Morgunblaðið - 25.07.1989, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 25.07.1989, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSHVTI/AIVINNULÍF ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 1989 Fundir Nýjar leiðir við lausn fjárlagahallans Dr. Walter Goldstein á hádegis- verðarfundi STJÓRNUNARFÉLAG íslands í samvinnu við Fjárlaga- og hag- sýslustofiiun býður til hádegis- verðarfiindar fimmtudag 27. júlí næstkomandi með dr. Walter Goldstein, stjórnsýslufræðingi, þar sem hann mun ræða um nýj- ar leiðir til að leysa flárlagahalla Bandaríkjanna. í frétt segir að dr. Walter Gold- stein hefi lengst af verið prófessor við Rockefelier College of Public Policy hjá Fylkisháskólanum í Al- bany, New York. Jafnframt hefur hann verið ráðgjafi við fjölmörg ríkisverkefni og hjá fyrirtækjum, t.d. IBM, AT&T og Shell. Dr. Walter Goldstein lauk B.Sc. gráðu í hagfræði frá London School og Economics, MA prófi frá North- western University og doktorsprófi frá Chicagoháskóla. Hann hefur skrifað margar bækur um hagfræði og skyldar greinar auk þess samið fjölda tímaritsgreina. Hádegisverðarfundurinn verður haldinn í Kristalsal Hótels Loftleiða og hefst kl. 12:15 og stendur til kl. 14:00. Handbók á ensku um íslenskan útflutning Morgunblaðið/Sverrir SORPPRESSA — Sett hefur verið upp til prufu hjá Eimskip í Sundahöfn sorppressa af gerðinni Bergmann. Innfiytjandi pressunnar er Sveinsson heildverslun. A myndinni sést Sveinn Kjartansson fram- kvæmdastjóri Sveinssonar við sorppressuna. Sveinn telur að pressur sem þessi muni verða hagkvæmar fyr- ir aðila sem mikið rusl fellur til hjá er tekið verður að innheimta gjald fyrir sorphreinsun eftir rúmmáli. Sveinsson flytur einnig inn minni sorppressur. Framsýn hf. hefur gefið út handbók á ensku um íslenskan útflutning og ferðamál. Þetta er í annað sinn sem fyrirtækið sendir frá sér handbók sem þessa, sú fyrri var fyrir árin 1987 til 1988 en þessi fyrir 1989 til 1990. Bókin nefhist Éxport Directory of Iceland and Tourism Guide 1989—90. Breytingar frá fyrri útgáfu eru helst fólgnar í því að uppsetning bókarinnar og uppröðun íslenskra útflutningsfyrirtækja hefur verið einfölduð til að gera bókina þægi- legri í notkun. Einnig fá ferðamál meira rými en áður og er Reykjavík til dæmis kynnt sem sérlega góður kostur sem ráðstefnuborg að því er segir í tilkynningu frá Framsýn. Þá er sagt frá þeim ferðaskrifstof- um sem bjóða upp á ferðir um landið og tilboðum þeirra lýst. Að auki eru í bókinni ýmsar tölfræði- legar upplýsingar um Island, sam- göngur til landsins, reglur um gjald- eyrisviðskipti og fleira. Ráðherrar utanríkismála, sjávarútvegs og iðn- aðar skrifa formála í bókina. Fyrri bókinni var dreift í gegnum sendiráð og konsúlöt íslendinga erlendis auk skrifstofa flug— og skipafélaga. Þá aðstoðuðu Islend- ingafélög, námsmenn og aðrir Is- lendingar búsettir erlendis við dreif- inguna. í ár er ætlunin að senda bókina til sömu aðila og fengu fyrra ritið. Auk þess verður henni dreift til erlendra ferðaskrifstofa og versl- unarráða. Töskur Pennin með einkaumboð fyrir Delsey ferðatöskurnar PENNINN sf. hefiur tekið við einkaumboði fyrir Delsey ferða- töskur á íslandi af Snyrtivörum hf. Delsey ferðatöskurnar eru framleiddar í Frakklandi og í frétt frá Pennanum segir að þær fáist í verslunum um land allt. Delsey var stofnað árið 1916 og fram- leiddi í fyrstu aðeins töskur fyrir ljósmyndavélar. Það var ekki fyrr en 1970 sem fyrirtækið hóf fram- leiðslu á ferðatöskum. Delsey mun vera annað stærsta fyrirtækið í Metsölublad á hwrjum degi! töskuframleiðslu er velta þess dollara á ári. um heiminum og 100 milljónir Fræðsla Hugmyndir um stóreflmgu innlends atvinnulífs Upplýsingaþjónusta H.í. vill virkja miklu fleiri aðila í nýsköpun UPPLÝSINGAÞJÓNUSTA Há- hefur verið lögð áhersla á upplýs- skóla íslands hefur undanfarin ingar um fjármögnun og eflingu tvö ár unnið að yfirgripsmikilli upplýsingaöflun með það að markmiði að stuðla að eflingu atvinnulífs á Islandi. Aherslan í þessu sambandi er einkum á ný- sköpun er tengist hátæknigrein- um og greinum á borð við upplýs- ingaiðnað en önnur svið eru einn- ig til athugunar. Hugmyndin að baki þessu er sú að gera megi stórátak í að efla innlent atvinnu- líf með því að gera miklu fleiri aðila virka í nýsköpun en nú er. í frétt frá Upplýsingaþjónustu Háskólans kemur fram að einkum nýsköpunar, framtakssemi og ný atvinnutækifæri. Hugmyndin er sú að tengja þá upplýsingaöflun við nám í HÍ í samvinnu við nemendur og kennara allt eftir áhuga þeirra og tilefni. Þá segir í fréttinni að með þessu móti megi efla þekkingu nemenda á því hvernig finna megi, skapa, skilgreina, þróa og hrinda í framkvæmd nýjum tækifærum til framfara og nýsköpunar. Með því að virkja þá sem búi yfir verulegri sérþekkingu og hæfileikum til að tileinka sér erlendar upplýsingar megi örugglega efla til mun fjöl- Fólk í atvinnulífinu Breytingar á yfírstjóm VíGlfells hf. LÝÐUR Á. Friðjónsson hefiir verið ráðinn framkvæmdastjóri Verksmiðjunnar Vífilfells hf. en nýlega voru gerðar nokkrar Tölvufræðslan Onnur bók á tveimur árum um Macintosh TÖLVUFRÆÐSLAN hefiir sent frá sér bókina „Macintosh" sem er fjölþaítt handbók um notkun Macintosh-tölva og algengasta hug- búnað sem notaður er við þær. Þetta er önnur bók Tölvufræðslunn- ar um Macintosh, en vegna hraðra framfara í tölvuheiminum hefur sú fyrri úrelst á tveimur árum. Bókin skiptist í 16 kafla sem hver um sig Qalla1, um ema gerð hugbúnaðar og grunnþætti í notkun hans. Þeirra á meðal eru forritin Hyper Card, Microsoft Word 3.0, PageMaker 3.0, Microsoft Excel, Omnis og MacDraw II. Höfundar bókarinnar eru tólf talsins. í inngangsorðum segir Jón R. Gunnarsson að tölvan Macintosh hafi markað tímamót í sögu einka- tölva þegar hún kom fram á sjónar- sviðið árið 1984. Þau fólust fyrst og fremst í því hversu auðvelt var að læra að nota hana. Myndræn framsetning kom í stað skipanaruna og flókin handtök voru gerð auð- veld með því að fela þau mús og nýta myndtákn til hins ýtrasta. Segir Jón það von útgefanda að bókin gefi lesendum vísbendingu um hentugt hugbúnaðarval, auð- veldi byijendum verk við tölvuna og veki áhuga þeirra sem ekki hafa enn haft kynni af Macintosh. breytingar á yfirsljórn fyrir- tækisins. Aðalfundur var nýlega haldinn í Vífilfelli hf. og tengdum félögum, að því er fram kemur í tilkynn- ingu. Þar voru teknar ákvarðanir um breytingar á yfirstjórn fyrir- tækisins, samfara ákvörðun um útgáfu jöfnunarhlutabréfa. Kristj- án G. Kjartansson lætur af starfi aðstoðarforstjóra Vífilfells hf. en mun framvegis gegna formennsku í stjórn Bjöms Olafssonar hf. sem er eignarhaldsfyrirtæki Vífiifells hf. Kristján sinnir einnig sérstök- um ráðgjafarverkefnum á stjórn- unarsviði. Pétur Björnsson, sem verið hef- ur forstjóri Vífilfells um árabil og stjórnarformaður, verður nú stjórnarformaður í fullu starfi. Lýður Á. Friðjónsson, hefur eins og áður segir verið ráðinn fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins. breytni þeirra atvinnutækifæra sem menn muni skapa og nýta á kom- andi árum. Verslun Frístundsf. kaupir vöruumboð Nesco hf. FRÍSTUND Rafeindatækni sf. keypti nýlega vöruumboð sem áður tilheyrðu NEsco hf. Þar með yfirtók Frístund sf. þjónustu við viðskiptavini Nesco svo og ábyrgðarþjónustu sem Nesco hafði með höndum og fleira. Frístund Rafeindatækni er til húsa að Skútuvogi 11 í Reykjavík og í frétt segir að þær vörur sem Nesco flutti inn, séu allar hjá Frístund sf. Þá segir að Frístund sf. verði fyrst og fremst heildversl- un en verði með sýningarbás fyrir vörurnar í Skútuvoginum. Geisli hf. - nýtt útgáfufélag stofhað ÚTGÁFUFÉLAGIÐ Geisli hf. var stofiiað 25. apríl síðastliðinn. í frétt frá félaginu segir að til- gangurinn sé útgáfiistarfsemi og innflutningur á hljómplötum. Geilsi hefur keypt allan útgáfu- rétt Gramm hf. og þegar liggur fyrir útgáfusamningur við Bubba Morthens. í tilkynningu segir að Geisli vinni í samvinnu við Steinar hf., sem sér um dreifingu á inn- lendu sem erlendu efni Geisla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.