Morgunblaðið - 25.07.1989, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.07.1989, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 1989 EB BÚU AB SKOBA BILINN MNN? BIFREIÐASKOÐUN ÍSLANDS HF. Hægt er að panta skoöunartíma, pöntunarsími í Reykjavík er 672811 Síðasta tala númersins segir til um skoðunarmánuðinn. Láttu skoða í tíma - öryggisins vegna! Frakkland: Stríðandi fylkingar í Kambódíu ræðast við París. Reuter. HUN Sen, forsætisráðherra Kambódíu og Sihanouk prins, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, hittust í gær til að leita leiða til að koma á friði í landinu. Viðræður þeirra fara fram í París en þær eru undan- fari ráðstefnu 20 rikja sem hefst um næstu helgi og á að fjalla um málefni Kambódíu. Þetta er fimmti fundur þeirra Huns Sens og Sihanouks á síðustu átján mánuðum. Hun Sen er forsæt- isráðherra stjómarinnar í Phnom Penh sem nýtur stuðnings Víet- nama en Sihanouk prins, sem áður var einvaldur í landinu, er nú leið- togi bandalags þriggja skæruliða- hópa. Hinir vinstri sinnuðu Rauðu Khmerar sem njóta stuðnings Kínverja og skæmliðasveit undir stjórn Son Sanns, fyrmm forsætis- ráðherra Kambódíu, taka þátt í við- ræðunum í dag. Stjórnvöld í Víetnam hafa til- kynnt að þau muni draga herlið sitt til baka frá Kambódíu í septem- ber. Viðræður hinna stríðandi afla í landinu miða að því að tryggja frið og veita stjómarandstöðunni hlutdeild í stjórn landsins. Það sem helst stendur í vegi fyrir að svo megi verða er krafa Rauðu Khmer- anna um stjómarþátttöku. Þeir stjórnuðu landinu frá 1975 til 1979 og talið er að stjórn þeirra hafi lát- ið myrða um eina milljón manna. Eftir viðræður sínar í gær sögðu Hun Sen og Sihanouk að þeir hefðu ekki náð samkomulagi um hvort Rauðu Khmerarnir ættu að fá að taka þátt í stjórn landsins. Stjóm Huns Sens í Phnom Penh og stjóm- völd í Hanoi hafa neitað að sam- þykkja að Rauðu Khmerarnir kom- ist aftur til valda. Bandalag skæmliðahópanna þriggja vill að Sameinuðu þjóðirnar hafi eftirlit með brottflutningi her- liðs Víetnama nú í september en Víetnamar vilja engin afskipti S.Þ. þar sem þær viðurkenna ekki stjórnina i Phnom Penh heldur út- lagastjóm Sihanouks prins. Perez de Cuellar, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, mun taka þátt í alþjóð- legri ráðstefnu um málefni Kambódíu sem hefst í París á sunnudaginn. James Baker, ut- anríkisráðherra Bandaríkjanna, mun einnig fara til Parísar um næstu helgi og vera við upphaf ráðstefnunnar. I síðustu viku sam- þykkti Bandaríkjaþing að veita and- kommúnískum skæruliðasveitum Reuter Flóttamaður frá Kambódíu flytur barn sitt og aleiguna frá flótta- mannabúðum Rauðu Khmeranna í Tælandi yfir í aðrar flóttamanna- búðir eftir að stórskotahríð frá Kambódíu varð átta manns að bana. Nærri 40.000 flóttamenn þurftu að flytja sig um set. Sihanouks prins og Son Sanns, hemaðaraðstoð en talið var að það myndi styrkja stöðu þeirra í samn- ingaviðræðunum í París. Hun Sen sagði í gær að þessi hernaðaraðstoð Bandaríkjamanna hvetti Rauðu Khmerana til að fara í stríð og yki líkumar á borgarastyijöld í landinu. Hann endurtók kröfu sína um það að Rauðu Khmeramir fengju ekki nein tök í stjórn landsins, nema þeir féllust á að taka þátt í kosning- um og hlytu þar stuðning þjóðarinn- ar. Reuter Dauðadómur staðfestur Afrýjunardómstóll staðfesti á laugardag dauðadóm yfir 27 ára gamalli norður-kóreskri stúlku, Kim Hyun-hui, sem játaði að- hafa með samsærismanni. sínum grandað suður-kóreskri far- þegaþotu með 115 manns innanborðs í nóvember 1987. Komu þau sprengju fyrir í þotunni. Kim á nú þann möguleika að áfrýja til hæstraréttar Suður-Kóreu. Ungveijaland: Nyers vill að mynduð verði samsteyjjustj óm París. Reuter. REZSO Nyers, leiðtogi ungverska kommúnistaflokksins, sagði í gær að hugsanlegt og æskilegt væri að mynduð yrði samsteypusljórn miðju- og vinstrimanna í Ung 'eijalandi eftir þingkosningar fyrir lok þessa árs. Nyers sagði í samtali við franska dagblaðið Le Monde að kommún- istaflokkurinn myndi ekki mynda stjórn án samstarfs við önnur stjómmálaöfl. „Samsteypustjórn er hugsanleg og æskileg," sagði hann og bætti við að stjórnin þyrfti að njóta víðtæks stuðnings þar sem hún þyrfti að grípa til erfiðra efna- hagsaðgerða. Nyers sagði að kommúnista- flokkurinn væri að ræða við önnur stjómmálaöfl landsins um fyrir- hugaðar þingkosningar í landinu. „Hægt væri að boða til kosninga fyrir lok þessa árs ef samkomulag næst. Ef ekki verða þær á næsta ári,“ bætti hann við. Ungverski kommúnistaflokkur- inn beið ósigur í tveimur kjördæm- um af þremur í aukakosningum á laugardag, en þetta vom fyrstu fijálsu kosningamar í landinu í fjóra áratugi. Frambjóðendur stærstu hreyfingar stjórnarandstæðinga, Lýðræðisvettvangs Ungveijalands (HDF), fengu flest atkvæði í öllum kjördæmunum þremur, en tveir þeirra náðu ekki kjöri þar sem þeir fengn ekki tilskilinn meirihluta at- kvæða. Verður gengið til atkvæða að nýju í þeim kjördæmum 5. ágúst. 35 ára gamall prestur, Gab- or Roszik, fékk hins vegar 69 pró- sent atkvæða og er hann fyrsti stjórnarandstæðingurinn sem kemst á ungverska þingið frá því kommúnistaflokkurinn komst til valda fyrir fjórum áratugum. ísraelsstjórn staðfestir friðaráætlun sína án breytinga: Slianiir sagður hafa átt í við- ræðum við Palestínumenn Jerúsalem, Túnis, Washington. Reuter. ÍSRAELSKA stjórnin staðfesti á sunnudag friðaráætlun sína, þar sem gert er ráð fyrir kosningum á hernumdu svæðunum í ísrael, og kom hún þar með í veg fyrir yfirvofandi stjómarkreppu í landinu. Stjóm- in samþykkti áætlunina án nokkurra breytinga með 21 atkvæði gegn ijórum. Leiðtogar Verkamannaflokksins höfðu lagt til að flokkurinn sliti stjórnarsamstarfínu eftir að Líkud-flokkurinn hafði lagt fram ströng skilyrði fyrir kosningum á hernumdu svæðunum. Yitzhak Shamir, forsætisráðherra landsins, hefiir átt í leynilegum viðræðum við háttsetta leiðtoga Palestínumanna á hernumdu svæðunum til að Ieita eftir stuðningi þeirra við friðaráætlunina, samkvæmt ísraelskum og palestínskum heimildarmönnum. Yasser Arafat, leiðtogi Frelsis- samtaka Palestínumanna (PLO), sagði í gær að Shamir hefði boðið Palestínumönnum á hernumdu svæðunum „hálfgildings sjálfstæði". ísraelskir og Palestínskir heim- ildarmenn sögðu að Shamir hefði rætt við fjóra atkvæðamikla Pal- estínumenn frá Gaza-svæðinu og Vesturbakkanú'.H á undanförnum tveimur vikum og að Palestínu- mennirnir hefðu allir sent skýrslur um viðræðurnar til höfuðstöðva PLO í Túnis. Enginn mannanna vildi staðfesta að viðræðurnar hefðu farið fram. Yasser Arafat, Ieiðtogi PLO, sagði í samtali við fréttaritara bandaríska dagblaðsins Hearst að samkvæmt skýrslu eins þeirra, sem átt hefðu í viðræðum við Shamir, hefði forsætisráðherrann boðið Pa- lestínumönnum „hálgildings sjálf- stæði“. „í tilboðinu er gert ráð fyr- ir tveimur áföngum. Fyrst fái Pa- lestínumenn sjálfstjórn en síðan hálfgildings sjálfstæði," sagði Ara- fat. Hann kvaðst ekki vita hvað Shamir ætti við með „hálfgildings sjálfstæði". Hann sagðist ánægður með að viðræðurnar skyldu hafa farið fram, þótt hann væri ekki ánægður með tilboð Shamirs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.