Morgunblaðið - 25.07.1989, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 25.07.1989, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JUU 1989 15 GÖTUDANS Kvikmyndir Arnaldurlndriðason Dansinn dunar (,,Tap“). Sýnd í Sljörnubíói. Leikstjóri: Nick Castle. Aðalhlutverk: Gregory Hines, Sammy Davis jr. Dansmyndir skapa æði og hafa gert síðan Ginger og Fred liðu um tjaldið. „Saturday Night Fe- ver“ og „Grease" gerðu ekki bara stjörnu úr Travolta heldur hveij- um einasta unglingi sem nældi sér í taktana hans í dansskóla. „Dirty Dancing" fyllti ekki aðeins Regn- bogann heldur danskennslustof- urnar líka. Michael Jackson er ekki aðeins söngvari heldur frá- bær dansari eins og allir litlu Jack- synirnir hér þekkja. Svo eru dansmyndir sem skapa ekki æði þótt þær séu í sjálfu sér ekkert verri og Dansinn dunar er dæmi um eina slíka. Hún er um dans sem orðið hefur talsvert homreka eftir að rokkið kom eins og sagt er í myndinni, stundaður nú orðið að því er virðist eingöngu á meðal svertingja í fátækrahverf- um, dans sem finnur taktinn í lífinu á götunnni, steppdans. Gregory Hines, sem fer með aðalhlutverk myndarinnar, var steppdansari áður og á meðan hann fikraði sig inn í bíómyndirn- ar („The Cotton Club“) og er greinilega eins og heima hjá sér í umhverfi og steppsögu og stepp- hefð myndarinnar. Hann leikur smákrimma sem veit ekki hvort hann á að velja veginn breiða á glæpabrautinni eða hina þröngu stíga steppdans- ins, sem hann er alinn upp í en hefur orðið fráhverfur með árun- um í og með vegna þess að dans- inn er ekki virtur að verðleikum frekar en svertingjamir sem stunda hann. Áhrifamesta atriði myndarinn- ar er þegar hvítur söngleilqastjóri á Broadway, sem þekkir ekki mun á steppi og beikoni, vill beisla Hines, sem sótt hefur um hlut- verk, og ætlar að gera hann að sirkusdýri með ömurlega barna- legum steppsporam og til að und- irstrika niðurlæginguna skipar hann honum að brosa með. í þessu eina einfalda atriði speglast al- dagömul óvirðingin við svarta listamenn og list þeirra. Því Dansinn dunar er líka part- ur af svörtum vakningarmyndum - andstætt svörtu hasarmyndum áttunda áratugarins vestanhafs (Spike Lee hefur gert mjög umtal- aða mynd um kynþáttahatur) og gegnir sínu hlutverki vel. En að öðra leyti er varla hægt að tala um að hún sé mikill bógur. Nick Castle, sem gert hefur krakka- myndir hingað til, leikstýrir með hreyfanlegum myndatökum og sparar ekki reyk og mjúka birtu í innitökum svo manni þykir nóg um. Hann brýtur myndina líka regluiega upp með tónlistarmynd- bandagerð sem er full augljós til að renna saman við frásögnina og nálgast tilgerð. Það sama er að segja um leikar- ana — það er stutt í tilgerð. En hér býr einlægni og metnaður að baki og heilindi. HjáVIB starfa nú 9 ráðgjafar og hver og einn þeirra getur gefið þér nánari upplýsingar um Verðbréfa- bókina og alla aðra þjónustu VIB. Þú getur komið við á skrifstofunni í Armúla 7 eða hringt og fengið upp- lýsingabæklinga um þjónustu okkar senda heim. Verið velkomin í VIB. Hvemig er hægt að bæta við lífeyrisrétdndin? Halda raruivextir áfram að lækka? Veita öll verðbréfafyrirtækin sömu þjónustu? Er hagstætt að fjárfesta í hlutabréfum? Hvað þýða vaxtabætur fyrir húsbyggjendur? Mánaðarfréttir VIB flytja þér í - hveijum mánuði ítarlegar upplýsing- ar um það sem efst er á baugi í fjár- málum hveiju sinni. Þar er einnig yfirlit um verðbréf, verðbréfasjóði og ávöxtun þeirra sem og upplýsingar vu. um verðbólgu. Reglulega eru send fylgiblöð með Mánaðarfréttunum þar sem t.d. er Ijallað um almenn- ingshlutafélögin og hlutabréf þeirra. Mánaðarfréttimar fást í áskrift hjá VIB og kosta 65 kr. á mánuði. Verðbréfabókin fæst í afgreiðslu VIB að Armúla 7 og henni fylgir áskrift að Mánaðarfréttum VIB fram til áramóta. VERÐBRÉFAMARKAÐUR IÐNAÐARBANKANS HF Ármúla 7, 108 Reykjavik. Simi 68 15 30 Jeffrey Archer Tólf sögur Archers Erlendar bækur Jóhanna Kristjónsdóttir Jeffrey Archer: A Twist in the Tale Útg. Hodder & Stoughton 1988 Jeffrey Archer er án efa ýmsum íslenskum lesendum kunnur. í þess- um dálkum hefur fyrr verið getið nokkurra skáldsagna hans, til dæm- is „First among equals“ og „A Matter of Honour“. „A Matter of Honour“ er ósvikin en haglega gerð spennusaga og mjög ólfk fyrstu bókinni sem ég las eftir Archer, „First among equals“, þar sem hann skrifar af þekkingu og kunnáttu og mikilli ritleikni um baráttu fjögurra ungra manna til að ná frama innan flokka sinna, Verkamannaflokksins og íhalds- flokksins. Fyrir Archer voru að sönnu hæg heimatökin, j>ví að hann var kosinn á þing fyrir Ihaldsflokk- inn 1969. Hann skrifaði fyrstu skáldsögu sína „Not a penny more, not a penny less“ þegar hann hvarf af þingi 1974. Samt hélt hann starfi áfram fyrir flokkinn og var um tíma varaformaður flokksins, en flæktist í hneykslismál og hefur síðustu ár ekki þótt æskilegur full- trúi flokksins. Eftir að Archer reit fyrstu sögu sína náði hann strax mikilli frægð og bækur hans seldust eins og heit- ar lummur bæði í Bretlandi og víðar. Hann hefur áður sent frá sér eitt smásagnasafn og í þessari nýj- ustu bók sem kom út fyrir örfáum vikum era tólf sögur. Archer segir að tíu þeirra séu byggðar á raun- veralegum atburðum og aðeins tvær séu algerlega tilbúningur hans. Hann getur ekki um hvaða sögur það era. Á hinn bóginn fannst mér sög- umar ákaflega misjafnar að gæðum og misjafnlega skemmtilegar af- lestrar. Sú fyrsta er hvað haganleg- ust og segir þar frá virðulegum manni í góðu starfi sem kemur að hjákonu sinni með öðram manni. Hann fyllist heiftarlegri afbrýði- semi og endar með því að hann verður konunni að bana. Miklar sálarkvalir fylgja í kjölfarið, en loks sér hann leiðina út úr þessu og tekst að beina grunsemdum lögreglunnar að hinu viðhaldinu. Með athyglis- verðum árangri. Framvinda sög- unnar, er hann fylgist með réttar- höldunum, er býsna spennandi og niðurlagið er snjallt og kemur á óvart. Það virðist á stundum í þessum sögum vera það sem Archer stefnir að frá upphafi: að hafa endi hverr- ar sögu sem ótrúlegastan og þó trúverðugan. Þetta tekst honum í sumum sagnanna mæta vel, en stundum verður þessi viðleitni full- áreynslukennd. Almennt verða sög- urnar ekki eftirminnilegar, en þær era snoturlega gerðar. Ég hallast eindregið að þvi'að þetta sé auðveld og þægileg bók aflestrar en mér finnst Archer hafa sett mikið ofan frá því hann skrif- aði Fremstan meðal jafningja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.