Morgunblaðið - 25.07.1989, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 25.07.1989, Blaðsíða 27
em i.iui, ns íinoAGUíciiíw gigawhijohom MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 1989 i)S 27 Millistríðsárin - íslensk verka- lýðshreyfing - evrópskt samhengi Viðtal við Stefán Friðberg Hjartar- son sagnfræðing Þann 12. maí síðastliðinn varði Stefán F. Hjartarson doktorsrit- gerð sína í sagnfræði við háskól- ann í Uppsölum. Ritgerðin fjallar um verkalýðshreyfinguna á millistríðsárunum á íslandi. Þar er sérstaklega tekið til meðferðar þróunin norðanlands í verkalýðs- og stjórnmálum, en ritgerðin ber nafnið „Kampen om fackfören- ingsrörelsen. Ideologi och politisk aktivitet pá Island 1920-1938“ (Baráttan um verkalýðsfélögin. Hugmyndafræði og pólitísk starf- semi á íslandi 1920-1938). And- mælandi var fil.dr. Harald Gu- stafsson frá háskólanum í Stokk- hólmi en hann er kunnugur sögu íslands af rannsóknum sínum og í dómnefnd sátu dósent Klaus Misgeld, prófessor Rolf Torst- endahl, fil.dr. Jörgen Hermansson og dósent Bo Öhngren. Fréttaritari Morgunblaðsins sótti Stefán heim af þessu tilefni að Dragarbrunnsgötu sem liggur í hjarta Uppsalaborgar til að spyija hann út í nýútkomna dokt- orsritgerð hans. — Hvað réði því að þú ákvaðst að hefja nám í sagnfræði í Uppsöl- um? Eitt af þeim löndum sem vakti áhuga minn var Svíþjóð, en það var tiltölulega lítið sagt frá sænskri sögu í skólunum heima. Ég hafði sérstakan áhuga á að lesa hagsögu en hún var ekki á boðstólum í Háskóla íslands á þeim tíma. Að afloknu fil.kand.-prófi hlaut ég millilandastyrk frá Svenska Institutet til framhaldsnáms. Að sjálfsögðu auðveldaði það ákvörð- un mína um frekara náin, og ekki dró það úr áhuga mínum að próf- essor Sven A. Nilsson hvatti mig til að halda áfram. — Um hvað fjallar doktorsritgerð- in í grófum dráttum? Hún tekur fyrir samkeppni hinna stríðandi afla innan verka- lýðshreyfingarinnar um ítökin í samtökunum og myndun nýrra verkalýðsfélaga í ljósi þeirra pólitísku skilyrða sem voru fyrir hendi. Orsakir þess að verkalýðs- félög klofnuðu eru raktar. Barátt- an er á milli Alþýðusambandsins annarsvegar sem er sterkast í Reykjavík og Verkalýðssambands Norðurlands hinsvegar, en á Norð- urlandi var vígi kommúnista. Bar- áttan er um það hvort Alþýðusam- band Islands nái að verða heildar- samtök verkamanna án forræðis sósíaldemókrata eða ekki. Verka- lýðssamband Norðurlands (VSN) var fjórðungssamband ASÍ en þró- aðist yfir í aðalvígi kommúnista. Þeir drógu í efa réttmæti þess skipulagsforms að Alþýðusam- bandið og Alþýðuflokkurinn væri eitt og hið sama, þeir vildu — eins og Sjálfstæðisflokkurinn þó af öðrum ástæðum væri — að að- skilnaður yrði á milli þess faglega og hins pólitíska, óháð pólitískum skoðunum áttu því allir verkamenn að geta verið í einum heildarsam- tökum án þess að vera útilokaðir frá fulltrúaréttindum á þingum ASÍ. Það er ekki fyrr en 1940 að tekin er ákvörðun um að ASÍ verði Iaunþegasamtök, aðskilin Alþýðu- flokknum. — Við hvaða heimildir styðst þú aðallega í rannsókn þinni? Ég nota yfir 50 mismunandi Stefán F. Hjartarson skjalasöfn, bæði einkasöfn sem og fundagerðir verkalýðsfélaga, auk fjölda viðtala. Meðal annars er í fyrsta sinn notast við skjalasafn Alþjóðasambands jafnaðarmanna í Amsterdam, svo og erlendra málgagna sem lýsa ástandinu al- mennt og hafði þýðingu fýrir ís- land. — Var ekki erfitt að afla gagna þegar rannsóknin fór fram í Upp- sölum? í sjálfu sér ekki, það hefði verið jafn erfitt að afla heimilda frá Reykjavík eins og hér í Uppsölum. Flestar heimildir sem ég þurfti á að halda voru fyrir norðan og þá yfirleitt ekki í fyrstu á skjalasöfii- um heldur í fórum einstaklinga pg félagasamtaka. Vísindasjóður íslands veitti fjárhagsstuðning til þessara verkefna. Heimildaleit var ákaflega tímafrek en nauðsynleg — ástandið var ekki alltaf hið ákjósanlegasta og er miður að þrýstingur fræðimanna á kerfið til úrbóta hefur ekki verið meiri en raun ber vitni. — í ritgerð þinni rekur þú ástand- ið innan verkalýðsfélaga á Norður- landi, frá Borðeyri í vestri til Rauf- arhafnar í austri. Já, greint er frá stofnun nokk- urra verkalýðsfélaga og skilyrði fyrir starfseminni er rakin. Mikil- vægt var að sjá hvaða ákvarðanir voru teknar viðvílqandi VSN og þá sérstaklega hvort um samstarf við þau samtök væri að ræða, þegar hitnaði í kolunum um stjóm- málalegt forræði innan samtak- anna. Fram til ársins 1931 voru mörg aðildarfélög VSN einnig að- ilar að ASÍ. Þegar kommúnistar mynda eigin flokk um haustið 1930 harðnar baráttan enn frek- ar. í 14. lagagrein ASÍ var útilok- unarákvæði, þar sem kveðið var á um að enginn nema sá sem undir- ritaði stefnuskrá Alþýðuflokksins og væri ekki í neinum öðrum flokki gæti fengið fulltrúaréttindi fyrir viðkomandi stéttarfélag. Þar með var meirihluta fulltrúa stærstu verkalýðsfélaganna á Norðurlandi neitað um setu á þingum heildar- samtakanna. — Hvernig var ástandið innan Alþýðuflokksins þegar vinstri fylk- ingin, þ.e.a.s. kommúnistar, störf- uðu innan hans? í minni rannsókn hef ég lagt ríka áherslu á að sýna hversu skynsamlegt það var af hálfu sós- íaldemókrata að tryggja valdafor- ræði sitt með inngöngu í Alþjóða- samband jafnaðarmanna 1926-27 og enn frekar að reyna að ein- angra kommúnista frá trúnaðar- störfum innan verkalýðshreyfing- arinnar. Taki maður tillit til að- stæðna erlendis, sérstaklega í Vestur Evrópu á þriðja áratugn- um, lofuðu þessar aðgerðir góðu. Þingfýlgi jafnaðarmannaflokka jókst og mikil félagaaukning al- þýðusambanda átti sér stað, en þau voru án kommúnista. En dag skal að kveldi lofa. Úr átökum þeim sem urðu í kjölfar kreppunn- ar á §órða áratugnum komu íslensku kommúnistarnir út með sterkari stöðu en búast hefði mátt við. Þeir verða afl í verkalýðs- hreyfingunni og koma þannig í veg fyrir að sósíaldemókratar nái að auka fylgi sitt í samræmi við bróð- urflokka sína á Norðurlöndum. í löndum eins og Belgíu og Bretlandi höfðu kommúnistar ver- ið útilokaðir frá sambandþingum sósíaldemókrata. Framgangur kommúnista í V-Evrópu stöðvaðist á þriðja áratugnum. Þeim fækkaði í Bretlandi frá stofnun 1920 til 1930 þannig að áhrif þeirra fóru þverrandi. Þetta vissu íslenskir sósíaldemókratar sem fylgdust náið með gangi mála. Verkalýðsfélög klofiia — Á árunum 1933-34 áttu sér stað deilur sem frægar hafa orðið, Nóvudeilan og seinna svokölluð Borðeyrardeila. Getur þú skýrt lítillega frá aðdraganda þessara deilna og síðan framgangi mála? Þróunin innan stéttarfélaganna í ársbyijun 1933 er athyglisverð. Stjórnarkosning á sér stað í flest- um verkalýðsfélögum. Þar sem kommúnistar verða í meirihluta og sósíaldemókratar í minnihluta klofna félögin. Sérlega minnisstæð er myndun Verkaýðsfélags Akur- eyrar undir forystu Erings Frið- jónssonar. Félög sem ekki voru holl ASÍ og sýndu VSN áhuga voru rekin úr ÁSÍ. Þessi herferð gegn kommúnistum gerði þá hrædda. Kommúnistar vildu ekki undir nokkrum kringumstæðum að verkalýðsfélögin klofnuðu og tenglsin við verkalýðsstéttina rofnuðu. En þar sem staðan á Akureyri var sú að tvö stéttarfélög störfuðu, reyndu kommúnistar að sýna að þeir væru reiðubúnir að veija kauptaxtann og semja á ábyrgðarfullan hátt um kaup og kjör. Þeir taka sig saman og fara í samningaviðræður við yfirvöld á Akureyri um tunnúsmíði, þeir verða að semja til að halda lífi. Að mörgu leyti má segja að ásókn Alþýðuflokksins á hendur komm- únistum hafi bjargað þeim frá því að einangrast að sjálfu sér. Komm- únistar fengu samúð margra, þeir stóðu vel saman í varnaraðgerðum sínum, þannig að lokum stóðu þeir uppi sem sigurvegarar. Það má segja að henni hafi mistekist að láta kné fylgja kviði; skipulagsformið sem ég gat um hér áðan varð ekki sú trygging fyrir hreinræktaðri sósíaldemókr- atískri stefnu sem hugsuð var í upphafi. ASÍ hafði engan verk- fallssjóð sem styrkt gat trúna á samtökin. Því var það undir dugn- aði hvers félags komið á hveijum stað að skrapa saman fé og blása lffi í baráttuna en það gat ráðið úrslitum um niðurstöðu átaka. Hugmyndafræði kommúnista kvað á um fórnfýsi og skjót við- brögð. Reyndist þeim þess vegna leikurinn auðveldari. Vorið 1934 áttu kommúnistar í miklum erfiðleikum vegna innri deilna um afstöðuna til Alþýðu- flokksmanna. Fyrir tilstuðlan flokksforystunnar átti sér stað mikil „sjálfsgagnrýni", hún vildi í engu sýna linkind í samskiptum við sósíaldemókrata. Þegar þeir eru að deila um hveijir séu nægi- lega harðir og hveijir sýni lindkind kemur Dettifoss að landi á Siglu- firði og bruna kommúnistar þá af stað til að sanna fyrir sjálfum sér Fiskverð á uppboðsmörkuðum 24. júií. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð(kr.) Þorskur 49,50 43,00 45,10 92,196 4.157.818 Þorskur(smár) 20,00 20,00 20,00 0,197 3.950 Ysa 99,00 23,00 62,01 1,694 105.061 Karfi 32,00 25,00 26,75 2,861 76.556 Ufsi 28,00 27,00 27,81 0,991 27.587 Steinbítur 48,00 46,00 46,84 2,184 102.309 Langa 29,00 29,00 29,00 1,528 44.315 Lúða 305,00 90,00 231,91 0,357 82.906 Koli 22,00 15,00 19,60 0,677 13.282 Keila 12,00 12,00 12,00 0,025 306 Skata 66,00 10,00 49,22 0,116 5.746 Skötuselur 143,00 90,00 122,92 0,918 112.965 Samtals 45,52 104,054 4.736.630 Selt var úr Víði HF. I dag verður selt úr Víði HF 75 tonn af þorski o.fl. og Óskari Halldórsyni 40 tonn af þorski. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 49,00 30,00 44,56 250,085 11.143.898 Ýsa 95,00 65,00 73,77 14,612 1.077.950 Ufsi 32,00 10,00 31,73 11,023 349.772 Sólkoli 25,00 25,00 25,00 0,142 3.550 Skötuselur 335,00 335,00 335,00 0,153 51.155 Grálúða 20,00 20,00 20,00 0,366 7.320 Karfi 28,50 27,00 27,10 29,556 801.050 Skata 60,00 60,00 60,00 0,008 480 Steinbítur 17,00 17,00 17,00 1,639 27.863 Langa 28,00 28,00 28,00 0,578 16.184 Lúða 235,00 195,00 206,22 0,176 36.295 Skarkoli 21,00 20,00 20,41 0,941 19.210 Samtals 43,76 309,281 13.534.828 Selt var úr Skipaskaga AK, Ásbirni RE og Sigurey BA. I dag verður selt úr Sigurey BA og Jóni Baldvinssyni RE. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 68,00 30,00 58,20 7,756 451.428 Hlýri 15,00 15,00 15,00 0,202 3.030 Ýsa 71,00 48,00 56,21 3,734 209.901 Karfi 30,50 26,50 27,95 22,570 630.804 Ufsi 34,50 29,50 32,31 7,301 235.922 Steinbítur 22,00 15,00 16,78 2,783 46.707 Langa 25,50 25,00 25,31 1,119 28.372 Lúða 355,00 125,00 248,94 1,011 251.675 Sólkoli 35,00 35,00 35,00 1,000 35.000 Skarkoli 35,00 15,00- 18,28 2,990 54.650 Langlúra 5,00 5,00 5,00 2,985 14.925 Skata 58,00 58,00 58,00 0,009 522 Skötuselur 330,00 102,00 286,57 0,262 75.225 Grálúða 25,00 25,00 25,00 0,900 22.500 Samtals 37,72 54,622 2.060.616 Selt var úr Eldeyjar-Boða, Verði frá Miðnesi og Rafni HF. I dag verður seldur bátafiskur. og öðrum hversu góðir kommún- istar þeir eru og demba sér í hörkuslag við yfirvöld og marga Alþýðuflokksmenn. Dettifossslagurinn var í beinu sambandi við deilumar á Borð- eyri, en þar var VSN-félag í harðri baráttu við kaupfélagið um for- gangsrétt til vinnu fyrir heima- menn. Afgreiðsla Eimskips varð að semja við fulltrúa VSN um lausn deilunnar ef ekki áttu að verða áframhaldandi hindranir við afgreiðslu skipa félagsins. Erfiðasta einangrunartímabili í sögu kommúnista var lokið og hið hagstæða samfylkingartímabil tók við þar sem kommúnistum bar að vinna með öllum þeim öflum sem voru gegn fasisma. Sameining verkalýðsfélaga varð efst á dag- skrá kommúnista og hugmyndin sem naut meira fylgis en forysta Alþýðuflokksins, að Héðni Valdi- marssyni undanskildum, þótti góðu hófi gegna. Stofnun Samein- ingarflokks alþýðu, Sósíalista- flokksins 1938, er eðlilegt fram- hald þessarar þróunar. Islenskir kommúnistar voru sérlega þjóð- ræknir, lögðu ríka áherslu á þjóð- leg einkenni og þjóðemisbaráttu nýttu þeir sér vel og gerði það að verkum að Alþýðuflokkurinn átti undir högg að sækja vegna þess að kommúnistar voru ávallt reiðu- búnir til samvinnu við Alþýðu- flokkinn sem sífellt varð að segja nei, meðal annars vegna þess að það var ekki um neina samvinnu á milli sósíaldemókrata og komm- únista að ræða á Norðurlöndum. Fréttaflutningi ríkisútvarpsins ábótavant — Meðal heimilda þinna er skjala- safn ríkisútvarpsins. Hvemifg var fréttaflutningi af vinnudeilum háttað? I viðtölum við verkafólk á Akur- eyri 1983 komu fram sterk við- brögð vegna lýsingar útvarpsins á Nóvudeilunni. Ég ákvað að fara nánar ofan í kjölinn á þeim mál- um. Athugasemdir verkafólksins reyndust réttar og er óhætt að segja að fréttaflutningnum var ábótavant þar sem reglum um hlutlægni var ekki framfylgt. T.d. var fréttaritarinn á Akureyri aðili í deilunni, sagt var frá skoðunum allra fréttablaða á deilunni nema málgagni VSN, Verkamanninum. Það var látið í veðri vaka að utan- aðkomandi aðilar stæðu að æs- ingnum og deilan væri aðflutt vandamál. Einar Olgeirsson var sagður vera frá Reykjavík, sem vissulega var ekki rangt en duldi þá staðreynd að hann hafði búið og starfað árum saman á Akur- eyri. Augljós er sú staðreynd að Verkamannafélagið undir stjórn kommúnista hafði komið í veg fyrir afgreiðslu á skipinu Nóvu en þessa var ekki getið í fréttum út- varpsins. Ástæða er til að rann- saka nánar hlut útvarpsins af frá- sögnum í vinnudeilum. — Hvaða áframhald verður á rannsóknum þínum? Verður þú um kyrrt við háskólann eða ferðu til starfa á íslandi? Eins og flestir íslendingar sem dvalið hafa í Svíþjóð hverfur mað- ur að lokum heim. Ekki er skortur á verkefnum. Ég mun sem rit- stjóri og meginhöfundur að sögu Alþýðusambands íslands hafa tækifæri á að fara nánar út í heild- arþróun launþegasamtakanna frá upphafi skipulegrar baráttu. Ég vil þakka þér fyrir viðtalið Stefán og óska þér áframhaldandi góðs gengis. Stefán F. Hjartarson er fæddist 3. júlí 1956 og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Hamrahlíð. Hann er ættaður úr Reykjavík, sonur hjónanna Hjartar Friðbergs Jónssonar, fulltrúa hjá Vegagerð ríkisins, og Yigdísar Einarsdóttur, húsmóður. Eiginkona Stefáns er Áslaug Guðmundsdóttir, hjúkrun- arfræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.