Morgunblaðið - 25.07.1989, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.07.1989, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ 1>RIDJUI)AGUR 25. JÚLÍ 1989 Islandsmótið í hestaíþróttum; Rúna Einarsdóttir á Dimmu sigraði í töltinu íslandsmeistari í tölti og fiórErangi unglinga, Halldór Viktorsson TÓLFTA íslandsmótið i hesta íþróttum var haldið í Borgar- nesi um helgina og var það §öl- mennasta mótið sem haldið hefur verið til þessa. Félagar í þróttadeildum Faxa í Borgar- firði og Dreyra á Akranesi sáu um framkvæmd mótsins, sem tókst vel að flestu leyti. Miklar endurbætur höfðu verið gerðar á mótssvæðinu, sem er í eigu hesteigandafélagsins Skugga í Borgarnesi. Flestir bestu hestar landsins og knapar háðu harða keppni um hina ýmsu íslandsmeistaratitla og gilti þar einu hvort um var að ræða unglinga, börn eða full- orðna. Meðal helstu úrslita voru þau að Rúna Einarsdóttir sigraði í tölti fullorðinna á Dimmu frá Gunnarsholti sem er án efa eftir- sóttasti titillinn sem keppt er um á Islandsmótum. Er það án efa eftirsóttasti íslandsmeistaratitill- inn sem keppt er um íslandsmót- unum og þetta mun í annað skip- tið sem kona vinnur hann. í fjór- gangi sigraði Sigurbjöm Bárðar- á Herði frá Bjarnastöðum. son á Skelmi frá Krossanesi, auk þess sigraði hann í gæðingaskeiði á Snarfara frá Kjalarlandi og varð stigahæsti keppandinn í íslenskri tvíkeppni, skeiðtvíkeppni og stiga- hæsti keppandinn í flokki fullorð- inna. Guðni Jónsson sigraði í fimmgangi á Atlasi frá Gerðum og Reynir Aðalsteinsson sigraði í hlýðnikeppninni á Tvisti frá Smá- hömrum. María Dóra Þórarins- dóttir sigraði í hindrunarstökki á Y1 frá Hemlu. I tölti unglinga sigraði Halldór Viktorsson á Herði frá Bjama- stöðum en þeir unnu einnig fjór- ganginn og urðu stigahæstir í Islenskri tvíkeppni. í hlýðnikeppni unglinga sigraði Edda Sólveig Gísladóttir á Seifi frá Hafsteins- stöðum og Hjömý Snorradóttir varð stigahæst unglinga. í tölti bama sigraði Daníel Jónsson á Geisla frá Kirkjubóli og einnig vann hann það ágæta afrek að sigra fimmgang unglinga á Glettu frá Gýgjarhóli þar sem hann keppti við sér eldri krakka. Guðmar Þór Pétursson vann fjór- ganginn og hlýðnikeppni barna á Vin frá Sauðárkróki en hann varð einnig stigahæstur keppenda í barnaflokki. Edda Rún Ragnars- dóttir varð stigahæst í íslenskri tvíkeppni barna á Örvari frá Ríp. Þá var keppt í 150 metra skeiði á mótinu sem er aukagrein og reiknast ekki til stiga en þar sigr- aði Börkur frá Kvíabekk og Tóm- as Ragnarsson á 13.99 sek. Fimm Eyfirðingar kepptu á ís- landsmótinu að þessu sinni sem gestir, en sem kunnugt er standa þeir utan Landsambands hesta- mannafélaga og er vonast til að þetta gæti orðið fyrsta skrefið að inngöngu þeirra í samtökin. MorgunblaðiðA'aldimar Kristinsson Reynir Aðalsteinsson sigraði annað árið í röð í hlýðnikeppni-B á Tvisti frá Smáhömrum, Þórður Þorgeirsson varð í öðru sæti á Berki frá Vallanesi og Sigurbjöm Bárðarson þriðji á Skjanna frá Kýrholti. Að loknum úrslitum i tölti ríða keppendur heiðurshring í breið- fylkingu og fer hér fremstur Baldvin Guðlaugsson á Trygg frá Vallanesi, Erling Sigurðsson á Snjall frá Gunnarsholti, Sigurbjöm Bárðarson á Skelmi frá Krossanesi, Trausti Þór Guðmundsson á Muna frá Ketilsstöðum og Islandsmeistarinn Rúna Einarsdóttir á Dimmu frá Gunnarsholti. Þær stöllur Rúna Einarsdóttir og Dimma frá Gunnarsholti skutu karlpeningnum ref fyrir rass og sigraðu í töltkeppninni. Guðni Jónsson hampar hér sigurlaunum fyrir fimmgang á hesti sínum Atlasi, næstir honum koma Sigurbjöra Bárðarson á Skjanna, Einar Öder á Fálka, Eiríkur Guðmundsson á Þráni og Tómas Ragnarsson á Snúði. Austur-Eyj afjöll: Fært um Fimmvörðuháls frá Skógum yfír í Þórsmörk Holti. HIN VINSÆLA leið ferðamanna úr Þórsmörk að Skógum og frá Skógum yfir í Þórsmörk um Fimmvörðuháls er loksins orðin greið- fær. Vegna snjóalaga fram undir göngubrúna á Skógá hefiir leiðin verið þungfær fram að þessu og munar næstum mánuði miðað við meðalárferði hvað þessi leið opnast seint. Fjalla-hestar heíja um næstu helgi sínar vinsælu ferðir á hestum og með bíl frá Skógum yfir Fimmvörðuháls upp með Skógá þar sem fossarnir falla fram hver af öðram og heilla ferðamenn. tveimur árum. Reiknað hafi verið með að þessar ferðir hæfust fyrir um mánuði en snjóþyngslin uppi á Fimmvörðuhálsi hefðu komið í veg fyrir það, þar til nú. - Fréttaritari Morgunblaðið/Páll Dagbjartsson Nýir búningsklefar vora fyrir skömmu teknir í notkun við sundlaug- ina í Varmahlíð. Varmahlíð: Laugin opnuð eftir viðgerðir Helgina 22. og 23. júlí fóru tveir flugbjörgunarsveitarmenn Austur- Eyfellinga, þeir Ásbjörn Óskarsson og Þorsteinn Jónasson, að kanna aðstæður á Fimmvörðuhálsi. Flug- björgunarsveitin hefur þrisvar byggt og endurreist göngubrúna yfir Skógá hjá vaðinu sem oft er ófært. Mikil snjóalög hafa hvað eft- ir annað eyðilagt brúna. Þá reistu flugbjörgunarsveitarmenn skála við jaðar jökulsins sem þeir hafa eftir- lit með. í því eftirliti er mikil þjón- usta veitt ferðafólki sem gistir í skálanum, hitar mat og hvílir sig. Aðspurður sagði Ásbjöm að snjó hefði tekið mikið upp á stuttum tíma og væri orðin mörkuð braut yfir jökulinn eftir ferðafólk. Það væri stöðug aukning frá ári til árs útlendra ferðamanna, sem færu þessa leið. Leiðin væri orðin vel fær en að vísu væri ekki orðið akfært stórum bílum upp að Skála. Vænt- anlega myndi Vegagerð ríkisins opna leiðina á næstunni. Fjalla-hestar hafa boðið upp á ferðir, einkum um helgar, á hestum og með bíl upp að Skála og síðan með fylgd yfir í Þórsmörk og dvöl þar eða keyrslu til baka að Skógum. Guðmundur Viðarsson i Skálakoti, leiðangursstjóri þessara ferða, sagði að nú fyrst myndu þessar ferðir heijast, en töluverð eftirspurn væri eftir þessum ferðum frá Is- lendingum, sem myndu eftir mynd Sjónvarpsins, sem gerð var fyrir Varmahlfð. NÝIR búningsklefar voru teknir í notkun við sundlaugina í Varmahlíð fyrir skömmu. Þá um leið var laugin opnuð almenningi eftir viðgerðir og endurbætur sem unnið hefiir verið að undanfarið. Þessir nýju búningsklefar leysa af hólmi eldri byggingu, sem hefur verið í notkun með undanþágum, m.a. frá heilbrigðiseftirliti. Klefarnir eiga einnig að þjóna íþróttasal sem fyrirhugaður er síðar. Áðstaða er m.a. fyrir ljósalampa og sjúkranudd getur einnig farið þama fram. Sundlaugin í Varmahlíð var byggð á árunum 1937 til 1939 og tekin formlega í notkun síðla árs 1939. Það er því 50 ára afmæli laugarinn- ar á þessu ári. Laugin sjálf er hið traustasta mannvirki og hefur mikið til staðist tímans tönn. Hún var upp- haflega 33% m x 12,5 m en í þeim framkvæmdum sem lokið er, var steyptur milliveggur sem afmarkar djúpa 25 m laug og litla kennslulaug í grynnri enda. Sundlaugin í Varmahlíð er opin almenningi alla daga frá kl. 8.00- 22.00 og verður svo fyrst um sinn; - P.D.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.