Morgunblaðið - 25.07.1989, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.07.1989, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JULI 1989 Fjölgun fískiskípa öll í smábátum eftirBjörn Dagbjartsson í riti Fiskifélags íslands, „Út- vegur 1988“, er að finna þær upplýsingar, að fiskibátum innan við 10 brl. hafi fjölgað um 54. Stærri skipum hafi ekkert fjölgað, reyndar fækkað um 3 stóra tog- ara, — Sjóla, Karlsefni og Björg- vin. Hér er augljóst orsakasam- hengi. Smábátum sem ekki eru háðir kvótakerfinu eingöngu, heildartakmörkunum sem allir geta. sótt í, þeim fjölgar. Stærri fiskiskipum, háðum kvótum, „Sannleikurinn er sá, að kvótakerfið hefur reynst betur en flestir þorðu að vona og ann- marka þess, sem enn eru efftir, má auðveld- lega lagfæra. Engin önnur heilsteypt tillaga heftir komið fram til takmörkunar á fisk- veiðum við Island, sem er það langt hugsuð, að unnt sé að rökræða firamkvæmdaratriði við höfimda.“ Úr sýningunni „Þessi... þessi maður.“ ÞESSIORÐ ELFA viftur í úrvali Loftviftur - baðherbergisviftur - eldhúsviftur - borðviftur - röraviftur - iðnaðarviftur Hagstætt verð. ö Einar Farestveit&Co.hf. Borgartúni 28. Sími 16995. fækkar að vísu hægt. Dægurmálaútvarp allra lands- manna flutti klökkum þularrómi frásögn af því um daginn, að út- gerð sem selt hafði kvóta, var á leið með bát sinn á haf út til úreld- ingar á hafsbotni. Skömmu áður var margsinnis rætt við hinn frá- bæra skipstjóra, Sigurjón Oskars- son, sem sótti sinn metafla síðustu vertíðar með kvóta frá ýmsum öðrum bátum vegna þess að hann gat gert það fljótar, ódýrar og betur. í lesendabréfum, blaðamanna- greinum og jafnvel ritstjórnar- pistlum, hefur verið hneykslast á því og það fordæmt, að einstak- lega vel reknar útgerðir, eins og t.d. Guðbjargar IS eða Örvars HU, skuli leyfa sér að kaupa kvóta, til að fylla upp í dauðan tíma, af útgerðarmönnum, sem verr hefur gengið. Þeir láta þar með af sínu ævistarfi og andvirði kvótans beint upp í skuldir. Morgunblaðið birti þ. 9. júlí sl. grein um sjávarútveg á kross- götum, þar sem mikið er rætt við Vestfirðinga um afnám kvótakerf- isins og síðan jafnmargar tillögur viðmælendanna um framhaldið. Þar er auðvitað líka vitnað í lærða menn um afnám á réttindum manna til að gera út skip og stunda sjó. Sannleikurinn er sá, að kvóta- kerfið hefur reynst betur en flest- ir þorðu að vona og annmarka þess, sem enn eru eftir, má auð- veldlega lagfæra. Engin önnur heilsteypt tillaga hefur komið fram til takmörkunar á fiskveið- um við ísland, sem er það langt hugsuð, að unnt sé að rökræða framkvæmdaratriði við höfunda. Dettur einhverjum í hug, að nú- verandi kerfi verði kastað fyrir róða meðan svo lítið er vitað um framhaldið? Loks var um daginn skýrt frá offjölgun háskólamanna og offjár- festingu í háskólamönnum, sér- staklega viðskiptafræðingum. Verst er að þessi offramleiðsla skuli vera notuð nær eingöngu í Ijölmiðlaumræðu um aðra at- vinnuvegi en verslun og viðskipti. Höfundurer 1. varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins íNorðurlandi eystra ogformaður Málefnanefndar flokksins um sjávarútvegsmál. _________Leiklist____________ Jóhanna Kristjónsdóttir Leiksmiðjan ísland sýndi í Skeif- unni 3c Þessi... þessi maður Heildarhugmynd og framvinda: Kári Halldór Atriði, texti og samtöl: Steingrímur Másson Leikstjóm: Kári Halldór Búningar: Hópurinn Ljósmyndir: Björg Arnardóttir Því hafa verið gerð rækileg skil í blaðafréttum að Leiksmiðjan ís- land er á förum til Japans að sýna „Þessi... þessi maður“. Hópurinn frumsýndi þessa sýningu fyrir rösku ári, ekki sá ég hana þá en mér skilst að hún hafi verið stytt um allt að helming og tekur nú rétt klukkutíma í flutningi. Unga fólkið sem að henni stend- ur byggir hana sennilega upphaf- lega á spuna, þó síðan hafi heildar- hugmyndin verið mótuð og Steingrímur Másson sé skrifaður fyrir texta. Ég geri ráð fyrir að hver megi svona nokkurn veginn ráða því hvernig hann túlkar þessa sýningu. Að vísu er fullmikið að kalla þetta leiksýningu, öllu nær að tala um uppákomu og ættu aðstandendur að geta við það unað. Spurningin um innihald og efni liggur ekki í augum uppi: er hér verið að leika sér innan í ímyndunaraflinu eða ætlar hópurinn að koma einhveijum boðskap til skila? Snýst hann um tilvistarkreppuna margþvældu, kannski umhverfismál, mengunina eða ástina og minningarnar? Mér þótti efnistök ekki nýstárleg og textinn rýr í roðinu. Stuttar setn- ingar um hversdagslega hluti, oft algert samhengisleysi... . persónur tengjast ekki.. hver í sínu ... homi... alveg út í hött... kannski þriðjudagur . . . borða smartís með flugstjóranum . .. hata gulræt- ur... lítur guð svona út... ég er hjólaskautadrottning . .. rugl. .. mig dreymdi... sólin er stór og hún er gul... á hvítri strönd ... stend ég... og riddari á svörtum hesti... heldur á ryksugu ... er þetta bráðum búið.. . skrítinn heimur ha ... sísona ... við til Jap- ans ... skilja ekki... íslensku. Gott. Það er mikið gaman fyrir ungt fólk að iðka það sem hugurinn stendur til. Betra væri samt að hafa á tilfinningunni að þau grun- aði hvað þau væru að segja, hveiju þau væru að reyna að koma áleið- is. Og það hefði verið æskilegt að það skipti einhveiju, kæmi einhvers staðar við mann. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Tveir af hagleiksmönnum Smiðjanna, Eiríkur Björnsson, t.v. og Þórir Gunnarsson við vinnu sína. Smiðjur Kaupfélags Árnesinga 50 ára: „Hér hafa unnið margir góðir menn“ Selfossi. SMIÐJUR Kaupfélags Árnes- inga hafa verið starfræktar um 50 ára skeið. Þær voru settar á stofh 1. janúar 1939 með 5 starfsmönnum. Nú eru starfs- menn 50 talsins en voru mun fleiri fyrr á árum. Rekstur smiðjanna hefúr frá upphafí verið einn af hornsteinum at- vinnulífs á Selfossi. Starfsemi smiðjanna skiptist í níu deildir, renniverkstæði, bíla- verkstæði, yfirbyggingaverk- stæði, vélsmiðju, rafmagnsverk- stæði, pípulagnir, hjólbarðaverk- stæði, varahlutaverslun og smur- stöð. Heildarvelta á síðastliðnu ári var 132,5 milljónir, þar af nam vörusala um 60 milljónum. „Þetta er frekar þungur rekstur en við reynum að fylgjast vel með öllum nýjungum, sérstaklega í sambandi við bíla,“ sagði Sæ- mundur Ingólfsson framkvæmda- stjóri Smiðjanna. „Hér eru menn innandyra sem geta leyst úr fló- knustu viðfangsefnum varðandi bílaviðgerðir og fleira.“ Sæmund- ur sagði að viðskiptavinir Smiðj- anna væru alls staðar að af landinu þar sem framleiðsluvörur þeirra, sturt.uvagnar og mykju- dreifarar, eru seldir um allt land. Hins vegar sagði Sæmundur að Smiðjurnar þjónuðu aðallega ná- grenninu en hjá þeim er þjónustu- umboð fyrir flest bílaumboðin. Ásamt því að sinna viðgerðum almennt þá eru starfandi í Smiðj- unum þúsundþjalasmiðir og hag- leiksmenn sem leitast við að leysa hvers manns vanda. Þannig hefur það verið þar um árabil, frá þeim tíma sem ekki var um annað að ræða en smíða varahlutina á staðnum. Tveir þessara hagleiks- manna eru Þórir Gunnarsson: plötu- og ketilsmiður og Eiríkur Björnsson rennismiður. Þórir hóf störf hjá Smiðjunum 1943 og Eiríkur 1946. „Hér hafa starfað margir góðir menn,“ sagði Eiríkur og Þórir tók undir þau orð. Hann sagði sér það einna minnisstæðast þegar Ölfusárbrú slitnaði niður en þá voru Smiðjurnar rétt ofan brúarinnar. — Sig. Jóns.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.