Morgunblaðið - 25.07.1989, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 25.07.1989, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JULI 1989 félR í fréttum SKEMMTUN Krá í Hafharfjarðarbíói íðastliðið föstudagskvöld var fyrsta krá í Hafnarfirði form- lega opnuð. Kráin er staðsett á efstu hæð gamla Hafn- arfjarðarbíós, á Strandgötu 30. Hún er rekin í beinum tengslum við Fjörðinn, veislu- og dans- stað á hæðinni fyrir neðan. Það eru tveir bræður, Helgi Einarsson og Ingólfur Ein- arsson, sem reka staðinn. Blaða- maður leit inn á föstudaginn og forvitnaðist fyrst um húsið, gamla bíóið sem nú er orðið að glæsilegu veitingahúsi. „Húsið var reist á stríðsárunum, 1942-43, afÁma Þorsteinssyni," segir Helgi. „Á þessum árum var byggingarefni af skornum skammti. En Árni dó ekki ráðalaus þó hann þyrfti að notast við tré- nagla í innrétting- arnar. Seinna fór hann út og keypti skrautmuni í hús- ið. Sumir eru hér enn, þar á meðal antikspegill í an- dyrinu. Þegar við fór- um að róta á bak- við hann kom í ljós eintak af Daily Telegraph frá 1884. í kjallaran- um kom í ljós að Árni hafði keypt varahluti í ramma spegilsins en í hann em skomar alls kyns myndir. Fyrsta kvikmynd var sýnd hér 9. desember 1943.“ „Eftir Árna tók Níels sonur hans við sem bíóstjóri,“ segir Ingólfur „Hann bjó á efstu hæðinni þar sem Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Lið Grindvíkinga sem fór til Bandaríkjanna í æfinga- og keppnisferð. Með þeim á myndinni er Eyjólfur Guðlaugsson fararstjóri sem er lengst til vinstri og lengst til hægri er Rúnar Árnason þjálfari. KORFUKNATTLEIKUR I víking til Bandaríkjanna Keflavík. Körfuknattleikur hefur átt vaxandi vin- sældum að fagna í Grindavík á síðustu ámm og í dag eiga Grindvíkingar sterkt úr- valsdeildarlið. Yngri flokkarnir láta sitt held- ur ekki eftir liggja og á dögunum fóru 12 strákar úr áttunda og níunda flokki í hálfs- mánaðar keppnisferð til Bandaríkjanna þar sem þeir dvöldu einnig í æfingabúðum. Strák- arnir hafa æft vel undir stjóm þjálfara síns Rúnars Ámasonar og annar 9. flokkur gerði sér lítið fyrir og hreppti íslandsmeistaratitil- inn. Ferðinni var heitið til Harrisburg og Fíladelfíu og auk þess að vera í æfingabúðum léku strákarnir 4 leiki við bandarísk lið. Sigoumey Weaver (Ein úti- vinnandi) hefur tekið upp þann sið að mkka þá, sem fá hjá henni eiginhandará- ritun, um 60 krónur íslen- skar. Peningarair renna til rannsókna á eyðni. Að sögn leikkonunnar gengur söfii- unin vonum framar. „Hing- að til hefur enginn neitað mér um aur og það er al- gengt að fólk rétti mér mun hærri upphæð en ég bið um,“ segir hún með bros á vör. KVIKMYNDASTJORNUR í DAGLEGU AMSTRI Woody Allan og Mia Farrow ásamt böraum sínum. Myndin er tekin á Heathrow- flugvelli þegar flölskyldan lagði upp í sumarferðalag. & E REMMl Laugaveg 95 S. 624590 Michelle Pfeiffer (Hættuleg sambönd) og Joseph Pappi New York. Michelle hefur nýlokið við að leika i uppfærslu Papp á „Þrettándakvöldi" Williams Shakespear- es. Verkið var sett upp í Central Park í miðri New York-borg. I/ELKOMINÍ TBSS Útsalan erhafín. 40% afsláttur af öllum vörum. TESS V NEt NEÐST VIÐ DUNHAGA, S. 622230.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.