Morgunblaðið - 25.07.1989, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 25.07.1989, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 1989 13 I tilefiii réttarhalda á Kúbu o g fjöldamorða í Kína Leiðrétting og viðbætur eftir Sigurlaugu S. Gunnlaugsdóttur Það er mikilvægt eins og sakir standa bæði alþjóðlega og hér heima að gera sér grein íyrir að rangar og villandi upplýsingar eru algengar í ijölmiðlum. Hér varðar það tvö mikilvæg mál: Réttarhöldin á Kúbu Kúbanski herforinginn Arnaldo Ochoa var leiddur fyrir rétt á Kúbu 25. júní ásamt Antonio La Guardia, deildarstjóra í innanríkjsráðuneyt- inu og nokkrum samstarfsmönnum þeirra. Þeir voru sakaðir um fjár- drátt og eiturlyfjasmygl. Ég vil leyfa mér að rekja nokkur atriði ákærunnar og viðhorfs miðstjómar Kommúnistaflokks Kúbu, sem birt- ust í leiðara í kúbanska dagblaðinu Granma 22. júní sl., endurprentað í enskri útgáfu þess 26. júní. Nauðsynlegt er að hafa í huga að Kommúnistaflokkurinná Kúbu er ekki valdaaðili í stjórnsýslulegum skilningi þess orðs, heldur vettvang- ur fyrir þróun hugmynda. Ábyrgð og framkvæmd mikilvægra verk- efna hvílir oft í veigamiklum atrið- um á almennum borgurum, eins og glöggt kemur fram í tilhöfðunum hér neðar. í Granma segir að Ochoa og La Guardia hafi aðstoðað kólumbíska eiturlyíjasala við að smygla kókaíni til Bandaríkjanna á ámnum 1986- 1989, og þegið mikið fé fyrir. Ochoa var mikilsmetinn herforingi. Hann var í Angólu er kúbanskir og ang- ólskir herir unnu sigur á Suður- Afríkuher veturinn 1988. LaGuard- ia var yfirmaður deildar sem sér um að útvega tölvur, lyf og annað sem Kúba getur ekki keypt frá Bandaríkjunum vegna viðskiptaein- angrunar af þeirra hálfu. Varnings- ins er aflað gegnum sambönd við bandaríska ríkisborgara og aðra. Allt samband við einstaklinga sem tengjast eiturlyfjum á einhvern hátt er bannað. Deildin heyrir undir inn- anríkisráðuneytið, en hefur beint samstarf við landhelgisgæslu og flugmálayfirvöld. I apríl sl. hófst rannsókn á því hvort einhverjir fulltrúar ríkisins tengdust flutningi eiturlyfja. Ekk- ert var vitað um mennina tvo, sem hættu þegar í stað öllum slíkum framkvæmdum. Samstarfsmenn þeirra gerðu annars samninga af því tagi. Granma skýrir frá að ör- yggi ríkisins hafi verið stefnt í hættu er náinn samstarfsmaður Ochoa hitti höfuðpaur Medellín- eiturlyfjahringsins í Kólumbíu árið 1988. „Ef aðstoðarmaður jafn þekkts og mikilsmetins manns og „Hegðan Ochoa, La Guardia og samstarfs- manna þeirra sýnir hvernig glampandi glingur neyslusamfé- lags getur haft áhrif á suma menn, segir enn- fremur í Granma.“ Ochoa hefði verið handtekinn á slíkum fundi og kynntur alþjóðléga sem fulltrúi landsins, hefði róg- burðarhríð brostið á gagnvart bylt- ingunni, sem erfitt hefði verið að bægja frá,“ segir blaðið. Þá segir í Granma að Kúba sé eitt örfárra landa í álfunni, þar sem eiturlyf séu ekki framleidd, þau séu „krabbamein“. Bandaríkin hafi ekki getað spornað við neyslu og dreif- ingu eiturlyfja innan eigin landa- mæra. Allar aðgerðir þeirra gagn- vart framleiðslulöndunum í róm- önsku Ameríku séu kúgunaraðgerð- ir, án skilnings á því að efnahags- leg og félagsleg kreppa hafi hrakið milljónir manna útí að rækta og framleiða eiturlyf. Bæði Bandaríkin og ríkisstjórnir í rómönsku Ameríku eyði milljónum dala í að uppræta þetta, án árangurs. Blaðið lýsir hvernig flugvélar og bátar hafa verið teknir í kúbanskri land- og lofthelgi og eiturlyfjasendl- ar stöðvaðir i viðleitni til að „gegna alþjóðlegum skyldustörfum“. Tengsl Ochoa og La Guardia við smyglara séu fyrsta áfallið, og jafn- framt mikið áfall. Ætlunin sé að uppræta algerlega umferð með eit- urlyf. Kú'ba sé eina landið í þeim heimshluta sem geti það, og verkið muni ekki reynast erfitt kúbönskum borgurum, starfsmönnum landhelg- isgæslunnar, hers og innanríkis- ráðuneytis. Eiturlyfjasalar megi vita að flugvélar verði jafnvel skotn- ar niður ef neitað er að Jenda. Bent er á að bandarísk yfirvöld hafi vitað um smyglþátt kúbönsku embættismannanna, en hvorki látið kúbönsk yfirvöld vita né aðhafst neitt. í leiðara Granma er talið hugsanlegt að ætlunin hafi verið að notfæra sér þessar aðstæður, og afhjúpun embættismannanna sé áfall fyrir slíkar áætlanir. Hegðan Ochoa, La Guardia og samstarfsmanna þeirra sýnir hvern- ig glampandi glingur neyslusam- félags getur haft áhrif á suma menn, segir ennfremur í Granma. Mennirnir svertu orðstír Kúbu og siðferðisviðmiðanir á alþjóðavett- vangi. „Orðstír okkar er grundvöll- ur þess hvemig við veijumst árás- um Bandaríkjanna og að raust okk- ar heyrist um allan heiminn. Þeir stefndu ekki aðeins orðstír okkar í voða, heldur öryggi landsins, því í dag getur lítil þjóð ekki varið sig, njóti hún ekki virðingar og hafi sið- ferðisvitund. Að vanvirða hetjulega alþýðu jafngildir því að grafa undan styrk hennar. Það er að grafa und- an baráttuviljanum," segir blaðið. Kína í Morgunblaðinu (og víðar) hafa birst frettir þess efnis að ríkisstjórn- ir Kúbu og Nicaragua styðji fjölda- morðin í Kína. Það er rangt. Skömmu eftir atburðina í Kína birtust fréttir í Bandaríkjunum þess efnis, að sijórnir Kúbu, Nicaragua og Víetnam styddu aðgerðir yfir- valda í Kína til að bæla þár niður lýðræðissinnaða hreyfingu. Ekki sættu allir fréttamenn sig við heim- ildirnar fyrir þessu. Meðal þeirra er blaðamaður „Wall Street Joum- al“, Cockburn að nafni. Hann gerði grein fyrir því í blaðinu 15. júní að það sem varðar afstöðu Nicaraguá megi rekja til fréttar útsends blaða- manns í Japan, en breyting var gerð á grein hans af ritstjórn blaðs- ins sem hún birtist í. Það sem varð- ar Kúbu má rekja til skrifstofu Reuter í Havana á Kúbu. (Skömmu síðar kom fram í Mbl. að starfs- manni hjá Reuter í Havana hefði verið vísað úr landi. Er það nokkuð undarlegt?) Fulltrúi Víetnam hjá Sameinuðu þjóðunum og fulltrúi Kúbu hjá hagsmunanefnd Kúbu í Washington upplýstu vegna þessa, að yfirlýsing eða viðhorf hefðu ekki komið fram hjá ríkisstjórnum landa þeirra um málið. Sendiherra Víetnam á íslandi bar fréttina einnig til baka í viðtali við Morgunblaðið nýlega. Daníel Ortega, forseti Nicaragua, hafði þá þegar lýst yfir (9. júní): „Við fögn- um ekki ofbeldi eins og beitt er í Kína.“ Áðurnefndur blaðamaður segir: „Sérhvem fréttamann, sem ekki er innstilltur á að trúa öllu illu uppá toppliðið á haturslista Bandaríkja- stjórnar, gmnaði að þetta væri til- búningur." Og hann bætir við eftir- farandi skýringu á þeim hluta fals- fréttarinnar er varðar Nicaragua: „CIA [leyniþjónusta Banda- ríkjanna] hefur leyfi stjórnarinnar til að skipta sér af kosningaundir- búningnum í Nicaragua með frjálsri aðferð. Fulltrúar Bandaríkjastjóm- ar breiða út allan þann óþverra um Nicaragua sem þeim dettur í hug.“ Höfundurerí Vin&ttufélngi íslands ogKúbu. POTTÞÉTT PÚSTKERFI! Pústkerfi frá Bosal og Stuölabergi. í allar gerðir bifreiða. Straumur bíleigenda liggur í Borgartún 26. Þar er úrvalið mest í bílinn! Láttu sjá þig sem fyrst. Þú og bíllinn þinn njótið góðs af heimsókninni. BORGARTÚNI 26, SÍMI 62 22 62 Stórmarkaður bíleigenda Mezzoforte- menn og söngvarar á Mallorka ÞEIR Mezzofortemenn Eyþór Gunnarsson, Jóhann Ásmunds- son og Gunnlaugur Briem skemmta farþegum Samvinnu- ferða-Landsýnar á Mallorka um þessar mundir. Efnt verður m.a. til skemmtunar þar sem söngvararnir Pétur Kristj- ánsson, Ellen Kristjánsdóttir og Erna Þórarinsdóttir koma fram með Mezzoforte. Farþegar Samvinnu- ferða-Landsýnar á Mallorka eru vel á fímmta hundrað og tónlistarfólkið dvelst þar til sér til hvíldar og skemmtunar fyrir landa sína. ssindola Vent-Axíá LOFTRÆSIVIFTUR GLUGGAVIFTUR - VECGVIFTUR BORÐVIFTUR - LOFTVIFTUR Ensk og hollensk gæðavara. Veitum tæknilega ráðgjöf við val á loftræsiviftum. Það borgar sig að nota það besta. Þekking Reynsla Þjónusta {FALKINN' SUÐURLANDSBFIAUT 8 SÍMI84670 ARGUS/SlA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.