Morgunblaðið - 25.07.1989, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.07.1989, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 1989 23 Bandaríkin: Háttsettur stj órnarerind- PÖNTUNAR- LISTINN granna síns reki grunaður um njósnir New York. Reuter. Háttsettur bandarískur stjórnarerindreki, Felix Bloch, er grunaður um að hafa stundað njósnir fyrir sovésku leyniþjón- ustuna KGB í allt að 15 ár. Talið er að þetta geti orðið mesta njósnamál í sögu Banda- ríkjanna frá því á sjötta ára- tugnum. Bandaríska utanríkisráðuneytið og alríkislögreglan staðfestu á laugardag fregnir um að rannsókn væri hafin á „ólöglegri starfsemi" Blochs, sem tengdist „útsendurum erlendrar leyniþjónustu“. Bloch hefur starfað í þijá ára- tugi í bandarísku utanríkisþjón- ustunni. Hann starfaði í sjö ár í bandaríska sendiráðinu í Vín og var næðst æðsti embættismaður sendiráðsins þegar Ronald Lauder varð sendiherra þar árið 1986. Lauder kvaðst á laugardag hafa neyðst til þess að fara þess á leit við Bandaríkjaforseta að Bloch yrði fluttur frá Vín vegna Bloch væri grunaður um njósnir fyrr en hann hefði lesið fregnir þess efnis í blöðum á föstudag. Dagblaðið New York Times hafði á sunnudag eftir háttsettum embættismanni í Washington að alríkislögreglan teldi að Bloch hefði verið í tengslum við útsend- ara sovésku leyniþjónustunnar KGB í 15 ár. Sérfræðingar segja að þetta geti orðið mesta njósna- mál í sögu Bandaríkjanna frá því Alger Hiss og hjónin Julius og Ethel Rosenberg voru dæmd fyrir njósnir á sjötta áratugnum. ABC-sjónvarpið bandaríska skýrði frá því á föstudag að banda- rískir leyniþjónustumenn hefðu tekið myndir af Bloch er hann hefði verið að afhenda útsendara KGB skjalatösku. Vinir og sam- starfsmenn Blochs segja að hann hafi lengi verið óánægður með að hafa aldrei verið skipaður sendi- herra þrátt fyrir 30 ára störf í utanríkisþjónustunni. Reuter Felix Bloch „óhlýðni“. Ronald Reagan, þáver- andi Bandaríkjaforseti, féllst á beiðni Lauders og Bloch var flutt- ur til Bandaríkjanna árið 1987. Lauder kvaðst ekki hafa vitað að Saint-Tropez, Frakkiandi. Reuter. BRIGITTE Bardot, leikkonan og kyntáknið fyrrverandi, viður- kenndi í gær að hafa látið gelda asna nágranna síns. Hann bað Bardot að gæta asnans meðan hann brá sér bæjarleið. Iðnjöfurinn Jean-Pierre Manivet býr í húsi næst villu Bardots, La Garrigue. Bað hann frúna að gæta fjögurra vetra gamals asna, Charly, þegar hann varð að bregða sér í burtu í nokkra daga nú í sumar. Segir sagan að Charly hafi sýnt 32ja vetra ösnu Bardots mikinn áhuga og gert nokkrar tilraunir til að hafa mök við hana. Hafi kyntáknið fyrr- verandi afstýrt því en ekki litist á að vera mjög bundin af asnaparinu og því gripið til þéss ráðs að fá dýra- lækni til að gelda Charly. Bardot bar þvi við að ógeldur hefði asninn getað orðið hættulegur slík hefði fýsn hans verið. Manivet sagðist hafa orðið orðlaus yfir framkomu Brigitte Bardot. Dró hann yfirlýsta dýraást hennar í efa og sagði hana sigla undir fölsku flaggi. Ofan í kaupið hefur hún neit- að að afhenda honum asnann. Hyggst Manivet endurheimta dýrið með aðstoð dómstóla. Hefur hann neitað að eiga fund með eða ræða málið við Bardot fyrr en hún hefur beðist afsökunar. Bardot harðneitaði því í gær að ást hennar dýrum hefði dvínað og neitaði því að hafa gerst sek um hræsni í þeim efnum. NAUÐSYNA HVERJU HEIMILI Afganistan: Miklar eldflaugaárásir á Kabúl Islamabad í Pakistan. Keuter. AFGANSKIR skæruliðar halda áfram eldflaugaárásum sínum á Kabúl, höfuðborborg landsins og höfuðvígi leppstjórnar Sovét- manna i landinu. Að sögn rikisút- varps kommúnistastjórnarinn létust 42 um helgina af völdum árásanna og 154 særðust. Kommúnistastjórnin hefur kvart- að undan eldflaugaárásum skæru- liða við embættismenn Sameinuðu þjóðanna í Kabúl, en undanfama viku hafa skæruliðar hert mjög hríðina að höfuðborginni. Brigitte Bardot: Eftir að skæruliðum mistókst að hernema borgina Jalalabad í aust- urhluta landsins, ráðlagði kommún- istastjórnin höfuðborgarbúum að búast við löngu og heitu eldflauga- árásasumri. Skæruliðar hafa allt frá innrás Sovétmanna árið 1980 gert eldflaugaárásir á Kabúl, en að sögn vestrænna stjómarerindreka og starfsmanna hjálparstofnana lenda æ fleiri þeirra í miðborginn og á mannmörgum stöðum. Aður lentu flestar eldflauganna í úthverrfum borgarinnar. Leiðtogar skæruliða hafa harmað að óbreyttir borgarar skuli falla í árásum þeirra, en segja að ekki verði hjá slíku komist í stríði, þrátt fyrir að menn þeirra hafi fyrirmæli um að ráðast aðeins gegn hemaðar- mannvirkjum. Kenna þeir meðal annars um lélegum vopnabúnaði. 1000 BLAÐSÍÐUR AF ÓTRÚLEGU VÖRUÚRVAU Verðkr. 190,- ón bgj. PONTUNAR LISTINN Sími 52866 COMMODORE AMIGA 500 Lét gelda asna ná- SIMI: 681500 - ARMULA 11 * Gluggavinnsla * Mus * 68000 Motorola örgjörfi, 16/32 bita * 512Kb vinnsluminni, innbyrðis stækkanlegt í 1Mb, utan á liggjandi í 9Mb * Hámarksupplausn 640x512 punktar á skjá * 4096 litir mögulegir á skjá í einu * 4-rása stereohljóð með innbyggðum talhugbúnaði * Fjölverkakerfi (MULTITASKING), sem gerir þér kleift að keyra mörg aðskilin forrit í einu Ert þú haldin(n) tölvuhræðslu? Vilt þú læra á vingjarnlega og skemmtilega tölvu? Vilt þú bestu fáanlega grafík og hljóö? nuíeievmðvhoqo ute€pn 1 teö^ i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.