Morgunblaðið - 25.07.1989, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 25.07.1989, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JULI 1989 KS ffCfiAAnfl péir eru pa&g'ilepir. Hver'nig Li’ta. þeirút?" Ég er í bensínstöðva- leik... Með morgiuikaffinu minn? Þú veist að útborg- unardagur ellilaunanna er á morgun ... Heimatilbúinn vandi Til Velvakanda. Nú er svo komið að eftir einhver mestu góðæri í manna minnum virð- ist kreppa fyrirsjáanleg í íslensku efnahagslífi. Við Islendingar getum sjálfum okkur um kennt því þessi vandi er að öllu leyti heimatilbúinn. Meinið er einfaldlega að ekki er ráð- ist í fjárfestingar af viti og annarleg sjónarmið hafa ráðið fjárfestingum hér á landi um langt skeið. Dæmi um þetta eru loðdýrabúin margum- töluðu sem nú skila þjóðarbúinu mil- jarða skuldum eftir að dekrað hefur verið við þessa atvinnugrein í ára- Til Velvakanda. Undanfarna mánuði hafa ráð- herrarnir verið önnum kafnir við að bjarga húsbyggjendum og fleiri með þvi að fá bankana til að lækka vextina. Svo les maður í Morgun- blaðinu a sement sé 50% dýrara í heildsölu hér á landi en annars stað- ar. Ég spurði kunningja minn sem vinnur við byggingariðnaðinn að þessu og hann kvað muninn vera orðinn jafnvel enn meiri. Væri þetta ekki tilvalið verkefni fyrir ráðherr- ann sem sér um vaxtalækkanirnar að snúa sér að sementslækkun. Sementsverksmiðjan er jú ríkisfýr- irtæki og þar þarf bara orð — ekki handafl. Nú er flutt inn smjörlíki skv. leyfi frá ráðuneytinu; af hveiju ekki sem- ent? Jú, sementsverksmiðjan er í tug. Enginn vill axla ábyrgðina á þessu, ekki einu sinni Framsóknar- flokkurinn sem frá upphafi bar at- vinnugrein þessa mjög fyrir brjóstí. Ef takast á að koma efnahagslíf- inu hér á réttan kjöl verður að taka upp nýjan hátt á fjárfestingum. Fyr- irgreiðslupólitík hefur hingað til ráð- ið ferðinni og hefur miljónum og aftur miljónum króna verið ausið í fyrirtæki sem flestir hugsandi menn hafa vitað að voru vonlaus frá upp- hafi. Vandanum er bægt frá í bili með því að taka erlend lán og sífellt sígur á ógælfuhliðina. samtökum sem héldu fund á íslandi um daginn. Þessi samtök gæta þess að það komi ekki einhveijir vitleys- ingar frá íslandi og skemmi fyrir okrinu hér heima. Aðild að svona samtökum hélt maður að væri í andstöðu við lög. Hvað segir verð- lagsstjóri? Ná lögin kannski ekki yfir ríkisfyrirtækin? Það væri eftir öðru. Að lokum er hérna ein ráðlegging til sementsverksmiðjunnar. Haldið ykkur að sementsgerðinni og þegar þið eruð búnir að læra að framleiða það á sama verði og aðrir getið þið snúið ykkur að öðrum verkefnum. Þá getið þið til dæmis farið að segja öðrum ríkisstofnunum hvar og hvernig á að setja jarðgöng og leggja vegi — fyrr ekki. Húsbyggjandi Talað er um efnahagsundur í Jap- an en hvað liggur þar að baki? Japan- ir leggja afar mikið upp út að kanna arðsemi áður en lagt er út í fjárfest- ingar og hefur sú stefna þeirra skilað miklum árangri. Ef tekið yrði upp svipað fyrirkomulag hér mætti koma í veg fyrir vonlausar fjárfestingar og draga verulega úr mistökum á efnahagssviðinu. Fyrirgreiðslu- pólitíkusamir eru mesti bölvaldurinn og þyfti að finna leið til að hafa hemil á þeim. Mér hefur dottið í hug að skynsamlegt væri að gera landið að einu kjördæmi, það myndi bæta mjög starfsaðstöðu þingmanna og ætti að tryggja að þeir hefðu hags- muni allrar þjóðarinnar í huga. En hvað leið sem farin verður er nauð- synlegt að gera átak hér á landi hvað varðar hagkvæmni í fjárfest- ingum. Hagræðingur Hörkulegt orðalag Til Velvakanda. Flestir kannast við þann leiða draug, innheimtukröfu, af ýmsu tagi. Þetta mun, eigi hvað sízt, vera mörg- um í fersku minni eftir hinar róttæku aðgerðir stjórnvalda við innheimtu söluskatts, nú nýverið. Aðferðin var þar með nokkuð nýju sniði en mótun verknaðarins er það ekki. Það er ekki nýtt að beitt sé hótunum og einhvers konar valdsmannslegri ögr- un. „Ef þú ekki gerir skil nú þegar skalt þú hafa verra af.“ Þetta er þekkt, ekki sízt í hinu svokallaða opinbera réttarkerfi. Fleiri virðast þó enn hallir undir þennan óvana og eru hér tilgreindar málsgreinar úr hótunarbréfi, sem sent var, af litlu tilefni, frá „kredit“-korta fyrirtæki, all þekktu: Skuldin óskast greidd nú þegar. Verði skuldin eigi greidd fyrir 20.07.89 verður kort yðar innkallað, kortnúmer yðar sett á stopplista að- ildarfyrirtækja okkar um heim allan, ábyrgðarmönnum á tryggingarvíxli gert viðvart og þeir kallaðir til ábyrgðar. Notkun kortsins er bönnuð, þar til skuldin hefur verið greidd að fullu. Að þessum tíma liðnum sendum við lögfræðingi okkar skuldina til innheimtu, án frekari fyrirvara. Hvenær skyldu menn annars velja að haga orðum sínum af meiri hóg- værð, jafnvel þó að um peninga sé að ræða? J.J. Dýrt sement «> HÖGNI HREKKVÍSI /,þeTTA VEKÐUP AOÐVaLT.-HCXSUI 'A AE> KASTA." Víkverji skrifar að er fallegur og ljúfur siður að senda ættingjum látinna minningarkort og auk þess að vera hlý kveðja er það stuðningur við gott málefni hveiju sinni. Á hinn bóginn getur stundum vandast málið þegar ættingjar vilja sendá þakkarkort til þessa góða fólks því sjaldnast er heimilisfang með. Víkveiji hitti á dögunum konu sem átti einmitt í nokkrum vand- ræðum vegna þessa. Hún hafði misst náinn ættingja sem víða hafði komið við í þjóðfélaginu á langri ævi og fjöldi minningarkorta hafði borist til ættingjanna. Konan sagði að vitanlega vildi hún fá að þakka þessu hugsunarsama fólki. Sá hængur væri á að innan um væru minningarkort sem hún hefði naum- ast tök á að átta sig á hvaðan kæmu; annaðhvort voru notuð í undirskrift nafnastyttingar ellegar um var að ræða fólk sem hugsaði til hins látna með þakklæti en hafði ekki kynnst fjölskyldu hans. í slíkum tilfellum finnst Víkveija að það sé alveg bráðnauðsynlegt að heimilisfang fylgi og auðvitað er lang viðfelldnast að fólk skrifi fullt nafn sitt undir kortin. Þetta er ekki stórmál sem slíkt en Víkveiji veit ýms dæmi þess að það hefur vafist fyrir fólki að koma þakkarkortum til skila þegar nöfn/heimilisföng eru ekki full- nægjandi. Og á sama hátt og fjöl- skyldu látins er sýnd samúð er ekk- ert eðlilegra og sjálfsagðara en þakka hana og þá er hið versta mál ef það þakklæti berst ekki til allra þeirra sem við sögu koma. xxx Blaðburðarstúlka ein sem Víkveiji hitti á dögunum sagði honum skemmtilega frásögn. Stúlk- an hefur borið út Morgunblaðið í rösklega ár. Hún hefur eitt hverfi, um 60 blöð, og Útburðurinn tekur hana um 15 mínútur daglega sem er að hennar sögn hið ágætasta morgunskokk. Fyrir þennan útburð og rukkun segist stúlkan fá um sex til sjö þúsund krónur og þykir svo sem ekki há upphæð. Stúlkan ákvað í upphafi að reyna að leggja þessa peninga fyrir í ár, þar sem hún hafði áhuga á að komast í utan- landsferð með skólafélögum sínum. Hún sagði að fyrstu mánuðina hefði það verið erfitt því í sjálfu sér væri þetta svo lág upphæð að hún hefði verið fokin út í veður og vind ef hún leit inn í eina búð eða svo. En með skapfestu tókst henni að standa við heit sitt og hefur lagt samviskusamlega inn á bók sex þúsund krónur á mánuði. Þegar að skólaferðinni kom átti stúlkan því 72 þúsund krónur auk vaxta og þó það dygði ekki alveg fyrir öllum kostnaði við utanlandsferðina fór það ótrúlega langt. Þetta finnst Víkveija til eftir- breytni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.