Morgunblaðið - 25.07.1989, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 25.07.1989, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 1989 21 Fijálslyndi lýðræðisflokkurinn í Japan fær útreið í kosningum: Spá aukinni vemdarstefiiu í viðskiptum við útlönd SÓSÍ ALISTAR unnu mikinn sigur í þingkosningum í Japan á sunnu- dag og Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn galt að sama skapi afhroð. Kosið var um 126 sæti eða helming sæta í efri deild þingsins. Sósía- listar fengu 46 þingmenn kjörna og Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn 36 en hefði þurft 54 til að halda meirihluta sínum i deildinni. Ýmsir smáflokkar skiptu afgangnum á milli sín. Frjálslyndi lýðræðisflokkurinh lagðir. sem stjómað hefur landinu samfellt í 34 ár tapaði meirihluta sínum í efri deildinni. Neðri deild þingsins er hins vegar mun áhrifameiri þann- ig að úrslitin hafa helst þau áhrif á þingstörf að stjórnarandstaðan getur tafíð framgang stjórnarfrum- varpa. Stjórnmálaskýrendur meta úr- slitin svo að Japanir eigi eftir að fylgja meiri verndarstefnu í við- skiptum við útlönd en til þessa og sambúðin við Bandariki eigi eftir að versna. Frjálslyndi lýðræðis- flokkurinn hefur hvorki fyrr né síðar beðið annað eins afhroð og í kosningunum á sunnudag. Hver ráðamaður flokksins á fætur öðrum hefur verið bendlaður við Recruit- ijármálahneykslið og forsætisráð- herrann sjálfur, Sosuke Uno, sem leiddi flokk sinn í kosningabarátt- unni, hefur verið orðaður við fjölda lagskvenna. Til þess að vinna kjósendur aftur á sitt band fyrir kosningar til neðri deildar þingsins, sem fram fara í síðasta lagi að ári, er búist við að Fijálslyndi lýðræðisflokkurinn láti að einhveiju leyti undan kröfum þrýstihópa um að Japanir leggi ýmsar hömlur á fríverslun. Sósíal- istaflokkurinn hefur einmitt mælt með slíkri vemdarstefnu. Talið er að bændur hafi að nokkm leyti snúið baki við stjórnarflokknum vegna þess að hann gaf eftir í við- skiptum við Bandaríkjamenn og opnaði Japansmarkað fyrir land- búnaðarvörur. Einnig gerðust smá- búðareigendur stjórninni fráhverfir vegna nýrra skatta sem á þá voru Mexíkó: Semja við lánadrottna fyrir milli- göngu Nich- olas Bradys Mexíkóborg-. Reuter. MEXÍKÓMÖNNUM hefiir nú tekist að semja við lána- drottna sína um stórfelldan niðurskurð á lánum og vöxt- um. Nicholas Brady, flár- málaráðherra Banda- ríkjanna hafði milligöngu um samningana. Samingarnir eru sérstaklega þýðingarmiklir fyrir mexíkóska ríkið en minnstu munaði að landið yrði gjaldþrota fyrir sjö árum. Talsmenn bandaríska fjármálaráðuneytisins, sem hafði milligöngu um samning- inn, telja að báðir aðilar geti verið ánægðir með samkomu- lagið. Efnahagslegur og pólitískur þrýstingur á stjórn- völd í Mexíkó hafi minnkað án þess að erlendir bankar hafi tapað meiru en þeir geti sætt sig við. Þeir bankar sem lánað hafa Mexíkómönnum geta nú valið um þijá kosti. Þeir geta afskrif- að 35% af lánsfjárhæðinni en fengið markaðsvexti á eftir- stöðvar lánsins, eða þeir geta fallist á að lækka vexti úr um 10% niður í 6,25%. Einnig geta þeir veitt Mexíkómönnum ný lán. Þessi samningur er talinn vera opinber staðfesting þess að þriðja heims ríkjum muni aldrei takast að greiða erlendar skuldir sínar að fuliu. Nú þykir ólíklegt að ríkisstjórnin sinni kröfum erlendis frá um endur- skipulagningu smáverslunar í Jap- an. Bandaríkjamenn hafa haldið því fram að fyrirkomulagið sé í anda miðalda og í því felist óréttmætar hömlur á innflutning. Því er spáð að aukin ríkisútgjöld leiði til meiri hagvaxtar og aukinnar verðbólgu. Talið er líklegt að ríkisstjórnin veiji meira fé til samgöngubóta inn- anlands til að nálgast stefnu sósía- lista og breyti nýjum 3% skatti sem lagður var á nær allar vörur nema munaðarvörur fyrir skemmstu. Helst er rætt um að matvæli verði undanþegin þessum skatti. Sosuke Uno Olíumengun í Portúgal Sines, Portúgal. Reuter. Portúgalskir embættis- menn sögðu á sunnudag að 40 kílómetra olíuflekkur sem er á floti meðfram vestur- strönd landsins ógnaði suð- urströnd landsins, Algarve, en þar eru vinsælar bað- strendur. Hefur olíu skolað á land á baðströndum og segja embætt- ismenn að allt bendi til að flekk- urinn eigi eftir að reka til Alg- arve á næstu dögum. nisiimi SUMAR TILBOD 3f/s Cátutfímc nana m CHMOLEimm 4ra dyra SL/E Verð fró 990.200 Afsláttur 130.000 Tilboðswð tré 800.200* CHEVHOLET COKSICi Verðfrá 1.790.000 Afsláttur 95.000 Tllboðsmð trú 1.095.000' Verðfrá 1.011.000 Afsláttur 95.000 Tilboðswðlró 910.000' istinnmm Verð frá 693.200 Afslóttur 50.000 Tilboðsmð frá 643.200' OPEL COKSl Verðfró 740.200 Afsláttur 105.000 THbOðsmd UÓ 035.200' OPEL OMEEIBL Verð frá 1.710.200 Afsláttur 85.000 Tilboðsverð Iró 1.625.200' Með sumartilboði okkar bjóðum við nýjung í bílaviðskiptum, hagstæðari en óður hefur þekkst. Við veitum verulegan afslátt af verði allra tilboðsbíla okkar. Innifalið í öllu ofangreindu verði er ryðvörn, skráning og óbyrgðartrygging í heilt ár - já, heilt ár! Við auðveldum þér að eignast glæsilegan og traustan bíl frá Chevrolet, Isuzu eða Opel og greiða kaupverð hans með mjög hagstæðum mánaðarlegum afborgunum á 3'/2 ári.** Til viðbótar við allt þetta fylgir ábyrgðartrygging á öllum tilboðsbílum okkar í heilt ár. Við tökum einnig vel með farna, notaða bíla upp í andvirði nýrra. Kynntu þér þessi kostakjör okkar! Við eigum örugglega bíl, sem þér hentar. Komdu í reynsluakstur! ‘Fasteignaveð er nauðsynlegt ef allt andvirði bíls er lánað. "Allt verð er háð fyrirvaralausum breytingum. BíLVANGURsf HÖFÐABAKKA 9 5IMI 687500 Umboðsmenn: Borgarnesi, Bílasala Vesturlands - isafirði, Vélsmiðjan Þór hf. - Akureyri, Véladeild KEA - Reyðarfirði, Lykill - Vestmannaeyjum, Garðar Arason og Bílaverkstæði Muggs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.