Morgunblaðið - 25.07.1989, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 25.07.1989, Blaðsíða 22
22 S JUT, .ðg fiUOA M4 UKLAJSKUOHÓM MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 1989 Heildarupphæð vinninga 22.07. var 3.752.604. Enginn hafði 5 rétta, sem var kr. 1.727.811. Bónusvinninginn fengu 7 og fær hver kr. 42.910. Fyrir 4 tölur réttar fær hver kr. 4.585 og fyrir 3 réttar tölur fær hver um sig kr. 321. Sölustaðir loka 15 mínútum fyrir útdrátt í Sjónvarpinu. Sími685111. Upplýsingasímsvari 681511. Lukkulína 99 1002 Þú svalar lestrarþörf dagsins Tékkóslóvakía: Dubcek fær ekki að fara til Spánar Madrid. Reuter. Alexander Dubcek, fyrrum formaður tékkneska kommún- istaflokksins, fær ekki vega- bréfsáritun til að fara úr landi en honum var boðið að taka þátt í ráðstefhu um glasnost og sósíalískar umbætur í Madrid á Spáni. Eiginkona Dubceks sagði að stjómvöld hefðu gefið þá skýringu að ferðin væri ekki til hagsbóta fyrir tékkneska ríkið. Spænsk stjórnvöld hafa mótmælt ákvörðun stjórnarinnar í Prag og krafist skýringa. Dubcek var gerður valdalaus eftir innrás Sovétmanna í Tékkó- slóvakíu árið 1968 en hún batt enda á umbótahreyfinguna „Vorið í Prag“ sem hann kom á fót. Hon- um var leyft að fara til Italíu í nóvember sl. en þá gagnrýndi hann tékknesk stjórnvöld harð- lega. Nokkrir þingmenn Samstöðu eru nú staddir í Tékkóslóvakíu og þeir hafa opinberlega lýst stuðn- ingi sínum við andófsöfl í landinu. Reuter Stjórnarandstöðuþingmenn á Indlandi halda sigurtákni Churchills á lofti eftir að hafa sagt af sér þing- mennsku í mótmælaskyni við aðild ríkisstjómar að Bofors-vopnakaupamálinu. Mikil mannfjöldi fagnaði þmgmönnnum þegar þeir komu út úr þinghúsinu. Indlandsþing: Stj órnarandstaðan segir af sér vegna Bofors-málsins MERKI UM GÓÐAN ÚTBÚNAÐ Nýju Delí. Reuter. FLESTIR stjórnarandstöðuþingmenn á Indlandi sögðu af sér í gær til þess að mótmæla spillingu, sem þeir segja alltumlykjandi og sam- gróna ríkissfjóm Rajivs Gandhis, forsætisráðherra. Þingmennirnir heita því að gefast ekki upp við svo búið og hyggjast taka upp bar- áttu sína gegn stjóminni á götum úti, þar sem vonlaust sé að heyja hana innan þingsins. Síðastliðna viku vom árekstrar í þinginu tíðir vegna skýrslu opinbers endurskoðanda um Bofors-málið svonefiida. í henni var stjómin harðlega gagnrýnd fyrir að hafa gert vægast sagt vafasaman vopnakaupasamning við sænska fyrirtækið Bofors upp á 1,4 milljarð Bandaríkjadala, en stjómarandstæðingar segja fyrirtækið hafa greitt milljónir Bandarikjadala í mútur til þess að liðka fyrir samningum, enda þótt Indlandsher hefði margsinnis látið í yós óskir um viðskipti við önnur fyrirtæki. Gandhi virtist furðu lostinn þegar 69 stjórnarandstöðuþingmenn gengu að púlti þingforsetans og afhentu afsagnarbréf sín. Að sögn leiðtoga sijórnarandstöðunnar munu 37 þingmenn aðrir, sem gátu ekki verið viðstaddir þingfundinn, afhenda afsagnarbréf sín seinna í vikunni. Stjómarandstaðan krefst af- sagnar Gandhis, þinglausna og nýrra kosninga hið fyrsta. Nú standa yfir lokafundir þings- ins fyrir kosningar, sem fara eiga fram fyrir árslok. Afhendi þing- mennirnir 37 afsagnarbréf sín munu aðeins 438 þingmenn af 544 í neðri deild sitja það sem eftir er þingsins: þingmenn Kongress- flokks Gandhis og stuðningsflokka stjórnarinnar. „Baráttan er hafin,“ segir Lal Kishen Advani, sem er þingmaður hægriflokksins Bharatiya Janata, eins 12 stjórnarandstöðuflokka, sem hafa sameinast gegn stjórninni vegna vopnakaupamálsins. Vishwanath Pratap Singh, sem er leiðtogi stjórnarandstöðubanda- lagsins, sem nú er í myndun, segir að skýrsla endurskoðandans stað- festi að Gandhi hafi logið að þing- inu með því að segja að engir milli- göngumenn hafi komið nálægt samningnum og að Bofors hefði engar „þóknanir“ greitt vegna hans. „Við reyndum allar lausnir aðrar, en við munum nú snúa okkur beint til þjóðarinnar. Við tökum barátt- una upp á götum úti,“ segir Singh. Sameiginlegir mótmælafundir stjórnarandstöðunnar eru fyrir- hugaðir og ætlar hún að krefjast tafarlausra þinglausna og kosn- inga. Þingmálaráðherra Gandhis, H.K.L. Bhagat, segir afsagnirnar vera út í bláinn og kosningabragð eitt, en einn samstarfsmanna hans tók dýpra í árinni: „Þeir eiga skilið að vera lúbarðir,“ sagði C.P.N. Singh, fyrrverandi varnarmálaráð- herra. Stuðningsmenn Kongress- flokksins réðust á sunnudag inn á fund helstu leiðtoga stjórnarand- stöðunnar, en lögreglu tókst að skakka leikinn og henda þeim út. Pratap Singh segir að Bofors- samningurinn hafi stefnt varnar- hagsmunum landsins í voða, en það kann að þjappa kjósendum að baki stjórnarandstöðunni. „Þetta er mun alvarlegra en venjuleg spilling. Ör- eiginn kann að vera allslaus, en hann hefur föðurlandsást.“ VEIÐIHJÓL OG STANGIR Fást í nœstu sportvöruverslun. ERLENT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.