Morgunblaðið - 25.07.1989, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 25.07.1989, Blaðsíða 38
/ 88 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUÐAGUR 25. JULI 1989 Jóhann Guðmundsson skipstjóri—Kveðjuorð Bernskustöðvarnar heilla ætíð, sérstaklega þá sem frá þeim eiga góðar minningar, bæði um land og lýð. Ég er svo lánsamur að minning- ar mínar úr Strandasýslu eru flest- ar slíkar að þær eru með því dýr- mætasta sem ég á, enda sæki ég mikið norður í hina fögru sveit sem Strandasýslan í mínum augum er. En ekki síður fer ég norður til að hitta mína bestu vini. Mér finnst mikið og gott samræmi milli Strandasýslu og íbúa hennar. Af- bragðs fólk í fagurri sveit. Einn af mörgum ágætum hagyrðingum Strandamanna (Br. Sæm.) segir svo: Strandafjöllin standa vörð stormum barin fagurgjörð vama því að veður hörð vinni grand við Steingrímsfjörð. Því koma mér þessar ljóðlínur í hug að þrátt fyrir að allt það sem vísan segir frá sé enn til staðar, fjöllin fagurgjörð, lognið og blíðan þeirra vegna og einnig veðrin hörð, sem mótað hafa í gegnum árin bæði menn og umhverfi, þá hefur nú orðið mikið grand við Steingrímsfjörð. Einn af sýslunnar bestu sonum hefur verið burtkallaður alltof snemma. Minn góði vinur Jóhann Guðmundsson eða Jói Guðmunds eins og hann í daglegu tali var kallaður er dáinn, og þó að ásjóna landsins breytist ekki við það, þá rýrna innviðir Hólmavíkur mikið við fráfall hans. Allt frá því ég man eftir mér og til dánardægurs Jóa, þá var hann í forystusveit þeirra manna sem gerðu öðrum það kieift að lifa góðu lífi á Hólmavík. Allt hans starf var skapandi. Það var ekki áður frekar en nú auðvelt að stunda útgerð við Húnaflóa. Þau voru mörg mögru árin ekki síður en hin feitu, en aldrei gafst Jói upp þótt á móti blési. Hann hélt ótrauður áfram, fullviss um mátt sinn og megin og þess meðvitaður að starf hans var einn helsti grundvöllur þess að byggð héldist í þeirri sveit sem hann unní. Og því markmiði gaf hann sig allan. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, HARALDUR ÓLAFSSON, Nökkvavogi 62, sem lést þann 17. júlí sl., verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju ( dag kl. 15.00. Margrét ísólfsdóttir, Þuriður Haraldsdóttir, Snorri Ólafsson, Haraldur Tr. Snorrason og Ingólfur Snorrason. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, MAGNÚS KRISTJÁNSSON frá Bíldudal, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 26. júlí kl. 13.30. Friðrik Magnússon, Guðrún Þórarinsdóttir, Ingibjörg Magnúsdóttir, Sigurd Evje Markússon, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, SIGURJÓNS HALLBJÖRNSSONAR sfmvirkjameista.ra, Sörlaskjóli 82. Fyrir hönd aðstandenda, Halldóra Guðný Sigurjónsdóttir, Erna Sigurjónsdóttir. t Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar STEINUNNAR ÓLAFSDÓTTUR. Knútur R. Magnússon, Guðrún Leósdóttir, Svava Magnúsdóttir, Páll H. Kristjónsson, Katarína S. Magnússon, barnabörn og barnabarnabörn. t Þakka auðsýnda samúð og vinsemd við andlát og útför eigin- manns míns, ARNODDAR MARINÓS EINARSSONAR frá Hólkoti, Miðneshreppi. Sigurlaug Pétursdóttir. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og út- för föður okkar og tengdaföður, EGILS JÓNASSONAR, HúsaVfk. Herdís Egilsdóttir, Þorgerður Egilsdóttir, Jónas Egilsson, Hulda Þórhallsdóttir. Ég er nógu gamall til að vita það að ef Jói hefði á erfiðleikatímum í útgerðinni gefist upp eins og varð um marga útgerðina við Stein- grímsflörð, þá væri margt öðruvísi á Hólmavík í dag. Jóhann Guð- mundsson var Strandamaður í þess orðs bestu merkingu, máttarstólpi sem skilur eftir sig djúp spor í at- vinnu og menningarsögu Hólmavík- ur, spor sem ekki verða útmáð. Hann var maður farsæll, virtur og metinn af þeim sem hann þekktu. Ég var svo lánsamur að mega vera heimagangur á heimili Jóa og Boggu. Það á ég að þakka mínum góða vini, þá og æ síðar syni þeirra hjóna Guðmundi Ragnari. Það var alltaf gaman að koma í hús þeirra og vel á móti manni tekið. Mér fannst ríkja þar sérstakur andi, mikil kátína, léttleiki og gleði. Bogga stjórnaði sínu heimili eins og þurfti og alltaf fannst mér hún vera í góðu skapi þó að í mörgu væri að snúast. Ég man vel eftir Ragnheiði móður Jóa sem í öllu til- liti var einstök kona, hún sagði að ég væri frændi sinn og það þótti mér vænt um. Þegar ég fullorðnaðist sá ég bet- ur hvað Jói og Bogga voru hvort öðru mikils virði. Þeirra á milli ríkti ást og virðing. Jóhann var í einka- lífi mikill gæfumaður. Eiginkona eins og Bogga var ekki lítið lán. Böm þeirra, Guðmundur Ragnar, Marinó, Hrafnhildur, Gunnar og Rakel, bera þess glöggt merki að þau em af góðu fólki, frá góðu heimili. Svo komu bamabörnin og bamabamabörnin. í dag er þetta orðinn stór og glæsilegur hópur. Með samheldni og kærleika sem öll þessi fjölskylda býr yfir verða þau hvert öðm það afl sem með tímanum getur sefað sorgina sem nú steðjar að. Ég votta ykkur öllum, kæm vin- irí, mína dýpstu samúð, en um leið vil ég lýsa þakklæti mínu fyrir að hafa kynnst ykkur svo vel sem raun er á. Það að hafa átt Jóa sem vin og eiga enn fjölskyldu hans sem vini er mér afar dýrmætt. Elsti sonur Jóa og Boggu, Guð- mundur Ragnar, giftist ungur Guð- rúnu Guðmundsdóttur, aiveg ein- stakri konu, sem fyrir tveim dögum stóð yfir moldum móður sinnar. Og í dag kveður hún ástkæran tengda- föður, en þess er ég viss að Guðrún bognar ekki, hún verður eftir sem áður sú sterka stoð sem aðrir kunna að þarfnast. Gunna og Guðmundur, mínir góðu vinir, Guð blessi ykkur. Ég hefi aldrei áður skrifað minn- ingargrein og kanrí ekki til slíkra skrifa, en þegar ég frétti andlát Jóa, þá fannst mér ég verða' að kveðja góðan vin og þakka honum allt sem hann var mér, sem ég finn núna að var miklu meira en ég hélt. Það er margs að minnast bæði fyrir mig og aðra. Marga brott- flutta Strandamenn hefi ég heyrt ylja sér við minningar frá Hólmavík, minningar tengdar Jóa, bátnum hans pg bátsferðum með honum. Jói var einstaklega bamgóður mað- ur enda hændumst við strákamir að honum. Ég ætla ekki hér og nú að tíunda allt sem Jói var og gerði en einu vil ég ekki sleppa, en það var söng- röddin hans. Hún var svo falleg að hún hljómar oft í eyrum mér, enda var Jói þátttakandi í öllu sönglífi á Hólmavík, bæði kómm og kvartett. Og þar sem á öðmm stöðum verður skarð hans vandfyllt. Það er erfitt að finna viðeigandi lokaorð. Margt fleira mætti segja en þess er í raun ekki þörf, því minningin um Jóhann Guðmunds- son talar til hvers og eins, eins og hann gerði sjálfur. Blessuð sé minn- ing hans. Páll Þorgeirsson Mistök urðu við birtingu þessara minningarorða í blaðinu á laugar- daginn var. Beðist er velvirðingar á því um leið og þau birtast aftur. Svava Jóhannes- dóttir - Kveðjuorð í gegnum móðu og mistur ég mikil undur sé. Eg sé þig koma Kristur, með krossins þunga tré. Af enni daggir dijúpa, og dýrð úr augum skín. Á klettinn vil ég kijúpa, og kyssa sporin þín. (D. ST.) Nú er komið að kveðjustund og leiðir skiljast hjá okkur öllum, en samt höldum við áfram, breytum aðeins um farveg. Og þó að kveðju- stundin sé sár á sorgarferli okkar þá er eins og okkur sé það gefið „að sorgin varir ekki að eilífu, frek- ar en gleðin“. Allt verður að hafa sitt jafnvægi, „einn kemur þá annar fer“, þannig er sköpun jarðar. Mig langar að kveðja mágkonu mína í fáum orðum, Svövu Jóhann- esdóttur af flestu okkar fólki kölluð Daja. Það er örlítill kafli úr ævi beggja sem mig langar að senda henni nokkkur þakkarorð fyrir . Kaflinn byijar á kynnum okkar þegar Daja kemur inní fjölskyldu foreldra minna, sem unnusta bróður míns, Guðmundar, hann svona ljúfur og mildur, og hún svona Ijúf, kát og falleg ung stúlka. Á þessum tíma þekkti ég Daju best og minntumst við oft á þennan stutta kafla í lífi Blómastofa Suðuriandsbraut 10 108 Reykjavfk. Sími 31099 Opið öll kvöld til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. okkar beggja. Eg var eina systir eftir heima ásamt bróðurdóttur og fóstursystur ásamt yngri bræðrum, en Daja aftur ein margra systra. Þótti mér mikið í mun að fá þarna jafnöldru þótt vinkonur ég ætti. Daja og bræðumir gátu aldrei á sér setið og göntuðust og kættust með allskonar glettni og var oft hlegið mikið og meira en það og er hægt að ylja sér við um svona-minningar fram eftir ævinni. Einnig minnist ég þess að Daja borðaði oft kvöldverð hjá okkur þegar Guðmundur var að vinna eft- irvinnu, og var oft gaman hjá okk- ur öllum fram eftir kvöldinu. Að því loknu ýtti Daja við mér og bað mig oft að fylgja sér vestur göt- una, fjölskylda mín átti heima í austurbænum, en hennar í vestur- bænum, og kom það ósjaldan fyrir \ að ég rankaði ekki við mér fyrr en á Vesturgötunni. Hlógum við mikið þegar það henti okkur, og þá var- aði maður sig kannski á því næst, en það kannski gleymdist aftur, en alltaf kvaddi Daja á sinn glaðlega hátt eins og venja hennar var, því fyrir „gleðinni voru dyrnar ætíð opnar“. Svo skildu leiðir í þijú ár, og satt best að segja fann ég aldrei þennan kafla aftur og saknaði hans, eins og margra annarra. Nú vorum við báðar komnar á efri ár .og Daja varð á undan mér yfir móðuna miklu. Hún var búin að vera mikill sjúklingur til fyölda ára, samband var ávallt á milli okkar, þráðurinn slitnaði aldrei og ávallt mun ég minnast hennar og auðvitað með gleði því annað væri ekki hægt. Ég bið góðan Guð að styrkja bróður minn, dætur hans tvær og allt hans fólk, um ókomna framtíð. Ég kveð kæra mágkonu og ef ég mætti hafa einhver lokaorð þá trúi ég ekki öðru en „dyr gleðinnar og sælunnar" opnist fyrir henni. Guð veri með henni. Hjördís Bjarmar Smári Elías- Minning son Fæddurll. marsl982 Dáinn 5. júnl 1989 Það er okkur eftirlifendum óskilj- anlegt að hinn ljúfi drengur Bjarm- ar Smári Elíasson sé ekki hér á meðal vor, að við fáum ekki að heyra lengur létt fótatak hans, þeg- ar hann kemur hlaupandi, heilsar glaðlega og uppörvandi. Bjarmar litli, vinur okkar var sannkallaður sólargeisli í lífi mömmu sinnar og stóra bróður og náðu geislar hans að skína til okkar allra hinna. Bjarmar Smári Iést að kveldi 5. júní síðastliðins, af slysförum er hann og aðrir drengir voru að leik vð ána Glerá hér á Akureyri. Alltaf á ég eftir að minnast þess hve kátir þeir voru vinirnir, Bjarm- ar og Valdimar er þeir léku sér saman í síðasta sinn. Þeir litu varla upp er á þá var yrt, svo niðursokkn- ir voru þeir í leik sinum. Og þegar Bjarmar fór var allt dótið skilið eftir á gólfinu, tilbúið fyrir þá vin- ina, því Bjarmar ætlaði að koma fljótt aftur. Ekki gat okkur órað fyrir því að þetta væri í síðasta sinn sem hann væri heima hjá okkur í Einholtinu. Bjarmar átti marga vini og það er alveg víst að hans verður sárt saknað. Hann átti líka svo margt ógert. Svo yndislega æskan úr augum þínum skein Svo saklaus var þinn svipur. og sál þín björt og hrein. (Tómas Guðm.) Elsku Heiða mín, Stefán og Ólaf- ur. Við óskum þess að minningin um góðan, blíðan dreng verði ykkur styrkur í sorginni. Bjarnfríður, Páll og Valdimar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.