdíóxíðs og annarra eiturefiia sem sleppa út í andrúmsloftið á hverju ári fyrir næstu aldamót. Þá verður ýtt undir þá þróun að „hreinni" orkugjafar komi í stað bensíns. Tillögurnar ganga meðal annars út á það að komið verði í veg fyrir að hátt í 10 milljónir tonna af brenni- steinsdíóxíði og 2 milljónir tonna af köfnunarefnum berist út í andrúms- loftið árlega, einkum í því augnamiði að draga úr súru regni. Tillögur Bush vöktu talsverðan kurr á meðal fulltrúa olíuiðnaðarins því þær kveða meðal annars á um að bílaframleiðendum verði gert skylt að framleiða bíla með vélar sem brenna öðru eldsneyti en bensíni, t.a.m. metanóli, jarðgasi eða etanóli, fyrir markaði í Los Angeles og New York, sem eru mestu mengunar- svæði í Bandaríkjunum. „Hver einasti Bandaríkjamaður á skilið að anda að sér hreinu lofti,“ sagði Bush á þriðjudag á fjölmennri útisamkomu í Grand Teton þjóðgarð- inum í Wyomjng-fylki. „Þegar tor- tryggni Kalda stríðsins er að renna sitt skeið og við tekur skilningur á sameiginlegum hagsmunamálum gefst okkur einstætt tækifæri til að vinna saman að umhverfisvernd hvarvetna í heiminum. . . Beitum okkur fyrir hreinsun andrúmsloftsins á tíunda áratugnum," sagði forset- inn. Fullvíst þykir að mengunar- vamaáætlun Bush, nái hún fram að ganga, muni hafa áhrif til lækkunar á heimsmarkaðsverði á olíu. Snemma í þessum mánuði lýsti Nígeríumaður- inn Rilwanu Lukman, forseti Sam- taka olíuútflutningsríkja, (OPEC), Sovétlýðveldið Uzbekístan: Mimiihlutahópar óttast ofsóknir öfgamanna Fjölmiðlar skýra frá grimmdarverkum Úzbeka Moskvu. Reuter. HIN ýmsu þjóðabrot í Sovétlýðveldinu Úzbekístan eru tekin að óttast að hópar öfgamanna beini næst spjótum sínum að þeim, að því er segir í nýjasta hefti sovéska vikuritsms Moskvuíréttir, sem út kom í gær. 90 manns hafa fallið í átökum Úzbeka og lítils þjóðarbrots meskheta í lýðveldinu en fréttir sovéskra fjölmiðla í gær þóttu gefa til kynna að vopnað herlið innanrikisráðuneytisins hefði náð að stöðva blóð- baðið. Sovéskir fjölmiðlar segja hamfarir illvirkjanna í Úzbekístan enn óhugnanlegri en grimmileg átök Azera og Armena á síðasta ári. Fjölmörg þjóðabrot byggja Úz- um sig meðal þeirra 300.000 Krím- bekístan en hundruð þúsunda manna voru flutt þangað nauðug á tímum Jósefs Stalíns. Meskhetar sem eru af trúflokki sunni-múslima hafa krafist þess að fá að flyja aftur til fyrri heimkynna í Sovétlýðveldinu Georgíu og kveðast hafa verið beitt- ir ofríki af Úzbekum sem eru af trú- flokki shíta-múslima. Óeirðarnar blossuðu upp í Fergana-dalnum fyrir 11 dögum og herma fréttir að 12.000 herliðar sovésku öryggislögreglunn- ar, KGB, hafi verið sendir til Úz- bekístan. tatara og 200.000 Kóreumanna, sem búi í lýðveldinu'og fluttir hafi verið þangað samkvæmt sérstakri tilskip- un stjórnvalda. Um 15.000 meskhetar hafa þegar flúið Fergana-dalinn af ótta við frek- ari ofsóknir. Sovéskir fjölmiðlar hafa skýrt frá því að hópar Úzbeka hafi myrt meskheta á hinn hroðalegasta hátt og limlest lík fórnarlamba sinna. í viðtali við dagblaðið Líteratúrnaja Gazeta kvaðst embættismaður í inn- anríkisráðuneytinu hafa orðið vitni að blóðugum bardögum Azera og Armena í borginni Súmgait í Azerba- ijan í febrúar á síðasta ári, en sagði að illvirkin sem framin voru þar væru engan veginn sambærileg við voðaverkin í Fergana-dalnum. Reuter Carlos Menem, tilvonandi forseti Argentínu (t.v.), ásamt ráðherraefii- um sínum skömmu áður en hann tilkynnti að hann tæki við emb- ætti forseta 30. júní. Menem verður forseti Argentínu 30, júní; Þjóðarsátt og „framleiðslubylting“ Fjallað er um atburðina í nýjasta hefti vikuritsins Moskvufréttir og segir í greininni að Rússar, gyðing- ar, tajíkar og Kóreumenn telji sér nú ógnað í lýðveldinu. í blaðinu birt- ist einnig grein eftir þekktan rithöf- und frá Úzbekístan, Tímor Púlatov, sem segir að ótti hafi einnig gripið La Rioja. Reuter. CARLOS Menem, sem tekur við embætti Argentínuforseta af Raul Alfonsin í lok mánaðarins, kvaðst á þriðjudag ætla að lægja öldum- ar í stjórnmálum landsins og beita sér fyrir greiðslufresti og vaxta- lækkunum vegna erlendra skulda Argentínumanna. Hann kvaðst einnig stefiia að „framleiðslubylt- ingu“ í landinu. Menem sigraði í forsetakosning- um sem fram fóru fyrir mánuði í Argentínu en átti ekki að taka við embætti fyrr en 10. desember. Raul Alfonsin, núverandi forseti, tilkynnti hins vegar á þriðjudag að hann myndi segja af sér 30. júní vegna hins slæma efnahagsástands í landinu. Óðaverðbólga er í landinu og hefur hún valdið óeirðum í helstu borgum landsins og dregið úr fram- leiðslunni. „Við erum orðin þreytt á sífelldum átökum í argentískum stjórnmálum. Þess vegna munum við leitast við að ná sem víðtækustu sáttum þegar við tökum við völdum 30. júní,“ sagði Menem í viðtali við Reuters-frétta- stofuna. Hann kvaðst ætla að blása nýju lífi í efnahag landsins með „framleiðslubyltingu“, þar sem nátt- úruauðlindir Argentínu yrðu nýttar til hins ýtrasta. Hann sagðist einnig ætla að leita eftir hagkvæmum samningum við erlenda lánadrottna til að létta á skuldabyrðinni. Erlend- ar skuldir Argentínumanna nemá nú um 60 milljörðum dala (4.100 milljörðum ísl. kr.) RACAHni I NIR K STIINI THORO hefur svariö þegar gengiö skal frá steinhúsi. THOROSEAL er sementsefni sem fyllir og lokar steypunni, en andar án þess að hleypa vatni í gegn. THOROSEAL varnar steypuskemmdum og flagnar ekki. THORO- SEAL er til í mörgum litum. Þarftu aö eiga viö frágang á múr eöa steypu, hrauna, pokapússa eða mála? Haföu þá sam- band við Steinprýöi. Við hjálpum þér. THOROSEAL - QUICKSEAL —THOROSHEEN !l steinprýði Stangarhyl 7, simi: 672777.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.