Morgunblaðið - 25.07.1989, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 25.07.1989, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JULI 1989 * Haraldur Olafsson bankaritari - Minning Látinn er í Reykjavík Haraldur Ólafsson, eftirminnilegur einstakl- ingur er eigi fór alfaraveg, drengur góður og hinn mesti vinur minn. Haraldur var húmoristi fram í fing- urgóma; fá voru þau mál er hann sá ekki í spaugilegu ljósi. Návist Haraldar varð því ærin skemmtun hverjum sem hennar naut, og spillti ekki, að Haraldur var sérlundaður í bezta lagi. Voru þau þannig ófá málin sem hann leit öðrum augum en samferðamenn, og tjóaði ekki mörgum að telja Haraldi hughvarf. Hann vissi betur. Enda engin furða, hann hafði brosað út í annað munn- vikið yfir vitleysunni sem hinir grétu. Haraldur Ólafsson reyndist mér mikil hjálparhella í stríði dægranna og naut ég þar áhuga hans á forn- um fræðum. Hann var ættaður af Rangárvöllum, þekkti þar hvern krók og kima og rannsakaði kort að auki. Áttum við saman marga ferðina yfir þau fornfrægu vé, sem þar getur að iíta, og urðu þau Margrét ísólfsdóttir kona hans og föðursystir mín, fágætir vinir okkar hjóna. Að auki safnaði Haraldur fornum gripum allra tegunda og —-bjjargaði ýmsu sem annars hefði farið í glatkistuna. Vann hann að söfnun sinni af stakri natni og sam- vizkusemi, skráði allt rétt á réttum stöðum og gaf síðan minjasöfnum hér og þar. Munu minjasöfn íslands vart standa í þakkarskuld við aðra menn meir en Harald Óiafsson. Haraldur bjó í fyrra lífi á ísafirði, sagði hann, en í rauninni var ekk- ert merkilegt við það, fæðingin eft- ir sama kerfi og tíðkast við Djúpið og sérstaklega í Trékyllisvík, það eina skrýtna, að hann sjálfur skyldi látinn koma í heiminn. Svo órann- sakanlegir eru vegir Guðs. En hann og Drottinn áttu sameiginlegt áhugamál, því að Drottinn safnaði forngripunum, og var Haraldur þó ekki alltaf sáttur við aðferð himna- föðurins. Drottinn stóð honum nefnilega ekki á sporði að því leyti, að hann eyddi forngripunum en Haraldur gaf sína á minjasafnið að Skógum. Þar brast himnaföðurinn ímyndunaraflið, sagði Haraldur. Fyrstu' raunverulegu kynni mín af Haraldi urðu þegar Hekla gaus 1947; þá áttum við saman í íjörug- ustu útilegu iífs míns við hraun- strauminn ásamt Oddi iækni, bróð- ^jn.rr hans, og Margréti. Síðan hefur vart orðið lát á fjörgosum Haraid- ar; það sem maður minnist kannski helzt eru frásagnir hans af þeim atvikum, sem fæstir verða aðnjót- andi í úthverfum Reykjavíkur. Þar mætti til dæmis minna á það, þegar kettir við Nökkvavoginn fengu inflúensuna, faraldur að menn héldu (rímar við Haraldur), vírus af Hong Kong-stofni. En hún var svo til komin, að allir kettir í Vogun- um þurftu endilega að gera sér vanhús að Nökkvavogi 62. Þetta gekk þvert á lífsskoðun Haraldar, því að honum þóttu illir kettir. Þeg- ar fimm eða sex kettir höfðu komið við hjá honum einn daginn og - slprænt á sama blómið eftir að hafa þefað rækilega af Kölnarvatni hinna kattanna, setti Haraldur pip- ar í blómkrónuna. Var það sem við köttinn mælt, því að halarófan af köttum, sem gengu bísperrtir til sprænunnar við Nökkvavoginn tók nú að hnerra líkt og tóbakskarlar vestra. Læknaðist garðurinn af kattafári upp frá því og notaði Haraldur garðkönnu síðan. Hvarf svo sá ilmur af Kölnarvatni, sem Haraldur hafði áður fengið ókeypis. En þessi var hin raunveruiega inflú- ensu kattanna í Vogunum um árið. Vírus af H-stofni. Tvennt þótti Haraldi vænna um en annað, Margréti konu sína og dótturina Þuríði og fjölskyldu henn- ar á Selfossi. Þar var hugur hans i jafnan þá er hin kyndugri málefni 1 þjóðfélagsins urðu ekki á vegi hans. i Haraldur var heppinn á banastund- jnni; hann sat þá og drakk kaffi hjá Þuríði. Skyndilega féll bollinn úr hendi hans og drottinn kallaði hann til sín. Sjálfur hefði hann áreiðanlega sagt, að nú væri Guð aftur tekinn til við fornleifarann- sóknir, ellegar þá að þar hefði .gott kaffi farið fyrir lítið. Sú var aðferð hans við útlistun á vandamálum þessa heims. Og fyrir það skal hann hafa þökk, nóg er af jarminu í ver- öldinni. Drengur góður sem fer eig- in leiðir og skilur hvarvetna eftir bros og kátínu er vandfundinn. En slíkur var Haraldur. Einar Pálsson Þegar ég skrifaði hér á dögunum greinarstúf um vin minn Harald Ölafsson áttræðan, datt mér ekki í hug, að hann ætti svo skammt eftir í heimi hér, hann var ávallt svo hress og átur og það þrátt fyrir að hann væri farinn að gjörast nokkuð eilimóður — en svona fór það og því sest ég hér enn niður og ætla að minnast þessa góða drengs. Það er svo margt sem Haraldur hafði áhuga á og ég get ekki um í afmælisgreininni og því ætla ég að geta þess að nokkru hér. Eins og ég gat um hafði Haraldur mikið yndi af ljóðum, enda var hann skáld gott. Oft ræddum við um góðskáld okkar og þá fann ég, að Davíð Stef- ánsson var hans uppáhaldsskáld og Einar Benediktsson kom þar Iíka mjög nærri. Haraldur skýrði það fyrir mér hvernig Alþingishátíðar- ljóð hefði borið af, enda var þá kyndill skáldskapar okkar íslend- inga kominn úr höndum Einars Benediktssonar í hendur Davíðs sagði hann. Þetta er alltaf svo, að einn tekur við af öðrum á sumum, en alls ekki svo á öllum sviðum. Haraldur var mikill áhugamaður um náttúru landsins og hann átti mjög gott bókasafn og fallegt því hann fór frábærlega vel með bækur sínar og ég man alltaf hve hann varð glaður er hann keypti Ferða- bók Þorvalds Thoroddsen, fyrstu útgáfu í fallegu bandi. Þessar bæk- ur fékk hann í Bókaverslun Snæ- bjarnar við hliðina á bankanum og þær stóðu á borðinu hans og ég sat á móti honum og veitti því athygli hve hann horfði fullur aðdáunar á bækurnar — og oftast, þegar ég heimsótti hann, tók hann þessar bækur fram og sagði: „Manstu þeg- ar ég fékk þær þessar?" Haraldur _ átti allar Árbækur Ferðafélags íslands og ég held tvö- falt sett. í þeim bókum var all- margt mynda, sem hann hafði tek- ið, og þær eru frábærar. Þegar Hekla gaus 1947 var Haraldur kominn með myndavélina og tók fallegar myndir af gosinu og eru þær í bókum og blöðum frá þeim tíma. Haraldur hvatti mig til þess að ferðast um ísland — kaupa Árbæk- ur Ferðafélagsins og lesa þær áður og eftir ferðir um þau svæði, er tilheyrðu. Haraldur átti Rollieflex-mynda- vél og hún var ekki látin liggja ónotuð. Ekki aldeilis, og næmt auga hans fyrir fegurð landsins og fimir fingur festu á filmur allt sem þar var að sjá. Ég man líka eftir, að hann var eitt sinn á ferð á Stokks- eyri og þar fór hann í fjöruna og í litlu pollunum voru ýmis smádýr sem næmt auga hans greindi og þá var smellt af. Það var sama hvort hann tók mynd af síli í polli, mekki úr Heklu eða tignum hjálmi Eiríksjökuls, allt var unnið af sömu leikni og list. Þegar Einar Pálsson kom fram með kenningar sínar tileinkaði Har- aldur sér þær af þeirri alúð sem honum var lagin. Hann fór nokkrar ferðir með Einari og þeir flugu yfir Fljótsdalsheiðina og Landeyjar og þar tók Haraldur myndir sem þeir síðan notuðu við rannsóknir sínar. Þeir fóru einnig í Dyrhólaey og það var mjög merk ferð. Haraldur sagði mér æði margt um bæði ferðina í Dyrhólaey, svo og margt annað sem þetta snerti, og hann var sannfærður um að þetta væri ailt svo sem sett var fram. Haraldur var frábærlega orð- heppinn og skjótur til svars. Það er dálítið svipað hjá þeim frændun- um Davíð Oddssyni borgarstjóra en hann er bróðursonur Haralds. Mörg fleyg tilsvör Haralds eru geymd í huga þeirra sem heyrðu, er hann kastaði þeim fram að því er virðist án þess að hugsa um — en það var hugsun að baki þeirra — og sannar það að hann var afar fljótur að hugsa. Haraldur fæddist 12. júlí 1909 á Fáskrúðsfirði. Foreldrar hans voru þau Ólafur Oddsson og Valgerður Briem. Haraldur var tvíkvæntur, fyrri konu sína, ínu Jónsdóttur, missti hann eftir stutt hjónaband. Síðari kona hans, Margrét ísólfs- dóttir, lifir mann sinn. Þeim varð ekki barna auðið, en tóku kjördótt- ur, Þuríði bróðurdóttur Margrétar en hún er gift Snorra Ólafssyni og þau eiga tvo syni, Harald og Ingólf. Ég bið góðan guð að styrkja Margréti og aðra ástvini Haralds og ég og fjölskylda mín þökkum Haraldi fyrir áratuga vináttu og árnum honum góðrar ferðar til eilífra landa hins Hæsta. Halldór Ólafsson í dag kveðjum við Harald Ólafs- son bankafulltrúa. Haraldur fæddist á Fáskrúðsfirði 12. júlí 1909. Foreldrar hans voru hjónin Ólafur Oddsson ljósmyndari í Reykjavík og Valgerður Briem. Haraldur var giftur föðursystur minni, Margréti Isólfsdóttur, og var heimili þeirra mitt heimili frá því ég man fyrst eftir mér. Fyrst á Bollagötu 16, síðar á Nökkvavogi 62 í Reykjavík. Hjá þeim bjuggu einnig föðuramma mín, Þuríður Bjarnadóttir, og föðurbróðir, Eyjólf- ur Guðni. Þar bjuggum við móðir mín þar til ég varð þrettán ára. Þuríður frænka mín bættist í hópinn er þau ættleiddu dóttur Ingólfs, bróður Margrétar, þegar hún var á fjórða ári. A heimili þeirra var gott að vera. Haraldur þreyttist aldrei á að gleðja okkur frænkurnar með alls konar uppákomum og gjöfum. Á heimili þeirra bjuggu margir ætt- ingjar þeirra í lengri og skemmri tíma, allir voru velkomnir sem þurftu á hjálp að halda. Haraldur og Magga kenndu mér lítilli að elska landið okkar ísland, þau höfðu ferðast mikið um landið fótgangandi, á skíðum og hestum. Man ég eftir mörgum góðum stund- um er þau í hópi vina og ættingja rifjuðu upp sögur úr ferðum sínum. Haraldur vann á yngri árum við lagningu símans á Norðurlandi og kunni frá mörgu að segja frá þeim tíma. Ég minnist þess er ég kom úr heimsókn til ættingja rninna í Danmörku og lýsti aðdáun minni á fallegum skógum og gróðri þar í landi, þá var Haraldur fljótur að svara, „þar eru engin fjöll, ekkert land er fallegra en ísland.“ Margar ferðirnar fórum við niður að Elliðaám að skoða laxinn, fugl- ana og blómin, hann kunni nöfn á flestu er fyrir augun bar. Haraldur hafði mikinn áhuga á varðveizlu gamalla muna og átti mjög merkilegt safn, sem hann gaf fyrir fáum árum til byggðasafnsins að Skógum undir Eyjaíjöllum, en einnig fóru nokkrir munir til ann- arra safna í landinu. Mjög gott bókasafn átti hann og las mikið. Seinni árin gat hann unnið að öðru áhugamáli sínu, ætt- fræði, og hafði mikla ánægju af. Ég vil að lokum fyrir hönd móð- ur minnar og flölskyldu votta elsku- legri frænku samúð okkar, hún hefur misst góðan mann og lífsföru- naut, þau áttu gott líf saman. Dótt- ur hennar, Lillu, og fjölskyldu send- um við samúðarkveðjur. Öll munum við geyma í hjarta okkar minningar um góðan dreng. Blessuð sé minning hans. Þuríður Isólfsdóttir Þakkarkveðja frá Skógum. I mestu sumarönn safnmanns barst mér sú fregn að Haraldur Ólafsson bankaritari væri fiuttur til framtí- ðarlandsins. Ég minnist hans dag hvern á þrotlausri göngu gestanna urn minjasafnið í Skógum undir Eyjaijöllum sem prýtt er mörgum menningarminjum frá fórnfúsri safnarahönd þessa heiðursmann. Páll Sigurðsson frændi minn í Ár- vöm, góðrar minningar, færði mér fyrst þau hugstæðu hjón, Harald og frú Margréti ísólfsdóttur, til þeirra vinakynna sem varað hafa til þessa dags og þeim á Skógasafn meira að þakka en nokkru sinni verði til fullra verðleika metið öðravísi en í því að annast arf fortí- ðar eins og góð móðir annast börn sín. Haraldur var þá fyrir nokkru byijaður af óvenjulegri kostgæfni og glöggri fyrirhyggju að safna í garð sinn öllu sem yfir varð komist af list og vinnutækjum deyjandi þjóðmenningar og með undraverð- um árangri. Ég gleymi seint þeirri stund er ég stóð inni í skrifstofunni á fögru heimili Haralds og Margrét- ar í Nökkvavogi 62 og sá minjasafn húsbóndans þekja þar veggi í röð og reglu. Þótti mér furðu gegna um þá fengsælni á öld byggðasafna sem víðast höfðu sópað byggðir rétt á síðustu stundu. „Sá hefur krás sem krefur“ segir gamalt orð- tak og það sannaðist hér. Síst datt mér þá í hug að síðar ætti fyrir mér og safni mínu að liggja að þigggja úr gjöfulli hendi vænstan hlut af þessum flársjóði einkasafnarans. Én stundir liðu fram og þar kom að Haraldur tók að undirbúa það að koma dýrmæt- um sínum á rétta staði eins og hann komst að orði, með góðu sam- þykki konu sinnar og ijölskyldu. Nú sér verka hans stað í mörgum minjasöfnum landsins. Riðið var á vaðið á afmælisári Þjóðminjasafns Islands 1963, þangað rann þá ausa Fjalla-Eyvindar frá Húsafelli og járnspori forn úr Þjórsárdal rataði þangað rétta leið. Ónnur söfn allra landshluta fengu ýmsa hýru. Byggðasafn Árnessýslu á Selfossi, í ættarhéraði Margrétar ísólfsdótt- ur, fékk stóra safngjöf í minjum Arnesinga í einkasafninu en lang- samlega mest féll í hlut Skógasafns og réði þar ekki síst um ættrækni gefandans, en Ólafur Oddson ljós- myndari, faðir Haralds; var frá Sámsstöðum í Fljótshlíð og við Rangárþing átti Haraldur jafnan mikil ættar- og vinarkynni og mjög margir safnmunir hans voru úr því héraði. Þar er skemmst frá að segja að í Minjasafni Haralds Ólafssonar í Skógasafni eru núna yfir 2000 munir og sumir þeirra eru mesta safnprýðin í Skógum. Sú safndeild er í öllu til óvenjulegrar fyrirmynd- ar, munirnir allir vandlega skráðir inn í bækur og fylgir góð ljósmynd hverju safnnúmeri, nokkuð sem er fjarlægur óskadraumur íslenskra minjasafna. Naut þess hér við að Haraldur var afburða góður og smekkvís ljósmyndari og lætur eftir sig söguleg söfn á þeim vettvangi. Nokkur handrit fylgdu þessu safni, þar á meðal fróðlegt sendibréfasafn Ólafs Oddsonar ljósmyndara, mest og best frá ýmsum gömlum Rangæ- ingum. Ég saknaði þess oft að Rangæ- ingar og Vestur-Skaftfellingar skyldu ekki eiga neina heiðursorðu, ef ég mætti orða það svo, til að færa þessum einstaka velgerða- manni sínum, en sú bót var þó í máli að dr. Kristján Eldjárn forseti veitti honum riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu til þakkar og heiðurs fyrir björgunarstarf íslenskra þjóðminja og gjafir til minjasafna þjóðarinnar. Nú hafa Rangæingar og Vestur- Skaftfellingar samþykkt að hefja byggingu veglégs safnhúss í Skóg- ■ um. Hlutur Minjasafns Haralds Ól- afssonar verður mikill í því framtí- ðarhúsi og þar verða settar upp myndir Haralds og frú Margrétar ísólfsdóttur sem studdi mann sinn jafnan í þessu menningarverki og lifir í því með honum til ókominna ára. Ég átti margar góðar stundir á heimili þeirra hjóna og geymi í góðri og þakklátri minningu. Fegurð, háttvísi og hlýr hugur réðu þar húsum. Að leiðarlokum færi ég Haraldi Ólafssyni þakkir mínar og Rangæinga og Vestur-Skaftfell- inga fyrir þann fjársjóð sem hann færði í bú þeirra hér í Skógum og sendi frú Margréti ísólfsdóttur og fjölskyldu hennar samúðarkveðju og hlýjar óskir. Þórður Tómasson t Eiginmaður minn, HJÖRLEIFUR SIGURÐSSON, Miðbrekku 1, Ólafsvik, lést 23. júlí. Kristín Hansdóttir t Amnna okkar, JÓRUNN NORÐMANN, Skeggjagötu 10, Reykjavik, lést sunnudaginn 23. júlí. Sigurður Sigurðsson, Eva Geirsdóttir, Jón Geirsson, Sturla Geirsson, Þóra Geirsdóttir. t Móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, DÓRÓTHEA HALLDÓRSDÓTTIR, Hringbraut 116, Reykjavík, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 27. júlí kl. 13.30. Brynja Tryggvadóttir, Egill Sveinsson, Björg Ágústsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. f ij I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.