Morgunblaðið - 25.07.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.07.1989, Blaðsíða 2
1 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 1989 Sjúkrahúsin: Færri ráðnir til sumarafleysinga SUMARLOKANIR á ríkisspítölunum eru meiri nú í ár en á undanfóm- um ámm. Hins vegar er búist við að yfir allt árið verði lokanirnar álíka miklar og á þeim tíma er verst gekk að fá fólk til starfa á heilbrigðisstofnunum. Á Borgarspítalanum eru lokan- irnar nú með svipuðum hætti og undanfarin ár. Þá var gripið til þeirra vegna manneklu en nú þjóna þær hins vegar þeim tilgangi, að draga úr þörf fyrir afleysingafólk og minnka þannig launakostnað í samræmi við fyrirmæli stjórnvalda þar að lútandi. Logi Guðbrandsson, fram- kvæmdastjóri Landakotsspítala, segir að megintilgangur sumarlok- ananna sé að draga úr kostnaði. Þannig megi spara, þar sem hægt sé að ráða færra afleysingafólk en ella. Framlög til sjúkrahúsanna á fjárlögum hafi verið of lág og það eitt hafi kallað á að deildum yrði lokað. Því til viðbótar hafi heilbrigð- is- og tryggingaráðuneytið gefið fyrirmæli um 4% lækkun á launa- kostnaði miðað við það sem áætlað hafi verið í fjárlögum. Davíð A. Gunnarsson, forstjóri ríkisspítalanna, segir að sumarlok- animar nú stafi af því að dregið hafi verið úr ráðningum vegna af- leysinga. Stjómvöld hafi gefið fyrir- mæli um spamað og hann komi einkum fram í því að færra fólk sé ráðið til starfa á legudeildunum en venjulega. Þar að auki hafi verið dregið úr ýmsum öðmm kostnaði, svo sem vegna yfirvinnu. ' Davíð segir að undanfarin ár hafi einnig þurft að grípa til sumar- lokana, en þá vegna manneklu. Fyrir tveimur ámm hafi verið erfitt að fá fólk til starfa á sjúkrahúsun- um. Það hafi breyst í fyrra en þó einkum nú í ár. Sumarlokanirnar væm meiri nú en nokkm sinni áð- ur, en líklega yrðu lokanir yfir allt árið álíka miklar nú og þegar verst gekk að fá fólk til vinnu á spítölun- um. Jóhannes Pálmason, fram- kvæmdastjóri Borgarspítalans, seg- ir sumarlokanir þar nú vera með líkum hætti og í fyrra. Fræðilega hefði verið auðveldara nú en áður að fá fólk til vinnu, einkum ófag- lært, en í spamaðarskyni væri deild- um frekar lokað, til að draga úr þörf fyrir afleysingafólk. Lögreglan við skyldustörf Morgunblaðið/Ámi Sæberg Lögreglan hefiir í mörgu að snúast og eitt verka hennar er að fylgjast með því að reglum um hámarkshraða bifi*eiða sé fylgt. Oft sitja lög- reglumenn i bílum sínum utan vegar og mæla þaðan hraða umferðarinnar. Þessir tveir lög- regluþjónar, sem voru við mælingar á Nýbýla- vegi í gær, hafa þó ákveðið að breyta til og feng- ið sér sæti í biðskýli Strætisvagna Kópavogs. Þaðan mundaði annar þeirra mælitækið, á með- an hinn skráði niður upplýsingar. Ekki fer sögum af því hvort þeir tóku strætisvagninn í vinnuna að loknu verki. Rannsóknarnefiid sjóslysa: Hermaður: Kærður fyr- ir nauðgun HERMAÐUR á Keflavíkurflug- velli var kærður fyrir nauðgun aðfaranótt laugardags. Ung stúlka úr Keflavík kærði hann, en hún segir atburðinn hafa átt sér stað innan svæðis Varn- arliðsins. Lögreglan á Keflavíkurflug- velli segir málið vera í rannsókn. Hermaðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald á sunnudagskvöld og gildir sá úrskurður til næsta föstudags. Málið hlýtur meðferð fyrir íslenskum dómstólum. Ónógur stöðugleiki og vanþekk- ing veldur Qölda smábátaslysa SJÓSLYSANEFND telur að 70-80% smábáta sem smíðaðir voru fyrir 1984 uppfylli ekki skilyrði um stöðugleika minni fiskiskipa. Flest smá- bátaslys verði vegna þess að bátur velti og komist ekki aftur á réttan kjöl. Ekki sé eingöngu við ónógan stöðugleika að sakast, hleðslu bát- anna sé oft áfátt og það megi rekja til vanþekkingar skipsfjómar- manna. Að áliti siglingamálastjóra skortir grunnupplýsingar um stöð- ugleika á helmingi fiskiskipaflota landsmanna. Siglingamálastofnun hefur und- verði stærstur h'luti smábátaslysa anfarin misseri látið gera úttekt á stöðugleika smábáta á Vestfiörðum. Rannsóknamefnd sjóslysa hefur að sögn Haraldar Blöndals, formanns nefndarinnar, fylgst með þessari athugun. Hún hefur leitt í ljós, að 70-80% báta undir tólf tonnum, sem smíðaðir voru fyrir 1984, skortir stöðugleika sem kveðið er á um í reglugerð frá því ári. Kristján Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri nefndarinnar, segir að samkvæmt skýrslum sjónarvotta vegna þess að bátur veltur og nær ekki réttum kili. Hann segir tíu tonna báta og minni hættulegasta en að stöðugleikavandamál séu þekkt um báta allt að þijátíu tonn- um. Haraldur Blöndal telur að af hálfu stjómvalda séu ekki gerðar nægar menntunarkröfur til skipstjómar- manna á litlutn bátum. Fram til 1984 fengu þeir sem luku 30 tonna prófi afar takmarkaða kennslu um stöðugleika að sögn Guðjóns Ár- manns Eyjólfssonar, skólastjóra Stýrimannaskólans. Árið 1972 var kennsla annarra skipstjómarmanna í stöðugleikafræðum stóraukin, en hún hefur raunar alltaf verið við lýði að einhvetju marki. „Þetta er fræðigrein í örri þróun,“ segir Kristján Guðmundsson, „og í raun ekki hægt að ásaka einn eða neinn. En ljóst er að vegna vanþekk- ingar skipstjómarmanna á stöðug- leika skipa er hleðslu fiskibáta á stundum áfátt og það dregur úr stöð- ugleika sem ekki er endilega nægur fyrir.“ Það er álit Siglingamálastofnunar að þörf sé á að afla grunnupplýsinga um stöðugleika og ástand nærri helmings fiskiskipaflota landsmanna eða 400-500 skipa. „Þessi skip voru smíðuð áður en farið var að krefjast stöðugleika- upplýsinga og það er auðvitað erfitt að sjá hvað þau þola þegar grund- vallarvitneskju skortir," segir Krist- ján. „Vissulega er hægt að reikna út stöðugleikann við ýmis hallahom. En þar strandar á kostnaði. Hann fer eftir stærð skipa, leikur á bilinu 50.000 krónur fyrir smábát til ríflega 200.000 króna á stærra skip. Menn hafa rætt um ijárstuðning ríkisins í þessu sambandi en þau mál eru óútkljáð." Áform ríkisstjórnarinnar um innlenda lánsfjáröflun: Aukið framboð ríkisskulda- bréfa gæti valdið vaxtahækkun ÁFORM ríkisstjómarinnar um þriggja milljarða króna innlenda láns- Qáröflun það sem eftir lifir þessa árs mælast misjafiilega fyrir hjá þeim sem til þekkja á lánsQármarkaði hérlendis. Ekki er talið ólík- legt að þessi ákvörðun muni leiða til þess að vextir hækki, þar sem enn aukið framboð spariskírteina ríkissjóðs raski því jafnvægi sem orsakað hefiir vaxtalækkun undanfarna mánuði, og að spariskirtein- in muni jafnvel ekki seljast upp á þeim vöxtum sem nú em í boði á þeim. Þegar tillit er tekið til þess að það sem af er þessu ári hafa spari- skírteini ríkissjóðs selst fyrir rúma 3 milljarða króna, af þeim 5,2 sem núverandi útboð gerir ráð fyrir að seljist á árinu, kemur í ljós að þá fimm mánuði sem eftir eru af árinu þurfa spariskírteini að seljast fyrir rúma 5 milljarða til að áætlanir stjómvalda standist. Pétur Blöndal, framkvæmda- stjóri Kaupþings, sagði í samtali við Morgunblaðið að þeirri vaxta- lækkun sem skapast hefði af auknu framboði lánsfjár á sama tíma og eftirspum hefði minnkað væri með áformum ríkisstjómarinnar stefnt í hættu. „Spamaður hefur aukist á ís- landi, og þá serstaklega á verð- bréfamarkaði. I kjölfar minnkandi eftirspurnar eftir lánsfé hafa vextir lækkað um allt að 2%. Þessi áform ríkisstjórnarinnar hljóta að stöðva þessa þróun, ef ekki snúa henni við,“ sagði Pétur. Hann kvaðst ekki telja víst að ríkissjóði tækist að selja spariskír- teini fyrir svo háa upphæð sem um er að ræða með 5,5-6% vöxtum, sem er sú ávöxtun sem boðin er á slíkum skírteinum í dag. „Þetta er dæmi um þá þróun að ríkisvaldið sækir í æ ríkara mæli inn á lánamarkað- inn,“ sagði Pétur Blöndal. Sigurður B. Stefánsson fram- kvæmdastjóri Verðbréfamarkaðs Iðnaðarbankans sagðist í samtali við Morgunblaðið óttast að áform ríkisins um innlenda lánsfjáröflun væm ofætluð. „Þessi upphæð er hærri en áður hefur verið reynt að sækja í greipar lánsfjáreigenda með þessum hætti á svo skömmum tíma,“ sagði Sigurður. „Ef gmnur minn reynist réttur mun ætlun ríkisstjómarinnar að reiða sig einna helst á lífeyrissjóðina í þessu sambandi, sem em hins vegar ekki endalaus uppspretta peninga. Þeir em bundnir til að ráðstafa 55% af sínum fjármunum til Húsnæðisstofnunar, auk þess sem þeir þurfa að sinna sínum sjóðs- félögum. Því sýnist mér óvíst að ríkissjóður muni ná þessum fjár- munum inn án þess að hækka vexti af spariskírteinum, og þó svo yrði mundi slíkt að líkindum þurrka upp allt fjármagn sem öðram lántakend- um stendur nú til boða, og bitna þar með á þeim," sagði Sigurður B. Stefánsson. Gunnar Helgi Hálfdánarson framkvæmdastjóri Fjársfestingafé- lagsins tók í sama streng, en kvaðst ekki vilja spá fyrir um hvort áform ríkisstjórnarinnar myndu leiða til vaxtahækkunar eður ei. „Af minnk- andi framboði verðbréfa má marka það að eftirspurn eftir fjármagni hefur dregist saman. Samkeppni við ríkisskuldabréf hefur minnkað, og fyrst þegar ljóst verður hvort hún eykst á næstu mánuðum verður ljóst hver áhrif þessara aðgerða ríkisstjómarinnar verða,“ sagði Gunnar. „Hins vegar er ekki ólíklegt að eftirspum eftir fjármagni muni áfram dragast saman, og ef svo fer mun aukið framboð spariskírteina ríkissjóðs að líkindum ekki valda vaxtahækkun. Hins vegar em vafa- atriðin of mörg til að geta spáð nokkru um hvað mun verða.“ Gunn- ar kvað þó tvímælalaust skynsam- legri ráðstöfun að fjármagna halla ríkissjóðs með skuldabréfaútboðum heldur en peningaprentun. Sólskin á höfiið- borgarsvæðinu: Aðeins skin milli skúra „ÞETTA virðist nú bara vera smátilbrigði, en á morgun má búast við hæglætisveðri á höf- uðborgarsvæðinu, en ekki svona björtu og sennilega úr- komuvotti. Aftur á móti er spáð rigningu á Suður- og Suðausturlandi og síðar á Norðurlandi," sagði Guð- mundur Hafsteinsson veður- fræðingur í gær, en þá skein sól í heiði á höfúðborgarsvæð- inu. Þetta var fyrsti sólardag- urinn á höfúðborgarsvæðinu síðan 30. júní. Ef svo heldur fram sem hingað til verður íslandsmetið í sólarleysi í júlí- mánuði slegið. Guðmundur hafði það eftir starfsbróður sínum Trausta Jónssyni, að fram til gærdagsins hefðu mælst 34,4 sólskinsstund- ir. í sólarminnsta júlímánuður- inn fram að því, árið 1955, vom hins vegar 81 sólarstund. „Það getur auðvitað enn margt gerst, en eins og útlitið er virðist ís- landsmet vera í uppsiglingu," sagði Guðmundur. Hann klykkti út með þeim orðum, að votviðrið myndi líklega ekki vera alveg eins þrálátt allra næstu daga og lægðin, sem nú stefndi á landið, stefndi austar en til þessa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.