Morgunblaðið - 25.07.1989, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.07.1989, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2I5. JÚLÍ 1989 Sjóflugvél fór á hvolf í Skerjafírði SJÓFLUGVÉL af gerðinni Cessna 185, sem lá við festar í Skeija- firði, hvolfdi skömmu fyrir miðnætti síðastliðið laugardagskvöld. Engin vitni voru að atvikinu og eru tildrög þess ekki kunn. Flugmaðurinn er Bandaríkjamaður og ætlaði hann að verða fyrstur til að fljúga umhverfis hnöttinn án þess að lenda á flug- velli. Hnattferð sjóflugvélarinnar hófst í Seattle á vesturströnd Bandaríkjanna þann 30. júní síðastliðinn. Vélin kom hingað að vestan fyrir helgi og segir flug- maðurinn, Tom Casey, að hann hafi talið sig eiga auðveldari hluta ferðarinnar eftir. Héðan ætlaði hann að fljúga á sunnudaginn til Bretlandseyja, að Miðjarðarhafi, yfir Sovétríkin til Alaska og þaðan til aftur til Seattle. Talið er að sjóflugvélin hafi ol- tið á tólfta tímanum á laugardags- kvöldið. Enginn varð vitni að óhappinu og segist Casey ekki vita hvernig það bar að. Líkur hafa hins vegar verið leiddar að því, að snörp vindhviða hafi feykt vélinni á hvolf. í gær fóru kafarar úr björgun- arsveit vamarliðsins á Keflavíkur- flugvelli að sjóflugvélinni, könn- uðu aðstæður og björguðu ýmsu heillegu úr henni. Þá var ætlunin að reyna að snúa vélinni við, en kafararnir töldu það óráðlegt vegna grynninga. Tom Casey telur vélina ónýta og býst við fá hana að fulla bætta af tryggingafélagi sínu. Þrátt fyr- ir þetta óhapp ætli hann ekki að gefast upp, heldur gera aðra til- raun til hnattflugsins, sennilega strax næsta sumar. Morgunblaðið/Gunnar Vigfússon Vígslubiskup vígður í Skálholtsstifti Sr. Jónas Gíslason prófessor var vígður vígslu- biskup í Skálholtsstifti á Skálholtshátíð á sunnu- dag. Fjórir biskupsvígðir menn tóku þátt í at- höfninni og eru þeir frá vinstri, dr. Sigurbjöm Einarsson, herra Pétur Sigurgeirsson, herra Ólafúr Skúlason, séra Jónas Gíslason nývígður vígslubiskup í Skálholtsstifti og séra Sigurður Guðmundsson vígslubiskup i Hólastifti. VEÐURHORFUR í DAG, 25. JÚLÍ YFIRLIT í GÆR: Yfir Skandinavíu var 1.027 mb hæð en skammt austan af Hvarfi er 1.000 mb iægð sem hreyfist lítið og grynnist. Um 1.300 km suður í hafi var vaxandi 1.005 mb lægð á hreyfingu norður. Hiti breyttist lítið. SPÁ: í dag verður austlæg átt á landinu, víðast kaldi. Rigning verð- ur víða um land, þó verður líkiega þurrt um norðvestanvert landið fram eftir degi. Fremur hlýtt verður áfram. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á MIÐVIKUDAG:Norðaustiæg átt, skýjað en sennilega þurrt norövestanlands en suðvestanátt í öðrum landshlutum. Skúr- ir suðvestanlands en léttskýjað á Austurlandi. Hiti 9-15 stig. HORFUR Á FIMMTUDAG:Hæg vestan- eða norðvestlæg átt. Smá- skúrir við noröur- og vesturströndina en þurrt og bjart á Austur- og Suðausturlandi. Hiti 9-17 stig. TÁKN: x Norðan, 4 vindstig: ^ Vindörin sýnir vind- 10 Hitastig: 10 gráður á Celsius * stefnu og fjaðrirnar • V Skúrir -í \ Heiðskírt vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. * Él w A V Léttskýjað / / / / / / / Rigning IZZ boka £ / / / Þokumóða Hálfskýjað * / * 5 Súld A Skýiað / * / * Slydda / * / oo Mistur * * * -1* Skafrenningur jluVgl) Alskýjað * * * * Snjókoma * * * K Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hlti veður Akureyri 18 léttskýjað Reykjavik 12 skýað Bergen 24 lóttskýjað Helsinki 12 hálfskýjað Kaupmannah. 25 skýjað Narssarssuaq 10 léttskýjað Nuuk 3 þokuruðningur Osló 25 hélfskýjað Stokkhólmur 27 hálfskýjað Þórshöfn 12 súld Algarve 27 heiðskírt Amsterdam 25 mistur Barcelona 29 skýjað Berlin 18 alskýjað Chicago 21 mistur Feneyjar 28 þokumóða Frankfurt 23 þrumuveður Glasgow 25 mistur Hamborg 17 þokumóða Las Palmas 27 léttskýjað London 29 hólfskýjað Los Angeles 18 hálfskýjað Lúxemborg 26 léttskýjað Madríd 31 hálfskýjað Maiaga 31 léttskýjað Mallorca 30 léttskýjað Montreal 23 heiðskírt New York 25 mistur Orlando 26 léttskýjað París 25 rign. á sið. klst. Róm vantar Vin 28 skýjað Washíngton 27 mistur Winnipeg vantar Tíu tonna plastbátur sekkur á Breiðafirði BÁTURINN Elsa Lund frá Stykkishólmi sökk nálægt Höskuldsey á Breiðafirði um klukkan 11 á laugardagskvöldið. Leki kom að bátnum og fylltist hann af sjó á skömmum tíma. Tveir menn vom á bátnum og var þeim bjargað um borð í vélbátinn Hafstein frá Gmndarfirði. Elsa Lund var tíu tonna enskur plastbátur í eigu Björgvins Guð- munÖssonar og Hinriks Axelssonar í Stykkishólmi. Á laugardaginn höfðu þeir lagt lóðir ekki langt frá Höskuldsey og um klukkan ellefu um kvöldið urðu þeir þess varir að vélarrúmið var að fyllast af sjó. Sendu þeir þá út neyðarkall og fóru um borð í björgunarbát. Örfáum mínútum síðar variiáturinn sokk- inn. Þegar mennirnir höfðu verið í björgunarbátnum í um það bil klukkustund kom vélbáturinn Haf- steinn frá Grundarfirði til aðstoðar og flutti þá í land. í samtali við Morgunblaðið sagði Björgvin Guðmundsson að erfítt væri að segja til um orsakir þess að Elsa Lund sökk. Hér væri um að ræða tilfinnanlegt tjón, ekki síst vegna þess að þeir hefðu verið að selja bátinn. Ganga hefði átt form- lega frá kaupunum í byrjun ágúst. Grænlendingar hættir skuldasöfnun erlendis Grænlendmgar em hættir skuldasöfnun í útlöndum og hafa akveð- ið að greiða á næstu ámm erlend lán að upphæð 3 milljarða dan- skra króna, eða um 28 milljarða íslenskra króna, að sögn staðgeng- ils Jonathan Motzfeldts, formanns Ólafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra sagði á fréttamanna- fundi í síðustu viku, að ef ísland hætti ekki að reka ríkissjóð með halla og fjármagna hallann með erlendum lánum, endaði landið í sömu stöðu og Grænland og Fær- eyjar, skuldum vafið með takmark- aða möguleika á sjálfstæðum ákvörðunum. Þegar þetta var borið undir Per Henriksen, staðgengil Motzfeldts hjá grænlensku landstjóminni, sagði hann að Grænlendingar væru hættir skuldasöfnun. „Andstætt ýmsum öðrum þá ger- um við okkur ljóst hvert vandamál okkar er og við höfum ákveðið að grænlensku landstj órnarinnar. greidd verði lán að upphæð 3 millj- arða danskra króna á næstu 10 árum. Það er rétt að við áttum við mikinn lausaijárskort að stríða fýr- ir nokkrum árum og urðum að leysa þau með því að taka lán erlendis. Áður höfðum við ekki tekið nein lán í útlöndum. Við erum hræddir við erlendar lántökur; lítum aðeins á þær sem bráðabirgðaúrræði," sagði Henriksen. Þegar hann var spurður hvort honum þætti viðeigandi að íslenskur ráðherra nefni Grænland sem víti til varnaðar í efnahagsmálum, sagðist hann ekki vita hvenær ráð- herrann hefði verið í Grænlandi og kynnt sér málefni landsins. Eignir þrotabús Sigló tif sölu: Brunabótamatið um 170 milljónir króna EIGNIR þrotabús Sigló hf. á Siglufírði eru nú til sölu. Um er að ræða verksmiðjuna við Norð- urgötu ásamt vélum og tækjum og fímm herbergja íbúð á Hóla- vegi 16. Brunabótamat verk- smiðjunnar er 165 milljónir króna en íbúðarinnar 3,7 milljón- ir króna. Bústjóri þrotabúsins er Guð- mundur Kristjánsson hdl. Hann segir að hann sé fyrst og fremst að leita tilboða í eignirnar. Enn hafi enginn fyrirspurn borist um hugsanleg kaup enda nýbúið að auglýsa söluna. Siglunes hf. hefur eignir þrota- búsins á leigu frá 10. apríl sl. til sjö mánaða. Þeir sem hug hafa á kaupunum geta því ekki fengið eignirnar afhentar fyrr en eftir þann tíma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.