Morgunblaðið - 12.09.1989, Page 4

Morgunblaðið - 12.09.1989, Page 4
4 MORGÚNBLÁÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 1989 Afgreiðslutími áfengis: Áfskipti stjórnvalda valda mér áhyggjum - segir framkvæmdastjóri Sambands veitinga- og gistihúsa „ÞAÐ veldur mér alltaf áhyggjum, þegar ráðamenn vilja sljórna of miklu, til dæmis hvar fólk skemmtir sér, hvernig og hvenær. Það þarf auðvitað að hafa einhvern ramma, en of mikil afskipti eru ekki að mínu skapi,“ sagði Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Sambands veitinga- og gistihúsa, þegar hún var innt álits á nýrri reglugerð um sölu og veitingar áfengis, sem frá var skýrt í Morgunblaðinu á sunnu- dag. I reglugerðinni er meginreglan sú, að áfengisveitingum í almenn- um veitingastöðum skuli ljúka klukkan 23.30 á kvöldin og klukkan 1 aðfaranótt laugardags, sunnudags eða almenns frídags. Reglugerðin tekur gildi 1. október. Heimild til að veita áfengi lengur að kvöldi til er bundin leyfí lögreglu- stjóra, þar á meðal á skemmtunum, en eins og verið hefur skal hætta veitingum hálfri klukkustund áður en skemmtun lýkur. í frétt frá dóms- málaráðuneytinu segir, að reglur þessar séu settar í ljósi þróunar und- anfarinna ára og í samræmi við sjón- armið, er komið hafi fram af hálfu lögreglu í Reykjavík og borgaryfir- valda. Erna Hauksdóttir sagði að henni virtust þessi mál mjög í lausu lofti. „Þeir staðir, sem hafa sótt um að fá að hafa opið lengur eru danshús og krár,“ sagði hún. „Aður fengu allir þetta leyfi. en nú virðist sem staðir verði að flokkast sem „skemmtistaðir". Ég get ekki kallað krárnar annað, því þær bjóða oft upp á tónlistarflutning og ýmsar uppá- komur. Vonandi skýrast þessi mál betur, en ég trúi því ekki að það þurfi flennistórt dansgólf til að leyfi fáist fyrir veitingum umfram þann tíma sem reglugerðin tiltekur. Það er mikill misskilningur, ef forsvars- menn bindindisfélaga og fleiri halda að ástandið í miðbænum batni þó stöðunum sé lokað. Þetta verður ein- göngu til þess að drykkjan fænst úr þessum húsum og út á götur. Ég treysti því að borgaryfirvöld og sveit- arstjórnir almennt leysi þetta mál sem allra fyrst.“ Böðvar Bragason, lögreglustjóri í Reykjavík, kvaðst í gær ekki í stakk búinn til að svara því, hvernig reglugerð þessari yrði fram- fylgt, þar sem það ætti eftir að ræða það hjá hans embætti. Hann sagði þó, að reglugerðin sýndi ljóst hver meginstefnan í þessum málum yrði og hún væri meira takmarkandi en fyrri reglugerð. VEÐUR v ÍDAGkl. 12.00: V Heimild: Veðurstofa islands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gaer) VEÐURHORFUR íDAG, 12. SEPTEMBER YFIRLIT í GÆR: Suð- og suðvestanátt, víðast stinningskaldi eða allhvasst. Rigning var um mest allt sunnan- og vestanvert landið, en þurrt norðaustanlands. Hiti var 8-18, hlýjast norðaustanlands. SPÁ: Suð- og suðvestanátt, kaldi eða stinningskaldi. Yfirleitt þurrt og bjart veður á norðausturlandi, en skýjað og skúrir í öðrum lands- hlutum. Hiti 6 til 12 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á MIÐVIKUDAG OG FIMMTUDAG: Suðvest-læg átt og fremur kalt. Skúrir víða um land, síst þó á norðaustur- og austur- landi. TAKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað y, Norðan, 4 vindstig: * Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. r r r r r r r Rigning r r r * r * r * r * Slydda r * r * * * * * * * Snjókoma * * * -J 0° Hitastig: 10 gráður á Celsíus Skúrir * V E' = Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hltl veður Akureyri 16 skýjað Reykjavík 11 rlgning Bergen 14 léttskýjað Heisinki 14 úrkoma Kaupmannah. 17 léttskýjað Narssarssuaq 5 heiðskfrt Nuuk 2 alskýjað Osló 15 léttskýjað Stokkhólmur 14 hálfskýjað Þórshöfn 10 þoka Algarve 22 léttskýjað Amsterdam 19 mistur Barcelona 23 skýjað Berl/n 18 skýjað Chicago 13 léttskýjað Feneyjar 22 þokumóða Frankfurt 24 heiðrkírt Glasgow 16 skýjað Hamborg 18 skýjað Las Palmas 26 léttskýjað London 18 mistur Los Angeles 16 þokumóða Lúxemborg 20 skýjað Madrid 22 léttskýjað Malaga 26 léttskýjað Mallorca 25 mistur Montreal 16 skýjað New York 26 mistur Orlando 24 léttskýjað Parfs 22 mistur Róm 22 þokumóða Vín 21 skýjað Washington 25 mistur Wlnnipeg vantar Morgunblaðit_..... Kanadísku nemendurnir á pólska skólaskipinu Pogoria færðu frú Vigdísi Finnbogadóttur, forseta íslands, blóm. A innfelldu mynd- inni er Pogoria við Faxagarð. Forsetinn um borð í pólsku skólaskipi FRÚ VIGDÍS Finnbogadóttir forseti íslands og Svavar Gestsson mennta- málaráðherra heimsóttu á mánudag pólska skólaskipið Pogoria sem kom til Reykjavíkurhafnar íyrir viku. A skipinu er 31 kanadískur nem- andi á aldrinum 16 til 19 ára. Nemendurnir verða fimm mánuði á skipinu og hafa nú þegar heimsótt Rússland, Norðurlöndin og Skotland. Héðan fer skipið til Grænlands og því næst til Norður- og Suður- Ameríku. í ferðinni læra nemendum- ir meðal annars sjávarlíffræði, stjórnmálasögu, félagsfræði, mann- fræði og landafræði. Hér heimsóttu nemendurnir Ár- múlaskóla og kynntu sér íslenska skólakerfið. Einnig fóru þeir meðal annars til Þingvalla og Þórsmerkur. Pogoria er 47 metra langt og 22 metra breitt. Á skipinu eru 17 segl. 0,25% hækkun verð- tryggðra vaxta í IB BANKAR og sparisjóðir tilkynntu ekki breytingar á vöxtum í gæi*, en þá var einn þriggja vaxtabreytingardaga í mánuði hveijum, að öðru leyti en því að Iðnaðarbankinn hækkaði vexti af verðtryggðum skulda- bréfum um 0,25%, þannig að algengir vextir hækkuðu úr 7,75% í 8% og kjörvextir úr 6,25% í 6,50%. Boðaðar breytingar á vöxtum óverðtryggðra skuldabréfa tóku hins vegar gildi í gær, en þær þarf í flest- um tilvikum að tilkynna með 10 daga fyrirvara. Vextir þeirra lækkuðu um allt að 4%. Þannig lækkaði meðaital algengra vaxta á óverðtryggðum skuldabréfum úr 29,4% í 27,5%. Þeir eru lægstir í Landsbanka og Sam- vinnubanka 27%, en hæstir í Al- þýðubankanum 29%, samkvæmt upplýsingum Seðlabankans. For- vextir víxla eru 24 til 26% eða að meðaltali 25,2%. 26% vextir á tveggja mánaða víxli jafngilda 30,5% vöxtum greiddum eftir á og 24% forvextir jafngilda 27,8% vöxtum greiddum eftir á. Hækkun lánskjaravísitölu milli júlí og ágúst var um 13% miðað við heiit ár og spáð er 16% hækkun hennar miðað við heilt ár í september og í október hækkun sem jafngildir rúm- lega 22% á heilu ári. Raunvextir á 60 daga víxii voru neikvæðir um 2,7% á fysta ársfjórðungi 1989, jákvæðir um 5,5% á 2. ársfjórðungi, jákvæðir um tæplega 19% á þriðja ársfjórð- ungi og miðað við núverandi vexti og fyrirliggjandi spár um þróun verð- lags og launa það sem eftir er ársins Garðabær: verða þeir jákvæðir um 8% á 4. árs- fjórðungi. Þetta jafngildir rúmlega 7% meðalvöxtum á ári, þannig að til lengri tíma litið virðist ríkja jafnvægi milli verðtryggðra og óverðtryggðra útlánsvaxta. Flugvirkjar Gæslunnar gera samning SAMNINGAR tókust hjá ríkis- sáttasemjara í gær milli flug- virkja Landhelgisgæslunnar og forsvarsmanna hennar. Samningurinn verður borin undir atkvæði flugvirkja Landhelgisgæslunnar í dag eða kvöld. Deilan kom til ríkissáttasemj- ara í síðustu viku, eftir að til- raunir til samninga í kjölfar samninga flugvirkja fyrr í sumar við flugfélögin skiluðu ekki ár- angri. Deilunni olli að ríkið vildi breyta sérkjarasamningi við flugvirkja frá árinu 1987. Dagvist hækkar um 15% DAGVISTARGJÖLD í Garðabæ hækkuðu um 15% þann 1. september sl. Fullt dagvistargjald er nú 12 þúsund krónur, en var 10.400. Fyrir forgangshópa, einstæða foreldra og námsmenn, er dagvistargjald 7.100 krónur. Að sögn Ingimundar Sigurpáls- sonar, bæjarstjóra í Garðabæ, hækk- uðu dagvistargjöld bæjarsins síðast þann 1. apríl, en höfðu þá ekki hækk- að frá 1. mars 1988. „Þessi hækkun nú tekur mið af verðlagshækkun- um,“ sagði hann. „Fjögurra klukku- stunda almennt gjald var 4.700 á mánuði, en hækkar í 5.400, fimm klukkustunda gjald fer úr 5.800 í 6.700 og fullt dagvistargjald fer úr 10.400 í 12.000. Hins vegar held ég að ég geti fuliyrt, að á dagvistar- heimilum hér eru eingöngu börn for- eldra í forgangshópum, það er ein- stæðra foreldra og námsmanna. Gjöldin fyrir þessa hópa eru lægri og eftir hækkun eru þau 4.800 fyrir fjórar stundir, 6.000 fyrir fímm stundir og dagvistargjaldið er 7.100 krónur. Þá greiðir bærinn einnig nið- ur gjöld dagmæðra," sagði bæjar- stjórinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.