Morgunblaðið - 25.07.1989, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.07.1989, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 1989 10 Bergljót Leifsdóttir skrifar frá Flórens Heimsmeistarakeppn- in í knattspymu 1990 "■ ' Sýnishorn úr söluskrá: ★ Rafmagnsverkstæði, vélar, áhöld og vinna. ★ Leikföng og gjafavörur, þekkt verslun. ★ Bóka- og ritfangaverslun í íbúðahverfi. ★ Myndbandaleiga með mikilli sælgætissölu. ★ Lítil prentsmiðja fyrir 1-2 menn. ★ Heildverslun með byggingarvörur. Þekkt umboð. ★ Veitinga- og hótelrekstur á miklum ferðamannastað. ★ Pítu- og pizzustaður, lágt verð. ★ Ein þekktasta pizzugerð landsins. ★ Kaffi- og matsala í miðborginni. ★ Þekkt tískufataverslun fyrir börn. ★ Sérverslun með tískuvörur úr leðri. ★ Leikföng, gjafavörur og verslun fyrir hrekkjusvín. ★ Sérverslun með eldhúsáhöld. ★ Vélar til sælgætisframleiðslu. ★ Hárgreiðslustofa, falleg, vinsæl og þekkt. ★ Bónstöð. Tekur þrjá bíla í einu. Fyrirtækjasalan, Suðurveri, símar 82040 og 84755, Reynir Þorgrímsson. r"núsvAX(»un Heimsmeistarakeppnin í knatt- spyrnu hefst á leikvanginum „Gius- eppe Meazza,, í Mílanó 8. júní 1990. Fyrsti leikurinn verður á milli Arg- entínu, sem vann Heimsmeistara- keppnina í knattspyrnu í Mexíkó árið 1986, og liðs sem verður dregið út í desember. Heimsmeistarakeppnin stendur yfir í einn mánuð og hafa þá 15 milljarðar sjónvarpsáhorfenda í 170 löndum möguleika á að fylgj- ast með henni. Framkvæmdastjóri skipulagsnefndar keppninnar er lög- fræðingurinn Luca di Montezemolo og var hann áður framkvæmdastjóri íþróttasviðs Ferrari. Heimsmeistarakeppnin verður ekki einungis íþróttaviðburður heldur mun hún auka mjög ferðamanna- straum til Ítalíu og verður sérstak- lega mikilvæg auglýsing fyrir borg- irnar 12 þar sem leikið verður. Borg- irnar eru: Bari, Bologna, Cagliari, Flórens, Genova, Mílanó, Napoli, Palermo, Róm, Tórínó, Udine og Verona. Skipulagsnefndin hefur ráð- ið 8 fyrirtæki, sem eru öll fremst á sínu sviði, til að taka þátt í skipulagn- ingu keppninnar. Þau eru: Flugfélag- ið „Alitalia“, bankinn „Banca Nazi- onale del Lavoro“, tryggingarfélagið „Ina-Assitalia“, ríkisjámbrautirnar, Fiat, Olivetti, ítalska ríkissjónvarpið „RAI“ og símafyrirtækið „Stet“. Þessi fyrirtæki sjá ekki einungis um tæknilegu hliðina heldur útvega þau einnig starfsfólk og þjónustu. Marino Quadrino, einn af yfir- mönnum Fiat, hefur mikla reynslu á sviði ferðamála, íþrótta og stjórnun- ar. Hann og samstarfsmenn hans eiga að sjá til þess að tekið verði sérstaklega vel á móti knattspyrnu- mönnunum, stjómendum liðanna og blaðamönnum, alls um 1.2000 manns. Þeim verði veitt góð aðstoð, gisting og flutningar. Meðal þess, sem þarf að útvega eru 2.500 stúlk- ur, sem vinna eiga við upplýsingar og þjónustu og þegar eru fengnir 1.000 langferðabílar og 600 minni bílar til að flytja þessa gesti á milli staða. Olivetti sér um upplýsinga- þjónustuna, Stet sér um símasam- bandið, Banca Nazionale del Lavoro sér um íjármálasviðið og miðasöluna. En stærsta hlutverkið er í höndum RAI því það sér um sjónvarpsútsend- ingarnar. Til að mynda vissa leiki mun RAI nota 16 sjónvarpsmynda- tökuvélar, en nú eru tvær til þijár vélar notaðar fyrir mikilvæga leiki í ítölsku meistarakeppninni. A undan hveijum leik mun RAI kynna borgina þar sem leikurinn fer fram, og um gerð kynningarmyndanna sjá frægir leikstjórar fyrir hveija borg. Til dæmis sér Bernardo Bertolucci um gerð hennar fyrir Bologna, Federico Fellini fyrir Róm og Franco Zeff- irelli fyrir Flórens. Knattspyrnuvellirnir Öll vitum við hve öryggi á knatt- spyrnuvöllum er mikilvægt. Flestir knattspyrnuvellir borganna sem hýsa Heimsmeistarakeppnina voru byggð- ir á 3. og 4. áratugnum, t.d. í Tórínó, Genova, Bologna, Flórens og Pal- ermo. Þessir vellir verða nú gerðir upp, þannig að eftir Heimsmeistara- keppnina mun Italía eiga nýtísku- lega, þægilega og örugga knatt- spymuvelli einungis með sætum. Vellimir rúma færri áhorfendur en áður nema San Siro í Mílanó þar sem hefur verið ákveðið að byggja 3. hringinn. Sú ákvörðun var ekki tekin með Heimsmeistarakeppnina sér- staklega í huga heldur fyrir lið borg- arinnar, Milan og Inter. Italía verður fyrsta landið í heiminum þar sem einungis verða sæti á knattspyrnu- völlunum og eru þau einnig númer- uð. Hvað öryggi snertir er þetta stórt skref fram á við. Aðstaða íyrir fjölmidla Nú þegar hefur aðsetur fyrir fjöl- miðlafólk verið vígt í Bologna. Er það í laginu eins og stærðar bolti, og að Heimsmeistarakeppninni lok- inni verður það notað til að skýla tennisvöllum og sundlaugum. I öðr- um borgum verða ijölmiðlahúsin not- uð sem lítil ráðstefnuhús. RAI er að láta byggja „bæ“ í Róm til að hýsa alla sjónvarpsaðstöðuna og upptökusalina til að geta veitt sem fullkomnasta þjónustu og aðstoð. Miðasalan Á fyrstu 2h mánuðum miðasölunn- ar höfðu verið seld 47% af miðunum og er þessi sala einungis tií einstakl- inga. Óvænt atvik hafa komið upp. Til dæmis hafa Japanir, einu ári fyr- ir keppnina, keypt fyrir meira en 320 milljónir ísl. kr. „pakkaferðir“, það er gistingu og miða á leikina saman í pakka. Þessi mikli áhugi Japana hefur vakið undrun þar sem Japanir eru engin knattspymuþjóð. Drátturinn 9. desember næstkomandi verða liðin dregin í riðla og hefur RAI feng- ið fyrirspurnir frá 60 löndum um beina útsendingu frá drættinum. Luciano Pavarotti tekur þátt í þeirri útsendingu og að öllum líkindum mun Sofia Loren verða heiðursgest- ur. Einnig verða 200 hljóðfæraleikar- ar úr hljómsveitum RAI valdir í eina hljómsveit til þess að leika við það tækifæri. Þá verður kynnt og spilað lag Heimsmeistarakeppninnar og munu sjö til átta þúsund sýningar- gestir mynda kór sýningarinnar. Undirbúningurinn í Flórens Þann 12. maí sl. kom Havelange, forseti FIFA, til Flórens til að skoða hvemig endurbygging knattspymu- vallarins gengi. Völlurinn mun geta hýst 45.000 áhorfendur í sætum. Havelange sagðist vera ánægður með hvemig endurbyggingin gengi og þá sérstaklega með öryggiskerfin. Endurbyggingunni ætti að vera lokið í janúar 1990. Við þetta tækifæri var Flórens valin til að halda al- þjóðafund um Heimsmeistarakeppn- ina. í tilefni af keppninni verða haldn- ar margar sýningar. Einnig verða gefnar út bækur, settar upp högg- myndir og nýjar götulýsingar. Þessar framkvæmdir munu kosta í kringum 200 milljónir ísl. kr. Ferðamálaráðu- neytið leggur sitt af mörkum en Flór- ensborg borgar afganginn. Gefin verður út bók með 1.500 ljósmyndum af Flórens. Önnur bók verður um sögu knattspyrnuvallarins í Flórens (Campo di Marte) og sú þriðja samansafn af hagnýtum upp- lýsingum um borgina. Einnig gefur Flórensborg út bók um knattspyrnu- menn Fiorentina-liðsins sem hafa tekið þátt í heimsmeistarakeppnum í knattspymu. Áætlað er að setja gosbrunn rétt hjá knattspymuvellinum og högg- mynd hjá hraðbrautinni Firenze- Nord (Norður-Flórens). Borgar- stjórnin hefur falið frægum lýsinga- tæknifræðingi að finna nýja lýsingu fyrir borgarbrýmar og gömlu turn- ana. Á einu af aðaltorgunum, Piazza Signoria, stendur yfir fomleifa- uppgröftur og ætti torgið að vera komið í eðlilegt horf fyrir Heims- meistarakeppnina. Fyrirhugað er að við það tækifæri verði sýndur ballett á torginu. Einnig verður komið þar upp nýrri lýsingu. Lögð verður áhersla á að söfnin verði opin eftir kvöldmat og jafnvel til kl. 23.30. Verið er að kanna mögu- leika á að setja upp sýningu í sam- ráði við Ferrari-bílaverksmiðjuna, þar sem sameina á list og tækni. Ákveðið hefur verið að óperan „II Trovatore" verði á dagskrá Maí- hljómlistarmánaðarins, sem verður kallaður „Maggio Mundial" á næsta ári. í aðalhlutverki verður enginn annar en Luciano Pavarotti, og einn- ig verðu'r flutt „II Don Giovanni“. Markmiðið er að halda einnig tón- leika undir bemm himni víðs vegar um borgina. Einnig er áætlað að hafa jassdagskrá. 9. júní vom kynntar í Flórens kök- ur og ísar Heimsmeistarakeppninnar og er í þeim mjólk, ijómi, jarðaber og kiwi. Einnig var haldin í júní sam- keppni um bestu útstillinguna í versl- unum fyrir Heimsmeistarakeppnina þar sem tákn keppninnar, sem hlaut nafnið Ciao, var í aðalhlutverki. BORGARTÚNI29,2. HÆÐ. # 62-17-17 Stærri eignir Einb. - Digranesv. Kóp. Ca 130 fm einbhús við Digranesveg á besta stað. Parket. Fallegur garður. Bílsk. Mikið útsýni. Verð 8,9 millj. Einbýli - Vesturbergi Ca 200 fm glæsil. einb. við Vesturberg. 5-6 svefnherb. Bílsk. Ákv. sala. Laust fljótl. Lóð - Seltjnesi Vorum að fá til sölu 830 fm einbhúsa- lóð. Verð 4,2 m. Einb. - Víðihvammi Kóp. Ca 225 fm fallegt vel staðsett hús, tvær hæðir og kj. Arinn í stofu. Mögul. á séríb. í kj. Ákv. sala. Laus strax. Hagst. lán áhv. Raðhús - Engjaseli Ca 200 fm gott raðh. við Engjasel með bílageymslu. Vönduð eign. V. 9,2 m. Raðhús - Völvufelli 119 fm nettó raðhús á einni hæð með bílsk. Vandaðar innr. Mikið endurn. eign. Snjóbræðsla í stéttum. Húsið getur losnað fljótl. Grafarvogur - nýtt Vorum að fá í sölu 14 4ra herb. rúmg. íbúðir í tveimur stigahúsum á góðum stað við Rauðhamra. Allar íbúðirnar með sérþvherb. Mögul. á að kaupa bílskúr. íb. afh. tilb. undir tréverk í mars 1990. Parh. Suðurhl. - Kóp. 166 fm parh. á tveimur hæðum. Mögul. á bílsk. Húsiö skilast fokh. að innan, fullb. aö utan u. máln. Afh. 4 mán. frá samn. Traustur byggaðili. Vesturborgin - nýtt Fjórar 3ja herb. íb. á 2. og 3. hæð. Selst tilb. u. trév. að innan, fullb. að utan. Frág. lóð. Afh. í mars '90. Fífuhjalli - Kóp. Ca 215 fm falleg hæð og jarðhæð meö bílsk. Selst fullb. að utan, fokh. að inn- an. Verð 6,9 millj. Sérh. - Langholtsv. Ca 155 fm vönduö hæö og ris auk hluta í kj. Mikið endurn. eign. Suðursv. V. 8,3 m. Sérh. - Grundum Kóp. 130 fm nettó falleg efri sérh. í tvíb. Gott útsýni. Parket. Bílsk. V. 8,5 m. Sérh. - Ásbúð Gb. 205 fm falleg efri sérh. í parh. Tvöf. bílsk. Blómaskáli og verönd í suður frá stofu. Skipti mögul. á minni sérh. í Rvík. V. 9,7 m. 4ra-5 herb. Laugarnesv. - 4ra-5 127 fm nettó falleg jarðh. m. sérinng. Sérhiti. Suðurverönd frá stofu. V. 7,2 m. Fífusel - suðursv. Kelduland/ákv. sala Ca 80 fm nettó falleg íb. á 2. hæð. Suðursv. V. 6,2-6,4 m. Framnesvegur - 4ra-5 Ca 107 fm nettó glæsil. íb. á Bráðræðis- holti. Nýtt bað. 3-4 svefnherb. o.fl. Parket. Sérhiti. Þvottaherb. innan íb. Grettisgata - laus Ca 109 fm falleg íb. á 2. hæð. Ekkert áhv. Hátt brunabótamat. Kaplaskjv. 60% útb. Ca 117 fm nettó glæsil. endaíb. í lyftuhúsi (KR-blokkin). Parket. Vandaðar innr. Verð 8,2 millj. Útb. 4,9 millj. Sigtún Ca 76 fm nettó 4ra-5 herb. gullfalleg jarðh./kj. Sérhiti. Fallegur garður. Hagst. lán áhv. Verð 5,5 millj. Barmahlíð Ca 92 fm falleg rishæð í þríb. Manng. ris yfir allri íb. Verð 4,9 millj. 3ja herb. Blöndubakki - 3ja-4ra 90 fm nettó falleg íb. á 1. hæð. 12 fm herb. í kj. m. aðg. að snyrt. Suðursv. Gott útsýni. Verð 5,0 millj. Áhv. 1,7 millj. Útb. 3,3 m. Álftamýri Góð 3ja herb. íb. m. suðursv. Áhv. 2,0 millj. hagst. lán. Austurbrún/ákv. sala Ca 83 fm gullfalleg íb. á jarðh. í þríb. Sérinng. Sérhiti. Verð 4,8 millj. Vantar eignir með nýjum húsnlánum Höfum fjölda kaupenda að 2ja, 3ja og 4ra herb. íb. með nýjum húsnæðislánum og öðrum lán- um. Mikil eftirspurn. Langholtsvegur Ca 104 fm björt og falleg neðri hæð í tvíb. Ný eldhúsinnr. o.fl. Aukah. í kj. Verð 5,3 millj. Grensásvegur Ca 80 fm mjög góð íb. Ný eldhúsinnr. Gott útsýni. Vestursvalir. Verð 4,7 millj. 2ja herb. Skógarás - nýl. íb. Rúmg. 2ja herb. íb. á jarðh. Vandaðar innr. Sérþvh. S.uðurverönd. Bílsk. Góð lán áhv. Hrísateigur/ný uppg. Glæsil. 62 fm nettó 2ja herb. kjíb. Sér- inng. Sérþvh. Parket og nýjar innr. Verð 3,9 millj. Snorrabraut - ákv. sala 50 fm góð íb. á 1. hæð. Áhv. veðdeild 650 þús. Verð 3,1 millj. Efstaland - jarðh. Sérl. falleg íb. á jarðh. Suðurverönd frá stofu. Sérgarður í suður. Verð 4,0 millj. Laugavegur - laus 0HCA 01Q70 LÁRUSÞ.VALDIMARSSOIMframkvæmdastjori L I I V/U B L I 0 I U KRISTINIM SIGURJÓNSSON, HRL. lógg. fasteignas. Til sýnis og sölu auk annarra eigna: Við Lyngás í Garðabæ nýl. steinh. tvær hæðir á um 1250 fm hornlóð. Útsýnisstaður. Efri hæðin er glæsil. séríb. rúmir 200 fm með 50 fm sólsvölum og um 45 fm bílsk. Hæðin er nú tvær séríb. Á neðri hæðinni eru tvær 2ja herb. íbúðir rúmir 100 fm hvor. Full- búnar undir tréverk og málningu. Frábær greiðslukjör. Vinsæll staður - góð lán fylgja 3ja herb. rúmgóð íb. á 3. hæð 86,4 fm við Rofabæ. Góð sameign. Langtímaián 1,6 millj. Laus í sept. nk. Ennfremur góðar 3ja herb. íbúðir við Dúfnahóla (bílsk. í smíðum) og Brávaliagötu (mjög stór, mikið endurnýjuð). Henta m.a. þeim sem hafa lánsloforð. í smíðum - frábær greiðslukjör 3ja og 4ra herb. óvenju rímgóðar íbúðir í byggingu við Sporhamra í Grafarvogi. Fullbúnar undir trév. og máln. i byrjun næsta árs. Byggj- andi Húni sf. Fullgerð sameign. Hafnarfjörður Einbýlishús með 4ra herb. íb. óskast til kaups í gamla bænum. Má vera sérh. Eignaskipti möguleg. Grindavík Einbýlishús eða raðh. af meðalstærð óskast til kaups. Skipti mögul. á mjög góðri 2ja herb. íb. við Dúfnahóla í Reykjavík. Þorlákshöfn Nýl. steinhús ein hæð 130 fm nettó, næstum fullgert. Tvöf. bílsk. með geymslu samt. 54 fm. Ýmiskonar eignaskipti mögul. Sandgerði Til sölu fasteignirnar Valiargata 1 og Vallargata 9. Seljast á vægu verðí. Heimar, nágrenni: Góð 3ja herb. íbúð óskasttil kaups gegn góðri útborgun, LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 ALMENNA FASTMGHtSAlAH 103 fm nettó falleg íb. á 3. hæð. Þvotta- herb. innaf eldh. Verð 6,0 millj. Snotur risíb. Vestursv. Verð 2,2 millj. ■ Fiiinbogi Kriitjáníison, Guðmundur Bjom Steinþórsson, Kristin Pctursd., GuðmundurTómasson, ViðarBöðvars9on,viðskiptafr. - fasteignasali. m taripttww | Meim en þú geturímyndað þér!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.