Morgunblaðið - 25.07.1989, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.07.1989, Blaðsíða 16
16_________________MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 1989 _ Að hafa vit fyrir landanum eftir Reyni Hugason Kæru meðbræður og samherjar í baráttunni. Hvað ætlið þið að um- bera það lengi að láta troða í ykkur alls konar sérhagsmunaþvættingi og stjórna hveijum minnsta verknaði sem þið takið ykkur fyrir hendur? Er það virkilega, svo dæmi sé tek- ið, vilji þorra ykkar að láta bjóða ykkur, eins og þið hafið gert, gamlar lélegar íslenskar kartöflur langt fram á sumar, sem líkjast helst þessum fínnsku frægu sem jú kollsteyptu endanlega Grænmetisverslun ríkis- ins? Er það vilji ykkar að láta ein- hverja embættismenn uppi í Áfengis- verslun ákveða það fyrir ykkur, og án þess að þið fáið nokkuð um málið að segja, að þið megið aðeins kaupa bjór í 33 cl pakkningum en ekki t.d. 50 cl sem eru algengastar erlendis og að þið verðið að kaupa minnst 6 stykki í einu. Hvað skyldi ráða því eiginlega að yfírvöld okkar þyki þau þurfa að ráðskast með svona auvirði- leg smáatriði og kærum við okkur nokkuð um það? Eruð þið kæru meðbræður með öðrum orðum ekki orðnir þreyttir á að láta yfírvöld segja ykkur fyrir um ómerkilegustu hluti eins og þeim þóknast? Er ekki kominn tími til að þið segið frá vilja ykkar og knýið hann fram? Ástæðan til þess að ég fór að opna á mér munninn nú er frétt í Morgunblaðinu 15. júlí sl. sem skýrir frá því að Japanir vilji kaupa af okk- ur hrossakjöt fyrir sæmilegt verð, að sagt er, eða 5-6 dollara kílóið að viðbættum flutningskostnaði var fullyrt og að það sé það gott verð, að það komi til með að þurfa litlar útflutningsbætur með kjötinu fyrir bragðið. Þessi frétt fyllti mælinn hjá mér. Eg segi í einlægni, nú er nóg komið af rugli, eða hefur einhver heyrt talað um vandamál í iðnaðarút- fiutningi t.d. varðandi málningu ef það fengjust útflutningsbætur á varninginn? Haldið þið kæru með- bræður að það hefðu hlaðist upp miklar birgðir af áli í Straumsvík ef við hefðum viljað greiða útflutnings- bætur með því? Haldið þið að það hefðu hlaðist upp birgðir af óseldum físki í Bandaríkjunum í fyrra ef við hefðum viljað greiða útflutnings- bætur með honum? Spumingin er — við hveija halda þessir ábyrgu aðilar sem bera þetta tal fram fyrir okkur að þeir séu að tala þegar röksemdafærsla og hátt- arlag sem þetta er borið á borð? Erum við ekki að meta sjálf okkur of lítils þegar við látum tala við okk- ur og fara með okkur eins og vilja- laus og heilalaus verkfæri? Haldið þið ekki kæru samferða- menn að það væri unnt að fara nýjar leiðir í lífsbaráttunni á íslandi ef áhugi og dáð væri fyrir hendi, og það sem mest er um vert svigrúm fyrir þá sem hafa athafnaþrá? Hvað- an kemur mönnum sú grilla að fyrir- tæki séu einungis til til þess að blóð- mjólka þau af stjórnvöldum með sköttum og alls kyns kvöðum? Ann- ars staðar, í löndum þar sem stjórn- að er af meira viti en hér á landi, hafa menn alla tíð vitað og kunnað að meta það í verki að öflug fyrir- tæki séu undirstaða velmegunar þjóðarinnar sjálfrar. Talandi um nýjar leiðir. Hvað segja menn til dæmis um að reisa eitt stórt kjúklingabú á hafnarbakk- anum í Reykjavík, landa skipunum með fóðrið við búið öðrum megin og dæla kjúklingum út hinum megin? Erlent kjamfóður er búið að vera mjög mikið niðurgreitt lengi svo það er ódýrt og það væri því unnt að framleiða kjúklinga sem kostuðu ekki meira en þeir gera erlendis, eða um fjórðung af því sem þeir gera hér, á sama veg má fara með egg og um framleiðslu þeirra gilda sömu rök. Við þurfum enga stýringu til þess að gera þetta, og eitt bú getur hæglega annað öllum íslenska mark- aðnum. Hvað yrði þá um annað kjöt spyija menn. Já ég hefði einmitt gaman af að sjá það. Er ekki bara tímabært að leyfa bændum að spjara sig í samkeppninni við innflutning bæði hvað varðar verð og gæði. Hafa bændur einhveija sérstöðu umfram aðra framleiðendur? Á hinn bóginn má spyija, þótt það sé úr annarri átt, hvort við séum eitthvað betur sett eftir 8 ára mikla stýringu á fískveiðum með kvóta- kerfi? Við erum sagðir láta svo illa að stjóm að það þýði ekkert að reyna að segja okkur fyrir verkum um það hvað við megum veiða mikið. Niður- staðan er nánast „gjaldþrota“ físki- stofnar, þrátt fyrir alla stjómsemina. Hvað hefur bmgðist hér? Fiskifræð- ingar, stjórnmálamenn, fískimenn eða kannski allir saman? Gæti það átt einhvem þátt í því hve illa hefur farið með fískstofnana að hagsmunaaðilar hafa ráðið ferð- inni að mestu leyti? Gæti það á sama hátt verið ástæðan fyrir offram- leiðsluvanda landbúnaðarins að bændur og þeirra liðsmenn ráða ferð- inni í málefnum landbúnaðarins, samanber búvörusamning Jóns Helgasonar bónda og ráðherra sem frægur er? Einhvem veginn minnir mig að mönnum hafí ekki á sínum tíma hugnast það að Albert karlinn Guð- mundsson skyldi hafa um tíma samtímis verið bankaráðsformaður Útvegsbankans og formaður stjórnar Hafskipa sem þá voru einn aðalvið- skiptavinur Útvegsbankans. Það voru þó talin fyrir rest óeðlileg hags- munatengsl og út á það eða sem afleiðing af því missti hann ærana um stund og ráðherrastólinn. Okkur er þess vegna ekki alls vamað og setjum okkur greinilega einhver mörk um það hve mikla vanvirðu við látum sýna okkur. Væri ekki eðlilegt að sama gilti í atvinnugreinunum sjávarútvegi og landbúnaði. Þurfa mennimir sem þar stjóma ekki að vera án hagsmuna- tengsla? Er það ekki augljóst að bóndi sem er landbúnaðarráðherra um leið (eins og margoft hefur verið hér á landi) er tengdur of sterkum hagsmunaböndum til þess að ákvörð- unum hans sé treystandi? Til frekari áréttingar skulum við hugsa okkur að við næðum einhvern tíma upp á það þroskastig að hér yrði sett upp umhverfísmálaráðu- neyti. Væri þá ekki augljóst að hlut- verk þess væri verndun umhverfís okkar? Til þess að stjóma slíku ráðu- Reynir Hugason „Það er einungis fá- dæma óvirðing við okk- ur kjósendur að taka peninga með þessu móti úr vinstri vasanum og selja í þann hægri og þykjast síðan hafa með því framkvæmt eftia- hagsleg stórvirki.“ neyti segir skynsemin okkur að við ættum að ráða fólk sem hefur góða menntun og þekkingu á umhverfis- málum. Við myndum ekki vilja að þar væra til dæmis innanbúðar menn sem tryggðu að ekki yrði hróflað við sa^iðfjárbeit eða aðrir sem sæu til þess að ekki yrðu settar of strangar reglur um eiturefni sem iðnfyrirtæki megi sleppa í hafíð. Nei, við vildum að sjálfsögðu að ráðuneytið gætti hagsmuna okkar sem heildar en ekki einstakra hópa. — En er þessu þann- ig varið nú? Gæta stjómmálamenn og embættismenn örugglega hags- muna okkar sem heildar? Eg er þess fullviss, kæri sam- ferðamaður, að þú ert löngu orðinn þreyttur á að horfa upp á svona augljósa misbresti í þjóðfélagskerf- inu okkar. Nú er komið að þér að taka til máls og segja að þú viljir láta sýna þér meiri virðingu. Skoð- anakannanir sýna að Alþingi og stjórnmálamenn njóta sáralítillar virðingar. Gæti verið að ein af ástæð- unum fyrir því væri sú að okkur þætti þeir ekki standa sig nógu vel, og að við samferðamennirnir væram þrátt fyrir allt ekki eins sinnulausir og þeir ætla okkur? Hugsaðu um það, samlandi góður, að ein meginástæðan fyrir fjár- lagagatinu nú og oftast áður er kannski þessi óeðlilegu hagsmuna- tengsl út um allt þjóðfélag. Hveijum er það svo sem í hag að greiða 500 milljónir í auknar niðurgreiðslur eða setja lambakjöt á útsölu? Minnkar fjárlagagatið við það? Það er einung- is fádæma óvirðing við okkur kjós- endur að taka peninga með þessu móti úr vinstri vasanum og setja í þann hægri og þykjast síðan hafa með því framkvæmt efnahagsleg stórvirki. Hvaða fádæma vanvirðing er það ekki líka af stjórnmálamönnum við okkur kjósendur að bjóða okkur æ ofan í æ upp á þessar pólitísku stöðu- veitingar sem allir þekkja. Uppgjafa ráðherrar eru annað hvort gerðir að bankastjóram helstu banka okkar eða sendiherram eða forstjórum stórra ríkisstofnana. Halda menn að þessir herrar eða dömur sem fá stöð- ur sínar í gegnum pólitískar stöðu- veitingar séu örugglega hollari þjóð- arheildinni en flokknum eða mönnun- um sem veittu þeim stöðuna? Við skulum athuga að samanlagt ræður þetta fólk miklu í þjóðfélagi okkar. Það fer kannski vel á því þegar á allt er litið að þessi grein er skrifuð á 200 ára afmæli frönsku byltingar- innar. Spurningin er nefnilega hvort svona hnútur eins og við eram búin að koma okkar málum í verði leystur nema með róttækum uppskurði á borð við byltingu. Höfundur er verkfræðingur. Franeis Stefanos forseti Mekane Yesus kirkjunnar í Eþíópíu: Sendum vonandi eigin kristni- boða til annarra landa Eþíópíumaðurinn Francis Stef- anos var staddur hérlendis nýve- rið á vegum Sambands íslenskra kristniboðsfélaga en hann er for- seti Mekane Yesus kirkjunnar í Eþíópíu. Hefur hruin að undanf- örnu heimsótt Norðurlöndin og rætt við fulltrúa kristniboðsfé- laga og annarra aðila sem kirlq'a hans hefur átt samstarf við. Mekane Yesus kirkjan er lút- hersk og var stofiiuð fyrir 30 árum, eftir að kristniboðar frá Norðurlöndum, meðal annars íslandi, höfðu starfað í landinu um hríð. Meðlimum kirkjunnar hefur fjölgað mjög hratt. Þeir eru nú kringum átta hundruð þúsund og segir Francis Stefan- os að engin kirkja hafi vaxið svo hratt á síðustu árum. -Þessi hraða íjölgun er auðvitað mjög gleðileg en hún hefur ýmis vandamál í för með sér líka, segir Francis Stefanos í samtali við Morgunblaðið. -Kirkjan var stofnuð árið 1959 þegar kristniboðsstarf hafði verið rekið í suðurhluta Eþíópíu í nokkur ár. Við getum ekki vænst þess að hafa alltaf er- lenda kristniboða starfandi í landinu svo það var strax ákveðið að stofna innlenda Iútherska kirkju og nú starfar hún í 9 sýnódum eða svæðum um allt landið. Hver sýnóda starfar í raun mjög sjálf- stætt og sér um safnaðarstarf í sínurh kirkjum en auk þess starfar fyöldi prédikara hjá hverri sýnódu sem fara um og boða kristna trú og þannig reynum við smám saman að færa út kvíamar, starfa á nýjum stöðum og stofna nýja söfnuði. Vantar starfsmenn -Aðalvandamál okkar er í raun það að fá nógu marga innlenda starfsmenn því verkefnin eru óþijótandi. Við fáum óskir um að hefja starf á mörgum stöðum og að taka við starfí kristniboðanna og því er áríðandi fyrir okkur að geta menntað nógu marga starfs- menn en auk launaðra starfsmanna leggja mjög margir sjálfboðaliðar hönd á plóginn. Söfnuðimir starfa að mörgu leyti svipað og söfnuðir í kirkjum annarra íanda, þeir reka sunnudagaskóla, æskulýðsstarf, starf meðal kvenna og svo mætti lengi telja auk þess sem messað er á sunnudögum og víðast hvar eru kirkjumar svo vel sóttar að þær eru yfirfullar. Aðalstöðvar Mekane Yesus kirlq'unnar era í Addis Abeba og þar situr Francis Stefanos en hann reynir að heimsækja söfnuðina sem víðast og fylgjast vel með starfi þeirra. -Hlutverk okkar í aðalstöðvun- um er að sjá um yfírstjóm kirkjunn- ar og sameiginleg mál svo sem eins og samskipti við yfirvöld og erlend félög sem við höfum átt gott sam- starf við í kristniboðsstarfi og þró- unarhjálp. í starfi mínu legg ég áherslu á að halda góðu persónu- legu sambandi við þá stjómmála- og embættismenn sem við þurfum að eiga samskipti við og fulltrúa hinna erlendu samstarfsfélaga okk- ar. Þess vegna er ég þakklátur fyrir að hafa^ fengið tækifæri til að koma til íslands og ræða við fulltrúa Sambands íslenskra kristniboðsfélaga og hitta kristni- boða sem starfað hafa hjá okkur. En hvað er að segja um sam- band kirkjunnar við yfirvöldin? -í stórum dráttum má segja sam- bandið með eðlilegu móti, yfírvöld- in hafa greitt götu kirkjunnar eftir því sem efni standa til. Kirkjum okkar var lokað á tímabili en þær eru óðum að opnast aftur og fólkið flykkist að. Yfírvöldin vilja fylgjast nákvæmlega með starfí okkar og vilja að við sinnum ákveðnum skyldum og meðan svo er fáum við að starfa í friði. Þess vegna þurfum við stundum að hliðra til svo safn- aðarfólkið geti sótt pólitíska fundi eða gegnt skyldum sínum við landið. Ég hef líka lagt á það áherslu að við sem starfsmenn kirkjunnar verðum að reyna að skilja hvert yfirvöld era fara með sósíalismanum og því höfum við Francis Stefanos forseti Mek- ane Yesus kirkjunnar í Eþíópíu var fyrir nokkni staddur í heimsókn á íslandi á vegnm Sambands íslenskra kristni- boðsfélaga. kynnt okkur hann töluvert. Þannig fórum við nokkrir í sérstaka kynn- isferð til Ungveijalands og ég held að nauðsynleg og gagnkvæm virð- ing skapist milli kirkjunnar og embættismanna þegar hvor aðili um sig reynir að skilja sjónarmið hins. Strax í æsku kynntist Francis Stefanos starfí kristniboðanna og faðir hans var prestur og starfaði síðast innan kirlq'unnar. Francis lærði lærði guðfræði og kenndi um tíma við prestaskólann í höfuð- borginni. Var eðlilegt fyrir hann að fara þessa leið eða stóð margt annað til boða? Eignaðist kristna trú -Ég eignaðist mína persónulegu kristnu trú á Jesú Krist þegar ég var 14 ára og upp frá því fannst mér það vera köllun mín að boða trúna á frelsarann. Til þess að svo mætti verða þurfti ég því að afla ' mér menntunar og eftir grannnám og framhaldsnám fór ég til höfuð- borgarinnar til að læra guðfræði og fékk til þess fjárhagslegan stuðning. Mér hefði ekki verið þetta mögulegt án þess því ég bjó á heimavist og námið sjálft kostaði sitt. Það fara ekki margir þessa leið, margir landar mínir hafa ekki notið annars en lágmarksmenntun- ar en margir hafa líka komist í annars konar nám. Ég er sannfærður um að þetta er sú leið sem Guð hefur leitt mig og síðan æxlaðist það þannig eftir að ég hafði starfað sem kennari í nokkur ár að ég var kosinn varafor- seti kirkjunnar óg síðan forseti fyr- ir fimm áram. Sá stvjðningur sem við höfum fengið erlendis frá gegnum árin er mjög mikilvægur. Kirkja okkar er ung að áram og við viljum sýna að við getum staðið á eigin fótum. Þess vegna er leiðsögn og kennsla kristniboðanna mikilvæg fyrir starfsmenn okkar en smám saman öðlumst við hóp vel menntaðra kirkjuleiðtoga sem axla aukna ábyrgð og að lokum mun Mekane Yesus kirkjan annast sjálf alla þætti starfsins. Vonandi kemur að því að við eignumst okkar eigin kristniboða sem við getum sent til starfa í öðram löndum - jafnvel til Evrópulanda? jt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.