Morgunblaðið - 25.07.1989, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 25.07.1989, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 1989 45 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS u. JrW ’U If Þessir hringdu .. Fækka verður sel G.S. hringdi: „Það er mikið áhyggjuefni hve sel fjölgar ört við landið og er þetta mikil ógnun við aðal auðlind okkar. Ég tel að gera verði ráð- stafanir til að fækka selnum veru- lega ef ekki á illa að fara. Ekki verður annað séð en nú sé hér í uppsiglingu mikill samdráttur og er ástæðan fyrst og fremst sú að minni afli berst á land en áður. Eins og ástandið er duga engin vetlingatök heldur verður að gera allt sem í mannlegu valdi stendur til að vemda fiskinn í sjónum.“ Talnaleikur Á.F. hringdi: Fyrir skömmmu barst mér skrautprentaður bæklingur. frá hinu nýstofnaða Vátryggingafé- lagi íslands hf. sem varð til við sameiningu Samvinnutrygginga og Brunabótafélagsins. Þar er gefið í skyn að viðskiptavinir hagnist á sameiningunni en rök- semimar fyrir því virðst mér út í hött. Lagður er saman sá afslátt- ur sem viðskiptavinir geta notið í 11 ár og sagt að þeir fái 525 prósenta afslátt samanlagt! Hvað þýðir svona talnaleikur? Við- skiptavinir Samvinnutrygginga munu að minnsta kosti tapa á sameiningunni því nú fá þeir ekki tíunda árið iðgjaldsfrítt lengur nema þeir sem tryggt hafa þar í ifíu ár eða lengur. Þessi skraut- prentaði bæklingur hlýtur að hafa verið dýr. Hefði ekki verið nær að sleppa þessari útgáfu og reyna frekar að lækka iðgjöldin eitt- hvað? Það hefði áreiðanlega kom- ið sér betur fyrir viðskiptavinina.“ Köttur Svartbröndóttur köttur hefur verið í óskilum í Seli í Grímsnesi síðan í vor. Eigandi hans er beð- inn að hringja í síma 98-64441. Rúskinnsjakki Svartur rúskinnsjakki tapaðist í Tunglinu laugardaginn 1. júlí. Finnandi er vinsamlegst beðinn að hringja í síma 83847. Hjól Gyllt BMX hjól með svörtum plastbrettum og bláum lás festum á stýrið var tekið af dreng við Iðanaðarbankann í Breiðholti. Þeir sem kynnu að hafa orðið vitni að atvikinu eða vita hvar hjólið er niður komið em vinsamlegast beðnir að láta lögregluna vita. FjallalúfTur Fjallalúffur töpuðust í göngu- ferð á Esju 10. júní, annað hvort á fjallinu eða í bíl sem eigandinn fékk far með í bæinn. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í Sigurð í síma 83839. Kettlingur Gullfallegur vel vaninn sjö vikna gamall kettlingur fæst gef- ins í Keflavík. Upplýsingar í síma 14520. Sérstak- ar brautir fyrir hjól- reiðafólk Kæri Velvakandi. Ég vil taka undir með þeim sem skrifað hafa um hjólreiðar og bent á hversu lítið hefur verið gert fyrir hjólreiðafólk hér í borg. I borgum erlendis em víða sérstakar brautir með akvegum sem eingöngu em ætlaðar hjólandi vegfarendum. Er ekki tímabært að leggja slíkar brautir hér eða finnst mönnum mengunin frá bílunum bæta and- rúmsloftið eða hávaðinn frá þeim láta vel í eyrum? Minna yrði um slys ef bílum fækkaði og hjólreiða- mönnum fjölgaði. Það er rétt að stórhættulegt er að hjóla í umferð- inni og hef ég reynslu fyrir því. Grímur Skrifið eða hringið til Yelvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja miili kl. 10 og 12, mánu- daga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskiptingar, fyrirspumir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundur óski naftileyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina þvi til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér i dálkunum. Höfum opnað tannlæknastofu á HELLU, Suður- landsvegi 3. Viðtals- og tímapantanir þriðjudaga og fimmtu- daga frá 09-17 í síma 75311. Jóhann Guðmundsson tannlæknir, Jónas B. Birgisson tannlæknir. ■ I LD * STAÐREYND! stórkekkað verð á takmörkuðu magni... 180 Itr. kælir + 70 Itr. frystir 285 Itr. kælir + 70 Itr. frystir B: 59,5 cm D: 62,1 cm B: 59,5 cm D: 62,1 cm H: 126,'5-135,0 cm (stillanleg) H: 166,5-175,0 cm (stillanleg) 198 Itr. kælir + 146 Itr. frystir B: 59,5 cm D: 62,1 cm H: 166,5-175,0 cm (stillanleg) iiú aðeins nú aðeins nú aðeins 43.900 54.900 59.900 (stgr. 41.705) (stgr. 52.155) (stgr. 56.905) GÓÐIR SKILMÁLAR, TRAUST ÞJÓNUSTA 3JA ÁRA ÁBYRGÐ >FOniX HÁTÚNI 6A SÍMI (91)24420 Pústkerfi úr Iryðfríu gæöastáli í flest ökutæki Nýtt Islandi Framleiðsla er nú hafin á pústkerfum úr ryðfríu gæðastáli í flestar gerðir ökutækja og bifreiða. Komið eða hringið og kynmð ykkur pústkerfin sem endast og endast. 5 ára ábyrgð á efni og vinnu. Hljoúdeyfikerfi hí STAPAHRAUNI 3 HAFNARFIRÐI SÍMI 652 777 EB. NÝR DAGUR- SÍA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.