Morgunblaðið - 25.07.1989, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 25.07.1989, Blaðsíða 37
MORGUNBLÁÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 1989 H37 Svava Þórarins- dóttir — Minning Fædd 29. maí 1917 Dáin 17. júlí 1989 Mig langar að segja nokkur kveðjuorð um tengdamóður mína, Svövu Þórarinsdóttur, sem lagt hef- ur í ferðina löngu til feðra sinna eftir að hafa háð baráttu við sjúk- dóm þann sem bar hana ofurliði. Svava var sú manngerð sem-aldr- ei kvartaði og gerði alla tíð lítið úr sínum veikindum því hún viidi ekki ónáða aðra með því sem að henni steðjaði. Hún lifði fyrir það að hugsa um aðra og taka vel á móti þeim sem sóttu hana heim og það geta þeir tekið undir sem henni kynntust. Svava fæddist í Kollsvík í Rauða- sandshreppi, Barðastrandarsýslu, þann 29. maí 1917, dóttir hjónanna Guðmundínu Einarsdóttur og Þór- arins Bjarnasonar sem bæði eru látin. Hún var sjöunda í röðinni af tólf systkinum. Ári áður en hún fermdist fluttist hún með fjölskyldu sinni til Patreks- fjarðar þar sem hún bjó þar til hún fór, 17 ára gömul, til Reykjavíkur vegria þess að litía vinnu var að hafa fyrir vestan, nema þá á sumr- in. Hún hóf störf sem stofustúlka, sem kallað var, hjá Jónasi Sveins- syni lækni sem hún bar mikla hlýju til enda reyndust þau hjónin henni mjög vel, sem er mjög mikilvægt fyrir unga stúlku sem fer langt frá föðurhúsum til vinnu. Þar næst hóf hún störf hjá Dósaverksmiðjunni sem móðurbræður hennar ráku. í Reykjavík kynntist Svava eftir- lifandi eiginmanni sínum, Valgeiri Sveinssyni skósmið frá Seyðisfirði. Með honum eignaðist hún fjögur börn sem eru Olafía Eva, var gift Sveinbimi Ársælssyni, sem látinn er, og eignaðist með honum soninn Hlyn Þór. Næstur í röðinni er Sveinn, kvæntur Ásdísi Sigurðar- dóttur og eiga saman fimm börn, Ægi Örn, Valgeir, Helga Frey og tvíburadætumar Öldu Mjöll og Evu Dögg. Þar næst Þórarinn sem kvæntur var Stellu Meyvantsdóttur og eiga þau saman soninn Sigurð, og síðust í röðinni er Guðlaug, gift undirrituðum og á soninn Stefán Baldvin og dótturina Hildi. Svava eignaðist því níu barnabörn sem hún unni miklum ástum. Þau fundu því vel hversu góða ömmu þau áttu og er því missirinn mikill fyrir þau sem alltaf voru velkomin til henn- ar, en það er mikil huggun fyrir þau að hafa áfram Valgeir afa sem hefur ekki síður reynst þeim góður og ástkær afi. Seinustu árin hrakaði heilsu Svövu en hún reyndi að láta ekki mikið á því bera, slíkur var dugnað- ur hennar. Svava lést á heimili sínu, eins og ósk hennar hafði verið, þann 17. júlí. Valgeir minn, sem var henni stoð og stytta og hlúði vel að henni veikindum hennar, missir þinn er mikill en styrkur þinn og ást barna þinna og barnabama til þín munu styðja þig á ókomnum árum. Með þessum orðum kveð ég ást- kæra tengdamóður mína og ég þakka henni fyrir þau ár sem ég þekkti hana. Megi hún hvíla í friði. Stefán Andrésson Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal- stræti 6, Reykjavík og á skrif- stofú blaðsins í Hafharstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Nokkur kveðjuorð til okkar hjart- kæru systur, sem svo snögglega var hrifin á brott frá okkur. Hún hafði um tveggja ára skeið gengið með þann sjúkdóm er nú lagði hana af velli. Þó hún hafi oft verið illa hald- in bar hún sjúkdóm sinn með ein- stöku æðruleysi. Svava fæddist í Kollsvík í Rauða- sandshreppi, dóttir hjónanna Guð- mundínu Einarsdóttur frá Stekka- dal og Þórarins Bjarnasonar frá Kollsvík. Þar bjuggu foreldrar okk- ar til ársins 1930 en fluttu þá til Patreksfjarðar. Tólf vorum við systkinin, en þijú dóu ung, fjögur eru enn á lífi. Við systkinin eigum svo ótal- margar kærar minningar um Svövu sem aldrei gleymast. Þó fátækt hafi verið mikil á æskuheimili okk- ar, hrannast nú upp hugljúfar myndir af foreldrum okkar sem gáfu okkur svo mikið af andlegum auð. Sú sparsemi, nýtni og nægju- semi sem okkur var kennd reyndist ekki síst Svövu gott veganesti, því hennar starfsvettvangur í lífinu var heimili hennar. Heimilið var hennar heimur og ætíð var hún til staðar að hlúa að sínu fólki. Oft átti hún við vanheilsu að stríða, en ekki var kvartað, slíkt var æðruleysið. Hún naut þess að eiga hjálpsaman eigin- mann, Valgeir Sveinsson, skósmið, frá Seyðisfirði. Þau eignuðust fjög- ur mannvænleg börn, þau eru Ólaf- ía Eva, Sveinn, Þórarinn og Guð- laug. Barnabörnin eru átta og voru öll stolt ömmu sinnar og er söknuð- ur þeirra því mikill. Heppin var hún með börnin sín og sýndu þau henni mikla alúð og hlýju í veikindum hennar. Við eigum mikið að þakka þeim hjónum Svövu og Valgeiri. Heimili þeirra stóð okkur alltaf opið og börnum okkar, sem gjarnan færðu sér í nyt gestrisni þeirra og um- hyggju á uppvaxtarárum sínum. Þau minnast nú Svövu með mikilli hlýju. Við biðjum Guð að blessa minn- ingu Svövu systur okkar og þökkum samfylgdina. Valgeiri, börnum, tengdabörnum og barnabömum sendum við okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Systkini HIMINN, HAF OG CAF Café Noir er kaffið sem þú nýtur á unaðsstundum, með þeim sem þér er annt um. Café Noir er kaffi með mýkt og fyllingu. Café Noir er blandað úrvalskaffi frá bestu kaffisvæðum heims. Café Noir frá Merrild Kaffið fyrir lífsins stjörnustundir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.