Morgunblaðið - 25.07.1989, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.07.1989, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 1989 Athugasemd um k^nning- armyndir Háskóla íslands eftirSvein Einarsson Páll Sigurðsson f.h. Kynningar- nefndar Háskóla íslands skrifar 12. júlí í Mbl. einu sinni enn um kynningarmyndir Háskólans og virðist ekki geta sætt sig við að það starf sem kynningarnefnd þessi hefur innt af hendi standist ekki kröfur sem nógu álitlegt al- mennt dagskrárefni fyrir Sjón- varpið. Hann vitnar til könnunar sem Félagsvísindastofnun hefur verið látin gera, þar sem fram kemur að níu af hveijum tíu sem spurðir voru „vildu fá aukna vitn- eskju um Háskólann". Það er ánægjulegt, en segir hins vegar ekkert um það hvernig umræddar kynningarmyndir voru af hendi leystar. Sannleikurinn er sá, að mjög mikið er um að stofnanir og félaga- samtök láti gera þætti um starf- semi sína og reyni síðan að koma því á-framfæri við Sjónvarpið. Þó að margt af þessu sé gert í góðu og lofsverðu skyni, reyndar þó Athugasemd — frá Sementsverk- smiðju ríkisins og íslenska j árnblendi- félaginu hf. um íjár- muni til rannsókna vegna jarðganga undir HvalQörð í símatíma Rásar 2 Ríkisútvarps- ins nýverið gagnrýndi maður nokk- ur, að Sementsverksmiðja ríkisins og íslenska jámblendifélagið hf. skuli hafa boðið fram fjármuni til rannsókna til undirbúnings jarð- göngum undir Hvalfjörð. Honum þótti þessi fyrirtæki ættu að endur- greiða þær miklu summur, sem ríkissjóður hefur lánað þeim, áður en þau færu að bjóða fram svona nokkuð. Ef þessi skoðun mannsins skyldi vera útbreidd, þykir þessum fyrir- tækjum nauðsynlegt að upplýsa eftirfarandi: Sementverksmiðja ríkisins skuld- ar ríkissjóði ekkert. Sementsverk- smiðjan hefur aldrei notið styrks úr ríkissjóði, stofnfé til hennar var hverfandi, svo allt fé hennar er sjálfsaflafé. Þar á ofan mundi sementssala til jarðgangagerðar undir Hvalfjörð skapa verksmiðj- unni tekjur, sem eru mun meiri en þeir fjármunir, sem verksmiðjan kynni að leggja fram í þessu sam- bandi. Síðast en ekki síst, mundi verksmiðjan hafa hagræði í rekstri sem næmi háum íjárhæðum á ári hverju, af þeim skipulagsbreyting- um á sementsflutningum, sem göng undir Hvalfjörð mundu gera mögu- legar. Jámblendifélagið skuldar heldur ekki neitt til ríkissjóðs. Það fé, sem ríkissjóður hefur lagt verksmiðjunni til, hefur verið hlutafé og hinir er- lendu eigendur hafa lagt fram sam- svarandi hlutafé sem svarar til hlutafjáreignar þeirra. Greiði jám- blendifélagið ríkissjóði fé, gerist það í formi arðs eins og gert var á yfir- standandi ári, með þeim hætti, að fyrir hveijar 55 milljónir króna, sem ríkissjóður fær í sinn hlut, þarf fé- lagið að greiða 45 milljónir króna úr landi til hinna erlendu hluthafa. Ráðstöfun fjármagns jámblendi- félagsins til einhverra nytsamra þarfa hér innanlands er þess vegna næstum að hálfu ráðstöfun á fé í erlendri eigu í þágu íslenskra hags- muna. Þess er vænst, að þessar upplýs- ingar nægi til að eyða misskilningi, sem leiðir til gagnrýni af því tagi, sem varð tilefni þessarar athuga- semdar. misvel frá faglegu sjónarmiði, myndi það æra óstöðugan að sinna öllu slíku efni og hætt er við að í dagskránni yrði lítið um annað innlent efni. Kynningarmyndimar um einstakar deildir skólans vom ekki annað en námskynning og málið ber brátt að, þannig að ljóst var að háskólamenn vildu þannig nota Sjónvarpið til að beina stúd- entum inn í ákveðnar deildir, þ.e. þær þijár sem búið var að gera myndir um. Eðlilegra hefði verið að ljúka þáttaröðinni og bjóða hana síðan í heild. Trúlega hefði þó nið- urstaðan orðið sú sama, ef stjórn- völdum er einhver alvara með fræðsluvarpinu, þá er það einmitt efni af þessu tagi sem þar á heima. „Sjónvarpið hefiir árum og áratugum saman sýnt Háskólanum og málum hans áhuga og mun svo og verða í framtíðinni, alveg burt- séð frá því hvernig kynningarnefiid skól- ans tekst í sinni við- leitni.“ Um heimildamyndirnar um ein- staka háskólamenn er það að segja að Sjónvarpið valdi að sýna aðra þeirra, sem boðin var; hins vegar er því ekki að leyna, að þeir fag- menn, sem stóðu að verki, komu af ljöllum er þeim vitnaðist að þetta efni ætti að koma fyrir al- menningssjónir en ekki að geymast í heimildasarpi Háskólans. Við gerð þátta þarf nefnilega að taka mið af því til hvers þátturinn er gerður ög hveijum hann er ætlað- ur; það gildir einnig um hagnýtar námskynningar. í svari Sjónvarpsins til Kynning- arnefndar var þess getið, að Sjón- vaipið væri tilbúið að láta í té fag- lega þekkingu við gerð sjónvarps- efnis, ef framhald yrði á starfi þessarar kynningarnefndar. í stað þess var rokið upp með móðgelsis- skrif og má það undarlegt heita, fyrst Stöð 2 tók að sér að sýna umrædda kynningarþætti og fór auðvitað vel á að auka hlut inn- lends efnis þar á bæ. En tilboð Sjónvarpsins um fag- lega samvinnu stendur enn, enda boðar það ekkert áhugaleysi gagn- vart málefnum Háskólans þó menn vegi og meti gildi sjónvarpsefnis. Margt forvitnilegt mætti taka fyrir úr starfi þéssarar æðstu mennta- stofnunar þjóðarinnar, sem alþjóð hlýtur að hafa áhuga á, t.a.m. þá stefnumótun að tengja hagnýtar rannsóknir háskólamanna atvinnu- lífinu, skipulagsmál Háskólans, sem nýlega var deilt um, frá deild- arskiptingu, sem t.d. meinar fólki að lesa samtímis sögu og stærð- fræði; m.ö.o. að taka á gagnrýn- inni og vitrænan hátt á púlsinum á því sem skólinn er að móta með sér. Sömuleiðis er það í hugsun góð stefna að bregða upp andlits- myndum af merkum háskólamönn- um og varðveita sögu skólans með þeim ráðum, sem nútímanum eru tiltæk. Sjónvarpið hefur árum og ára- tugum saman sýnt Háskólanum og málum hans áhuga og mun svo og verða í framtíðinni, alveg burt- séð frá því hvernig kynningarnefnd skólans tekst í sinni viðleitni. Höiundur er dagskrárstjóri hjá Sjónvarpinu. Verðbréfabók VIB: YFirlit, upplýsingar og svör Hver eru eignamörkin fyrir 2,95% eignarskatt? Hvenær er heimilt aö draga kaupverð hlutabréfa frá tekjuskattsstofni? Hvaða skuldabréf eru algjörlega skattfijáls? Skattamálin geta skipt miklu máli við ávöxtun peninga. VIB sendir eigendum Verðbréfabókarinnar allt- af nýjustu upplýsingar um skatta- inál og þannig geturðu hagað seglum eftir vindi. I Verðbréfabókinni getur þú einnig geymt á einum stað ýmsar upplýsingar um verðbréfin s.s. kvitt- anir, ljósrit, yfirlit yfír gjalddaga og fleira. Þar er líka að finna ýmis góð ráð í sambandi við spamað og kaup á verðbréfum og skilgreiningar á ýmsum hugtökum í verðbréfa- viðskiptum. I einu vetfangi geturðu séð hvað þú átt: í aðalhluta Verðbréfabókarinnar geturðu skráð ýmsar upplýsingar um verðbréfaeignina, t.d. tegund bréfa, kaupdag, nafnverð, gengi á kaupdegi, og kaupverð svo eitthvað sé nefnt. VIB sendir eigendum Verðbréfabókarinnar svo upp- lýsingar um nýtt gengi verðbréfa ijórum sinnum á ári. Þannig geturðu fylgst með verðmæti bréfa þinna og séð í einu vetfangi hvað þú átt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.