Morgunblaðið - 25.07.1989, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 25.07.1989, Blaðsíða 30
30* MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 1989 Mikill Qöldi fólks fylgdist með flugdeginum á Akureyri, í blíðskap- arveðri. Flugdagurinn heppnaðist vel 3-4 þúsund áhorfendur fylgdust með GÍFURLEGA mikill mannfjöldi fylgdist með flugdeginum á Akur- eyri, sem haldinn var á laugardag, og giskuðu aðstandendur hans á, að um 3.000-4.000 gestir hefðu lagt leið sína á flugvallar- svæðið milli klukkan tvö og sex, meðan dagskráin stóð yfir. Þótti dagurinn heppnast alveg einstaklega vel, en sjö ár eru nú liðin síðan flugdagur var síðast haldinn á Akureyri. „Það komu miklu fleiri heldur en við bjuggumst við, og eigum við góða veðrinu það að þakka,“ sagði Bragi Snædal, einn forkólfa flugdagsins, í samtali við Morgun- blaðið í gær. Hann sagði hins vegar að ekki væri alveg búið að gera dæmið upp, og því ekki vitað með vissu hver tekjuafgangurinn yrði, þegar uppi væri staðið. „Tekjuafgangur rennur svo í sjóð Flugídúbbs Islands, sem stóð að flugdeginum, og verður varið til þess að byggja upp Melgerðismela sem miðstöð sportflugs á Norður- landi,“ sagði Bragi. Á dgskrá flugdagsins voru fjöl- mörg atriði; svo mörg að Bragi sagði að í raun og veru hefði ver- ið um yfirfulla dagskrá að ræða. „Við tjölduðum öllu sem til var og fengum m.a. Landhelgisgæsl- una, Landgræðsluna og varnarlið- ið til að vera með atriði. Ein- hveijir gerðu það að gamni sínu að giska á hvert verðmæti allra véla og tælqa á svæðinu hefði verið, og var niðurstaðan sú að það væri líklega í kringum fjóra milljarða króna. Þá var áhorfend- um boðið upp á að sjá listflug, fallhlífarstökk, módelflug og svif- flug, auk þess sem sýnt var flug á heimasmíðuðum flugvélum, og Ómar Ragnarsson mætti til leiks á Frúnni sinni,“ sagði Bragi að lokum. MorgunDiaoio/ iaua Þessi gamla sviffluga vakti óskipta athygli á flugdeginum. (Ó)fögnuð- ur í Göngri- götunni ÝMSIR árar og púkar, ásamt höfðingja sínum, fengu líf í göngugötunni í gærdag, þegar samnorræni leikhópurinn Fenris var þar á ferð til að lífga upp á bæjarlífíð. Munduðu þeir „þríforka" sína að nokkrum ves- ai’ingum, sem á vegi þeirra urðu, og notuðu jafhframt tímann til að auglýsa. Fenris sýnir í kvöld í íþróttaskemmunni klukkan 20.30. Morgunblaðið/KJS Dalvík: Loðdýra- búið aug- lýst til sölu LOÐDÝRABÚIÐ á Böggvistöð- um, sem tilheyrir þrotabúi Þor- steins Aðalsteinssonar, hefur verið auglýst til sölu. Þar á með- al eru um 27.000 minnkar; 5.000 fullorðin dýr og 22.000 hvolpar. Auk þess eru til sölu fasteignir á Dalvík. Helstu eignimar sem um er að ræða eru 4.500 fermetra refaskáli við Ytraholt og 300 fermetra kart- öflugeymsla, svo og fimm minnka- skálar ásamt aðstöðuhúsi að Böggvistöðum. Þá eru einnig til sölu tvær húseignir á Dalvík; Mímisvegur 17 og Bjarkarbraut 3. Brunabótamat þessara eigna var um síðustu áramót um 180 milljón- ir króna, en talið er að kröfur í búið nemi um 190 milljónum. Stærstu kröfuhafarnir eru Fram- kvæmdasjóður íslands og Byggða- stofnun, sem hvor um sig á vfir 20 milljón króna kröfu í búið, en þar að auki á Landsbanki íslands vem- legar inneignir í þrotabúinu. Aðrir stórir kröfuhafar eru Fóðurstöðin á Dalvík og Dalvíkurbær. Blásara- sveitin hlaut gull- verðlaun í Hollandi BLÁSARASVEIT Tónlistarskól- ans á Akureyri hlaut gullverð- laun í fyrsta flokki áhugamanna á heimsmóti blásarasveita, sem haldið var í Kerkrade í Hollandi og lauk um helgina. Þátttakend- ur í mótinu, sem haldið er á §ög- urra ára fresti, voru frá 28 lönd- um, en þetta er í fyrsta sinn sem islensk blásarasveit er á meðal keppenda. „Þetta er mesta viðurkenning sem Blásarasveit Tónlistarskólans hefur hlotnast, og er ég ákaflega stoltur af henni,“ sagði Jón Hlöð- ver Áskelsson, skólastjóri Tónlist- arskólans á Akureyri, þegar hann var inntur eftir hlut íslensku kepp- endanna í heimsmótinu. Sagði hann að sveitin hefði fengið 291 stig af 350 mögulegum, fyrir flutn- ing sinn, en sveitin flutti mjög er- fitt verk, og hafði einungis tvo mánuði til að æfa það. íslenska sveitin var eina skóla- hljómsveitin sem þátt tók í mótinu, og auk þess var hún skipuð yngstu keppendum mótsins, en uppistaðan í henr.i em krakkar og unglingar á aldrinum 12-20 ára, sem em við nám í skólanum. Einnig vom nokkrir af eldri nemendum skólans með í för, svo og kennarar, og léku þeir með sveitinni. „Þessi árangur er viðurkenning fyrir margra ára vinnu og jafn- framt hvatning fyrir skólann. Þá er þetta ekki síður mikil hvatning fyrir nemendur, sem allir hafa lagt mikið á sig, en allir eiga þeir að baki yfir fjögurra ára nám við Tónlistarskólann," sagði Jón Hlöð- ver Áskelsson, skólastjóri, að lok- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.