Morgunblaðið - 25.07.1989, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 25.07.1989, Blaðsíða 48
0SAMBANDSINS HOLTAGÖRÐUM SÍMI 68 55 50 VID MIKLAGARÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 1989 VERÐ í LAUSASÖLU 80 KR. Suðurnes: Ný vatns- veita fyrir "næsta haust A 4. hundrað milljóna í frum- hönnun verksins SAMNINGAR milli Vatnsveitu Suðumesja annars vegar og Vamarliðsins á Keflavíkurflug- velli liins vegar um lagningu nýrrar vatnsveitu em nú á loka- stigi og að sögn Guðfinns Sigur- vinssonar forseta bæjarstjórnar Keflavíkur er hér um góða fram- búðarlausn að ræða. Þessir samningar eru vegna mengunar í vatnsbólum á Suður- nesjum sem rekja mátti til olíuleka á svæðum varnarliðsins. Guðfinnur sagði enn fremur að stefnt væri að því að hin nýja vatnsveita yrði kom- in í gagnið annað haust, eftir 14 til 15 mánuði. * Að sögn Guðfinns er endanlegur kostnaður ekki ljós, en frumhönnun veitunnar kostaði á fjórðu hundruð milljóna. Hönnun væri á lokastigi, undirbúningsvinna hafin og samn- ’^ltígar í gangi við eigendur Lága- svæðis, þar sem jarðvatnið er að finna, en það er milli Njarðvíka og Svartsengis. Guðfinnur sagði einnig að um- rædd olíumengun væri langt innan hættumarka, en vegna möguleikans á að hún gæti aukist hefði þótt brýnt að ráðast í verkefnið. „Banda- ríkjamenn leggja fram ákveðnar umsamdar upphæðir og svo er það okkar að vinna úr þeim. Þetta eru ekki beint skaðabætur, heldur miklu fremur samkomulag um að leysa mál farsæilega," sagði Guð- finnur Sigurvinsson. Norðurlanda- mótið í skák: Margeir í 2. sæti MARGEIR Pétursson hefúr unnið fjórar síðustu skákir sínar á Norðurlandamótinu í skák, og er í 2. sæti eftir sex umferðir með 4%vinning. Helgi Olafsson er með 4 vinn- inga í 4. sæti, en Simen Agde- stein frá Noregi er með _4 vinn- inga og biðskák. Jón L. Árnason hefur tapað þremur síðustu skákum sínum og er með 2 vinn- inga. Finninn Jouni Yijöla er efstur með 5 vinninga. Margeir vann Bent Larsen í 4. umferð, Lars Karlsson í 5. umferð og Heikki Westerinen í þeirri 6. Helgi vann Westerinen í 4. umferð, tapaði fyrir Tom Wedberg í 5. umferð og vann Erling Mortensen í 6. umferð. Jón hefur tapað fyrir Östen- stáad, Yrjölá og Harry Schiissl- er. í kvennaflokki er Guðfríður Lilja Grétarsdóttir í 2. sæti eftir 3 umferðir með 2!4vinning. I meistaraflokki er Lárus Jóhann- esson með 2 vinninga eftir 3 umferðir. Fjórar íslenskar stúlkur keppa í unglingaflokki. Tvær þeirra, ína B. Árnadóttir og Hrund Þór- hallsdóttir eru með l‘A vinning. Fiskvinnslan rekin með 4,2% lialla: Heildartap fiskvinnslunnar 1988 var tæpir 3 milljarðar Reykjavík: Sílamávum hefiir fjölgað mjög mikið SÍLAMÁVURINN er orðinn mjög ágengnr i borginni, honum hefúr flölgað mikið og hann hefur breytt háttum sínum, að sögn Ólafs K. Nielsen líffræðings. „Þegar ég starfaði við Tjarnar- gæslu árin 1973-79 voru þetta fáein- ir tugir fugla sem sáust þarna á daginn yfir hásumarið, en nú er um 3-400 fugla að ræða. Þeir sækja fyrst og fremst í brauðið sem fólk ætlar öndunum, en þeir eru miklar veiðiklær og hirða andarunga í leið- inni,“ sagði Ólafur við Morgunblaðið, en sílamávagerið á Reykjavíkurtjörn hefur vakið athygli borgarbúa. Ólafur sagði enn fremur að vegna ágengni sílamávsins væri farið að skjóta þá og hefðu nú þegar 70 fugl- ar verið skotnir. „Þeir breyttu háttum sínum strax, eru mun styggari og ekki eins ágeng- ir. Áformað er að skjóta mávana út þennan mánuð, eða á meðan að síðustu kafendumar eru að koma ungum sínum á legg,“ sagði Ólafur. Hann bætti við að stokkandarvarpið hefði nær algerlega misfarist, en hrafnar ættu þar mestu sökina. Æðarvarpið hefur aftur á móti geng- ið vel, kollurnar enda duglegar að veija unga sína. Beindi hagla- byssu að veg- farendum LÖGREGLUNNI á ísafirði barst tilkynning snemma á laugar- dagsmorguninn um að ölvaður maður gengi um bæinn og beindi haglabyssu að vegfarendum. Er lögreglan fór að kanna málið fann hún manninn fljótlega við Hótel Isafjörð. Er byssu'maðurinn sá lögregluna beindi hann byssunni að henni og lét lögreglan sér þá nægja að fylgjast með honum og beina umferð frá honum. Maðurinn hélt svo fljótlega út í aðkomubát við höfnina, en hann reyndist síðar skipveiji á honum. Þar tókst lögreglunni að handtaka manninn og ná af honum byssunni. „Stefnir í algert óeftii verði ekkert gert,“ segir Arnar Sigurmundsson FISKVINNSLAN er nú rekin með 4,2% tapi samkvæmt útreikningum sem Sigurður Stefánsson endurskoðandi hefiir gert fyrir Samtök fisk- vinnslustöðva. Miðað við ársreikninga 32 fiskvinnslustöðva, sem liggja til grundvallar útreikingunum, varð meðaltap þeirra 9,5% af tekjum á síðasta ári. Heildartekjur frystihúsa, saltfiskverkunarstöðva og skreið- arverkenda á síðasta ári námu 30 milljörðum króna. Heildartap fisk- vinnslunnar 1988 var því tæpir 3 milljarðar króna. Þetta eru nokkuð hærri tölur en Þjóðhagsstofnun hefúr reiknað út. Þjóðhagsstofiiun taldi tapið 5-6% í fyrra og telur vinnsluna nú rekna með 2% halla. Arnar Sigurmundsson formaður Samtaka fiskvinnslustöðva segir að hvort sem útreikningar þeirra eða Þjóðhagsstofr.unar séu skoðaðir blasir sú staðreynd við að tap sé á greininni í dag. Og verði ekki gripið til ráðstafana til að koma rekstrinum á núllið stefni í algert óefni á næstu mánuðum. Muninn sem er á fyrrgreindum útreikningum segir Arnar liggja ein- göngu í mati á fjármagnskostnaði fiskvinnslunnar. Allar aðrar tölur í útreikningunum séu þær sömu. Þórður Friðjónsson forstöðumaður Þjóðhagsstofnunar segir að munur- inn á ijármagnskostnaðinum liggi í því að samkvæmt hefðbundnum reikningsskilaaðferðum sé fy'ár- magnskostnaður þessara fyrirtækja meiri á síðasta ári en fram komi í uppgjörsaðferðum Þjóðhagsstofnun- ar. „Við reynum að færa til bókar langtímafjármagnskostnað og jafna þannig út sveiflur sem mismunandi þróun innlends verðlags og, gengis mynda,“ segir Þórður. „Þegar gengið var til kjarasamn- inga í vor lofaði ríkisstjórnin því að rekstrarskilyrði útflutningsatvinnu- veganna yrðu viðunandi á samn- ingstímanum. Ilvort sem skoðaðar eru okkar tölur eða Þjóðhagsstofnun- ar má sjá að við þetta hefur ekki verið staðið," segir Arnar. „Ef svo heldur fram sem horfir mun allt eig- ið fé fiskvinnslunnar brenna upp á skömmum tíma.“ í útreikningum Sigurðar Stefáns- sonar kemur fram að við uppgjör hjá vinnslustöðvunum 32 í lok september á síðasta ári nam tapið 8,3% af tekj- um en jókst síðan í 9,5% í árslok. Amar segir að þarna komi einkum tvennt til, erfiður tími til sjósóknar og að nokkuð hafði gengið á kvót- ann. Þar að auki hafi efnahagsað- gerðir nýrrar stjórnar ekki skilað sér í þeim mæli sem stefnt var að. Fyrirtækin 32 voru valin í úttekt- arhópinn með það fyrir augum að þau sýndu sem gleggsta mynd af ástandinu. Um er að ræða fyrirtæki um allt land, bæði á vegum SH og Sambandsins. Meðalfyrirtækið í hópnum er með 315 milljón króna árstekjur í fyrra. Arnar segir að í hópnum séu fyrirtæki í stærri kantin- um og telji samtökin að fyrrgreind I úttekt sé mjög áreiðanleg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.