Morgunblaðið - 25.07.1989, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 25.07.1989, Blaðsíða 25
24 25 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 1989 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 1989 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. MatthíasJohannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 900 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 80 kr. eintakið. Gengur sósíalisminn af sjálfum sér dauðum? Sósíalisminn hefur aldrei sannað sig í efnahagslegu tilliti. Hann hefur sýnt mann- legu frumkvæði fullkomið skilningsleysi. Sósíalismi er kerfi sem er að ganga af sjálfu sérdauðu, alveghjálparlaust.“ Það er Andrzej Wajda, meist- ari pólskrar kvikmyndagerðar og þingmaður fyrir Samstöðu, sem þannig kemst að orði í við- tali við Árna Þórarinsson blaða- mann í Morgunblaðinu sl. sunnudag. Hér talar maður sem búið hefur við þjóðskipulag sós- íalismans og hagkerfí marxism- ans allar götur frá lyktum síðari heimsstytjaldar. Þjóðfélag sósíalisma og kommúnisma hefur gengið undir reynslupróf í Sovétríkjun- um í rúm sjötíu ár. Önnur Aust- ur-Evrópuríki hafa búið að og útfært þessa þjóðfélagsgerð, hvert með sínum hætti, allar götur frá lyktum síðari heims- styijaldar, eða í hálfan fimmta áratug. Fjölmörg ríki í Asíu og Afríku hafa fylgt í kjölfarið, að ógleymdri Kúbu í Vesturálfu. Hvarvetna er reynslan ein og söm. Þjóðartekjur á hvern vinn- andi mann, sem oft eru nýttar sem mælikvarði á almenn lífskjör, eru margfalt meiri í samkeppnisríkjum Vestur- Evrópu og Norður-Ameríku en í ríkjum sósíalismans og hag- kerfi marxismans. Almennum þegnréttindum hefur verið og er mun þrengri stakkur skorinn í löndum sósíalismans en ríkjum lýðræðis og þingræðis, að ekki sé fastar að orði kveðið. Merg- urinn málsins er að þjóðfélag sósíalismans hefur verið útfært með ýmsu móti en reynslan er hvarvetna ein og söm, bæði að því er varðar almenn mannrétt- indi og almenn lífskjör. Pólverjar, Ungveijar og jafn- vel Sovétmenn hafa stigið at- hyglisverð skref frá alræðis- og forsjárhyggju, þótt skiptar skoðanir séu um varanleik þeirra. Þannig segir Árni Þórar- insson, sem heimsótti Moskvu í tilefni kvikmyndahátíðar á dögunum, eftir að hafa rætt við fólk á förnum vegi í Sovétríkj- unum: „Flestum ber saman um að breytingarnar muni taka ára- tugi. Ef þær verða þá ekki stöðvaðar. Spilltir embættis- menn og gamlir harðlínumenn bíði færis. En bjartsýnismann hitti ég þó sem trúir á að líf Sovétmanna muni hafa tekið stakkaskiptum eftir tvö, þijú ár.“ Andrzej Wajda, þingmaður Samstöðu, segir í viðtalinu við Morgunblaðið, að munurinn á þessum skrefum til fijálsræðis í Póllandi annarsvegar og Sov- étríkjunum hinsvegar sé sá, að í Póllandi komi umbætumar að neðan, frá verkalýðnum. „Pere- strojkan“ í Sovétríkjunum komi að ofan, sé útfærð af flokknum og valdhöfunum. „Ég vil engu spá um það,“ segir Samstöðu- maðurinn, „hvor aðferðin reyn- ist heillavænlegri.“ En enginn vafi er á því, hver sem fram- vindan verður, að almenningur í báðum þessum löndum og reyndar í öðrum Austur-Evr- ópuríkjum elur í bijósti vonir um breytingar, þróun frá því sem er — þjóðfélagsgerð sósíal- ismans — til fijálsræðis, bæði að því er varðar einstaklings- bundin þegnréttindi og skipulag þjóðarbúskaparins. Af frásögn blaðamannsins, sem hér hefur verið vitnað til, má ráða, að enn skortir mikið á að vöruframboð sé nægjan- legt í höfuðborg Sovétríkjanna, þrátt fyrir glastnost. Að vísu hefur „fyrsta Kringlan í Moskvu“ risið. Hún er „aðeins fyrir útlendinga og útvalda gæðinga . . . Þar er kvikmynda- markaðurinn til húsa, en einnig alls kyns skrautbúðir, enskur pöbb og franskur restaurant. Fyrir dollarafólkið. Engin furða þó bankað sé hjá manni um miðjan dag og þrír unglings- strákar vilji óðir kaupa dollara eða gallabuxur eða Marlboro eða háskólaboli eða bara eitt- hvað vestrænt...“ Þjóðir Austur-Evrópu eiga langa leið fyrir höndum út úr þjóðfélagskerfi sósíalismans. Þær eru og misvel í stakk bún- ar til að fylgja þróun til frjáls- ræðis eftir. Andrzej Wajda, þingmaður Samstöðu, telur Pól- land „vel undirbúið. Lýðræðis- legar hefðir hafi blundað í und- irmeðvitund þjóðarinnar um langa hríð. Þær hafi aldrei horf- ið. Núna eru þær að bijótast aftur upp á yfirborðið". Hins- vegar er efnahagur landsins í rúst. „Sósíalisminn er kerfi sem er að ganga af sjálfu sér dauðu,“ segir Wajda. „Eina kerfið sem kemur að gagni er þingræðið." og eitt heitasta sumar um árabil í Flórenz, en einnig það var allt öðru- vísi. Fer ekki hjá því að illur grunur læðist að manni um breytingar á veðurfari í kjölfar rányrkju mannins á skóglendinu og taumlausu lífsgæðakapphlaupi. En ekki meir um það að sinni. Forvitni mín og eftirvænting gerði það að verkum, að ég fór fljótlega að skoða söfn og sýningar og var óstöðvandi fyrstu dagana. Og að venju notaði ég mest tvo jafnfljóta og gerði hér vafalítið mikla vitleysu — en það er einfaldlega svo gaman að ganga um. götur Parísarborgar milli safna og virða fyrir sér húsa- gerðarlistina og mannlífið, og þá ekki síst um Signubakka. Óvanur jafn miklum göngum og hvað þá í slíkum hitum fékk ég fljótlega krampa í annað lærið, sem fylgdi mér svo meira og minna alla ferðina og háði mér mjög. Sá ég þá eftir að hafa ekki einfaldlega kastað klæðum á Signubökkum og sólað mig fyrstu dagana á meðan líkaminn var að venjast hitanum — engu má ofgera. Mátti einmitt sjá fjölda fðlks sóla sig fáklætt á bökkunum en ég uppgötv- aði það raunar ekki alveg strax svo að afsökun hef ég nokkra. Úr afþreyingn í lífsnautn Það eru mikil viðbrigði að koma úr einhverri mestu afþreyingardýrk- un veraldar, sem telja má svipmót íslenzks þjóðfélags í dag, og í eitt mesta lífsnautnarþjóðfélag heims. Parísarbúar kunna að lifa lífinu, kunna að slappa af — búa þó við eina mestu menningu, sem þekkist og eru víst á leið að verða með ríkustu þjóð- um heims þrátt fýrir ýmsa efnahags- örðugleika. Takmark þeirra er að gera frank- ann jafn sterkan og þýzka markið og til þess moka þeir m.a. peningum til menningar og lista — þetta eru menn, sem kunna sig á heimsvísu og skilja mikilvægi uppbyggingarinnar. Gríðarlega vandlátt fólk á mat, vín og hvers konar afþreyingu, en samt ekkert matarhyggjuþjóðfélag á borð við veiðimannaþjóðfélög, þar sem græðgi og kotríkishugsunarháttur ræður ferðinni. Þeir hafa farið að dæmi Þjóðveija eftir stríð, sem hafa mokað fé til vísinda og lista og byggt ótal menn- ingarstofnanir. Svisslendingar hafa og einnig byggt hér mikið upp og þjóðfélag þeirra hefur gjörbreyzt til batnaðar fyrir mannfólkið. Hinir fyrr- um frumstæðu Kanadamenn hafa og styrkt stöðu sína gríðarlega, síðan þeir hófu að rækta menningu og list- ir úr öllu valdi fyrir tæpum aldarflórð- ungi og jafnvel Ástralíumenn hafa nú bæzt í hópinn og hafa gert það með glæsibrag á undraskömmum tíma. Eftir fráfall Georges Pompidou kom nokkur lægð á menningarfram- lög á tímum Giscards d’Estaings, en Mitterand margfaidaði framlög til vísinda og lista, þegar hann tók við. Hann vissi, að það var sterkasta vop- nið gegn þeim efnahagslegu erfiðleik- um, er voru óhjákvæmilegir við valda- skiptin. Hann hafði rétt fyrir sér og nú blasir árangurinn við eftir nokkur efnahagslega mögur ár í upphafi. Frakkar hafa naumast verið sterkari á seinni tímum og stórkostlegt átak hefur verið gert í menningarlegri uppbyggingu. Ný söfn hafa verið opnuð og önnur endurbætt og húsa- gerðarlistin er með miklum blóma i Parísarborg. Nú lítur jafnvel út fyrir, að París hafi burði til að hrifsa á ný til sín forustuna á sviði menningar og lista, er þeir töpuðu á sjötta áratuginum til Ameríkumanna. Á aðeins tveim árum má segja að hafi orðið sprenging upp á við í list- heiminum, sala á listaverkum hefur víst aldrei verið meiri né almennari og málverk þekktra nútímalista- manna hafa almennt hækkað um 2-400%, t.d. listamanna af kynslóð Erró og félaga hans Arrayo og Mon- ory. Gríðarleg samkeppni á sér nú stað milli Parísar og New York-borgar og er ekki að vita, hver hafi betur, en fyrst um sinn hafa Ameríkumenn dollarana eins og fyrri daginn, en nú er ekki lengur víst að það dugi til. Frakkar hafa fullan hug á að jafna metin og nú hafa þeir í senn aukinn skilning og meira fjármagn. Stórfyr- irtæki eins og t.d. Renault-bílaverk- smiðjurnar moka peningum í mynd- verk og framar öllu núlifandi lista- manna og hefur t.d. Erró notið góðs af. Þessi uppsveifla er þó ekkert sér- fyrirbæri í Frakklandi, því að áhuginn á myndlist hefur einnig stóraukizt um alla Evrópu (nema á íslandi), svo sem aðsókn á söfn og sala listaverka er til vitnis um. Annað, sem vakti athygli mína, er ég fór loks að glugga í blöð aftur eftir nokkra hvíld frá öllum fjölmiðl- um, var hve- ítarleg, uppbyggileg og myndræn skrif í aðal fjölmiðlum eru orðin. Snöggsoðið léttmeti virðist á undanhaldi svo og æsifréttastíllinn og er þetta í samræmi við aukna ásókn fólks í menninguna. Og jafnvel í digru kvennablaði Le Figaro, sem fylgir á laugardögum, eru jafnaðar- lega greinar um myndlist. Mesta at- hygli mína vakti þó, hve myndrænt og fallegt blaðið er og vel hannað, yfirfullt af glæsilega vel teknum myndum svo og einnig hitt fylgiritið, sem er almennara eðlis, „magasin" og helmingi stærra, þar vakti at- hygli mína hve, menningarlega er skrifað um íþróttir auk glæsilegra greina um myndlistir. Bækur Eins og ætlunin var, hóf ég fljót- lega lestur bóka og fyrir tilviljun byijaði ég á því að lesa í striklotu bók Patricks Súskinds „Ilmurinn“, en ég hafði áður gluggað í hana og vissi, að svið hennar er Parísarborg fyrri tíma. Hitt vissi ég ekki fyrr en ég fór nú að lesa hana spjaldanna á milli, að söguþráðurinn gerist einmitt í næsta nágrenni við listamiðstöðina, svo að ég hafði sögusviðið í næsta sjónmáli, að segja má. Þanig segir frá því, „að sútarinn Grimal eftir að hafa selt fyrirbærið Grenouille til ilm- vatnsmeistarans Baldini fyrir tuttugu pund, sem var geysihá upphæð á þeim tímum, hafi hann lent á kend- eríi á Gullna Ijóninu á hægri bakkan- um og drakk sig þar svo kengfullan að hann fór götuvillt, þegar hann seint um nóttina hugðist hverfa til Silfurturnsins á vinstri bakkanum, og fór eftir Rue Geoffroi L’Asnier í stað Rue des Nonaidiéres og lenti því ekki beint á Marie-brúnni eins og hann vænti, heldur villtist illu heilli inn á Quai des Ormes, en steyptist þaðan endilangur beint á andlitið nið- ur í fljótið eins og í mjúkt rúm“. Þessi kafli sem er með eftirminni- legustu köflum bókarinnar fyrir ísmeygilega frásögn, segir svo ekki verður um villzt um sögusviðið. Bók Súskinds var lengi aðalumræðuefnið í París eftir útkomu hennar að mér var sagt, og hún var dýrasta kiljan í þýskri bókabúð, er ég hugðist festa mér hana á frummálinu. Hlýtur að hafa fært höfundinum mikinn auð ásamt frægðinni og má það koma hér fram, að hann lifði við hinar frum- stæðustu aðstæður í París, á meðan hann var að skrifa bókina. Ég hafði og mikla ánægju og upp- skar mikinn lærdóm við lestur ævi- minninga Peggy Guggenheim, en þar kemur Parísarborg einnig við sögu. í bókinni er gríðarlegur fróðleikur um myndlistarmenn og listkaup- mennsku á hennar tímum. Bók sem ætti að vera skyldulestur í listsögu hvar sem hún er kennd. Þá var þetta heilmikil kona, sem segir fijálslega frá lífi sínu og ástum og ritar lipurt mál. En kannski var lestur æviminninga nóbelskáldsins Eliasar Canetti það, sem heillaði mig mest. Hann ræðir opinskátt um líf sitt á miklum þroska — og umbrotaárum, og fjallar þetta hefti, sem ég hafði á milli handanna, um áratuginn 1921-31, og segir frá lífinu í Frankfurt, Vínarborg og Berlín. Múgsefjunin og eðli hennar var þá orðið aðalumhugsunarefni hans og áhugamál. Canetti kafar djúpt í mannlega tilveru í bókum sínum, skilgreinir og kryfur. Þá festi ég mér heildarútgáfu af nýrri útgáfu af smásögum Stefans Zweigs og tel mig aldrei hafa lesið lengri smásögur. Hver þeirra er á borð við stutta skáldsögu en drottinn minn dýri, hve maðurinn segir vel frá, og hann fellur aldrei í þá freistni að slá sér upp með flóknu torræðu orðalagi. Framsögn hans er skýr og klár líkt' og kristalstær fjallalind og málið auðskilið. í því fellst snilldin. Dagar í París I I Kjarvalsstofii eftir Braga Ásgeirsson Þau tvö ár, sem eru liðin síðan fyrst var farið að úthluta íslenzkum listamönnum aðgangi að Kjarvals- stofu í París, er viðkvæði hinna út- völdu: „Þar er gott að vera.“ Sá, er hér ritar, taldist til þeirra gæfusömu frá miðjum maí til loka júnímánaðar og getur staðfest, að þetta er með öllu réttmæt fullyrðing, því að það hlýtur að vera eitthvað mikið að þeim manni, sem ekki fær notið dvalarinnar. Að vera skyndilega staðsettur mitt í slagæð heimsborgarinnar og hafa engar áhyggjur af húsnæðismálum, heldur geta unað við sitt og verið sjálfum sér nógur og öllum óháður, er dálítið, sem flestir áttu einungis til í fjarlægum draumum. Til viðbótar kemur vinnuaðstaða, sem hefði verið hrein paradís fyrir þá mörgu, sem stundað hafa listnám í París og víðar í áranna rás. Viðbótarvinnuaðstaða er svo fyrir þá, sem vilja stunda ein- hveija grein grafík-lista. Með þessari íbúð í París er litla ísland loks komið í hóp þeirra þjóða, sem skilja nauðsyn þess að hlúa á þennan hátt _að skapandi listamönn- um sínum. Ég segi og skrifa loks, því að það er ekki vonum fyrr, og ég veit til þess, að íslendingum hafa verið boðnar vinnustofur í París áð- ur, en þeim kostaboðum verið hafnað sem hveijum öðrum óþarfa. Öll Norð- urlöndin eiga ekki einungis lista- mannavinnustofur í París heldur og sérstakar menningarmiðstöðvar og þannig er ofar í Marais-hverfinu, þar sem listamiðstöðin „Cité Internati- onale des Arts“ er, og þar sem Kjar- valsstofa er staðsett, glæsileg höll, sem Svíar eiga og ég sótti heim, meðan á dvöl minni stóð. Og víðs vegar um borgina rekst maður á skilti, sem benda til menningarmið- stöðva hinna ýmsu þjóða. Og frændur vorir á Norðurlöndum eiga ekki að- eins listamannaíbúðir, hús og hallir í París heldur og fleirum menningar- borgum Evrópu, t.d. London, Berlín, Róm. Þeir hafa þannig löngum skilið þá þörf, sem listamönnum er á slíkri starfsemi og þeirri fyrirgreiðslu, sem þeim stendur þar með til boða, svo og þann ávinning, sem hverri þjóð er af henni, og hafa gripið hvert tækifæri sem gafst til að festa sér húsnæði, þvert á móti því sem Islend- ingar hafa gert. Hér skal enginn leyfa sér að tala afsakandi um smæð okkar, því að hitt er miklu kostnaðarsamara og hreint bruðl verðmæta að hafa efni á því að eiga ekki húsnæði erlendis svo og menningarfulltrúa þar. Það er eitthvað annað að búa við það öryggi, sem slíkt húsnæði veitir listamönnum heldur en að þurfa að eyða tímanum í leit að hótelrými, sem hentar pyngju þeirra. Og hér má geta þess, að ýmsir af okkar fremstu myndlistarmönnum, er fyrrum námu í París, bjuggu við ákaflega frum- stæðar aðstæður á ódýrum hótelum, sem kannski jafnframt leigðu út her- bergi til skyndikynna og voru jafnvel að hluta til opinber hóruhús! Og músa- og rottugangur var þar al- gengur svo og hinn margvíslegasti óþrifnaður. Sé miðað við þá aðstöðu, sem slíkir bjuggu við fyrir þrem til flórum áratugum víða um Evrópu, er Kjarvalsstofa og aðstaðan, sem hún býður upp á, þannig algjör paradís að mínu viti. — Það var og með mikilli tilhlökk- un, sem ég hugsaði til dvalarinnar og hugði gott til glóðarinnar, ætlaði að koma á fyrsta degi og dveljast til síðasta dags. En það er skiljanlega erfitt að biðja um gott veður með árs fyrirvara, því að margt óvænt getur gerst á tímabilinu og þannig ætlaði ég aldrei að komast af stað og get ég talið hér upp margar ástæður en einna nærtækust var kennaraverk- fallið. Maður skilur þannig vel, að það myndast iðulega eyður eða göt í þess- ari stóru stofnun með sínar 234 Jaúian var mikið um að vera við innganginn í Louvre-safiiið og mannQöldinn gríðarlegur. fleiri klukkustundir með mikinn far- angur, og ég sá fljótt, að ég mætti teljast heppinn að koma tímanlega á áfangastað. En lestarferðin var un- aðsleg vegna sólarinnar, sem líkt og elti og sleikti lestargluggana allan tímann og hinna blómlegu sveita á leiðinni, vínekrur iðulega eins langt og augað eygði til beggja handa — og unaðslegs ljósflæðis síðdegisins og kvöldsins. Náði svo á listamiðstöð- ina klukkan rúmlega tíu, er húsvörð- urinn var að tygja sig í burtu og hefði varla mátt koma mínútu seinna. Hann fylgdi mér svo til íbúðar minnar, sem var í nýbyggingu skammt frá aðalstöðvunum við mjóa götu, er liggur frá Signubökkum upp í Marais-hverfið og ber nafnið Rue Geoffroi L’Asnier. Ég er yfirleitt snöggur að hlutun- um er ég skipti um umhverfi og var búinn að koma mér vel fyrir á mið- nætti, raða upp og flokka bækur og skipuleggja alla aðra hluti. Þoli ekki ferðatöskur nema rétt á meðan á ferðlögum stendur, enda voru þær fljótlega komnar á sinn stað í rúm- góðri geymslu íbúðarinnar. Lagðist svo í fleti mitt og var svo sannarlega feginn hvíldinni. Til rúarks um gnótt verzlana í nágrenninu þá bókstaflega datt ég á þær morguninn eftir, er ég lagði í leiðangur til að kaupa nauðsynjar í ísskápinn. Það vandamál var sem sagt strax úr sögunni, og ég var fljót- lega kominn aftur og sestur fyrir framan ríkulegan morgunverð og ijúkandi kaffi. Hitt vandamálið réðu ég náttúru- lega ekki við og það voru hitarnir, — í þijár vikur höfðu Parísarbúar búið við hásumarsveður, „Éte de la Téte“, eins og það heitir á máli þarlendra og ég var fljótur að uppgötva. Og næstu tíu dagana skein sólin linnu- laust á hijáða borgarbúana og hafði þá ekki dropi komið úr lofti í rúman mánuð. Hréint yndislegt veður fyrir þá, sem dvelja á sólarströndum eða í orlofshúsum úti í guðs grænni náttúr- unni, en á köflum hreinasta víti fyrir stórborgarbúa. Bílamenguninn er þá aldrei greinilegri og þorstinn yfir- gengilegur vegna hins þurra lofts. En kvöldin voru iðulega undursam- lega falleg og á stundum hreint un- aðsleg og þá einkum ef gerði dálítinn svala í loftinu. Oft reikaði hugurinn heim í kuld- ann og tæra loftið og þá kom alltaf upp í kollinn máltækið alþekkta „betra er minna og jafnara“. En í báðum tilvikum var um að ræða í hæsta máta óeðlilegt veðurfar og hreinlega sjúkt veðurfar. Maímánuð- ur var jú yndislegasti mánuður ársins á meginlandinu hér áður fyrr, mildur og loftið mettað nýsprottnum gró- mögnum moldarinnar. Ég átti marga slíka mánuði á námsárum mínum á sjötta áratugnum og m.a. tvisvar í París á hraðri yfirferð á leið til Spán- ar, en aldrei upplifði ég slíku líkt. Og þótt hitamir væru oft miklir á Suður-Spáni, þá var veðurfarið öllu breytilegra. Ekkert staðbundið hita- beltisveður eins og þetta. Og árið mitt á Italíu upplifði ég í senn einn kaldasta vetur frá aldamótum í Róm Greinarhöfiindur, staddur í Lúxemborgargarðinum, og að stikna und- ir sól Parísarborgar. vinnustofur fyrir listamenn frá öllum heimshornum, sem bjóðast þá áhuga- sömum, sem áður hafa verið þar og notað dvölina vel og aflað sér trausts. Vinnustófunum er úthlutað allt til eins árs, en íslendingar hafa þann háttinn á að úthluta sinni vinnustofu til tveggja mánaða í senn. Auðvitað er það alltof knappur tími, ef menn hyggjast vinna vel og skoða mikið, en það eitt að skoða söfn og sýning- ar og kynnast menningu borgarinnar er margra mánaða vinna og það dijúg vinna, sem eins gott er að skipu- leggja vel. Sjálfur hugðist ég taka lífinu með ró fyrst í stað og losa mig við upp- safnaða þreytu við rólega skoðun safna og sýninga ásamt lestri bóka, er varða starf mitt, en það er mér mikil afþreying. Tók ég nákvæmlega jafn mikið af bókum með mér og leyfileg þyngd í flugvélinni bauð, þannig að hver ein bók og sýningar- skrá, sem ég hugsanlega festi mér í París, boðaði yfirvigt á heimleiðinni, en hér treysti ég á guð og lukkuna! Það má vera ljóst, að slíkir menning- arfulltrúar þjóðarinnar á erlendri grund eru engir venjulegir ferðalang- ar og ber því að greiða götu þeirra á allan hátt. Yfii’vigt í flugi á heim- leiðinni hlýtur að vera borðleggjandi hveijum þeim sem nýtir dvölina vel, hvað þá ef um er að ræða mynd- höggvara á fullu eða málara með stóru léreftin. — Það sem hlýtur að skipta meg- inmáli varðandi slíka ferð, er að menn safni að sér áhrifum til úrvinnslu, er heim kemur, skoði sem mest og festi sér yfirgripsmikiar sýningarskrár og góðar listaverkabækur, en láti hug- myndimar koma svo sem verða vill og grípi til skissublokkarinnar, ef andinn kemur yfir þá. Ekki er hægt að þvinga neinn til átakamikilla vinnubragða á jafn stuttu tímabili og á kostnað þess að njóta listviðburða heimsborgarinnar og síst af öllu fólk, sem kemur frá jafn afskekktum stað og útskerið okkar ástkæra er óneitanlega. Staðsetning þessa listamanna- hverfis er með ólíkindum góð, gæti naumast verið betri, og eru t.d. tvær brautarstöðvar neðanj arðarlestanna sitt til hvorrar handar, að segja má, og eftir að hafa lært á kerfið kemst maður hvert sem er um Parísarborg á merkilega skömmum tíma og þá ekki síst fyrir menn, sem eru vanast- ir reykvísku almannavagnakerfi. Þá er næstum jafn langt eða réttara sagt stutt í hin þijú aðal listhúsa- hverfi borgarinnar — Latínuhverfið, Bastilluna og Beauborg. Aðal lista- söfnin eru og í næsta nágrenni. Ör- stutt er í hvers kyns verzlanir, allt Nýtt og gamalt helst bróðurlega í bendur í húsagerðarlist. frá brauðbúðum og til stórverzlana, er selja allt milli himins og jarðar. Þá eru sérverzlanir með matvöru, er hafa opið á heigidögum, aðeins lengra upp i Marais-hverfinu. Þá er gnótt af litlum og þægilegum matsölustöð- um í nágrenninu, svo að þeir sem kjósa heldur að borða úti en að malla ofan í sig sjálfir hafa úr nógu að velja. Sjálfur var ég svo heillaður yfir þeirri matargnótt, sem fá mátti í verzlunum ailt um kring á hóflegu verði, að ég kaus að vera með alls konar tilraunastarfsemi í matargerð heima, naut þess að verzla á hinum ýmsu matarmörkuðum og fór örsjald- an út að borða fyrstu vikurnar. En að fara út að borða er nú einmitt nautn Parísarbúa, sem þeir og láta eftir sér við hvert tækifæri sem gefst. Fæstir þeirra búa við jafn fullkom- in eldhús og við Islendingar og verða yfirleitt að láta sér nægja allt að helmingi minna íverurými og eldhúsin eru iðulega einungis smáskot úti í einhveiju horni t.d. í formi lítils ísskáps og tveggja hellna til eldunar. Hitabylgja Ég gerði góða ferð til Lúxemborg- ar með Flugleiðum, en heldur brá mér er þangað kom úr kulda og hryss- ingi í algjört hásumarveður á megin- landinu. Sá strax eftir að hafa ekki flogið alla leið, því að það var yfir- máta þreytandi að bíða lestarinnar í Ekki er mannfjöldinn minni fyrir utan Beauborg-menningarmiðstöð- ina, en til allrar hamingju eru ekki nærri allir á leiðinni inn, heldur una sér við leik trúða, töframanna og tónlistarfólks.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.