Morgunblaðið - 15.06.1989, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 15.06.1989, Blaðsíða 30
ts 30 G8GI ÍMÚl .51 flUOAQUTMMiq GIQAJaMUOHOM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 1989 I -------------------------- Bandaríkjaforseti kynnir mengunarvamaáætlun; Loftmengun helm- inguð fyrir aldamót Verðfall á olíu fyrirsjáanlegt? Washington, Vín. Reuter. GEORGE Bush Bandaríkjaforseti skýrði frá því á mánudag að ríkis- stjórn hans hefði á prjónunum yfirgripsmikla áætlun um loftmengun- arvarnir í Bandaríkjunum. Ekki heftir staðið á viðbrögðum frá um- hverfisverndarsinnum, sem fagna framtaki forsetans, né heldur frá talsmönnum olíu- og kolaiðnaðarins, sem telja ómaklega að sér veg- ið. í tillögum Bush er gert ráð fyrir að dregið verði um helming úr því magni brennisteinsdíóxíðs og annarra eiturefiia sem sleppa út í andrúmsloftið á hverju ári fyrir næstu aldamót. Þá verður ýtt undir þá þróun að „hreinni" orkugjafar komi í stað bensíns. Tillögurnar ganga meðal annars út á það að komið verði í veg fyrir að hátt í 10 milljónir tonna af brenni- steinsdíóxíði og 2 milljónir tonna af köfnunarefnum berist út í andrúms- loftið árlega, einkum í því augnamiði að draga úr súru regni. Tillögur Bush vöktu talsverðan kurr á meðal fulltrúa olíuiðnaðarins því þær kveða meðal annars á um að bílaframleiðendum verði gert skylt að framleiða bíla með vélar sem brenna öðru eldsneyti en bensíni, t.a.m. metanóli, jarðgasi eða etanóli, fyrir markaði í Los Angeles og New York, sem eru mestu mengunar- svæði í Bandaríkjunum. „Hver einasti Bandaríkjamaður á skilið að anda að sér hreinu lofti,“ sagði Bush á þriðjudag á fjölmennri útisamkomu í Grand Teton þjóðgarð- inum í Wyomjng-fylki. „Þegar tor- tryggni Kalda stríðsins er að renna sitt skeið og við tekur skilningur á sameiginlegum hagsmunamálum gefst okkur einstætt tækifæri til að vinna saman að umhverfisvernd hvarvetna í heiminum. . . Beitum okkur fyrir hreinsun andrúmsloftsins á tíunda áratugnum," sagði forset- inn. Fullvíst þykir að mengunar- vamaáætlun Bush, nái hún fram að ganga, muni hafa áhrif til lækkunar á heimsmarkaðsverði á olíu. Snemma í þessum mánuði lýsti Nígeríumaður- inn Rilwanu Lukman, forseti Sam- taka olíuútflutningsríkja, (OPEC), Sovétlýðveldið Uzbekístan: Mimiihlutahópar óttast ofsóknir öfgamanna Fjölmiðlar skýra frá grimmdarverkum Úzbeka Moskvu. Reuter. HIN ýmsu þjóðabrot í Sovétlýðveldinu Úzbekístan eru tekin að óttast að hópar öfgamanna beini næst spjótum sínum að þeim, að því er segir í nýjasta hefti sovéska vikuritsms Moskvuíréttir, sem út kom í gær. 90 manns hafa fallið í átökum Úzbeka og lítils þjóðarbrots meskheta í lýðveldinu en fréttir sovéskra fjölmiðla í gær þóttu gefa til kynna að vopnað herlið innanrikisráðuneytisins hefði náð að stöðva blóð- baðið. Sovéskir fjölmiðlar segja hamfarir illvirkjanna í Úzbekístan enn óhugnanlegri en grimmileg átök Azera og Armena á síðasta ári. Fjölmörg þjóðabrot byggja Úz- um sig meðal þeirra 300.000 Krím- bekístan en hundruð þúsunda manna voru flutt þangað nauðug á tímum Jósefs Stalíns. Meskhetar sem eru af trúflokki sunni-múslima hafa krafist þess að fá að flyja aftur til fyrri heimkynna í Sovétlýðveldinu Georgíu og kveðast hafa verið beitt- ir ofríki af Úzbekum sem eru af trú- flokki shíta-múslima. Óeirðarnar blossuðu upp í Fergana-dalnum fyrir 11 dögum og herma fréttir að 12.000 herliðar sovésku öryggislögreglunn- ar, KGB, hafi verið sendir til Úz- bekístan. tatara og 200.000 Kóreumanna, sem búi í lýðveldinu'og fluttir hafi verið þangað samkvæmt sérstakri tilskip- un stjórnvalda. Um 15.000 meskhetar hafa þegar flúið Fergana-dalinn af ótta við frek- ari ofsóknir. Sovéskir fjölmiðlar hafa skýrt frá því að hópar Úzbeka hafi myrt meskheta á hinn hroðalegasta hátt og limlest lík fórnarlamba sinna. í viðtali við dagblaðið Líteratúrnaja Gazeta kvaðst embættismaður í inn- anríkisráðuneytinu hafa orðið vitni að blóðugum bardögum Azera og Armena í borginni Súmgait í Azerba- ijan í febrúar á síðasta ári, en sagði að illvirkin sem framin voru þar væru engan veginn sambærileg við voðaverkin í Fergana-dalnum. Reuter Carlos Menem, tilvonandi forseti Argentínu (t.v.), ásamt ráðherraefii- um sínum skömmu áður en hann tilkynnti að hann tæki við emb- ætti forseta 30. júní. Menem verður forseti Argentínu 30, júní; Þjóðarsátt og „framleiðslubylting“ Fjallað er um atburðina í nýjasta hefti vikuritsins Moskvufréttir og segir í greininni að Rússar, gyðing- ar, tajíkar og Kóreumenn telji sér nú ógnað í lýðveldinu. í blaðinu birt- ist einnig grein eftir þekktan rithöf- und frá Úzbekístan, Tímor Púlatov, sem segir að ótti hafi einnig gripið La Rioja. Reuter. CARLOS Menem, sem tekur við embætti Argentínuforseta af Raul Alfonsin í lok mánaðarins, kvaðst á þriðjudag ætla að lægja öldum- ar í stjórnmálum landsins og beita sér fyrir greiðslufresti og vaxta- lækkunum vegna erlendra skulda Argentínumanna. Hann kvaðst einnig stefiia að „framleiðslubylt- ingu“ í landinu. Menem sigraði í forsetakosning- um sem fram fóru fyrir mánuði í Argentínu en átti ekki að taka við embætti fyrr en 10. desember. Raul Alfonsin, núverandi forseti, tilkynnti hins vegar á þriðjudag að hann myndi segja af sér 30. júní vegna hins slæma efnahagsástands í landinu. Óðaverðbólga er í landinu og hefur hún valdið óeirðum í helstu borgum landsins og dregið úr fram- leiðslunni. „Við erum orðin þreytt á sífelldum átökum í argentískum stjórnmálum. Þess vegna munum við leitast við að ná sem víðtækustu sáttum þegar við tökum við völdum 30. júní,“ sagði Menem í viðtali við Reuters-frétta- stofuna. Hann kvaðst ætla að blása nýju lífi í efnahag landsins með „framleiðslubyltingu“, þar sem nátt- úruauðlindir Argentínu yrðu nýttar til hins ýtrasta. Hann sagðist einnig ætla að leita eftir hagkvæmum samningum við erlenda lánadrottna til að létta á skuldabyrðinni. Erlend- ar skuldir Argentínumanna nemá nú um 60 milljörðum dala (4.100 milljörðum ísl. kr.) RACAHni I NIR K STIINI THORO hefur svariö þegar gengiö skal frá steinhúsi. THOROSEAL er sementsefni sem fyllir og lokar steypunni, en andar án þess að hleypa vatni í gegn. THOROSEAL varnar steypuskemmdum og flagnar ekki. THORO- SEAL er til í mörgum litum. Þarftu aö eiga viö frágang á múr eöa steypu, hrauna, pokapússa eða mála? Haföu þá sam- band við Steinprýöi. Við hjálpum þér. THOROSEAL - QUICKSEAL —THOROSHEEN !l steinprýði Stangarhyl 7, simi: 672777.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.