Morgunblaðið - 25.07.1989, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 25.07.1989, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JULI 1989 Námsmannaheimtu- frekjan takmarkalaus eftir Magn ús H. Skarphéðinsson Formaður Stúdentaráðs Jónas Fr. nokkur Jónsson belgir sig út hér í Morgunblaðinu 14. júlí sl. af hneyksl- un sem og eflaust flestir aðrir sjálfs- elskir og heimtufrekir íslenskir námsmenn heima og erlendis gerðu og gera vegna ummæla Jóns Bald- vins Hannibalssonar ráðherra nú nýverið þess efnis að íslenskt þjóð- félag hafi ekki efni á „þessu örlát- asta námsstyrkjakerfi sem nokkur þjóð telur sig hafa efni á“. Ég er í mörgu sammála ráðherran- um í þessu máli. Því ég er orðinn yfir mig þreyttur á þessari einhliða kröfupólitík flestra hópa í heimi hér sem aðstöðu til þess hafa. Pabbadrengjafélagið Vaka fremst í útgerðinni á ríkissjóð Stúdentaráðsformaðurinn er tals- maður eins alharðasta og sjáifselsk- • asta heimtufrekjuhópsins sem íslenskt þjóðfélag inniheldur nú — ef frá eru taldir flugmenn, flestir tannlæknar og tannréttingasérfræð- ingar sem og þorri annarra sérfræð- inga í iæknastétt. Stúdentar eru hópur sem hefur lifibrauð sitt algerlega af því að gera út á ríkið og daglaunamenn og kon- ur íslensks samfélags. Því undarlegri er þessi aðgangsharka að ríkinu að fósturskóli ftjálshyggjumannanna og Sjálfstæðisflokksins, Vaka — „Félag lýðræðissinnaðra stúdenta" fer nú með meirihlutavöldin í þessu heimtu- freka stúdentaráði Háskóla íslands. Líta verður líka á atgangshörku hálaunaðra heimtufrekju-erindreka stúdenta eins og formanns Stúdenta- ráðs sem klassískt framapot ungra Kveðjuorð: Hermann Árnason Jrá Aðalvík Fæddur21. nóvemberl905 Dáinn 10. júlí 1989 í örfáum orðum langar okkur að minnast afa okkar, Hermanns Árnasonar sem lést í Landspítal- anum 10. júlí sl. Hermann bjó lengst af í Aðalvík. Þar kynntist hann eftirlifandi konu sinni Sigurlaugu Friðriksdóttur. Þau giftust á jóladag 1927 og voru því búin að vera gift í rúmlega 60 ár þegar Hermann lést. Þeirra böm eru 12, sem öll eru á lífi. Elstur þeirra er faðir okkar Árni, sem kvæntur er Önnu Ólafs- cfáttur, næstur er Friðrik sem var kvæntur Jóhönnu Guðmundsdóttur, Þómnn gift Davíð Guðbergssyni, Þorgerður gift Gunnari Valdimars- syni, Gunnar kvæntur Huldu Þor- grímsdóttur, Jónína gift Jakobi Sig- urðssyni, Guðný gift Halldóri Geir- mundssyni, Óli kvæntur Guðríði Hannibalsdóttur, Ingi Karl kvæntur Ragnheiði Jónsdóttur, Gísli kvænt- ur Margréti Guðjónsdóttur, Ingi- björg í sambúð með Stefáni Stef- ánssyni og Heiðar kvæntur Herdísi Gísladóttur. Afkomendur Sigur- laugar og Hermanns eru orðnir 128. Samband okkar við afa og ömmu var ekki mikið þar til þau fluttu til Reykjavíkur 1965. Þeirra heimili í Reykjavík var lengst af í Drekavogi 20. Þar var okkur ávallt tekið opn- um örmum, enda vildu þau halda miklu sambandi við alla sína afkom- endur og notuðu þau til þess hvert tækifæri. Má þar nefna afmælis- ðaga þeirra, en þá var öllum boðið í súkkulaði og kökur. Var þá oft uppa í framaleit í pólitík og ríkisem- bættaútgerð frekar en háþróaða hug- myndafræði einhverra þjóðfélags- hóga. Ég skal svara því strax hér að mér finnst þessum þremur milljörð- um króna sem ausið er í vita botn- lausan og síhungraðan námslánasjóð sífellt verr varið með því að skófla þeim í þennan stúdentalýð sem virð- ist hafa það eitt helsta markmið í lífl sínu að skara eld að eigin köku, fremur en að láta kjör eða aðstæður annarra í þjóðfélaginu sig einhveiju varða. Litlar líkur eru á að heimtuf- rekjan minnki eftir að út á vinnu- markaðinn er komið þegar bróður- partur þessa sama fólks fer aftur í vinnu hjá hinu opinbera. Námslán er blóðkreist fé úr öðru vinnandi fólki Þetta er breyting sem áður var og er pabbadrengjafélaginu Vöku þar mestu að þakka. Þó er langur vegur frá því að vinstrimenn í HÍ séu hér saklausir. Hjá þeim byijar heimtufrekjan og útgerðin á ríkið og skatta launþeganna og atvinnulífsins fyrir allar aldir eins og sagan sýnir okkur best. En hjákátlegt er að sjá fijálshyggjustóðið mest allt í þessum bransa einnig. Hér þýðir ekkert að fela sig á bak við markmiðin um jafnrétti til náms vegna búsetu, efnahags fóreldra eða einhverra annarra göfugra mark- miða, eins og þetta útgerðarlið skreytir sig sifellt með til að ná meiru fé út úr ríkinu. Útgerðarliðið verður að gera sér grein fyrir því að þessir peningar eru blóðkreistir undan nöglum vinnandi fólks þessa lands, fólks sem bróður- parturinn af mun aldrei hafa neinar tekjur í líkingu við flesta háskóla- fjölmenni þó húsakostur væri ekki mikill. Samheldni fjölskyldunnar kom kannski best í ljós með því, að áður en jólahátíðin gekk í garð, komu allir, sem vettlingi gátu valdið í Drekavoginn og borðuðu skötu að vestfirskum sið. Við viljum nú þakka afa okkar þær mörgu ánægjulegu samveru- stundir, sem við áttum með honum og óskum honum alls góðs í nýjum heimkynnum. Ömmu okkar sem dvelur nú á hjúkrunarheimilinu Skjóli sendum við innilegar samúð- arkveðjur. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé laf fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V.Briem) Hanna, Magga, Ólafúr, Sigur- laug, Hermann, Jón Ingi, Þórunn og Qölskyldur þeirra menntaða menn hérlendis. Því heimtufrekjan hættir ekki við út- skriftina frá Háskólanum. Hreint ekki. Versnar um allan helming. Því þá upphefst sami söngurinn aftur á margföldum styrk; meiri pening, minni vinnu og ennþá huggulegra líf. Þeir námsmenn sem ekkert kemur sjálfstæði þessa lands við, efnahags- legt, menningarlegt eða þá bara hemaðarlegt, hvað þá kjör vinnandi fólks geta ekki átt mikinn kröfurétt á samfélagið. Engin samúð stúdenta lengur með hugsjónum þjóðfélagsins Sú var tíðin að námsmannasam- tökin létu sig varða almenn þjóð- félagsmál sem og flest réttlætismál sem tekist var á um í þjóðfélaginu. Stúdentar voru lengst af í farar- broddi fyrir hreinsun landsins af er- lendum her sem algerlega hefur týnst hjá þeim. Baráttumálið stóra; Úr Nató — Herinn burt! heyrist hvorki né sést lengur þar á bæ. Stúdentar stóðu hér áður fyrr í orði og verki með verkafólki þessa lands í baráttu þess fyrir betri lífskjörum á hinn margvíslegasta hátt. Þá var tekist á um laun og leyfi- leg lægstu laun í samfélaginu sam- fara réttlátri notkun verkfallsvopns- ins. Þá var einni tekist á um félags- lega íbúðakerfið og fjöldann allan af stórum réttlætismálum hér á landi með allgóðum árangri og sanngjörn- um að langflestra mati í dag. Ekki má heldur gleyma því að það voru stúdentamir á sjöunda og átt- unda áratugnum hér heima (og er- lendis) sem höfðu forystu fyrir að mótmæla heimsveldabrölti risaveld- anna á smáríkjum um víða veröld s.s. hinu ógeðfellda stríði bandaríska Fæddur 5. október 1910 Dáinn 15. júlí 1989 Afi minn, Haraldur Þórðarson, lést á Landakotsspítala 15. þ.m. eftir erfiða sjúkralegu, þó ekki hafi hún verið löng. Þó ég vissi hvert stefndi, brá mér verulega þegar mér var sagt að hann væri látinn, það er eins og maður átti sig ekki á tilvist dauðans fyrr en hann sæk- ir einhvem manni nákominn. Þegar ég var smástrákur og for- eldrar mínir voru að byggja sig upp fyrir lífsbaráttuna naut ég þeirra forréttinda að vera mikið hjá afa mínum og ömmu í Hólmgarðinum. Nú em mér efst í huga þær stund- ir sem ég átti með afa, þegar hann lagði mér lífsreglumar og sagði mér á Iifandi hátt frá hvernig heim- urinn var áður en ég kom til og áður en mamma og pabbi komu til. Afi fæddist í Reykjavík 5. októ- ber 1910, foreldrar hans hétu Þórð- ur Þorkelsson og Petrína Björns- dóttir, en þau áttu alls fimm börn og var afi yngstur þeirra. Langafi minn fæddist í Gijóta í Reykjavík og var jafnan kenndur við þann bæ. Þó að synir hans hafi aldrei búið á Gijóta þá voru þeir gjarnan kennd- ir við bæinn, afí var gjaman kallað- ur Halli í Gijóta. Annars ólst hann að mestu leýti upp á Spítalastígn- um. Árið 1930 kynntist hann ömmu minni, Rannveigu Björnsdóttur, og gengu þau í hjónaband 1931. Árið 1930 áttu þau saman dóttur er hét Margrét en hún lést á öðru ári. Eftir það áttu þau sjö börn og eru þau öll á lfi, þau er Björn Hreiðar f. 1934, Aðalheiður Margrét f. 1938, Björgvin f. 1942, Gylfi f. ■ Magnús H. Skarphéðinsson „Stúdentar eru hópur sem hefiir lifibrauð sitt algerlega á því að gera út á ríkið og daglauna- menn og konur íslensks samfélags.“ hersins á hendur víetnömsku þjóðinni og innrás sovéskra og annarra aust- antjaldgheija í Tékkóslóvakíu 1968. En nu er öldin önnur og önnur teg- und stúdenta með aðrar hugsjónir mætt á staðinn. Helsta kjörorð flestra hópa sem stunda framboðsraunir meðal stúd- enta f HÍ er hagsmunagæsla fyrir okkur! — Við skiptum okkur ekki af vondum málum í heimi hér. Það eina sem okkur kemur við erum við, námslánin okkar og hið ljúfa líf okk- ar að námi loknu. Þessum áherslubreytingum í seinni tíð má að mestu leyti þakka hægripabbadrengjafélaginu Vöku, sem og miðjumoðshagsmunafram- boðinu Umba (Félags umbótasinn- aðra stúdenta — ???). Og vegna mál- efna og hugsjónafátæktar vinstri- sinna hafa þeir apað upp flestar þess- ar gullnu lífsreglur pabbadrengjanna til að hrapa ekki í vinsældunum enn frekar en orðið var hjá nýju stúdenta- tegundinni. 1944, tvíburarnir Þórður og Petrína f. 1948 og Kristín f. 1952. Þegar afi kynntist ömmu þá vann hann hjá bróður sínum á Billiardin- um, Laugavegi 11. Reyndar var Einu baráttumál stúdentanna í dag: Séu rándýru stúdentablöðin, sem prentuð eru á glanspappír, skoðuð síðastliðin misseri má draga helstu markmið íslenskra stúdenta saman í nokkur atriði. En þau eru þessi helst: Meiri námslán, minni afborganir af námslánunum, minni námskröfur, fleiri stúdentaíbúðir, lægri leigu a stúdentagörðunum, minni skerðingu námslána vegna hárra tekna á sumr- in eða í vinnu með náminu, (sem sagt meiri pening án tillits til mikilla tekna annars staðar). Fleiri dagvist- unarpláss fyrir börn námsmanna, meira frelsi í mætingum í skólanum, meira frí, meira lýðræði í skólanum fyrir stúdenta í rekstri skóians, meiri stjórn í skólanum, betra kennsluhús- næði, betri bókasöfn og ýmsir styrk- ir af hinu fjölbreyttasta tagi (enn meiri pening, meiri pening og minni kröfur). Og fleira í þessum dúr. Stúdentar alveg úr tengslum við allan raunveruleika Nei, takk. Við kröfum fólks sem margt ef ekki flest er ekki í neinum tengslum við kjör og aðstæður manna og dýra í heimi hér né raun- veruleikann í þessu þjóðfélagi al- mennt, að ógleymdri stöðu vistkerfis- ins vegna þessa hátimbraða lífsstíls okkar vesturlandabúa, er ekki hægt að verða við í stöðunni í dag. Hvað þá þegar litið er til þess að kröfur þessar eru nær allar einhliða, og reyndar nánast óendanlegar ef grannt er skoðað. Þær hafa engan sýnilegan endi. Þetta fólk þyrfti nauðsynlega að lesa m.a. þókina Endimörk vaxtarins eftir Dennis L. Meadowes og fleiri og hugsa síðan málið upp á nýtt. Það er lítið réttlæti fólgið í svona pólitík og því lítil ástæða að verða við kröfum hennar með núverandi forsendum hennar og hinni glerhörðu og heimtufreku hagsmunagæslufor- ystu stúdenta. Höfundur er nemi í sagnfræði í Háskóla íslands. hann um árabil einn besti billiard- Ieikari landsins og vann til margra verðlauna. Árið 1932 fer hann í siglingar og sigldi meðal annars í Miðjarðarhafinu á norskum skipum. Hann kemur heim 1933 og byijar þá að vinna hjá Eimskip en 1942 fer hann að vinna hjá bænum og vinnur þar allt þangað til hann hef- ur eigin atvinnurekstur sem skor- dýraeyðir. Það eru ekki liðin mörg ár síðan hann hljóp síðast upp og niður stigaganga með þungan úða- brúsa á bakinu. Hann var hraust- menni þangað til hann veiktist fyr- ir 6—7 árum. Það sem einkenndi afa mest var glaðværðin, hann var alltaf hress og kátur og leit björtum augum á lífið, stress var ekki til í hans fari. Hann fæddist inn í fátæka þjóð á erfiðum tímum, hefur lifað ótrúleg- ar breytingar og háð harða lífsbar- áttu með stóra fjölskyldu á sínu framfæri. Að lokum viljum ég og fjölskylda mín senda ömmu minni innilegar samúðarkveðjur og vona að hún eigi góða daga fyrir höndum í nýju íbúðinni sinni á horni Vesturgötu og Garðastrætis. Sigfús Bjarnason habitat ! LAUGAVE I < Vörulistinn er þægilegur Haraldur Þórðar- son — Minnmgarorð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.