Morgunblaðið - 25.07.1989, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.07.1989, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 1989 19 Eru þeir að fá 'ann ■? ■ 1100 laxar í Kjós Um 1100 laxar eru komnir úr Laxá í Kjós og á hádegi í gær hóf þar þriggja daga törn hópur afar duglegra veiðimanna sem þekkja ána út og inn. Ásgeir Heiðar, staðarleiðsögumaður, sagði í samtali við Morgunblaðið, að það myndi ekki koma sér á óvart þótt hollið veiddi meira en nokkurt holl til þessa, skilyrðin væru öll hins bestu, laxinn hefði tekið fluguna grannt og frekar illa hjá Bandaríkjamönnunum síðustu vikuna, en nú yrði rennt maðki í stórum stíl og laxamag- nið væri afar mikið í ánni. Ekki nóg með það, heldur sagði Heið- ar að feiknagöngur hefðu komið inn allra síðustu daga, eftir stærsta strauminn og væri nú hver pollur og hver breiða í ánni full af fiski. Forsætisráðherran fékk 19-pundara Steingrímur Hermannsson lenti heldur betur í honum kröppum í fyrradag í Laxá í Aðaldal. Hann setti þá í stórlax á Hagabökkum nyrðri, fyrir neðan brú, en það er erfiður staður til að glíma við stórlaxa. Enda lauk leiknum ekki fyrr en hálfri fimmtu klukkustund seinna, tveimur kílómetrum neðar í ánni, á Álfthyl neðan Grá- straums. Laxinn reyndist vera 19 punda hængur, nýlega genginn í ána og tók hann Þingeying á ein- krækju númer 8. Taumurinn 11 punda. Menn sem voru ráðherra til aðstoðar segja þetta hafa verið hið mesta ævintýri, þegar veiði- menn fóru austur, fór laxinn vest- ur og öfugt, hann gerði þeim allt til miska og svo festi hann línuna hvað eftir annað í hraunbotni Laxár. En með ráðherra voru engir aukvisar, Þórður Pétursson veiðivörður, Orri Vigfússon for- maður Laxárfélagsins og þeir óðu ána að festum á stöðum sem áður voru taldir óvæðir, en Ingvi Hrafn fréttamaður hljóp við fót niður hinn bakkann með spónstöng og losaði úr sumum festunum með þvi að kasta spæni á línu ráð- herra og toga í úr öfugri átt. Ekki mátti laxinn við margnum og hlaut hann að láta í minni pokann um síðir, en Steingrímur taldi sig aldrei hafa att kappi við harðari andstæðing á bökkum laxveiðiánna. Orri Vigfússon sagði í gær, að það væri sér mikið gleðiefni að tilkynna að veiðin hefði tekið mik- inn kipp í Laxá að undanförnu, þannig hefði holl sem hann var aðili að dregið 110 laxa og um 500 fiskar væru komnir úr ánni allri. Ekki hafa þó verið sérlega líflegar göngur, heldur hefur veiðst um alla á og virst sem nokk- ur lax sé undir. Stærstu laxarnir úr Laxá í sumar hafa vegið 20 pund, en stærri laxar hafa haft betur í viðureignum við veiðimenn sem endranær. í BMW 3-línunni eru annarsvegar 2ja og 4ra dyra bílar og hinsvegar 5 dyra Touring skutbíl- ar. Þú borgar minnst fyrir BMW í 2ja dyra út- færslunni, en hann kostar álíka og lítill jap- anskur bíll meö sérútbúinni vél. Munurinn er mikill milli BMW og japanskra bíla, og dæmi þá hver fyrir sig. Einkenni BMW eru þau sömu í öllum útfærsl- um. Hann er aflmikill, hefur frábæra akstureig- inleika og snerþu sem þú getur treyst þegar mest á reynir. Fjöörunin og annar tæknilegur útbúnaður er fyrsta flokks enda hér á ferðinni bíll sem er gerður fyrir kröfuharöa kaupendur. Þaö er eftirsóknarvert aö eiga og aka BMW, þess vegna viljum viö gera okkar ítrasta til aö þú njótir þess besta, og eignist BMW. Þér er hér meö boðið að koma og reynsluaka BMW 3-línunni eða öðrum BMW bílum, þiggja hjá okkur veitingar og ræða við sölumenn um hagstæöa greiösluskilmála. Viljir þú aö viö tökum gamla bílinn sem greiöslu uþþ í nýjan BMW, skaltu hiklaust notfæra þér skiptitilboðið okkar sem auöveldar þér aö eignast BMW á góöum kjörum. BMW 3161, 3fa dyra kostar frá kr. 1.227 þúsund. Bílaumboðið selur einnig notaða BMW. Leitaðu upplýsinga hjá sölumönnum. Njóttu þess besta, — eignastu BMW. ÞAÐ ER EINFALT MÁL AÐ SEMJA VIÐ OKKUR. Bílaumboðið hf Krókhálsi 1, Reykjavik, sími 686633 Einstakur bill fyrir kröfuharða. Einstaklega ánægjulegt að heimsækja Sólheima - segir Olafiir Skúlason, biskup Islands HR. ÓLAFUR Skúlason biskup og frú Ebba Sigurðardóttir kona hans, heimsóttu Sólheima í Grímsnesi á laugardag. í tilefhi heimsóknarinnar var messað í íþróttahúsinu og tóku flórir prestar þátt í athöfhinni ásamt biskupi. Þá afhenti Lionsklúbb- urinn Ægir heimilinu gjafir, sam- tengt brunavarnarkerfi að verð- mæti um 1,7 milljónir króna auk 500 þúsund króna efnisgjöf veg^na fyrirhugaðrar nýbygging- ar á staðnum. „Þessi heimsókn var alveg ein- staklega _ ánægjuleg," sagði hr. Ólafur. „Ég hef varla komið á heim- ili, þar sem ríkti jafn mikil gleði og einlægni eins og hjá vistmönnun- um. Það lagðist allt á eitt, frábært veður og móttökurnar slíkar að það er ekki hægt að gera það betur. Bæði í viðmóti starfsfólks og viður- gjörningi að ógleymdum vistmönn- unum sem kepptu við sólina hvað brosið var bjart.“ Að sögn Halldórs Júlíussonar forstöðumanns, var í upphafi heimsóknarinnar gengið um staðinn og heilsuðu biskups- hjónin upp á vistmenn á heimilum þeirra um leið og þeim var sýnd starfsaðstaðan og hvernig búið er að heimilisfólkinu. Hádegisverður var snæddur í boði stjórnar og full- trúaráðs Sólheima með þátttöku gesta frá stjórn Foreldra- og vinafé- laga Sólheima og Lionsklúbbnum Ægi. Að loknum hádegisverði var messað í íþróttahúsinu, þar sem biskupinn predikaði og sagði Hall- dór að ræða biskups hefði verið Morgunblaðið/Þorkell Hr. Ólafhr Skúlason biskup predikar við messu í Sólheimum í Grímsnesi. Morgunblaðið/Þorkell Jón Snorrason formaður Lionsklúbbsins Ægis afhendir Halldór Jú- liusson forstöðumanni Sólheima í Grímsnesi, skjöld klúbbsins og að auk brunavarnarkerfi sem sett hefur verið upp og fé til efniskaupa vegna fyrirhugaðrar nýbyggingar. persónuleg og ánægjuleg, þar sem hann tengdi hana því starfi sem fram fer í Sólheimum. Auk biskups tóku þátt í athöfninni Sr. Guðmund- ur Þorsteinsson dómprófastur, Sr. Rúnar Þór Egilsson, auk Sr. Gylfa Jónssonar og Sr. Valgeirs Ástráðs- sonar úr fulltrúaráðinu. Að sögn Halldórs sóttu rúmlega 130 manns messuna. Að lokinni messu tók biskup fyrstu skóflustunguna að nýju 200 fermetra íbúðarhúsi fyrir fimm vist- menn, sem verður reist á næsta ári í tilefni af 60 ára afmæli heimilis- ins. í kaffisamsæti að því loknu afhenti Jón Snorrason formaður Lionsklúbbsins Ægis heimilinu formlega gjöf, samtengt bruna- varnarkerfi, sem sett var upp á síðasta ári og er útlagður kostnaður um 1,7 milljón króna. Enn fremur afhenti hann fyrir hönd klúbbsins byggingarefni vegna fyrirhugaðra byggingaframkvæmda á næsta ári, að verðmæti kr. 500.000. Tannverndarráð: Drykkjarlindir í skóla og stofiianir TANNVERNDARRÁÐ hefur skrifað bréf til sveitarstjórna og beðið um að kannað verði hvort ekki sé hægt að setja upp útbúnað til vatnsdrykkju í skóla, íþróttahús, á sundstaði og víðar. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði tímaritsins Heilbrigðis- mál. Þar segir enn fremur, að í bréfi sínu bendi Tannverndarráð á, að á mörgum þessara staða séu komnir sjálfsalar fyrir gos- drykki. Mælst er til þess að sala á gosdrykkjum verði takmörkuð sem mest, en í staðinn boðið upp á hreint, íslenskt vatn. I Heilbrigðismálum segir, að þessum tilmælum Tannverndar- ráðs hafi verið vel tekið, meðal annars í Kópavogi. Drykkjarlindir er víða erlendis að finna í opinberum byggingum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.