Morgunblaðið - 25.07.1989, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 25.07.1989, Blaðsíða 46
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 1989 46 Að vera firjáls eins og fuglinn marga valmöguleika í jöklaferð- um. Hægt er að fá ferðir sem taka nokkra tíma og upp í nokkra daga. í styttri ferðunum er farið á jökul- inn að morgni, farið í stutta ferð inn á jökulinn þar sem ferðalöng- um gefst kostur á að virða stór- brotið útsýnið fyrir sér og síðan er haldið til baka seinni hluta dags. Margra mannhæða háir ísdrang- ar fljóta um á jökullóninu. 7Í ferð um ævintýraheim Skálafellsjökuls ÞAÐ ER erfitt að ímynda sér það að óreyndu hversu hrikalegt og töfrandi það er að stíga fæti sínum á Vatnajökul. Finna fyrir þeim ógnarmætti sem í honum býr og hversu smár maðurinn er í raun. Tíminn flýgur og allt tímaskyn brenglast. Þú verður einn en þó í félagi við jökulinn, sólina og landslagið í kring. Það er óskaplega afslappandi að þeysast eftir hjarnbreiðunni á kraftmikl- um vélsleða, framundan er endalaus jökullinn, að því er njanni virðist, en til beggja handa hrikaleg Qöll og dalir, stórfenglegt útsýni. Hreint loftið leikur um vitin og það hvín örlítið í á ferð- inni. Tíguleg hjarnbreiðan veltur undir sleðann og það er líkast því að maður svífi á skýjabreiðu, frjáls eins og fúglinn. Það er stórkostlegt, eftir að hafa þeyst um ísbreiðuna, að drepa á vél '^sleðans og hlusta á þögnina sem ríkir þarna uppi. Ekkert rýfúr kyrrðina nema andvarinn sem leikur um. Enginn fúglasöngur, sjávar- eða árniður, ekkert vélahljóð eða neitt annað truflar. Þögn- in er allt að því ógnvekjandi, en hún er mál jökulsins og það er það mál sem ferðalangurinn er kominn til að tala ef hann heimsæk- ir jökulinn. Blaðamaður Morgunblaðsins fékk að kynnast þessum ævintýraheimi fyrir skömmu þegar Ferðamálaráð Islands bauð til ferðar á jökulinn með Jöklaferðum hf. á Höfh í tilefni af 25 ára aftnæli ráðsins. < ^ Stórbrotin náttúra Að morgni var haldið áleiðis til Hafnar í Hornafirði með vél frá Leiguflugi Sverris Þóroddssonar. Lágskýjað var þar til komið var austur fyrir Fagurhólsmýri. Þá ' -flugum við mót sól og heiðum himni. Frá Höfn var haldið ra- kleitt í átt til Skálafellsjökuls, sem er skriðjökull úr Vatnajökli, en á hann var ferðinni heitið. Ekið var með rútu, stórbrotna leið, upp að jökulröndinni í 850 metra hæð. Þar biðu farartæki þau sem nota átti í ferðinni um jökulinn, snjó- bílar og snjósleðar. Haldið var að skála þeim sem Jöklaferðir hf. hafa reist á jöklin- jim. Þar var snæddur hádegisverð- 'Tfr, „kalt borð“, en síðan var hald- ið í skoðunarferð á jökulinn. Farið var á Birnudalstinda en stórbrotið útsýni blasti við þegar þangað var komið. Strandlengjan frá Ingólfs- höfða að Eystra Homi á aðra hönd, Hvannadalshnjúkur, um- vafinn skýjaslæðu, fjöll og dalir að ógleymdri endalausri snjóbreið- unni á hina. Útsýni sem hrífur hvem þann er sér. Undur og feg- urð stórbrotinnar, óspilltrar nátt- úru íslands í sinni bestu mynd. Eftir dvölina á Birnudalstindum var ekið áfram um jökulinn. Um hæðir og dali og stoppað annað veifið til þess að njóta þeirra und- ursamlegu náttúrufegurðar sem fyrir augu bar. Sólin baðaði jökul- inn og umhverfi hans og maður fylltist orku á því að þeysast um á vélsleðanum og fá tilfinningu fyrir þeirri ósnortnu náttúru sem maður var kominn í snertingu við með dvölinni þama. Eftir að hafa ferðast um hjam- breiðuna daglangt var haldið að skálanum að nýju, þar voru þá fyrir bandarísk hjón sem dvalið höfðu á jöklinum í þrjá daga við skíðaiðkun. Sögðu þau dvölina hafa verið stórkostlega og lofuðu þá aðstoð og lipurð sem starfs- menn Jöklaferða hefðu sýnt þeim. „Kalt borð“ á jöklinum Tryggvi Ámason, fram- kvæmdastjóri Jöklaferða hf., sagði að fyrir 9 árum hefðu skoðunar- ferðir á jökulinn hafist og þá farið á Breiðamerkuijökul. „Þeir sem voru í þessu þá gáfust upp á ævin- týrinu fyrir 5 ámm. Árið 1985 voru Jöklaferðir hf. stofnaðar og hófum við þá ferðir á Skálafell- sjökul. Síðan þá höfum við byggt upp þessa starfsemi og unnið markvisst að því síðan að gera jöklaferð að álitlegum kosti fyrir ferðamenn," sagði Tryggvi. Hann sagði að þeir hefðu, með góðri samvinnu við Vegagerðina, látið gera vegarslóða að jökulröndinni. Það hefði verið kleift að komast með ferðalanga í rútum að jöklin- um þar sem hægt væri að koma þeim í snjóbíla til þess að feija inn á jökulinn. Jöklaferðir hf. bjóða upp á Hús Jöklaferða hf. Skálafellsjökli. í lengri ferðunum er aftur á móti farið lengra inn á jökulinn. Hægt er að fá ferðir fyrir hópa yfir í Kverkfjöll og Esjufjöll og taka þær ferðir þá þijá til fjóra daga. I öllum ferðum á jökulinn eru leiðangursstjórar sem eru vanir ferðum um jökulinn og leiðbeina fólki um hann. Hægt er að fara ferðir í snjóbíl eða á vélsleða eftir því hvort fólk vill heldur. Á vel afmörkuðu svæði í námunda við skála Jöklaferða geta þeir er áhuga hafa síðan tryllt um hjamið á vélfákum án fylgdar leiðangurs- stjóra. Tryggvi Árnason sagði að nokkrum sinnum hefðu hópar pantað matarveislu á jöklinum. Þá hefði verið útbúið kalt borð í orðsins fyllstu merkingu. Hlaðið hefði verið upp langborði og bekkj- ( 4.1, .1 1 >• ■ ) Ferðalangar njóta útsýnis og veðurblíðu á jöklinum með endalausar hiarnbréiður í kringum sig. ! m-fl ilíji ■ . ( I ( i jS . \ií ,\í £C ( t!>ll Mf.f Sl -----------------------(--------- um úr snjó og veisluföngum síðan raðað á borðið og drykkj afföng kæld með því að stinga þeim pfan í borðið. Hann sagði að veislur þessar hefðu tekist mjög velíog hefðu gestir varla átt orð til þess að lýsa ánægju sinni með þær. Daglegar ferðir eru á jökulinn og fer hópferðabíll frá Austurleið hf. frá Höfn í Hornafirði upp að jökulröndinni á hveijum morgni. Við jökulröndina bíða síðan starfs- menn Jöklaferða hf. og sjá um skoðunarferðir um jökulinn. Veit- ingar sem bornar em fram á jökl- inum koma frá Hótel Höfn á Hornafirði. Stressið hverfiir og tímaskynið brenglast Að sögn Tryggva hafa um 5(j)0 ferðamenn farið á jökulinn það sem af er sumri en síðasta sumar fóm um 1.600 manns í ferð ájök- ulinn, þrátt fyrir að veðurlag hafi verið afar óhagstætt. Hann sagði að það væri stígandi í þessu hjá þeim. Þeir hefðu á liðnum vetri farið á ferðakaupstefnur erlendis til þess að kynna þennan mögu- leika og hefðu fengið góðar undir- tektir. Sú kynning væri að byija að skila sér í sumar en með meiri auglýsingu og kynningu þá vonuð- ust þeir til þess að margfalda íjölda þeirra er heimsæktu jökul- inn á næstu ámm frá því sem nú er. Flestir þeir ferðamenn er fara í jöklaferð era erlendir ferðamenn en íslendingum hefur heldur farið fjölgandi. Tryggvi sagði að þeir vonuðust til þess að landinn færi að sýna þessum ferðum meiri áhuga því það væri einfalt fyrir alla þá sem leið ættu um Höfn í Homafirði að fara í dagsferð á Skálafellsjökul með Jöklaferðum hf. „Það er svo ótrúlegt ævintýri að fara þarna upp að ég held að ef fólk reynir það einu sinni þá jafnvel komi það aftur og aftur. Maður gleymir öllum erli hvers- dagsins og tímaskynið brenglast alveg, enda segja strákarnir sem era að vinna uppi á jökli að þeir hafi ekkert tímaskyn. Þeir eigi það til að gleyma að næra sig og átti sig stundum á því að það er farið að líða á daginnn af því að þeir era orðnir svangir. Þeir líta yfir- leitt ekki á klukkuna fyrr því það er ekkert sem rekur á eftir. Þú ert fijáls þarna uppi og það sem er ef til vill lang best, allt stress hverfur út í veður og vind. Það er hreinlega ekki hægt að hafa áhyggjur og stress með sér þarna upp, það gleymist bara alveg,“ sagði Tryggvi. Kristallar og kynjamyndir Eftir ferðina á Skálafellsjökul var haldið að jökullóninu. Á lóninu era bátar og er boðið þar upp á bátsferðir allan daginn. Bátsferðin tekur tæpa hálfa klukkustund og er siglt innan um stóra og mikla ísjaka sem era í lóninu. Við fóram í siglingu um lónið og fengum að kynnast þeirri fegurð sem þar er að finna. ísjakarnir skapa alls konar kynjamyndir og hægt er að sjá hina ólíklegustu hluti ef ímynd- unaraflinu er gefinn laus taumur- inn. ísinn smá bráðnar í lóninu og í sólinni verður hann eins og feg- ursti kristall. Þegar komið er svolítinn spöl inn á lónið þá er umhverfið líkara því að verið sé að sigla á Grænlandi frekar en á litlu lóni við suðurströnd íslands. Þetta er ótrúlegt og hálfgert ævin- týri að kynnast þessu. Það var eins og maður fylltist einhveijum trega að kveðja jökul- inn og þegar hann smám saman hvarfúr augsýn út um litla glugga flugvélarinnar gat maður ekki annað en lofað sjálfum sér því að heimsækja þessa paradís ein- hvemtíma aftur. Jökullinn hafði náð að grípa svo sterkt í sálina með segli sínum að þau tök verða ekki auðveldlega losuð. Texti og myndir: Grímur Gíslason .&íí.l 10/11 iioj^ni/iiooia. i . íA, « 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.