Morgunblaðið - 25.07.1989, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 25.07.1989, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ '989 9 HVERVANN? Vinningsröðin 22. júlí: X21 -X21 -111 -112 Heildarvinningsupphæð: 205.652 kr. 12 réttir = 143.992 kr. 1 var með 12 rétta - og fær 143.992 kr. í sinn hlut. 11 réttir = 61.660 kr. 17 voru með 11 rétta - og fær hver 3.627 kr. í sinn hlut. Hann er kominn aftur til að kenna í Stúdioi Jónínu og Ágústu! Vita Chipembere er frábær kennari frá Kali- forníu, sem hefur fengiö ótrúlegasta fólk til þess að „festast“ í líkamsrækt. Hann er örugglega einn fremsti kennari í líkams- rækt sem komið hefur til Islands. Magi, rass og læri — eróbikk — fitumæling og ráðgjöf um breytta lifnaðarhætti — þrekhringur — einkatímar — kennaratímar — morgun-, há- degis-, síðdegis- og kvöldtímar. Meðan Qórir af kennurum okkar eru á ráðstefnu (I.D.E.A) og í tímum í Los Angeles verður Vita, Anna Borg, Arnór, Mark, Ágústa Kr., Soffía, Halldóra, María ogjónína á sínum stað. Þú kemst í sumarskap hjá okkur, þar sem líkams- rækt er orðin lífsstíll hjá ótal, ótal mörgum ár Skeifan 7, 108 Reykjavík, S 689868 SÍMINN ER 689868 Laugardagur 22. )úll 1009 Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, í viðtali um árangur og horfur í stjórnun efnahagsmála: Stöndum á tímamótum Hvað kostar Borgaraflokkurinn allur? Það hefur gengið illa að koma Borgaraflokknum inn í ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar, þótt mikið sé talað. Forsætisráð- herra gerir sér vonir um að borgaraflokksmenn komist „inn úr kuldanum" fyrir haustið. Spurningin er aðeins um það hvað núverandi stjórnarflokkar treysta sér til að bjóða Borgaraflokkn- um, eins og fram kemur í viðtali Tímans síðastliðinn laugardag við forsætisráðherra. í Staksteinum í dag er fjallað um umrætt viðtal, þar sem kemur í Ijós að stjórnmál á íslandi snúast frem- ur um embætti en hugmyndir. Ráðherra- sósíalismi Fæstum kemur það á óvart að helstu vandamál vinstri stjómar skuli snú- ast um ráðherraembætti. Sagan gefur okkur mörg dæmi um slíkt. Vanda- málið nú er liins vegar annars eðlis en oft áður, þar sem vinstri flokkam- ir virðast ekki geta kom- ið sér saman um hvaða eða hversu mörgum ráð- herraembættum eigi að fóma fyrir fjórða stjóm- arflokkinn, — Borgara- flokkinn. Steingrímur Her- mannsson, forsætisráð- herra segir í viðtali við Tímann um helgina að lítill málefiialegur ágreiningur sé á milli stjómarflokkanna og Borgaraflokksins og að það yrði styrkur fyrir ríkisstjómina ef Borg- araflokkurinn kæmi til liðs við hana. Og forsæt- isráðherra svarar eftir- farandi þegar hann er spurður um það hvort hann telji að samkomu- lag náist um þátttöku Borgaraflokksins í ríkis- stjóminni fyrir haustið: „Eg geri mér vonir um það og held að það vanti aðeins herslumuninn þar á. Kannski strandar þessi málaleitan á stjómar- flokkunum, að þeir geti ekki orðið samstíga um það hvað Borgaraflokkn- um verður boðið upp á. Ég viðurkenni þó að þijú ráðuneyti fyrir fimm manna þingflokk er mik- ið, en mér sýnist dæmið ekki ganga upp öðruvísi, því miður.“ Stólar í stað málefiia Það er greinilegt að forsætisráðherra þykir Borgaraflokkurinn dýr, a.m.k. allur. Hann sér þó ekki aðra leið en þrjá ráðherrastóla, en mál- efhaágreiningurinn er enginn. í huga hans virð- ist sem borgaraflokks- menn geri ekki aðra kröfu en þá að fá þijá stóla. Fáist þeir ekki verði ekkert úr því að fimm þingmenn gangi til liðs við ríkisstjómina, með formlegum hætti. Það strandar því ekki á málefiium heldur nokkr- um stólum og titlum, sem hægt er slá um sig í framtíðimii. Er hægt að lá mörgum íslendingum sem telja stjómmál ómerkilega baráttu milli einstaklinga en ekki hug- mynda? Hvað þá hug- sjóna! Og forsætisráðherra er spurður að því hvað honum finnist vinnast með þvi að fá Borgara- flokkinn inn í ríkissljóm- ina frekar en hafa hlut- leysi hans: „Það hefúr ekki verið um það rætt að tryggja hlutleysi þeirra. Þeir hafa að vísu sýnt vi\ja til samstarfs og það höfúm við einnig gert. Við létum þá til dæmis fá fúlltrúa í sljóm Áburðarverksmiðjunnar. Mér finnst eðlilegt að Borgaraflokkurinn vifji hafa meiri áhrif gegnum þátttöku í ríkisstjóm." „Það sagði mér maður“ „Það sagði mér mað- ur,“ „mér hefúr verið sagt," era orðatiltæki, sem koma stjómmála- mönnum í góðar þarfir. „Menn sem þekkja vel til,“ er annað orðalag sem hægt er að nota. Forsætisráðherra er gjamt að visa til ein- hverra ónafiigreindra huldumanna, ekki aðeins þegar hann þarf að koma ákveðnum skoðmium á framfæri og vill hafa vað- ið fyrir neðan sig, heldur einnig þegar finna þarf sökudólga. Þetta kom ekki síst fram í Timavið- talinu, þar sem forsætis- ráðherra segir að einn helsti þrándur i götu ríkisstjómarinnar séu aðilar sem ekki vijja lækka vextina: „Það em mjög valdamiklir meim í þessu sjálfstæða peninga- kerfi sem virðast trúa á kreppuna til að leysa vandamálin. Þessir menn hafa sagt að það sé ekki um annað að ræða en fyrirtækin verði að fara á hausiim." Um hveija ætli forsæt- isráðherra sé að tala? Atvinnurekendur? Sam- tök launþega? Hveijir em það sem vifja að fyrir- tæki fari á hausinn? Þeir sem lána þeim peninga? Um hvaða fyrirtæki er verið að ræða? Hvaða valdamiklu menn em það sem standa i vegi fyrir því að vextir lækki? Á forsætisráðherra við Stefan Valgeirsson, formann bankaráðs Bún- aðarbankans, eða Krist- inn Finnbogason, vara- formann bankaráðs Landsbankans? Eða er forsætisráðherra að tala um sjálfan sig og samráð- herra sína vegna ásóknar í innlent sparifé og óstjómar í efiiahagsmál- um? Þetta er nú meira hall- ærið. En er á það bæt- andi með merkingalaus- um orðaleppum? jóðra kaupenda að rasteignaveðbréfum. Veitum ráðgjöf við kaup og sölu skuldabréfa. I verdbréfamarkaður Alþýöubankans hf | SUÐURLANDSBRAUT 30 PÓSTHÓLF 453 121 REVKJAVÍK SÍMI 91-680670

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.