Morgunblaðið - 25.07.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.07.1989, Blaðsíða 1
56 SÍÐUR B STOFNAÐ 1913 166. tbl. 77. árg. ÞRIÐJUDAGUR 25. JULI 1989 Prentsmiðja Morgunblaðsins Thatcher stokkar upp stjórn sína: Howe víkur úr stöðu utanríkisráðherra London. Reuter. MARGARET Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í gær um mikla uppstokkun í ríkisstjórn sinni. Sir Geoflrey Howe, sem annast hefiir utanríkismálin um sex ára skeið, tekur nú við embætti aðstoðar- forsætisráðherra en John Major, áður aðstoðarfjármálaráðherra, verð- ur nýr utanríkisráðherra. George Younger varnarmálaráðherra hverf- ur úr stjórninni og við stöðu hans tekur Tom King sem fór með mál- efni Norður-írlands. Verkamannaflokkurinn hefúr skákað íhaldsflokki Thatcher í skoðanakönnunum að undanförnu auk þess sem íhaldsmenn töpuðu mikfu fylgi í kosningum til þings Evrópubandalagsins fyrir skömmu. Staða aðstoðarforsætisráðherra hefur verið auð í meira en ár eða síðan William Whitelaw lét af henni fyrir aldurs sakir. Howe mun verða leiðtogi íhaldsmanna í neðri deild þingsins og formaður nokkurra mik- ilvægra nefnda ríkisstjórnarinnar. Young lávarður, sem farið hefur með Sovétmenn: Tilvist leyni- ákvæða 1939 viðurkennd Bonn. Reuter. VALENTÍN Falín, sem er háttsettur, sovéskur embætt- ismaður, staðfesti í sjónvarps- þætti í Vestur-Þýskalandi á sunnudagskvöld, að enginn vafi léki á að við griðasátt- mála Sovétríkjanna og naz- istastjórnar Adoffs Hitlers árið 1939, hefði verið leynileg- ur viðauki um skiptingu Aust- ur-Evrópu milli einræðisríkj- anna tveggja. Fram að þessu hafa Kreml- verjar staðfastlega neitað tilvist slíkra leyniákvæða, en talið er að í þeim hafi þeir Jósef Stalín og Adolf Hitler orðið ásáttir um skiptingu Póllands og innlimun Eystrasaltslýðveldanna; Eist- lands, Lettlands og Litháens, í Sovétríkin. málefni viðskipta og iðnaðar, hverfur úr stjórninni og Cecil Parkinson tek- ur við stöðu Pouls Channons sam- göngumálaráðherra er sætt hefur harðri gagnrýni vegna tíðra slysa í járnbrautakerfinu, flugsamgöngum og á olíuborpöllum. Kenneth Baker, áður menntamálaráðherra, tekur nú við áhrifamikilli stöðu formanns íhaldsflokksins. Jón Baldvin Hannibalsson utanrík- isráðherra er staddur í London þar sem hann hyggst ræða við breskan starfsbróður sinn. í samtali við Morg- unblaðið sagðist hann gera ráð fyrir að eiga viðræður við Major, arftaka Howe, á morgun. Reuter Þingmenn ræða við Míkhaíl Gorbatsjov Sovétforseta er hlé var gert á umræðum í Æðsta ráðinu í gær. Sjónvarpað var beint frá umræðunum sem þóttu mjög opinskáar. Þjóðernisólgan í Sovétríkjunum: Tugir þúsunda kreflast fulls sjálfstæðis Georgíu Moskvu. Reuter. ÖLL vinna var lögð niður í helstu fyrirtækjum Tíflis-borgar í Sovét- lýðveldinu Georgíu þegar tug- þúsundir manna gengu um göt- urnar, veifandi gömlum þjóðfána landsins, og kröfðust fulls sjálf- stæðis. „Lifí frjáls Georgía, niður með rússneska heimsveldið!" hrópuðu göngúmenn þegar þeir nálguðust torgið þar sem KGB- herliðar drápu a.m.k. 20 friðsama þátttakendur í mótmælaaðgerðum í apríl. Undanfarnar tvær vikur hafa tugir manna fallið í átökum Georgíumanna og Abkhaza, sem byggja lítið sjálfstjórnarhérað í Georgíu og heimta að héraðið verði sjálfstætt Sovétlýðveldi. Yfirmaður KGB-herliða í landinu sagði að komið hefði til bardaga sem hefðu minnt sig á átökin í Japan: Uno segir af sér eft- ir kosninsraósigur Tókíó. Reuter. *—7 '—* SOSUKE Uno, forsætisráðherra Japans, sagði í gær tárvotur af sér eftir að flokkur hans hafði beðið mesta kosningaósigur sinn frá upp- hafi. Ósigur Fijálslynda lýðræðisflokksins, sem hefur setið óslitið við völd frá stofnun hans árið 1955, er helst rakinn til söluskatts, sem flokk- urinn kom á á kjörtímabilinu, en fjörlegt kynlíf forsætisráðherrans og íjármálahneyksli ráðamanna eru einnig talin hafa spillt fyrir. Bent hefur verið á að bændur, sem taldir eru í íhaldssamara lagi, hafi kosið sósíalista fremur en Fijálslynda lýðræðisflokkinn til þess að mótmæla tilslökunum flokksins gagnvart inn- flutningi á matvælum. Recruit-fjár- málahneykslið hefur auk þess valdið mikilli reiði í garð stjórnarflokksins. Fréttaskýrendur telja að japanskir kjósendur hafi viljað veita stjórnar- flokknum áminningu, en telja ólík- legt að hér sé um varanlegt fylgistap að ræða, enda gleymi Japanir því varla í bráð, að undir stjórn flokksins komst landið úr þriðja heiminum og er nú annað auðugasta ríki heims. Fijálslyndi lýðræðisflokkurinn tapaði meirihluta í efri deild, en held- ur enn meirihluta í neðri deild og verður því áfram við völd fram að kosningum. Vegna ósigursins kunna þær að verða haldnar í september næstkomandi. Sósíalistaflokkur Japans fékk verulega fylgisaukningu og hefur nú 66 sæti í efri deild þingsins í stað 20 áður. Formaður hans, Takako Doi, er fyrsta konan í flokksleið- togasæti í Japan og þykir það vera til marks um breytta þjóðfélagshætti í Japan, að kona skuli ná svo langt. Sjá ennfremur fréttir á bls. 21. Reuter Japanskar stúlkur virða fyrir sér dagblað þar sem skýrt er frá af- sögn Unos. Kvennamál ráðherrans áttu þátt í falli hans. Afganistan en mörg þúsund óbreyttir borgarar hafa náð sér í skotvopn. Æðsta ráð Sovétríkjanna ræddi í gær verkföll námamanna sem enn halda áfram í Úkraínu þrátt fyrir endurteknar áskoranir Míkhaíls Gor- batsjovs forseta og fleiri ráðamanna. Sögðu sumir ræðumanna að þetta væri aðeins byijunin; fleiri stéttir myndu á næstunni leggja niður störf og krefjast bættra kjara. Gorbatsjov forseti sagði að verkföllin væru hættulegasta ógnunin við umbóta- stefnuna, perestrojku, frá upphafi og bað verkfallsmenn að sýna stjórn- völdum meiri skilning. Annar ræðu- maður sagði verkföllin vera „örvænt- ingaróp" vegna þess að kommúnista- flokknum og opinberum verkalýðs- félögum hefði mistekist að tryggja réttindi verkamanna. Annar þing- maður sagði að ekki væri um að ræða verkföll námamanna heldur mótmæli heillar þjóðar sem komin væri á barm örvæntingar og sætti sig ekki lengur við loforðin ein. Leoníd Abalkín, aðstoðarforsætis- ráðherra og þekktur hagfræðingur, sagði fréttamönnum í gær að sam- komulag við námamenn í Síberíu um kjarabætur hefði lýst pólitísku hug- rekki. Hins vegar sagði hann það óskynsamlegt og óraunhæft, séð með augum hagfræðings. „Það er einfald- lega ekki til neitt fyrir þessu, meðan hallinn á ríkisbúskapnum er svona mikill," sagði Abalkín. Fjárlagahalli ríkisins er talinn vera um 7% af þjóð- artekjum landsmanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.