Morgunblaðið - 25.07.1989, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 25.07.1989, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR *25’. JÚLÍ 1989 39 Minning: Þórdís Einarsdóttir Fædd5. janúarl912 Dáin 16. júlí 1989 Fréttin af andláti ástvinar slær mann hljóðan. Jú, víst var aðdrag- andi en þegar fréttin svo kom þá stóð tíminn í stað. Hún Dísa amma er farin. Fyrst kom dofinn og allar minningarnar. Söknuður, tregi og gleði í bland. Já, gleði yfir því að nú er þjáning- um ömmu lokið. Hjá ömmu var alltaf gott að vera og það var jafnan mikil til- hlökkun að fá að koma til hennar. Við frænkurnar áttum margar gleðistundirnar hjá Viggó afa og Dísu ömmu í Hrannargötunni og seint gleymast hlátrasköllin úr eld- húsinu. Amma átti nóg hjartarúm fyrir alla og mátti ekkert aumt sjá og sást það best á því að alltaf átti amma matarbita handa hrafn- inum sem settur var á „steininn“ niðrí fjöru. Já, „Guð launar fyrir hrafninn" var sagt og það er víst að nú fær amma sín laun. Það voru alltaf börn í kringum afa og ömmu því þau voru barn- góð mjög eins og flest börn þeirra tima á Isafirði muna. Eftir að afi svo dó fluttist amma í Kópavoginn og áttum við þar margar góðar helgar áður en heilsu hennar fór að hraka fyrir alvöru. Við mælum örugglega fyr- ir hönd þeirra sem til þekktu að það er mikill missir að þeim hjón- um. Guð blessi ömmu okkar. Anna Þórdís og Ásta Þórdís Jóna Þórdís Einarsdóttir var fædd á Hafrafelli í Skutulsfirði. Foreldrar hennar voru húshjón þar, Einar Jensson og kona hans Guðrún Ámadóttir. Þórdís var snemma tekin í fóst- ur af sæmdarhjónunum Sigríði Jónatansdóttur og Sigurði Árna- syni er þá munu hafa búið í Engid- al en bjuggu á Kleifum í Seyðis- firði 1921—1925 er- Sigurður veiktist snögglega og lést viku síðar á sjúkrahúsinu á ísafirði. Eg sem þessar línur rita var smali hjá þessum hjónum á Kleifum og voram við Dísa jafnaldra. Við átt- um því margar stundir saman, bæði í námi og við störf. Dísa var einstaklega geðprúð og góður fé- lagi. Stundum sátum við yfir fé eftir fráfærar, undum við sól og regn úti í grænum hlíðum. Stund- um var veður risjótt og regnið vætti hveija spjör svo ekki var þurr þráður á smölunum, en ef sólin skein og ijöllin spegluðust í lygnum firðinum var einhver ólýs- anleg fegurð í allri tilverunni og ilmur af grasi og blómum, lyngi og fjalldrapa fyllti vitin og jarm- andi ær dreifðu sér um grænan hagann. Margt annað veitti berns- kunni unað og saklausa gleði. All- ir sem lifað hafa börn í sveit, hafa kynnst hamingjunni. ' Sigríður ekkja Sigurðar á Kleif- um, gat ekki til þess hugsað að dvelja á Kleifum eftir lát Sigurðar og flutti því um haustið 1925 til Péturs bróður síns er þá bjó með móður sinni í Neðri-Engidal í Skutulsfirði. Þangað fór Þórdís með Sigríði ásamt undirrituðum og tveim ungum kjörbörnum hjón- anna. Var þá nokkuð þröngt í baðstofunni þar. Þórdís var svo á vegum Sigríðar til 16 ára aldurs en eftir það sá hún um sig sjálf, átti þá lengi heima hjá Þórunni móðursystur sinni í Krók á ísafirði. Þórunn var gift Sveinbimi Helga- syni íshússtjóra á ísafirði. Ung eignaðist Þórdís dóttur með Guð- mundi Franklín Gíslasyni skip- stjóra í Reykjavík. Foreldrar Guð- mundar vora frá Breiðafirði og af Arnardalsætt, bæði. Dóttir þeirra er Sveinbjörg, f. 8. júlí 1931 gift Gunnari Guðna Sigurðssyni vél- virkja í Kópavogi. Sveinbjörg á 5 börn. 10. desember 1942 giftist Þórdís á ísafirði Viggó Guðjóns- syni netamanni og síldarútvegs- manni, áttu þau lengi heima á Hrannargötu 10 á ísafirði og ólu þar upp börn sín fjögur. Þegar Þórdís var orðin húsmóðir kom fljótt í ljós hversu góð kona hún var og svo gestrisin var hún að segja mátti að þar væri jafnan opið hús gestum og gangandi. Annaðist Þórdís börn sín með mestu prýði og kenndi þeim mannasiði svo að jafnan hafa þau borið móður sinni góðan orðstír. Strax í bernsku bar á því að Þórdís væri skyggn og fengi ýmis- legt augum litið er öðram var hulið. Þegar hún varð eldri hvarf þetta og var hún því fegin því sumt er hún sá var ekki geðfellt. Ég var stundum með henni á Kleif- um og I Engidal þegar hún sá fólk sem ég sá ekki utan einu sinni, en ekki skal þess getið hér. Þórdís var lagvís og söng oft við vinnu sína, enda jafnan mikil ró yfir henni og svipurinn lýsti innri sálarró. Á ísafirði bjuggu þau hjón þar til Viggó veiktist alvarlega og varð að fara suður til að leita sér lækn- inga. Flutti Þórdís í Kópavog og bjó þar síðan í Skólagerði 61. Þar átti hún íbúð í húsi bama sinna. Börn Þórdísar og Viggós era: Guðjón búsettur í Keflavík, á 2 börn, Guðmundur búsettur í Hafn- arfirði kvæntur Öldu Garðarsdótt- ur, eiga 4 börn, Guðrún gift í Kópavogi, sjúkraliði. Maður henn- ar er Jóhann Ólafsson, eiga 2 börn. Sælaug sjúkraliði gift Viðari Magnússyni frá Miðfelli í Hrana- mannahreppi. Þau eru búsett í Gnúpveijahreppi, eiga 4 börn. Viggó Guðjónsson maður Þórdísar var fæddur 10. desember 1902, dáinn 24. október 1976. Foreldrar hans voru Guðjón Luð- vig Jónsson gullsmiður og hafn- sögumaður á Isafirði af Arnardals- ætt og kona hans Helga Valgerður Ólafsdóttir Magnússonar af þekktri ætt í Önundarfirði. For- eldrar Einars, föður Þórdísar, vora Jens Kolbeinsson frá Galtarhrygg í Mjóafirði og konu hans Sigríðar Bjarnadóttur frá Minni-Bakka í Skálavík. Foreldrar Kolbeins vora Magnús Kolbeinsson húsmaður á Garðsstöðum í Ögursveit og kona hans Friðlaug Ingimundardóttir. Kona Kolbeins á Galtarhrygg var Guðbjörg Einarsdóttir frá Þernuvík, Jónssonar Bárðarsonar ríka í Arnardal. Frá Bárði er Arn- ardalsætt. Guðmundur Guðni Guðmundsson í dag er ég kveð ástkæra tengdamóður mína er mér efst í huga þakklæti fyrir að hafa kynnst henni og þeim hjónum, en tengda- faðir minn lést 24. október 1976. Þær samverustundir sem við átt- um og sá kærleikur ást og um- hyggja sem hún bar fýrir fjöl- skyldu sinni og vinum er okkar öllum dýrmætur sjóður og þá tryggð sem hún hélt við ísafjörð þótt henni auðnaðist ekki að fara þangað oft vegna heilsubrests. Við geymum minninguna um móður, tengdamóður, ömmu og langömmu í hjörtum okkar. Ég kveð hana með þessum fallega sálm: Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaður viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregátárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og ailt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Blessuð sé minning hennar. Tengdadóttir Legg ég nú bæði líf og'önd, ljúfí Jesús í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (H. Pétursson) Nú hefur elsku Dísa amma sem okkur þykir svo vænt um, kvatt þennan heim, eftir langa sjúkra- legu. Söknuðurinn er mikiil, en við vitum að þetta var best. fyrir hana og nú líður henni vel. Við minnumst hennar helst fyr- ir hversu iðjusöm og gefandi hún var. Alltaf þurfti hún að vera að og kunni þá best við sig í eld- húsinu. Ávallt þegar við komum í heimsókn biðu okkar nýsteiktar kleinur og ástarpungar eins og henni einni var lagið. Við minnumst hennar með mikl- um söknuði og þökkum fyrir þær stundir sem við höfum átt með henni. Hin langa stund er liðin, nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans' nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir. þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt, sem Guði’ er frá. i Nú héðan lík skal hefja, ei hér má lengur tefja í dauðans dimmum val. Ur innri harms og hryggða til helgra ljóssins byggða far vel í Guðs þíns gleðisal. (V. Briem.) Guð blessi Dísu ömmu okkar. Vigdís og Helga Björk Póstur og sími selur aðeins það besta og vandaðasta og er jafnframt ávallt til taks þegar þú þarft á þjóriustu að halda. Nýi farsíminn og myndsenditækin frá Pósti og síma eru frábrugðin öðrum tækjum, bæði í útliti og tæknilegum eiginleikum og svo er verðið alveg ótrúlegt. CETELCO er farsími sem með ótal nýjungum sannar yfirburði sína á flestum sviðum. CETELCO farsímann er einnig hægt að nota sem venjulegan borðsíma. NEFAX myndsenditækin fást í tveimur mismunandi stærðum og bjóða upp á fjölmarga tæknilega möguleika sem flest önnur myndsenditæki geta ekki státað af eins og innbyggðum símsvara. Komdu og kynntu þér þessi harðskeyttu hörkutól nánar. Það á margt eftir að koma þér á óvart. PÓSTUR OG SÍMI Póst- og símstöðvar um land allt og söludeildir Kringlunni, Kirkjustræti og Ármúla 27 Ný horhutól með traustan bohhjarl Farsími: Verð frá 95.800 kr. stgr. Nefax: Verð frá 99.800 kr. stgr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.