Morgunblaðið - 25.07.1989, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 25.07.1989, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JULI 1989 Stjörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson Merkúr I dag er röðin komin að Merk- úr í lokayfirliti okkar um helstu þætti stjörnuspekinnar, afstöður, hús, plánetur og merki. Hugsun og hreyfileikni Merkúr er táknrænn fyrir rök- hugsun, máltjáningu og margs konar miðlun. Hann stjórnar taugakerfinu og taugaboðum og tengist því á vissan hátt hreyfileikni og líkamlegri snerpu. Hendur og handlagni og líkamleg fimi, ekki síður en vitsmunaleg, einkennir þá sem hafa Merkúr sterkan í korti sínu. • Umferðarskilti Merkúr er táknrænn fyrir þau tæki sem við notum til tjá- skipta, s.s. tungumálið, ritmál og alls konar táknkerfí og táknmyndir, m.a. auglýsinga- spjöld og umferðarskilti. Tvíburi/Meyja Merkúr stjómar Tvíbura og Meyjarmerkinu og 3. og 6. húsi. Þegar sagt er að ákveðin pláneta stjómi merki eða húsi er átt við að eðli hennar sé líkt og samsvarandi eðli merk- isins og hússins. Þessa líkam- legu og vitsmunalegu snerpu sem getið var um hér að fram- an má því oft sjá hjá fólki í Tvíbura' og Meyjarmerkinu. Merkúr er einnig sterkur þeg- ar hann er Rísandi í stjömu- korti eða á Miðhimni. Ef allar eða flestar spennuafstöður í ákveðnu korti myndast við Merkúr er einnig hægt að segja að hann sé sterkur. Sendiboði guðanna í goðafræðinni er Merkúr sendiboði guðanna. Hann var einnig guð vega, ferðalanga og stigamanna. Gagnrýni og tungumál Hæfileikar Merkúrs liggja á sviði rökhugsunar. Það táknar að fólk sem hefur hann sterk- an hefur tungumálahæfileika og á auðvelt með að sundur- greina mál í einingar, era ágætir gagnrýnendur og geta notið sín í fræðimennsku margs konar. Handverk Iðnaðarmenn og aðrir sem nota hendumar mikið við vinnu sína, s.s. teiknarar, hafa Merkúr einnig sterkan. Upplýsingamiðlun Önnur hlið á Merkúr tengist tjáskiptum og upplýsingamiðl- un. Blaðamenn, rithöfundar, túlkar, þýðendur og þeir sem svara í slma hafa sterkan Merkúr. Flutningar og akstur Fólk sem vinnur við flutninga og akstur flokkast einnig und- ir áhrifasvið Merkúrs. Það má segja að miðlun hans sé víðtæk, nái frá flutningi taugaboða og hugmynda yfir í það að flytja t.d. píanó eða stóra vöragáma. En alls staðar er það sama að baki, eða hreyftng. Merkúri fylgir því eirðarleysi og þörf fyrir stöð- uga hreyftngu. í einstaka til- vikum leiðar það • til tauga- veiklunar. Fólk sem hefur hann sterkan þarf því að hugsa vel um taugakerfi sitt. Verslun og viðskipti Að lokum má síðan geta þess að öll verslun og viðskipti margs konar falla undir Merk- úr, enda byggir kaup og sala, á miðlun vöru frá einum stað til annars. Bílasalinn málgefni er að sjálfsögðu með sterkan Merkúr, sem og sölumaður hljómflutningsgræjanna sem útskýrir fjálglega öll nýju tækniundrin sem hin stórkost- lega vara hans býr yfir. GARPUR LJÓSKA FERDINAND I UKE TO UIATCH THE> BIRP5 FLYIN6 50UTH FOK THE Mér fínnst gaman að sjá fuglana fljúga suður fyrir veturinn. Ég dáist að því hvemig þeir fljúga allir saman. BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Þegar aðeins er horft á spil NS lítur út fyrir að það sé góður sigur í sögnum að stansa í spaðabút. Geimið er vont, því sagnhafi má engan slag gefa á tromp og aðeins einn á hjarta. Suður gefur; allir á hættu. Norður ♦ 4 ¥ G7654 ♦ ÁG1063 *D3 Vestur ♦ 106 ¥ D82 ♦ KD52 ♦ K1087 Austur ♦ D52 ¥ K3 ♦ 974 ♦ Á9642 Suður ♦ ÁKG9873 ¥ Á109 ♦ 8 + G5 En það er freistandi að reyna geimið og það gerðu flest NS- pörin á EM í Turku,_ almennt með góðum árangri. í leik Is- lands og Austurríkis spiluðu Þorlákur Jónsson og Guðm. P. Arnarson 2 spaða og töldust góðir, allt fram að samanburði. Hinum megin höfðu Austurríkis- mennimir keyrt í flóra spaða. Útspilið var hjarta, sem leysti hálfan vandann, og síðan þurfti aðeins að svína fyrir spaða- drottningu. í leik Finna og Svía spiluðu bæði pörin 4 spaða. Tígulkóng- urinn kom út gegn Sundelin. Hann valdi bestu leiðna þegar hann spilaði strax hjarta á tíuna og reyndi svo að fella spaða- drottninguna. Sem gekk ekki. Hinum megin hafði Flodquist í austur skotið inn laufsögn og því kom vestur þar út. Flodquist leist ekki á tígullitinn í blindum, táldi nauðsynlegt að hirða slagi varnarinnar strax og spilaði hjartakóng. Einni svíningu síðar gátu NS skrifað 620 í sinn dálk. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á alþjóðlegu kvennaskákmóti f Sochi í Sovétrfkjunum í vetur kom þessi staða upp f skák þeirra önnu Akhsharumovu, sem hafði hvftt og átti leik, og Heintze, A-Þýzka- landi. 1S. RcxdSI? - cxd5, 16. Rxd5 - Dc6 (Tapar strax, en 16. — Dd6, 17. Bxf5 - Dxd5, 18. Bxc8 var einnig vonlaust) 17. Bb5! og svartur gafst upp, þvf hann tapar drottningunni. Akhsharumova hefur nú flutst til vesturlanda- ásamt eiginmanni sfnum Boris Guljko. Má búast við þvf að þau verði tiðir gestir á skákmótum á næstunni, því fyrir austan fengu þau fátækifæri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.