Morgunblaðið - 25.07.1989, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 25.07.1989, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 1989 47 - Gítartónleikar á Kj arvalsstöðum SÍMON H. ívarsson og Hinrik D. Bjarnason halda gítartónleika á Kjarvalsstöðum í austursal fimmtudaginn 27. júlí nk. kl. 18.00. A efnisskránni eru m.a. verk frá endurreisnartímanum, verk eftir Rob- inson og Dowland, einnig verk eftir Vivaldi, Torroba og Sor, auk Símon H. ívarsson fæddist í Reykjavík 1951. Hann hóf gítamám 9 ára gamall hjá Gunnari H. Jóns- syni við Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar. Haustið 1973 hóf hann nám við gítarkennaradeild skólans og tók lokapróf frá skólan- um vorið 1975. Um haustið hóf hann nám í einleikaradeild próf. Karls Scheit við Tónlistarháskólann í Vínarborg. Þaðan lauk hann ein- leikaraprófi vorið 1980. Símon starfaði eitt ár sem gítarkennari við Tónlistarskólann í Luzern í Sviss. Frá 1981 hefur Símon starf- að sem gítarkennari við Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar, en kennir einnig kammertónlist og kennslufræði við sama skóla. Símon hefur farið í nokkrar námsferðir, m.a. til José Tomas og Mario Gangi, en einnig lagt stund á flamenco- lugCX» tónlist og tvívegis farið í náms- ferðir til próf. Andreas Batista í Madrid. Hinrik Daníel Bjarnason fæddist í Reykjavík 1964. Hann hóf gítamám í ársbyijun 1982 hjá Símoni H. ívarssyni við Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar. Hin- rik stundaði einnig nám við gítar- kennaradeild skólans og lauk kenn- araprófi vorið 1989, jafnframt lauk hann fullnaðarprófí í gítarleik þetta sama vor með einleiks- og hljóm- sveitartónleikum. Hinrik hefur m.a. sótt námskeið hjá José Luis Gonz- ález, Siegfried Kobilza og Thorvald Nilson. Hinrik fer í framhaldsnám til próf. Per-Olof Johanson í Malmö. Samhliða námi hefur Hinrik starfað sem gítarleikari og kennari. (Úr frcttatilkynningu) Símon H. ívarsson gítarleikari. Hinrik Daniel Bjarnason gitar- leikari. Ólalúr Vignir Albertsson og Ólafiir Árni Björnsson. Tónleikar í Hlégarði ÓLAFUR Árni Bjamason tenór heldur söngskemmtun í Hlégarði í Mosfellsbæ fimmtudaginn 27. júlí kl. 21.00. Við píanóið verður Ólafúr Vignir Albertsson. Þetta eru fyrstu^ sjálfstæðu tón- leikar Ólafs Árna. Ólafur nam söng hjá Guðrúnu Tómasdóttur og Sig- urði Demetz Franzsyni, en stundar nú framhaldsnám við tónlistar- háskólann í Bloomington Indiana. Á efnisskránni eru íslensk söng- lög, m.a. eftir Sigvalda Kaldalóns, Sigurð Þórarinsson, ítalskar antik- aríur, m.a. eftir Giordani, Caccini og óperuanur, m.a. eftir Wagner, Donizetti og Puccini. Aðgöngumiðar fást við inngang- inn. Tónleikamir verða endurteknir í Húsavíkurkirkju miðvikudaginn 2. ágúst kl. 20.30. (Fréttatilkynning) Guðrún Gunnarsdóttir, hótelstjóri Hótels Norðurlands í anddyri Morgunbiaðið/Agnes Bragadðttir hótelsins. Hótel Norðurland: Reksturinn hefiir gengið vel - segir Guðrún Gunnarsdóttir, hótelstjóri HÓTEL Norðurland á Akureyri hefúr nú verið opið síðan 10. júní sl. og að sögn Guðrúnar Gunnarsdóttur, hótelstjóra hefiir reksturinn gengið mjög vel og fer enn batnandi. Hótel Norður- land er til húsa þar sem Hótel Varðborg var áður og hafa miklar og gagngerar breytingar verið gerðar á húsakynnum og innrétt- ingum. Guðrún hóf störf á Hótel Norð- urlandi þann 1. maí sl. Gúðrún kemur til Akureyrar frá Reykjavík, þar sem hún var vakt- stjóri á Holiday Inn, en áður var hún í námi í París, þar sem hún nam ferðamálafræði. Guðrún hef-‘ ur mikið unnið við hótelrekstur á sumrin. Hún var tvö sumur sem aðstoðarhótelstjóri á Hótel Eddu og eitt sumar sem hótelstjóri. Hótel Norðurland er í eigu Gísla Jónssonar og Þórarins Jónssonar sf, Flugfélags Norðurlands, Ferðaskrifstofu Akureyrar og Jóns Egilssonar. Herbergin em 28 talsins, öll tveggja manna herbergi, þannig að Hótel Norðurland getur hýst 56 manns. Það var Birgir Ágústs- son sem hannaði allar breyting- amar innandyra. Guðrún segir að nýtingin þann skamma tíma sem hótelið hefur starfað hafi verið góð og horfumar fyrir nýtingu það sem' eftir lifir sumars séu- einnig mjög góðar. „Það var tvímælalaust þörf fyr- ir hótel í þessum gæðaflokki hér. Eg tel að herbergin hér séu svipuð og á KEA, jafnvel betri, því þau em stærri og bjartari. Aðstaða okkar hér á jarðhæðinni er á hinn bóginn ekki jafngóð, því það er mun þrengra hjá okkur, en þeim á KEA,“ sagði Guðrún. Guðrún var spurð hvaða hug- myndir hún gerði sér um nýtingu á hótelinu að vetri tíl: „Á árs- gmndvelli hafa hótelin komið vel út hérna. Veturinn hér býður upp á góða íþróttaaðstöðu, bæði inn- anhúss og utan. Hér em góð skíðasvæði, Pollurinn býður upp á ýmislegt og jafnframt er verið að reyna að byggja bæinn upp sem funda- og ráðstefnustað.“ Guðrún sagði að hótelið væri með ýmislegt í bígerð í samvinnu við Ferðaskrifstofu Akureyrar, til markaðsöflunar. Ætlunin væri að bjóða upp á skipulagðar ferðir til Akureyrar, t.d. fyrir aldraða, þar sem boðið yrði upp á ýmislegt í tengslum við gistingu á hótelinu. ■t____ NVSV: Kvöldganga um Hafnir Náttúruverndarfélag Suð-x vesturlands fer í náttúru- skoðunar- og söguferð um Hafnir í kvöld, þriðjudag 25. júlí. Farið verður frá Kirkjuvogs- kirkju kl. 21.00 og gengið niður að Kotvogi og með ströndinni að Haugsendum, þaðan ofan vegar að Kirkjuvogskirkju. Göngunni lýkur um kl. 23.00. Morgunblaðið/Ólafur Bemódusson I sumar er unnið að endurbyggingu Hofskirkju í Skagahreppi. Skagaströnd: Hofskirkja endurbyggð í sam- ráði við Þjóðminjasafnið Skagaströnd. MIKLAR endurbætur fara fram í sumar á Hofskirkju í Skaga- hreppi. Er verkið unnið í samvinnu við og undir yfirumsjón hús- friðunarnefúdar Þjóðininjasafiisins. Hofskirkja var vígð árið 1870 og kostaði þá samkvæmt gömlum heimildum 927 ríkisdali og 72 skild- inga. Kirlqan er úr timbri saman- sett af svokölluðu bindingsverki úr 6 sinnum 6 tommu tijám og síðan hefur verið klætt utan á það með timbri. 1950 var kirkjan síðan múr- húðuð að utan og hefur timbrið fúnað mjög undir múmum. Nú er verið að endurbyggja kirkj- una í sinni upprunalegu mynd og er öllu gömlu timbri úr útveggjum hennar hent og nýtt sett í staðinn. Timbrið í nýja bindingsverkið er sagað af feðgunum í Víkum á Skaga úr gömlum símastaurum sem þykja mjög gott efni þar sem þeir em tjörusoðnir og fúna því ekki. Byijað var á því að rétta kirkjuna á sökklinum þar sem hún hafði sig- ið nokkuð og var því steypt ofan á gamla sökkulinn að hluta. Nú verð- ur kirkjan einangrað með steinull en hún var óeinangrað. Einnig verða settir í hana nýir gluggar en sumir þeirra gömlu eru ónýtir. Þar sem ljóst er að endurbygging kirkjunnar mun kosta meira en 927 ríkisdali nú, 119 árum eftir vígslu hennar, og þrátt fyrir að Skaga- hreppur leggi myndarlega fjárhæð til verksins, vantar alltaf fé til fram- kvæmda sem þessara. Því vill sókn-' amefnd Hofskirkju láta velunnara hennar vita að kirkjan á sparisjóðs- bók númer 1584 í Landsbankanum á Skagaströnd. Endurbygging kirkjunnar er í höndum vanra manna frá trésmiðj- unni Borgum á Sauðárkróki en menn frá henni hafa unnið að end- urbótum á Hóladómkirkju að_ und- anfömu. - Ó.B.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.